Morgunblaðið - 29.08.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.08.1992, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. AGUST 1992 Tyrkneska forræðismálið Dætur Sophiu látnar vitna gegn henni í blöðum Dagbjört Rúna FYRRUM eiginmaður Sophiu Hansen fer nú með dætur þeirra milii borga í austurhluta Tyrklands til þess að afla máii sínu stuðnings. Hann kemur fram í fjölmiðlum og biðlar til landa sinna að sýna stuðning í verki og safna undirskriftum til styrkt- ar málstað sínum. Sophia segir að honum hafi gengið fremur treglega ætlunarverk sitt ef frá er talin umfjöllun í dagblöðum öfgasinnaðra. Fjölmargar myndir hafa birst af stúlkunum í fjöl- miðlum, m.a. með forseta Tyrklands. Forræðismálið verður tek- ið fyrir af tyrkneskum dómurum 24. september. Sophia segir að dómstóllinn muni taká~afstöðu til nokkurra þátta í forræðismálinu. „Hann tekur afstöðu til brota föður telpnanna gagnvart umgengnis- rétti mínum. Endurskoðar sjálf- an umgengnisréttinn þannig að verið getur að ég fái að sjá börn- in oftar eða lengur. Fer fram á að gerð verði rannsókn á and- legri og líkamlegri heilsu þeirra og tekur við fleiri gögnum í málinu," segir hún. ' Hasíp Káplan, lögmaður Sop- hiu, hefur í hyggju að fara fram á lokuð réttarhöld en Sophia hefur sérstaklega verið vöruð við viðbúnaði öfgasinnaðra vegna þeirra. Hún segir að viðtöl við föður telpnanna og myndir af feðginunum hafi birst í fjölmörg- um tyrkneskum blöðum að und- anförnu. Ennfremur hafa birst myndir af systrunum með emb- ættismönnum og ein mynd hefur birst af þeim með forseta Tyrk- lands. „Hann hlaut ekki mikinn stuðning hjá honum. Forsetinn sagði aðeins: „Hvaðan koma þessi börn? Þau er falleg en ég bið þess að þeim verði ekki blandað inn í stjórnmál,"" segir Sophia og bendir á að eflaust hafi líðan telpnanna hrakað á öllum þvælingnum. „Þær reyna að kreista fram bros á myndun- um en eru greinilega óttaslegn- ar, sérstaklega yngri stelpan," segir hún en í blöðunum eru stelpurnar sífellt látnar vitna gegn móður sinni. Nokkrir sjónvarpsþættir um forræðismálið bíða sýningar á nýrri tyrkneskri sjónvarpsstöð en einn aðalhluthafi hennar er tyrkneski forsetasonurinn. „Þeg- ar Hasíp Kaplan, lögfræðingur- inn minn, var hér á landi í júlí tókum við upp töluvert efni í þættina. Við ræddum við fólk á götunní og spurðum það hvort það kannaðist við mig, þekkti málið og hver afstaða þess væri. Allir, sem við spurðum, voru með á nótunum og sérstaka athygli okkar vakti að meira segja út- lendingar, sem voru hér í heim- sókn, höfðu frétt af málinu," sagði Sophia og bætti við að auk þess hefði Kaplan farið með tölu- vert af landkynningarefni til Tyrklands. Alls spönnuðu upp- tökurnar 2 klukkutíma. í síðustu Tyrklandsför Sophiu var hún boðuð á sjónvarpsstöð- ina. „Við fórum öll og ég hélt að það ætti aðeins að ræða um þættina. En þegar við komum sá ég að annað stóð til því þeir voru með tökuvélar og tóku við- töl við mig, systur mína og lög- fræðing. Það var þó eiginlega ekki viðtal sem þeir tóku við mig því þeir lögðu ekki fram spurningar heldur átti ég að tala frá hjartanu á tyrknesku. Mér fannst það erfitt en þetta tókst svona sæmilega," segir Sophia en þar sem mikil stjórnmálaum- ræða fer nú fram í Tyrklandi bíða þættirnir betri sýningartíma og er áætlað að hægt verði að sýna þá 20. september. Sömu- leiðis bíða birtingar greinar eftir lögmann Sophiu frá íslands- heimsókninni. Hann hefur í hyggju að skrifa bók um málið. Þriggja bíla árekstur íBreiðholti Morgunblaðið/Ingvar Þrjár bifreiðar lentu saman á mótum Suðurhóla og Vesturbergs seinnipartinn í gær. Ökumenn tveggja bílanna og farþegi í öðrum þeirra voru fluttir á slysa- deild. Þremenningarnir fengu að fara heim af slysa- deild að lokinni aðhlynningu í gærkvöldi. Trygging hf. endur- nýjar ekki viðskipti við sjúkrabíla RKÍ TRYGGING hf. hefur ekki endurnýjað samninga s'em runnið hafa út á þessu ári við Reykjavíkurdeild Rauða krossins um ábyrgðar- og kaskótryggingu sjúkrabíla í borginni. Ágúst Karlsson forstjóri Tryggingar staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur einn sjúkrabíllinn lent í níu tjónum frá því í október í fyrra. Nína ísberg framkvæmdastjóri Reykjavíkurdeildar Rauða kross- ins sagði að annað fyrirtæki, Sjóvá, hefði tekið að sér að tryggja sjúkrabílana. Hún kvaðst telja að þetta væri ekkert mál og hefði engum vandræðum valdið hjá Rauða krossinum. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins sagði Trygging hf. upp viðskiptum vegna hvers og eins sjúkrabílanna við árlega gjalddaga tryggingasamninganna á þessu ári, sem í flestum tilvikum var 1. mars. Er nú svo komið að aðeins er einn sjúkrabíll eftir í viðskiptum við fyrirtækið og rennur sá samn- ingur út 1. október næstkomandi. Ágúst Karlsson sagði að fyrir- tækið kærði sig einfaldlega ekki um að taka áhættuna af þessum viðskiptum lengur, rétt eins og það hefði sagt upp viðskiptum við eig- endur mótorhjóla og tæki slík far- artæki ekki lengur í tryggingar. Ástæðan væri tjónareynsla undan- farinna ára. Hann vildi ekki ræða mál einstakra viðskiptavina en samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hafa þegar verið greiddar út um 1,5 milljónir króna vegna sjö tjóna af þeim níu sem einn bílanna hefur lent í frá í október á síðasta ári og þar til í þessari viku. Jón Leifs Platz í Reh- brttcke ÓLAFUR G. Einarsson, menntamálaráðherra, mun gefa torgi, sem liggur að Lis- elotte-Herrman Str. 8 í Re- hbriicke, útborg Potsdam í Þýskalandi, nafnið Jón Leifs Platz 2. september næstkom- andi. Jón Leifs, tónskáld, bjó ásamt Annie Riethof, eigin- konu siiini, og tveúnur dætr- um í Liselotte-Herrman Str. 9 á árunum 1926-1944. Athöfnin hefst á skrifstofu bæjarstjóra snemma um morg- uninn þar sem ráðherra verður afhent eintak af samþykkt bæj- arstjórnar um nafngiftina. Við- staddir verða sendiherra íslands í Þýskalandi og frú, ræðismaður íslands í Berlín og Brandenborg, Ling bæjarstjóri Bergholz- Rehbrucke o.fl. Að lokinni sam- komu í bæjarskrifstofum verður athöfn á torginu þar sem Ólafur G. Einarsson, menntamálráð- herra, gefur því nafn. Á næsta ári fyrirhugar Hilmar Oddsson, kvikmyndatökumaður, að gera kvikmynd um Jón Leifs og fara kvikmyndatökur m.a. fram í húsi Jóns Leifs í Re- hbriicke. Að myndinni vinnur einnig Hjálmar H. Ragnarsson, tónskáld, sem hefur verið hvata- maður að varðveislu húss tón- skáldsins. Aðalfundur Skógræktarfélags íslands haldinn á Akranesi Islenska birkið stendur sig i j_^i i =s i i > Tveirpiltar best í landgræðsluskogunum játainnbrot Víðistaðaskóli Akranesi. Frá Krístinu Gunnarsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. ÚTTEKT á árangri gróðursetningar vegna landgræðsluskóga sem gerð var í vor fyrir árið 1991 sýnir að íslenska birkið hefur stað- ið sig jafnbest af þeim tegundum sem notaðar hafa verið. í er- indi dr. Ásu L. Aradóttur plöntuvistfræðings á aðalfundi Skóg- ræktarfélags íslands, sem haldinn er á Akranesi, kom einnig fram að ástand plantnanna var svipað og fyrri úttekt sýndi sem gerð var á plöntun ársins 1990. Þá voru afföll svipuð eða þau siimu, allt eftir tegundum. Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógræktarfé- lags íslands, benti á í sínu ávarpi að tíminn ynni með skógrækt- inni og nefndi ný viðhorf til skógræktar þar sem skógræktar- störf áhugafólks gæfu vonir um atvinnutækifæri í byggðum lands- ins. Jón Loftsson skógræktarstjóri sagði að markmið skógræktar ætti að vera stærð lands undir skógi en ekki eingöngu plöntufjöldi. Affólr af lerki voru 8% að meðal- tali, eru það meiri afföll en árið 1990. Hæst voru meðalafföll af furuplöntum eða rúm 11% en plönt- urnar voru þróttmeiri en áður. Ása sagði að nokkur brögð hefðu verið að því að gróðursett væri á stöðum, þar sem sjálfgræðsla ætti Úttekt á gróðursetningu vegna landgræðsluskóga árið 1991 sýnir að afföll birkis voru á bilinu 2%-12% eða að meðaltali 6% og er það sama niðurstaða og fékkst árið 1990. Þá var hlutfall birkis með allgóðan og mjkinn þrótt.að meðaltali 58% en var 45% að meðtaltali árið áður. sér stað og mikið væri um ungar birkiplöntur en það væri óþarfi. „Við þekkjum ótal dæmi um sjálf- græðslu við gamla gróðursetta birkireiti og friðaðar skógarleifar," sagði Ása. „Gróðursetning þar sem beinlínis er miðað að aukinni sjálf- græðslu ætti því að geta skilað miklu betri árangri þegar til lengri tíma er litið. Þá held ég líka að við förum að meta árangur af Iand- græðsluskógrækt á allt annan hátt, þ.e. eftir stærð þess svæðis sem er endurheimt en ekki aðeins eftir þeim plöntufjölda sem gróðursettur er." Jón Loftsson sagði að í dag væri 1% landsins skógi vaxið og ef bæta ætti við öðru prósenti eða um 100.000 hekturum þá þýrfti að planta 300 milljónum plantna . í nytjaskóga. „Við framleiðum fimm milljónir plantna á ári," sagði hann. „Með því að planta 300 plöntum á hektara og friða landið náum við upp náttúrulegum skógi og þessu eina prósenti á tíu árum. Það tel ég raunhæftmarkmið." Sigvaldi Ásgeirsson ræddi um skjólbelti og reynslu Jóta af þeim en enn sem komið er er lítil reynsla fyrir hendi hér á landi. Hætt væri að styrkja bændur við að koma upp skjólbeltum þrátt fyrir að rannsókn- ir sýndu að á berangri draga skjól- belti úr vindstyrk um 40%. Þá hafa skjólbelti áhrif á kostnað við húshit- un og ef gróðursett er með vegum draga þau verulega úr snjómokstri. „Aukið skjól eykur uppskeru og skepnur þurfa minna fóður þegar þeim er heitt," sagði Sigvaldi. „Auk þess sem mannfólki líður betur þar I sem skjólsælt er." Rannsóknarlögreglan í Hafn- arfirði hefur upplýst hverjir voru að verki í innbroti í Víðistaða- skóla í Hafnarfirði fyrr í vikunni. Tveir piltar 15 og 16 ára hafa játað að hafa verið að verki. Piltarnir játuðu að hafa fyrst brot- ist inn í geymslu í fjölbýlishúsi í bænum og stolið þar úr golfsetti þremur kylfum og nokkrum boltum. Síðan fóru þeir í skólann þar sem annar þeirra notaði eina kylfuna til að brjóta glugga úr 10 mm þykku plexigleri. Þegar inn var komið gáfu piltarn-. ir skemmdarfýsn sinni lausan taum- inn, auk þess að stinga á sig ýmsum kennslugögnum. Innbrotið uppgötvaðist um morg- uninn og voru menn fram á kvöld að þrífa eftir piltana, sem brutu glugga, sprautuðu lími og litum á gólf, veggi og kennslutöflur og tóku hurðir af hjörum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.