Morgunblaðið - 29.08.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.08.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992 ÍÞRÓTTIR FATLAÐRA Paralympics-leikamir íslenski hóp- urinn til Barce- lona á morgun TÓLF fatlaðir íþróttamenn halda á morgun áleiðis til Barcelona á Spáni ásamt þjálf- urum og fararstjórum, þar sem þeir munu taka þátt í Para- lympics leikunum, sem hefjast 3. september nk. I hópnum eru sex núverandi heimsmethafar, auk þess sem flestir keppend- ur hafa unnið til fjölda verð- launa á alþjóðlegum stórmót- um. Níu keppa í sundi, tveir i frjáls- um og tveir í borðtennis. Einn íþróttamaður, Geir Sverrisson, keppir bæði í sundi og fijálsum. Eins og áður sagði eru sex heims- methafar í hópnum, fimm í sundi og einn í fijálsum íþróttum. Sund- mennimir eru.Ólafur Eiríksson, sem á heimsmet í 200 og 800 m skrið- sundi, Lilja María Snorradóttir i 100 m skriðsundi, Geir Sverrisson í 100 m bringusundi, Kristín R. Hákonar- dóttir í 100 m bringusundi og Rut Sverrisdóttir í 200 m baksundi. Fijálsíþróttamaðurinn Haukur Gunnarsson á heimsmet í 400 og 100 m hlaupi. Kostnaðurinn við að senda þenn- an hóp til Barcelona er mikill, og að sögn Ólafs Jenssonar, formanns íþróttasambands fatlaðra, ekki undir 10 milljónum. Enn vantar 3-4 milljónir upp á til að endar nái sam- an, og sagðist Ólafur vonast til að árangur íþróttafólksins, sem yrði vonandi góður, myndi vekja áhuga fjársterkra aðila á að styrkja þátt- töku þeirra. Nú þegar hefðu mörg fyrirtæki lagt þeim lið, m.a. Visa og Búnaðarbankinn, sem og Herra- garðurinn, sem veitti þeim góðan afslátt á einkennisbúningum, og Sjóvá-Almennar sem tryggir allan hópinn. Á síðustu leikum í Seoul í S- Kóreu unnu íslensku keppendurnir tvenn gullverðlaun, tvenn silfur- verðlaun og sjö bronsverðlaun. 13. september hefjast síðan í Madrid leikar fyrir þroskahefta íþróttamenn. Þar munu átta íslend- ingar keppa, sex í sundi og tveir í fijálsum íþróttum. Árangur þeirra hefur ekki verið síðri en þeirra fötl- uðu á alþjóðlegum stórmótum. í hópnum eru þrír heimsmethaf- ar. Gunnar Þ. Gunnarsson og Guð- rún Ólafsdóttir eiga tvö heimsmet hvort, og Sigrún H. Hrafnsdóttir, sem valin var besti íþróttamaður þroskaheftra í heiminum í fyrra af INAS, Alþjóðasamtökum þroska- heftra, er áttfaldur heimsmethafi. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hópurinn sem heldur til Barcelona á morgun. Neðsta röð frá vinstri Lilja María Snorradóttir, Kristín R. Hákonardóttir, Rut Sverrisdóttir, Birkir R. Gunnarsson, Ólafur Eiríksson, Geir Sverrisson, Halldór Guðbergsson, Elvar Thorarensen, Haukur Gunnarsson, Kristín Guðmundsdóttir þjálfari, Anna K. Vilhjálmsdóttir fulltrúi út- breiðslu og íþróttasviðs lF, Svanur Ingvarsson, Sóley Axelsdóttir, Jón H. Jónsson. í efstu röðinni eru frá vinstri Ólafur Jensson formaður íþróttasambands fatiaðra, Stefán Jóhannsson þjálfari, Magnús B. Einarsson læknir, Ólafur Magnússon fram- kvæmdastjóri ÍF, Sveinn Áki Lúðvíksson formaður Óiympíunefndar ÍF, og Erlingur Þ. Jóhannsson þjálfari. ■ UDO Lattek hefur ekki gengið vel með Schalke í þýsku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu. Veðbankar í Austurríki telja að Lattek verði fyrstur þjálfara í Frá Jóni deildinni til að ijúka. Halldóri U LOTHAR Matt- Garöarssyni haus er kominn heim i Þýskalandi aftur. Hann skrifaði undir samning við Bayern Míinchen, sem greiddi Inter átta milljónir marka ( um 300 millj. ÍSK). Matthaus var seldur til Inter á sín- um tíma fyrir 7,5 milljónir marka. Hann er þó ekki enn orðinn leikfær vegna meiðsla sem hafa hijáð hann. ■ GAUDINO, leikmaður Stutt- gart, meiddist á æfingu um síðustu helgi - sleit liðbönd í ökkla. Hann verður því frá í nokkrar vikur. ■ GIDO Hoffmann, sem hefur leikið með Keiserslautern síðustu misseri, hefur verið lánaður til Le- verkusen fyrir 200 þúsund mörk (um 7,5 millj. ÍSK) út tímabilið. U THOMAS Hassler, þýski landsl- iðsmaðurinn hjá Roma á Italíu, er meiddur á hné og leikur ekki næsta mánuðinn. ítalska deildin byijar um næstu helgi. ■ CRIS Cantona, miðheiji Leeds, gefur ekki kost á sér í franska landsliðið, sem mætir Búlgörum í undankeppni HM 9. september. LEIÐRÉTTING Bikarmeistarar Vals í knattspyrnu vilja taka fram að söngur þeirra, listamenn, lista- menn..., hafi orðið til hjá þeim sjálfum í fyrra og eigi hvorki skylt við listahátíð né fyrrum leikmenn Vals eins og sagt var í blaðinu, þó Valsmenn hafi á árum áður sagt að sigur þeirra væri framlag til listahá- tíðar. KASTMOT FL UGLEIÐA 30. ágúst kl. 15.00 Ólympíufarar okkar í kastgreinum mæta stórstjörnum annarra landa. Hvetjum okkar menn til sigurs og mætum öll á nýjan og glæsilegan frjálsíþróttavöll Laugardals. Dagskrá: Kl. 15.00 kúluvarp kl. 15.30 kringlukast kl. 16.00 spjótkast EIMSKIP Islenskir keppendur: Pétur Guðmundsson Vésteinn Hafsteinsson og Eggert Bogason Einar Vilhjálmsson og Sigurður Einarsson Verð: Fullorðnir kr. 500,- börn yngri en 14 ára kr. 250,-. \je\tingahu$ió Athugið. Ágiskunarkeppni, fjórir vinningar Reynið að vinna Ijósakort hjá Toppsól og mat fyrir tvo í Laugaási. Þeir sem ná besta árangri í hverri grein fyrir sig fá vinning og einnig sá sem kemst næst samanlögðum árangri sigurvegara þessara þriggja greina. Allt sem þarf er að koma á völlinn, skila bréfi með þessari ágiskun og láta nafn, heimilisfang og síma fljóta með. Dæmi: Kúla 20 metrar, kringla 60 metrar, spjót 80 metrar samanlagt, 160 metrar. Jón Jónsson, Jónsbakka 10, sími 007. Verðlaun verða veitt strax að loknu móti Sól FAXAFENI í i MUtiUiUim * ttati mmmmKmmmfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.