Morgunblaðið - 29.08.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.08.1992, Blaðsíða 28
r28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992 Minning Hulda Sveinsdótt- ir, Hveragerði Fædd 30. janúar 1932 Dáin 19. ágúst 1992 Hinn 19. ágúst sl. andaðist elsku- leg móðir mín í Landspítalanum eftir harða baráttu við illkynjaðan sjúkdóm. Þegar fímm ára dóttir undirritaðrar vissi að amma væri dáin sagði hún: „Mamma, vildir þú ekki að okkur væri að dreyma," en amma var alltaf svo blíð og góð. Margt kemur upp í hugann þegar minnst er æskuáranna. Við erum sex systkinin og stóð heimili okkar ávallt opið fyrir vinurh okkar. Var því oft margt um manninn, illa lát- ið, glamrað á píanóið og sungið. Ekki amaðist mamma við því, hún var ein af okkur. Hvert barnið hennar átti sitt gælunafn hjá henni en undirrituð hafði nafnið „Gullið". Mamma vann á dvalarheimilinu Ási^ í mörg ár og oft kom vistfóikið á Ási í heimsókn á heimili okkar. Þar tók mamma á móti þeim með sinni hjártahlýju og heitum kaffi- sopa. Mamma fór í Fjölbrautaskóla Suðurlands kringum 1980. Þaðan fór hún í Sjúkraliðaskóla íslands og útskrifaðist 1983. Eftir J)að vann hún á Heilsuhæli NLFI meðan heilsá leyfði. Mamma byrjaði að syngja í Kirkjukór Hveragerðis og Kot- strandarkirkju á unglingsárunum. Hún starfaði með honum af miklum áhuga í nær fjóra áratugi, enda söngurinn hennar hjartans mál og svo jóðlaði hún svo fallega. Ég tel mig lánsama að hafa elt hana í kirkjukórinn því þar er fé- lagsskapur góður. Elsku pabbi, systkini mín, mak- ar, börn og aðrir ástvinir. Söknuð- urinn er mikill og sorgin stór, en megi allar góðu minningarnar um þessa einstöku perlu milda sárasta tregann. Bogga „Gullið". Mild, róleg og yfirveguð. Þau voru fyrstu kynnin af Huldu Sveins- dóttur. Seinna kynntumst við öðrum þáttum í eðíi þessarar samstarfs- konu við Heilsuhælið í Hveragerði. Hlý hönd og hugur bættu líðan og líknuðu. Fáum þeim, sem þágu styrk frá henni bauð í grun, að þar fór helsjúk kona. Við kynntumst glaðværð hennar, sönggleðinni og fölskvalausri vin- áttu. Fyrir fáum vikum kom hún til vinafundar studd af tveimur hækj- um. Enn var hún gefandinn, létt í tali. Forsöngvari og röggsamur söngstjóri. Ogleymanleg minning um traustan og æðrulausan vin. Við þökkum samfylgdina. Megi minning um Huldu Sveins- dóttur styrkja og hugga alla þá sem syrgja. Gísli Einarsson og Snorri Ingimarsson. Elskuleg tengdamóðir mín, Hulda Sveinsdóttir, andaðist í Land- spítalanúm þann 19. ágúst sl. eftir erfiða baráttu við illkynja sjúkdóm. Ég kynntist Huldu fyrir átján árum, en þá hafði ég hitt elsta son henn- ar, sem í dag er eiginmaður minn. Hulda reyndist mér yndisleg tengdamóðir og góð vinkona. Ég minnist þess þegar ég kom fyrst inn á heimilið hvað ég var feimin, en það var nú óþarfi, því öilum leið vel í návist Huldu, og var mér strax tekið sem hennar barni. Alltaf var hún tilbúin að hjálpa ef á þurfti að halda, hvort sem mig vantaði pöss- un fyrir börnin, eða hjálp við sauma- skap, en þar áttum við sameiginlegt áhugamál. Það kom fyrir að við sáum fína flík í búð, og var hún skoðuð vandlega, en síðan farið og keypt efni og flíkin saumuð heima, það var ódýrara, og jafnvel fínni flík. Huldu tókst flest sem hana lang- aði til að gera. Mikið var sungið á heimilinu, enda húsmóðirin söngelsk, bynaði snemma á unglingsárum að syngja með kirkjukórnum á staðnum og starfaði með honum á meðan heils- an entist. Hulda fór í sjúkraliðaskólann þegar börnin voru flest uppkomin og lauk þaðan prófi 1983, og starf- aði við Heilsuhæli NLFÍ í Hvera- gerði þar til heilsa hennar leyfði ekki lengur, en samstarfsfólk henn- ar reyndist henni einstaklega vel og gerði henni kleift að vinna með- an hún treysti sér til. I janúar sl. varð Hulda sextug og var haldin veisla á Hótel Örk, þar var vel á annað hundrað manns, mikið sungið og leikið og var þetta ógleymanlegt kvöld fyrir Huldu. Þann 20. október 1952 giftist Hulda eftirlifandi eiginmanni sínum Hilmi Hinrikssyni og eignuðust þau sex börn, en þau eru: Erlendur, maki undirrituð og eigum við tvö börn Bjarnþór og Berglindi, Hólm- fríður, sambýlismaður Hilmar Magnússon, en Hólmfríður á þrjá syni Daða, Sigurð og Sólmund. Björg, sambýlismaður Úlfar Andr- ésson og eiga þau eina dóttur, Guð- rúnu, en Björg á tvo syni Hilmi og Halldór. Brynjólfur, sambýliskona Anna Högnadóttir og eiga þau tvö börn Huldu og Árna. Júlíana, maki Viktor Sigurbjörnsson, þau eiga tvo syni, Sigurbjörn og Hjalta, Harpa, sambýlismaður Óskar Sigurþórs- son. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför GUNNHILDAR ÞÓRARINSDÓTTUR, Rangá. Börn, tengdasynir og barnabörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ÞÓRHILDAR ÞORGEIRSDÓTTUR, Háteigsvegi 25, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við til starfsfólks og lækna í Hátúni 10b og Hlíðabæ. Markús Hjálmarsson, Þorgeir Markússon, ÁlfheiðurÁrnadóttir, Hjálmar Markússon, Ester J. Bjarnadóttir, Grétar Markússon, Sigurbjörg Ólafsdóttir, barnabörn og langömmubarn. Systkini Huldu voru Guðlaug, Guðbjörn og Elísabet, en Elísabt lést 20. ágúst 1989. Eg þakka elskulegri tengdamóð- ur minni samfylgdina, við söknum hennar svo mikið, því hún var okk- ur alltaf svo góð. Að lokum vil ég þakka hjúkrun- arfólki og læknum á deild 11E á Landspítalanum fyrir frábæra umönnum, og sérstakar þakkir til Valgerðar Baldursdóttur hjúkrun- arfræðings, vinkonu og samstarfs- félaga Huldu fyrir alla hennar hlýju og umönnun í veikindum Huldu. Ég bið algóðan Guð að styrkja elskulegán tengdaföður minn, börn, barnabörn og aðra ástvini á þessari erfiðu stundu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Gulla. Ó söngsins Guð hinn góði kom gullnum vængjum á Upphaf ljóðs Jóhannesar skálds úr Kötium, sem hann tileinkaði Kirkjukór Hveragerðis — og Kot- strandarsókna koma í huga minn þegar ég minnist Huldu Sveinsdótt- ur. Hulda var félagi í ofannefndum kór frá unga aldri og bar það upp á æfmgarkvöld kórsins þegar við söngfélagarnir fengum fregnina um lát hennar. Kynni okkar Huldu hófust fljót- lega eftir að ég og mín fjölskylda flyst í Hveragerði árið 1959. Okkar leiðir lágu saman í kórstarfi og síð- ar á vinnustað. Ætt og uppruna Huldu læt ég eftir mér fróðari en þegar ég kynn- ist henni er hún þegar gift klettin- um sínum honum Hilmi Hinrikssyni og fjögur börn þeirra fædd, Erlend- ur, Hólmfríður, Björg og Brynjólf- ur, síðan bættust tvö til viðbótar, Júlíanna og Harpa. Barnahópurinn efnilegi hefur vaxið og stofnað hver sitt heimili og eru barnabörnin 12 að tölu. Ætla mætti að það væri nægilegt starf að koma upp sex börnum og stýra stóru heimili en Hulda starf- aði samhliða heimilisstörfum þegar börnin stækkuðu. Árið 1964 gerist hún starfsmaður á Elli- og dvalar- heimilinu Ási í Hveragerði, því næst ræðst hún í nám og lýkur sjúkraliðanámi árið 1983 og eftir námið gengdi hún sjúkrastarfi á Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði, til æviloka. Þetta er í stuttu máli starfsferill Huldu eftir okkar kynni. Hulda hafði góða nærveru, hún var hljóð, mild og starfssöm kona. Umtalsgóð og lagði alltaf gott til mála og vildi milda af móðurhyggju þar sem þurfti. Hulda hlaut í vöggugjöf fallega söngrödd og góða leikhæfileika. Hver man ekki á góðum stundum gamanvísnasöng, jóðl og leik? Sam- ferðamennirnir nutu þess alls og alltaf var Hulda tilbúin að skemmta og miðla. Félags- og trúnaðarstörf voru í starfsvettvangi hennar. Oftar en einu sinni var hún í stjórnKirkju- kórsins og m.a. formaður. Á vinnu- staðnum okkar, Heilsuhæli NLFÍ i' Hveragerði, var hún trúnaðarmaður um tíma, átti sæti í launasamning- um og samstarfsmannaráði. Á þess- um vettvangi vorum við oft sam- hliða í félagsmálastörfum og kom þá vel í ljós lindiseinkunn Huldu. Hlýan, mildin og^æðruleysið hjálp- uðu henni í veikindum hennar og kunni hún svo sannarlega að lifa hvern dag á meðan stætt var. Minningarnar góðu eru huggun harmi eftirlifenda. „Ó söngsins guð hinn góði" gefi ástvinum styrk og „gullvængirnir" lýsi og lyfti minningu Huldu Sveins- dóttur. Ó söngsins Guð hinn góði,». kom gullnum vængjum á. Gef lífið voru ljóði, gef ljósið vorri þrá. Lát ðll vor augu glitra, lát öll vor hjörtu titra. Lát allt sem hug vom ofar ber, í einum hljómi lúta þér. (Jóhahnes úr Kötlum) Góður samferðarmaður í Hvera- gerði er kvaddur og við hjónin þökk- um samfylgdina. Jóna Einarsdóttir. Góð vinkona, Hulda Sveinsdóttir er látin. Hún fæddist í Reýkjavík 30. jan- úar 1932. Foreldrar hennar voru þau Hólmfríður Eyjólfsdóttir, ætt- uð úr Ölfusinu og Sveinn Sveinsson úr Reykjavík. Systkinin voru Guð- björn, Guðlaug og Elsa sem er látin. Móðir Huldu lést af slysförum árið 1942. Hulda og Guðbjörn fóru þá í fóstur að Þurá en þar bjuggu móðursystkini þeirra Kristín og Sæmundur. Ég sá Huldu fyrst i 12 ára bekk Barnaskólans í Hveragerði. Hún var hnellin stelpa með þykkar, svartar fléttur langt niður á bak og sériega fallegt brúnt litarhaft. Hulda varð fljótt mjög vinsæl í bekknum. Hún hafði fallega söng- rödd, kunni millirödd við flest lög og svo gat hún jóðlað. Skólasyst- urnar söfnuðust saman í frístund- um með gítarana sína og æfðu vin- sælustu lögin. Seinna var sungið á ýmsum skóla- og ungmennafélags- samkomum og alltaf varð jóðlið hennar Huldu vinsælt. Margar ferðir fórum við stelp- urnar með Guðmari skólabílstjóra út að Þurá. Þar var okkur vel tek- ið. Með glettni í augum og hlýju handtaki bauð Sæmundur okkur velkomnar. Niðri í eldhúsinu hjá Stínu biðu svo góðgerðir, nýbakað- ar pönnukökur og kleinur. Hulda ræddi oft um eldri systur sínar, þær Elsu og Laugu og gladdist mjög þegar von var á þeim í sveitina. Unglingaskóli var stofnaður í Hveragerði 1945 og þá gátu nem- endur stundað framhaldsnám í heimabyggð. Eftir tveggja ára nám í skólanum fór Hulda í húsmæðra- skóla Árnýjar Filippusdóttur að Hverabökkum. í skólanum var lögð áhersla á hannyrðir en einnig voru kenndar bóklegar greinar. Islensk- an var Huldu sérlega hugleikin. Hún talaði og ritaði fallegt mál og skólasysturnar leituðu oft til henn- ar þegar semja þurfti ræður fyrir málfundina. Á þessum árum kenndi Kjartan Jóhannesson söng við skólana í Hveragerði. Hann var sérlega vin- sæll söngstjóri og glæddi fram mikinn söngáhuga. 1947 stofnaði Sigurður Birkis söngmálastjóri kirkjukór. Unga fólkið flykktist í kórinn og var Hulda þar á meðal. Árið 1952 giftist Hulda eftirlif- andi eiginmanni sínum Hilmi Hin- rikssyni frá Vestmannaeyjum. Þau hjón voru samhent og dugleg til allra verka, komu sér upp fallegu heimili og áttu barnaláni að fagna. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau í Reykjavík og þar fæddust eístu börnin, ^ Erlendur, Hólmfríður og Björg. Árið 1956 flutti fjölskyldan til Hveragerðis og þar bættust Brynjólfur, Júlíana og Harpa í hóp- inn. 011 börnin hafa nú stofnað sín heimili og barnabörnin eru orðin 12. Hulda var sériega barngóð og naut hinn stóri hópur ömmubarna þess í ríkum mæli. Hún saumaði og prjónaði á þau flíkur og miðlaði af visku sinni. Á efri árum fluttu þau Sæmund- ur og Kristín til Hveragerðis og þar gat Hulda launað þeim umönnunina. Eftir lát Sæmundar fluttist Kristín inn á heimili þeirra Huldu og Hijmis. Hulda vann oft utan heimilis. Hún starfaði á dvalarheimilinu Ási við umönnun aldraðra en hana hafði lengi dreymt um að læra hjúkrunarstörf. Árið 1980 innritaðist Hulda í Fjölbrautaskóla Suðurlands og lauk tveggja ára undirbúningsnámi fyrir sjúkraliðaprof. Ári seinna út- skrifaðist hún úr Sjúkraliðaskólan- um. Oft hlýtur að hafa verið erfitt fyrir Huldu að finna sér tíma til náms, fjölskyldan stór og mikill gestagangur á heimilinu, en nám- inu lauk hún með prýði. Að því loknu réðst hún sem sjúkraliði að Heilsuhæli Náttúrlækningafélags- ins. Hulda var félagslynd kona og mjög áhugasöm í starfi. Hún starf- aði í áratugi með kirkjukórnum, var lengi í stjórn og gegndi form- annsembætti um árabil. Eg minnist margra ánægjustunda frá kórstarf- inu en mikil samheldni var alltaf hjá kórfélögunum, haldnar kvöld- vökur og árleg ferðalög, bæði inn- anlands og utan. Undanfarin ár þurfti Hulda að berjast við illvígan sjúkdóm, oft milli vonar og ótta um hvaða stefnu sjúkdómurinn tæki. Hún sýndi mik- inn viljastyrk og tók áföllum sem upp komu af miklu æðruleysi. Inn á milli gáfust oft góðar stundir með ættingjum og vinum. Hulda minntist sextugsafmælis síns með gleði og þakklæti. Vinir og ættingjar komu saman á Hótel Örk, kórfélagarnir sungu og Jón H. Jónsson stjórnaði hófinu af sinni alkunnu smekkvísi. Hulda naut þess að ferðast og skoða landið sitt og margar ferðir fóru þau hjónin á fallega staði. Hún naut ásfríkis eiginmanns síns og fjölskyldu í veikindunum. Oft talaði Hulda einnig um Völlu sína eða Valgerði Baldursdóttur hjúkrunar- fræðing sem alltaf var reiðubúin jafnt á nóttu sem degi að rétta líkn- andi hönd. Að leiðarlokum vil ég þakka kærri vinkonu fyrir liðnar stundir. Eftirlifandi eiginmanni, börnum og öðrum aðstandendum færi ég inni- legar samúðarkveðjur. Margrét Þorsteinsdóttir. Kveðja frá K irkjukór Hvera- gerðis og Kotstrandarsókna Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljðta skalt. (V. Briem.) Það er erfítt að trúa því að hún Hulda sé horfin á braut og eigi ekki framar eftir að hitta okkur á söngæfingum. Hún Hulda með sitt hlýja bros og sönggleði var einn af okkar traustustu félögum um 40 ára skeið. Hún gekk til liðs við kórinn við stofnun hans qg bar ætíð hag kórsins mjög fyrir brjósti. Hún kunni svo vel að meta gildi söngs og tónlistar í lífínu og þann félags- og vináttuanda sem skapast í slíku samfélagi. Hulda var einstaklega vel gerð manneskja, glaðvær og hjálpfús og lagði jafnan eitthvað gott til mál- anna. Hún var ein aðaldriffjöðurin í að safna fyrir pípuorgeli í Hvera- gerðiskirkju, enda taldi hún ekki eftjr sér að leggja góðu málefni lið. í veikindastríði sínu sýndi Hulda fádæma dugnað og æðruleysi og notaði hvert tækifæri sem gafst til að gleðast með fjölskyldu og vinum. Og hvenær sem hún treysti sér til var hún mætt á söngloftið í kirkj- unni. Það verður vandfyllt sætið henn- ar Huldu, en við kórféiagar erum þakklátir fyrir að hafa fengið að njóta hæfíleika hennar og vináttu. Við sendum fjölskyldu Huldu og aðstandendum öllum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. F.h. kirkjukórsins, Anna Jórunn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.