Morgunblaðið - 22.09.1992, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
,<;S HUOAdUUUHtl UJfHKI
VIÐSKIPTI/AT VINNCLÍF
n'/WIT'HHÍUIV dlGAJ.'WUOHOM
ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1992
35
Flugrekstur
Evrópsk flugfélög glata
trausti fjárfesta
Viðbrögð stjórnenda eru harkalegur niðurskurður
Financial Times
Undanfarnar vikur hefur gengi hlutabréfa í flestum evrópskum flug-
félögum fallið langt umfram almenna hlutabréfavísitölu. Gengi bréf-
anna endurspeglar skaðlegt fargjaldastríð, lélega sætanýtingu og
tiltölulega háan kostnaðargrunn. Stjórnendur flugfélaganna treysta
á að verulegur niðurskurður muni skila sér í aukinni samkeppnis-
hæfni og hærra hlutabréfaverði.
Verð hlutabréfa í bæði Swissair
og Austrian Airlines hefur lækkað
um meira en fjórðung á þremur
mánuðum. Stjómendur Swissair
hafa einsett sér að minnka kostnað
um 300 milljónir svissneskra
franka (12,4 milljarða ÍSK). Þar
af eiga tíu milljónir franka að spar-
ast með því að flytja innheimtu-
deild fyrirtækisins til Bombay á
Indlandi.
Fram til loka september verður
420 af rúmlega 19.000 starfs-
mönnum Swissair gert að hætta.
Til samanburðar var störfum hjá
British Airways fækkað um 4.600
eða tæplega 10% á síðasta fjár-
hagsári. British Airways er um
þessar mundir arðbærasta flugfé-
lag á vesturhveli jarðar. Hlutabréf
í félaginu hafa eigi að síður lækk-
að í verði um nærri 7% frá miðjum
maí.
Markaðsverð hlutabréfa í þýska
flugfélaginu Lufthansa hefur hrap-
að um 40% síðan í febrúar. Á fyrri
helmingi yfírstandandi árs nam
rekstrartap Lufthansa 550 milljón-
um þýskra marka (20,4 milljörðum
ÍSK) eða 4,1% af tekjum. Þótt far-
þegar væru 19% fleiri og tekjur
9% hærri jókst tapið um 66% mið-
að við sama tímabil í fyrra.
Líkt og almennt gildir um þýsk
fyrirtæki er kostnaðargrunnur
Lufthansa hærri en hjá keppinaut-
unum. Ollum mannaráðningum
hefur nú verið hætt og 1.000 störf
verða lögð niður á þessu ári. Sam-
hliða hefur nokkrum flugvélum
verið lagt. Til þess að auka
sveigjanleika og rekstrarábyrgð
var innanlandsflug skilið frá ann-
arri starfsemi og gert að sjálfstæðu
fyrirtæki, Lufthansa Express.
En vandi Lufthansa er svo mik-
ill að slíkar ráðstafanir duga ekki.
Jurgen Weber, aðalframkvæmda-
stjóri, hefur boðað róttækari
spamaðaráætlun sem trúlega verð-
ur kynnt í næsta mánuði.
Fyrir utan almenna erfíðleika í
flugrekstri og margvísleg innri
vandamál hefur umhverfið verið
Lufthansa afar óhagstætt. Verk-
fall opinberra starfsmanna í
Þýskalandi kostaði félagið 60 millj-
ónir marka (2,2 milljarða ÍSK),
afgreiðslugjöld á þýskum flugvöll-
um hafa stöðugt verið að hækka,
farþegum til Tælands snarfækkaði
vegna stjórnmálaólgu í landinu og
lækkandi gengi Bandaríkjadals
rýrir tekjur af flugi yfir Atlantshaf-
ið.
Lufthansa hefur um 30% tekna
sinna af Atlantshafsflugi. Þar er
verðsamkeppnin hörðust og tapið
mest. Stjórnendur Lufthansa
þrýsta á að loftferðasamningur
Þýskalands og Bandaríkjanna
verði endurskoðaður. Lufthansa
fær aðeins að fljúga til tíu borga
í Bandaríkjunum, á meðan banda-
rísk flugfélög hafa mun greiðari
aðgang að flugvöllum í Evrópu.
Hollenska flugfélagið KLM hef-
ur einmitt þegar notið góðs af
drögum að nýjum loftferðasamn-
ingi Hollands og Bandaríkjanna.
Þar er KLM veitt heimild til flugs
innan Bandaríkjanna. Ólíkt öðrum
evrópskum flugfélögum hefur
KLM vegnað vel á hlutabréfamörk-
uðum aði undanfömu.
Framtíð Lufthansa er óvissari
fyrir þær sakir að ríkisstjómin í
Bonn hefur lýst því yfír að hún
vilji selja helming af 51% hlut ríkis-
ins í félaginu. Líklegt er að nýir
eigendur gerðu strangari kröfur
um arðsemi og krefðust enn frek-
ari niðurskurðar. British Airways
og KLM hafa þegar gengið í gegn-
um slíkan niðurskurð að banda-
rískri fyrirmynd.
Gæðamál
Dönsk fyrirtæki notfæra
sér gæðastjórnun
NÝ KÖNNUN í Danmörku leiddi í ljós að um 90% fyrirtækja innan
by&KÍngariðnaðarins hafa tekið upp gæðastjórnun af einhverju tagi.
í könnuninni kom einnig fram að á alþjóðlegan mælikvarða er danskur
það voru einkum kröfur frá yfirvöld-
um og öðrum viðskiptavinum sem
urðu til þess að fyrirtækin tóku upp
gæðastýringu. Afleiðingin er sú að
byggingariðnaður nú einna lengst
kominn í að tryggja gæði fram-
leiðslu sinnar.
Þrátt fyrir þetta háa hlutfall fyr-
Aukin framleiðslugeta í
kanadískum áliðnaði
Jókst um 26,5% 1991 og áætluð aukning á þessu ári 16,5%
Alouette-álbræðslan i Quebec í Kanada er um þessar mundir að
senda frá sér fyrstu framleiðsluna, aðeins þremur árum eftir að
framkvæmdir við verksmiðjuna hófust. Er áætlað að framleiða
70.000 tonn á þessu ári en árleg framleiðslugeta er 215.000 tonn.
Byggingarkostnaður verksmiðj-
unnar var rúmlega-63 milljarðar
ÍSK. og er þá innifalinn undirbún-
ingur undir stækkun, sem tvöfald-
aði afköstin. Vegna lágs verðs á
áli nú um stundir er þó óvíst hve-
Flug
Ný tækifæri fyrir KLM
í Bandaríkjunum
YFIRVÖLD í Bandaríkjunum og HoIIandi hafa gert með sér samkomu-
lag sem felur í sér að flugfélög frá löndunum tveim fá ótakmarkaðan
aðgang að flugvöllum hvors lands um sig.
Þar með verður hollenska flugfé-
lagið KLM fyrsta evrópska flugfélag-
ið sem fær tækifæri til að fljúgja til
allra borga Bandaríkjanna frá Evr-
ópu, sem og að fljúga til þriðja lands-
ins frá Bandaríkjunum. A sama hátt
fá bandarisk flugfélög svipuð réttindi
í Hollandi. Þar í landi er búist við
að samkomulagið verði mikil lyfti-
stöng fyrir flugvöllinn í Amsterdam
og geti hugsanlega orðið til að koma
af stað nýrri hrinu af afnámi hafta
í flugumferð innan Evrópu. Þetta er
talið opna fyrir aukna möguleika á
enn frekari verðlækkunum á öllum
helstu flugleiðum yfír Atlantshafið.
Búast má við að bandarísk stjóm-
völd reyni nú að nota samkomulagið
til þess að þvinga stjórnvöld í löndum
svo sem Bretlandi, Frakklandi,
Þýskalandi og Ítalíu til að gera sam-
bærilegan samning.
Fyrir KLM þýðir samningurinn
ennfremur að félagið getur í auknum
mæli tengt þjónustu sína við Nort-
hwest Airlines, sem KLM á 49% í.
nær í hana verður ráðist. Eigéndur
verksmiðjunnar eru VAW Alumi-
nium, Austria Metals, Hoogovens,
samstarfsfyrirtæki Kobe Steel og
Marubeni í Japan og SGF (Société
Générale de Financement) í Qu-
ebec og er hlutur þeirra allra jafn
eða 20%. Segjast talsmenn þeirra
ákveðnir í að stækka hana strax
og aðstæður leyfa en verða að taka
ákvörðun um það fyrir lok ársins
1994. Er kveðið á um það í samn-
ingi við Hydro Quebec, sem sér
verksmiðjunni fyrir rafmagni
næstu 25 ár, en ekki hefur verið
skýrt frá efni hans opinberlega að
öðru leyti.
Með Alouette-verksmiðjunni
hefur alls verið ijárfest í kanadísk-
um áliðnaði fyrir um 185 milljarða
ISK. á fáum árum og. vegna þess
jókst framleiðslugetan í Kanada
um 26,5% á árinu 1991 og áætluð
aukning á þessu ári er 16,5%. Er
framleiðslugetan nú tvær milljónir
tonna og öll 1 Quebec að undan-
skildum 200.000 tonnum. Stafar
það af miklu framboði þar af ódýrri
vatnsaflsorku.
Mestur hluti framleiðslu Alou-
ette-versins verður notaður hjé
eigendum þess í Evrópu enda er
ódýrara að flytja álið þangað með
skipi en með bílum til Bandaríkj-
anna.
★ Pitney Bowes
Frjmerkjavélar og stimpilvélar
Vélar til postpökkunar o. fl.
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 • 105 Reykjavík
Simar 624631 / 624699
B/LALE/GA
Úrval 4x4 fólksbfla og statlon bila.
Pajero jeppar o.fl. teg. Pickup-bílar
með einf. og tvöf. húsi. Minibussar og
12 sæta Van bilar. Farsímar, kerrur f.
búslöðir og farangur og hestakerrur.
Reykjavík 686915
inierRent
Europcar
BILALEIGA
AKUREYRAR
Fá&u gott tilboð!
Rykgrímur fyrir allar
aðstæður
ÁRVÍK
ÁRMÚLI 1 - REYKJAVÍK - SÍMI 687222 -TELEFAX 687295
irtækja sem nota gæðastýringu hafa
aðeins örfá þeirra fengið kerfi sín
skráð, þó svo að langflest kerfín virki
mjög vel. Þannig hafa þrjú af hveij-
um fjórum fyrirtækjum gefið út
handbók eða bækling um kerfi sitt.
Ástæða þess að svo fá kerfi hafa
verið skráð virðist einkum vera sú
að ISO-staðallinn henti byggingar-
iðnaðinum ekki vel. Af þeim sökum
hafa samtök byggingarverktaka og
annara aðila byggingariðnaðarinns
tekið höndum saman við danska
staðlaráðið og dönsku iðntækni-
stofnunina um verkefni sem felst í
því að aðstoða fyrirtæki við að laga
kerfi sín að ISO 9000 staðlinum.
Bílamarkaóurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraub
Kópavogi, sími
671800
MMC Galant GLSi hlaðbakur '92, stein-
grór, sjálfsk., ek. 14 þús. Einn m/öllu. Sem
nýr. V. 1550 þús. stgr.
Ford Bronco XL II '88, rauður, 5 g., ek.
44 þ.km. Toppeintak. V. 1390 þ. stgr.
Nissan Micra GL '89. 5 g., ek. 52 þ.
V. 390 þús. stgr.
MMC Lancer 4x4 hlaðb. '92, rauður, 5
g., ek. 27 þ., rafm. í öllu o.fl.
V. 1080 þús. stgr.
MMC L-300 4x4, 8 manna '88, grásans,
5 g., ek. 68 þ. sportfelgur o.fl.
V. 1180 þ. Sk. ód.
Nissan Patro diesel '83, 5 g., ek. 40 þ.
ó vól, 7 manna. V. 820 þ. stgr.
Subaru 1800 DL 4x4 station '91, 5 g.,
ek. 38 þ.km. V. 1050 þ. stgr.
MMC Pajero Turbo diesel '88, grásans.,
7 manna, 5 g., ek. 136 þ. Fallegur bíll.
V. 1500 þ. stgr.
MMC Galant GLSi '89, 5 g., ek. 49 þ.,
rafm. í öllu o.fl. V. 950 þ. stgr. Sk. ód.
Fiat X1/9 Bertone Spider '80, rauður, 5
g., ek. 55 þ. Óvenju gott eintak. Skoöaður
'93. V. 430 þús., sk. á ód.
Volvo 440 GLT89, rauður, 5 g., ek. 38
þ., álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 930
þús., sk. á ód.
Toyota Corolla XL '92, 5 dyra, blásans.
5 g., ek. 11 þús.. vökvast., central o.fl.
Sem nýr. V 920 þús. stgr.
Cherokee Pioneer 4.0 I 87, brúnsans.,
sjálfsk., ek. 160 þús., raf. rúður, o.fl. Mjög
gott óstand. V. 1250 þús. stgr.
Toyota Corolla Uftback GTi ’88. Svartur,
5g., ek. 87 þ., sóllúga, álfelgur, rafm. í
öllu. Toppeintak. V. 890 þús., sk. á ód.
URVAL GODRA BIFREWA Á
MJÖG GÓDUM STGR.AFSUETTI
Dodge Shadow 88, hvítur, 5 dyra, sjólfsk.
ek. 37 þ. mílur. Fallegur bfll. V. 890 þús. stgr.
MMC Colt GTI 16v 90, steingrár, 5 g.
ek. 43 þ., vökvast., ólfelgur o.fl.
V. 1050 þýs., sk. á ód.
MMC Pajero V-6 90, svartur, 5 g., ek. 7
þ., 31" dekk, rafm. rúður o.fl.
V. 1800 þús. stgr.
Ford Ranger XLT Super Cap 89, 6 cyl
sjólfsk. ek. 45 þ. V. 1280 þ. stgr., sk. á ód.
Nissan King Cap m/húsi '87, 6 cyU
sjólfsk., ek. 74 þ. Fallegur bfll.
V. 1080 þ. stgr.
Plymouth Laser RS Twin Cam 16v '90,
grósans, 5 g., ek. 32 þ. mílur, rafm. í öllu
o.fl. Glæsilégur bfll. V. 1490 þús. stgr.,
sk. á ód.
Ford Econoline 150, 8 farþega '91
sjólsk., ek 28 þ. V. 1550 þ., sk. á ód.
Nissan March GL '88, 5 g., ek. 43 þ.
V. 390 stgr.
Cherokee Laredo '88. Einn m/öllu,
sjálfsk., ek. 56 þ. mflur. Fallegur jeppi.
V. 1750 þ. sk. ó ód.