Morgunblaðið - 07.11.1992, Síða 2

Morgunblaðið - 07.11.1992, Síða 2
2__________________________MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992 Samskip hækka farm- gjöldin um rúm 4% Mikil hálka var og allhvasst á Hellisheiði í gær. Vindhviða slengdi rútu til, svo hún rann af veginum og festist í skafli. Á eftir henni ók vörubfll með tengivagni og hemlaði ökumaður hans þegar hann sá örlög rútunnar. Við hemlunina rann hann út í vegkant og festist. Engin slys urðu á fólki. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Frá uppboði Fiskmarkaðar Suðumesja í gær. Á tölvuskjánum er tilboð norska kaupandans í Myre í 100 kg af karfa. Samstarf við fiskmarkaði í Noregi og Hollandi skoðað FYRIRHUGAÐAR eni viðræður milli fískmarkaða á íslaiidi, í Noregi og Hollandi um samstarf þeirra í milli. Norðmaður stadd- ur i borginni Myre í Norður-Noregi keypti í gær 100 kg af karfa á uppboði Fiskmarkaðar Suðurnesja í gegnum tölvukerfi. Ólafur Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri markaðarins, sem hefur ver- ið á námsstefnu um fiskmarkaði sem norskir aðilar standa að, segir að miklir möguleikar séu á samstarfi fiskmarkaða í Evrópu. Ólafur hélt fyrirlestur á náms- stefnunni og bauð mönnum að fylgjast með uppboði og bjóða í fisk hjá Fiskmarkaði Suðumesja. Hann sagði að uppboðið hefði gengið vel. Ólafur sagði að Norðmenn væru í upphafsstöðu hvað varðar upp- byggingu fiskmarkaða og litu mjög til reynslu Islendinga á því sviði, en hér á landi hafa slíkir markaðir verið reknir um fímm ára skeið. Nýlega hefur verið stofnaður fisk- markaður í Myre og mikil umræða hefði farið fram í Noregi um al- þjóðlega fiskmarkaði þar sem fisk- kaupendur gætu keypt fisk hvað- anæva að úr heiminum. Þá hefðu forsvarsmenn fiskmarkaða í Ijmu- iden, sem er helsta fiskmarkaðs- höfnin fyrir Amsterdam, og á Shet- landseyjum haldið fyrirlestra. Á hollenska markaði voru seld um 17 þúsund tonn af fiski á síðasta ári, en heildarsala íslenskra fisk- markaða í fyrra var á milli 65-70 þúsund tonn. Ólafur sagði að þess- ir markaðir gætu alltaf tekið við meiru. „Það var mjög mikill áhugi á því að fiskmarkaðir Hollands, íslands og jafnvel Noregs geti tengst. Það voru allir sammála um það að í framtíðinni yrði hægt að bjóða í fisk hvar sem er, en það þyrfti að þróa flutningsleiðir," sagði Ólafur. Hann sagði að vonir stæðu til að erlendir aðilar hefðu í þessu tilliti lítinn áhuga á því að flytja út roð, bein og hausa yfir hafið. „Ég held að íslensk fiskvinnsla verði alltaf samkeppnisfær og við höfum enga ástæðu til að ætla annað en að fiskurinn verði unninn heima, ekki síst í ljósi EES. Með því að flytja fiskinn óunninn á er- lendan markað er flutningskostn- aðurinn helmingi hærri en ef um unninn físk væri að ræða. Þetta kemur sér líka vel ef það stefnir í offramboð á heimamarkaði. Það er markmið fiskmarkaða að skila sínum umbjóðendum hæsta verði.“ Á HLUTHAFAFUNDI Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankans í dag verð- ur tekin afstaða til tillögu stjórnar um að hluthöfum sem þess óska verði gefinn kostur á að skipta út hlutabréfum í félaginu fyrir hluta- bréf í Islandsbanka. Jafnframt liggur fyrir fundinum tillaga um breytta fjárfestingarstefnu fyrir félagið þannig að fjárfest verði í fleiri félög- um en bankanum eftir nánari reglum stjórnar. Nokkrar umræður hafa verið um sjónarmiði verið haldið fram að rétt framtíð eignarhaldsfélagsins frá því íslandsbanki var stofnaður m.a. vegna þrýstings frá forráðamönnum hinna félaganna tveggja, Eignar- haldsfélaga Iðnaðar- og Verslunar- banka um að félögin verið leyst upp sem fyrst. Innan félagsins hefur þvi sé að leggja það niður en stærstu hluthafamir geti eftir sem áður stað- ið saman. Á hinn bóginn hafa verið uppi hugmyndir um að eignarhalds- félagið eigi að snúa sér að öðrum verkefnum nú þegar sameiningu bankanna sé lokið. Hingað til hefur Vandræði íhálku og roki á Hellisheiði Bjöm Halldórsson stjómandi frum- rannsóknar kókaínmálsins yfír- heyrður í héraðsdómi. 24-25 Leiðari________________________ Verðbréfamarkaðurinn og Skan- dia. 24 Lesbók ► Orgelið í Hallgrímskirkju- Hvað er á óskalista túristanna- Er kirkjan lifandi afl eða steinr- unnin stofnun- Keflvíkingasaga Þórarins Eldjárns. Menning/Listir ► Þórarinn Eldjárn segir frá nýútkominni bók sinni - Laufey Helgadóttir skrifar um sýning- una Documenta í Kassel í Þýska- landi. Tillaga um breytt hlutverk Eignarhaldsfélags Alþýðubankans SAMSKIP hf. hafa ákveðið að hækka farmgjöld í millilandasigl- ingum um rúmlega 4% að meðal- tali frá og með 10. nóvember næstkomandi. Félagið fylgdi for- dæmi Eimskips í síðasta mánuði með þvi að tilkynna 6% hækkun. Samskip drógu hækkun sína til baka og Eimskip fór niður í 4% hækkun um mánaðamótin. Þó meðaltalshækkun Samskipa sé Saksóknari óskar eftir málsgögnum RÍKISSAKSÓKNARI hefur óskað eftir því við lögreglustjórann í * Reykjavík að fá til sín gögn sem snerta mál fyrrum starfsmanna fikniefnadeildar lögreglunnar. Hafa þeir óskað eftir opinberri rannsókn á ummælum Bjöms Hall- dórssonar lögreglufulltrúa í tímarits- viðtali. Að sögn ríkissaksóknara . verður ekki tekin ákvörðun um hvort efnt verði til opinberrar rannsóknar, fyrr en umbeðin gögn hafa borist frá lögreglustjóra. svipuð og Eimskips eru breyting- arnar mismunandi á milli gjald- miðla. Samskip hækka flutnings- gjöld til og frá Bandaríkjunum og Norðurlöndunum minna en Eim- skip en tilkynna meiri hækkun til og frá meginlandi Evrópu. Ómar Hlíðkvist Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Samskipa, sagði að frá því félagið dró áform um hækkun til baka í síðasta mánuði hafi starfs- menn félagsins farið nákvæmlega yfír allan rekstur fyrirtækisins í þeim tilgangi að reyna að fínna leiðir til að komast hjá hækkun flutningstaxt- anna. Eiigar aðrar leiðir hefðu fund- ist til að auka tekjumar. Ómar benti á að mikil lækkun hefði orðið á almennum sjóflutninga- gjöldum á undanfömum árum og ekki síst á þessu ári. Þetta hafí gerst samhliða minnkun í flutningum. Sagði hann að Samskip hf. væru rekin með tapi á árinu, þrátt fyrir mikinn sparnað í rekstrarútgjöldum. Ómar sagði að þó Samskip hefðu aukið markaðshlutdeild sína veru- lega væri félagið enn með innan við 40% af stykkjavöruflutningunum og viðurkenndi hann að erfítt væri fyrir minni aðilann á markaðnum að ákveða allt aðra verðstefnu en keppi- nauturinn þegar tap væri á rekstri. Hluthafar eigi kost á beinni eignaraðild að Islandsbanka ítalskt sendiráð í Reykjavík ánæstaári ÍTALIR hyggjast opna sendi- ráð í Reyiyavík eftir áramót og segir stjórnarerindreki í ítalska sendiráðinu í Osló að aðeins standi á því að fínna fólk til starfa hérlendis. Þáverandi utanríkisráðherra Ítalíu lýsti því yfir í fyrra, þeg- ar á heimsókn forseta landsins til íslands stóð, að opnað yrði sendiráð í Reykjavík. Sendi- herrann í Osló staðfesti í gær að stefnt sé að því að koma hér upp ítölsku sendiráði eftir ára- mótin. í dag Leiklist______________________ Uppsetningin hefur heppnast vel, segir gagnrýnandi Morgunblaðsins um leikritið Hræðileg hamingja í Alþýðuleikhúsinu. 12-13 Breski íhaldsflokkurinn_______ Þingmenn í íhaldsflokknum saka forystuna um lúalegar ógnanir. 23 Kókainmálið það sjónarmið verið ráðandi að eign þess í Islandsbanka sé félagslegt samstarfsverkefni í framhaldi af rekstri Alþýðubankans. Af þeirri ástæðu sé- rétt að halda eignarhalds- félaginu og afmarka starfsemi þess við eignarhaldið á hlut þess í íslands- banka. í greinargerð Ásmundar Stefáns- sonar, stjómarformanns Eignar- haldsfélagsins, frá því í september eru reifaðar hugmyndir um hvemig megi koma til móts við hin ólíku sjón- armið. Þær hafa nú að hluta litið dagsins ljós í tillögunum sem liggja fyrir hluthafafundinum í dag. Þar er um að ræða að hluthöfum verði gefinn kostur á að skipta út hluta- bréfum sínum fyrir hlutabréf í ís- landsbanka. Jafnframt breyti eignar- haldsfélagið starfsemi sinni þannig að það verði almennt eignarhaldsfé- lag en takmarki ekki eignina við hlut í Islandsbanka. Þá er gert ráð fyrir að hlutafé félagsins verði aukið til að gefa aukið svigrúm til kaupa á hlutafé í öðmm fyrirtækjum. Loks verði stefnt að því að hlutafé í ís- landsbanka verði eftir breytingu í mesta lagi 20% heildarhlutafjár bankans. Asmundur telur að skipting á eignum Eignarhaldsfélagsins með hinu nýja fyrirkomulagi geti verið þannig að 60-65% sé í traustum markaðshæfum hlutabréfum, 5-10% í erlendum hlutabréfum en 30% yrði varið til fjárfestinga í nýsköpunar- verkefnum og til endurskipulagning- ar fyrirtækja. Um síðustu áramót var eignar- hluti eignarhaldsfélagsins í íslands- banka talinn tæplega 1.470 milljónir en eigið fé í heild 1.840 milljónir. Auk þess réð félagið yfír rúmlega 180 milljónum um síðustu áramót sem fengnar vom að láni frá ríkis- sjóði í tengslum við kaupin á Útvegs- bankanum. Þannig hafði félagið ti! ráðstöfunar um síðustu áramót rúm- lega 550 milljónir. Fram kemur í greinargerðinni að hlutafjárútboð sé áformað í íslandsbanka en ákvörðun hafi ekki verið tekin. Skíðasvæði í Bláfjöllum og Skálafelli opnuð í dag SKÍÐASVÆÐIN í Bláfjöll- um og Skálafelli verða opn- uð í dag klukkan 10 í fyrsta skipti á þessum vetri ef veð- ur leyfir. í Bláfjöllum er stefnt að því að opna stólalyftuna og tvær minni lyftur í dag og tvær tog- lyftur í Skálafelli. „Hér er komið algert vetrar- ríki og býsna góður snjór,“ sagði Þorsteinn Hjaltason um- sjónarmaður Bláfjallasvæðisins í gær. Hann sagði að nánari upplýsingar myndu liggja fyrir nú í morgunsárið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.