Morgunblaðið - 07.11.1992, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 07.11.1992, Qupperneq 4
4 01 H39M3VÖVÍ ,T HUOAQHAOUAJ UIUAJHVíUOHOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992 Fundi lokað í borgarstjóm Ábyrðarleysi að taka mál- ið upp með þessum hætti •• - segir Markús Orn Antonsson borgarstjóri MARKÚS Örn Antonsson borgarstjóri, segir það ábyrgðarleysi af Sigur- jóni Péturssyni borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins, að taka upp mál með þeim hætti sem hann gerði á síðasta fundi borgarstjórnar. Sigur- jón hefði mátt vita að ekki yrði farið leynt með nöfn embættismann- anna, sem hann bar þungum sökum og því ekki rétt að óska eftir lokuð- um fundi. Auk þess væri annar mannanna ekki embættismaður borgar- innar heldur sjálfstætt vinnandi ráðgjafi en hann ætti sér alnafna sem er skrifstofustjóri borgarverkfræðings. Að ósk Siguijóns, var fundi borg- arstjómar lokað um tíma síðastliðinn fimmtudag, meðan hann greindi borgarfulltrúum frá nöfnum tveggja embættismanna, sem hann taldi að hefðu gert siðlausan verksamning við fimm skólapilta en þrír piltanna væru synir embættismannanna. Borgarstjóri sagði, að hér væri um að ræða þá Bjöm Halldórsson for- stöðumann skólaskrifstofunnar og Ágúst Jónsson verkfræðing, en hann hefur starfað við verk á vegum skóla- skrifstofu sem sjálfstæður verkfræð- ingur og ráðgjafi. „Hann er ekki embættismaður borgarinnar," sagði Markús. Um er að ræða tilboð, sem piltam- ir gerðu í lóðarfrágang við Selja- skóla. Sagðist Markús ekki geta séð á þeim gögnum sem fyrir lægju hvort eingöngu væri um launagreiðslur að ræða eða hvort útlagður kostnaður þeirra væri innifalinn í greiðslunum en Siguijón taldi að laun piltanna hefðu verið 75 þús. kr. á mann á viku. „Siguijón hafði lítið í höndun- um og það sem hann hafði fékk hann frá Bimi Halldórssyni,“ sagði Markús. „Þess vegna er erfítt að átta sig á hvers vegna hann fór fram á umræður fyrir luktum dymm, þar sem hægt er að taka mál sem þetta upp í borgarráði. Auðvitað mun eng- in leynd hvíla yfír þessu máli. Það er ábyrgðarleysi að ræða um ónafn- greinda embættismenn borgarinnar og láta það standa þannig um tíma á meðan allir em að velta því fyrir sér hver á í hlut. Þannig fengju gróu- sögur byr undir báða vængi. Þetta sýnir hvað það er hæpið að taka mál upp með þessum hætti og slá því fram að þetta séu tveir embætt- ismenn borgarinnar og þama er al- nafni annars mannsins sem vinnu hjá byggingadeild borgarinnar." Borgarstjóri sagði, að Bjöm Hall- dórsson fengi tækifæri til að skýra sitt mál, þar sem margt væri enn óljóst. Vonaðist hann til að það yrði á fundi borgarráðs á þriðjudag. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 7. NÓVEMBER YFIRUT: Skammt sustur af Gerpi er 985 mb laegð 8em hreyfist austnorðaustur, en é Graenlandshafi er vaxandl 1.018 mb hæð. SPÁ: Það laeglr og styttir upp í nótt og framan af degi verður bjart og styllt veður um naerri allt land. Undir kvöld þykknar upp með vaxandi suðaustanátt sunnanlands og vestan-. Það frystir f nótt, en hiýnar aftur um síðir. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Sunnan- og suðvestanátt, sums staðar nokkuð hvöss um tíma, víða rlgning eða skúrir. Hiti 6-9 stig. HORFUR Á MÁNUDAG: Suövestanátt, kaldi eða stinningskaldi, víða skúrir eða stydduél sunnan- og vestanlands, en að mestu úrkomulaust annars staðar. Hiti frá tveimur stigum niður í tveggja stiga frost. HORFUR A ÞRIÐJUDAG: Austan- og norðaustanátt, nokkuð hvöss um vestanvert landið, en mun hægeri annars staðar. Norðan- og austanlands má búast við snjó- komu eða slyddu en úrkomulltlu eða urkomulausu veðri á suðvestanverðu landinu. Vægt frost um allt land. Nýir veðurfregnatfmar: 1.30,4.30,7.30,10.48,1ÍL46,16.30,19.30,22.30. Svarsfmi Veðurstofu Islands - Veðurfregnir: 890600. O tík Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað & Skýjað / / / / / / / / Rigning * / * * / / * / Slydda * * * * * * * * Snjókoma Alskýjað V ^ V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.( 10° Hitastig v súld == Þoka riig-. (Kl. 17.30ígser) FÆRÐA VEGUM: Talsverð hálka er nú á Hellisheiði og f Þrengslum. Sama er að segja um ýmsa vegi á Suðurl8ndi. Annars er greiöfært með suðurströndinni og austur á Austflrði. Mos- fellsheiði verður mokuð I dag fyrir hádegi. A Vesturfandi og Norðurtandi er vföa hálka á vegum en vegir annars greiðfærir um Borgarfjörð, Snæfellsnes og norður í land. Á Vestfjörðum er verið að moka vegina um Klettsháls, Dynjandisheiði, Hrafnseyrar- heiði og Breiðadals- og Botnseiðar og gert ráð fyrir að þær verði færsr fljótíega. Fært er frá Patreksfiröi til Bíldudals og einnlg suður á Baröaströnd. Steingrimsfjarð- arheiði er fær en þar er vonskuveður og versnandi færð. ( Strandaaýslu sunnan Bjarnarfjarðar og á Norður- og Austurlandi eru vegir víðast færir en hálir. Beðið er þó átekta meö mokstur á Vopnafjarðarheiði, á Möðrudalsöræfum og Hellisheiði eystri. Upplýsingar um færö eru veittar hjá Vegaeftlrllti í síma 91-631500 og á grænni llnu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavlk hiti 3 3 veöur rigning skýjaö Bergen 10 skýjað Helslnki +1 skýjað Kaupmannahöfn 11 skýjað Narssarssuaq 3 úrkoma Nuuk 1 slskýjað Ósló 1 þoka Stokkhólmur 3 rigning Þórshöfn 6 skýjað Algarve 22 heiðskirt Amsterdam 13 þokumóða Barcelona 18 þokumóða Berlín 12 alskýjað Chicago 1 alskýjað Feneyjar 12 þoka Frankfurt 13 léttskýjað Glasgow 14 rigning Hamborg 11 skýjað London 16 mistur LosAngeles 14 lóttskýjað Lúxemborg 10 skýjað Madrid 17 heiðskirt Malaga 19 Iétt8kýjaö Mallorca 21 léttskýjað Montreal 2 skýjað NowYork vantar Orlando 21 alskýjað París 9 þoka Madelra 20 skýjað Róm 23 þokumóða Vín 16 skýjað Washington 5 léttskýjað Wlnnipeg +9 alskýjað Ljósm. Halldór Benóný Nellett Erlend skip við 200 mílurnar Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-Sýn, kom að fímm erlendum fiski- skipum að karfaveiðum rétt utan við 200 sjómílna lögsöguna VSV af Reykjanesi í gær. Um var að ræða þrjá þýska togara, Heinz Daduna, Otto Wickbolt og Fritz Dettmann, ásamt þýska eftirlitsskip- inu Frithjof. Þá var þar einn færeyskur togari, VA-300, og norski togarinn Koralen, sem var einungis um 4 sjómílur undan lögsögu- mörkunum. Athygli vakti að enginn íslenskur togari var á þessum slóðum. Sameinuðu þjóðirnar Störf við friðargæslu verða auglýst bráðlega LISTAR með nöfnum íslendinga sem reiðubúnir eru til stjórnunar- starfa í tengslum við friðargæslu verða sendir Sameinuðu þjóðun- um síðar í þessum mánuði, að sögn Jóns Baldvins Hannibalssonar utanrikisráðherra. Stofnunin biður um fimm menn með reynslu af stjórngæslu til starfa í fyrrum Júgóslavíu og átta háskóla- gengna starfskrafta á ýmis friðargæslusvæði. Fulltrúar utanríkis- og Ijármála- ráðuneyta könnuðu málið og ríkis- stjómin samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að verða við beiðni Sameinuðu þjóðanna um mann- skap. Óskað er eftir fímm mönnum til stjómunarstarfa í friðargæslu þar sem áður hét Júgóslavía og áskilið að þeir hafí sex ára reynslu af stjómsýslu. Jón Baldvin segir að yfírmönnum ráðuneyta og opin- berra stofnana verði falið að at- huga hvort þeir hafi hæft og vilj- ugt fólk. Kostnaður vegna þessara aðila yrði að sögn Jóns væntanlega greiddur af íslenska ríkinu, en miðað er við launataxta SÞ á svo- nefndu P3-stigi. Landsvirkiun Jafnframt er beðið um átta há- skólamenntaða menn til stjómun- arstarfa í einhveijum af friðar- gæslusvæðum SÞ og segir ráðherr- ann að þessi störf verði væntanlega auglýst bráðlega. Hann segir að samið verði við SÞ um greiðslu kostnaðar vegna starfskraftanna, líklegast sé að íslenska ríkið borgi þeim kaup. Sameinuðu þjóðirnar óska eftir nafnalistum seinna í mánuðinum og segir Jón Baldvin að stofnunin hafí svo eftir þörfum samband við fólk sem þar er lýst reiðubúið til starfa. Ekki sé um hemað að ræða, heldur skrifstofu- störf. Veitaafslátttil stórra kaupenda STJÓRN Landsvirkjunar hefur samþykkt að veita einnar krónu afslátt á verði umframrafmagns til stórra rafmagnskaupenda. Gert er ráð fyrir að afslátturinn gildi í fimm ár og frá og með L janúar 1993. Þeir rafmagnsnotendur sem rétt eiga á afslætti skuldbinda sig til að kaupa eftir sem áður jafn mikið forgangsraf- magn á ári eða minnst 300 MWst., miðað við síðustu 12 mánuði. Talið er að rúmlega 300 stórir rafmagnskaupendur gætu notfært sér afsláttinn. í frétt frá Landsvirkjun kemur fram, að um sérstaka skilmála sé að ræða og er þetta tilboð gert til að örva sölu á rafmagni. Heildsölu- verð Landsvirkjunar á forgangsr- afmagni til almenningsrafveitna er að meðaltali um kr. 2,65 á kWst og á afslátturinn að skila sér óskertur um rafveiturnar til viðskiptavina þeirra. „Verð raf- veitna á forgangsrafmagni til flestra stórra notenda er hins veg- ar á bilinu 4 til 5 krónur á kWst án virðisaukaskatts. Þeir raf- magnsnotendur sem eiga rétt á afslættinum og hyggja á aukna rafmagnsnotkun geta því fengið umframrafmagn á bilinu 3 til 4 krónur á kWst án virðisaukaskatts eftir rafveitum og orkumagni." Unnið er að gerð kynningarefn- is um sölu á umframrafmagni og munu rafveitur geta veitt upplýs- ingar um söluskilmála innan fárra daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.