Morgunblaðið - 07.11.1992, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992
9
Bílamarkaöurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut.
Kopavogi, sími
671800
Opið sunnudaga kl. 14-18
TALSVERÐ HREYFING
VANTAR GÓOA BÍLA
Á SÝNINGARSVÆOIÐ
Kvöldsíðbuxur
Guðrún,
Rauðarárstíg, sími 615077.
(opiöliikl. 17.00).
40% afsláttur afkjólum
Stærðir 38-54.
Tilvalið að fá sér kjól fyrir jólin.
’f Laugavegi 61, sími23970.
BORÐSTOFUHUSGOGN
Ný sending
Mikið úrval af borðstofuhúsgögnum úr bæsaðri
eik - hvítu - svörtu - mahóní
ó mjög hagstæðu verói.
Petra borð + stólar í beyki - hvítu - svörtu.
Borð + 4 stólar kr. 36.600,- stgr.
Visa - Euro raógreióslur
0PIÐ í DAG TILKL. 16
SUNNUDAG FRÁKL. 14-16
□□□□□□
HÚSGAGNAVERSLUN
REYKJAVÍKURVEGI 66, HAFNARFIRÐI, SÍMI 654100
p .nrgmi nl bihiD
Meira en þú geturímyndad þér!
Verkefnahrun ískipa-
smfðaiðnaði
Hlutdeild íslenzkra skipasmíðastöðva í
smíði fiskiskipa fyrir íslendinga var
75-100% á árabilinu 1983-85 en fellur í
8% á þessu ári, samkvæmt spám. Vís-
bending, vikurit um viðskipti og efna-
hagsmál, fjallar nýlega um þetta efni í
forsíðugrein með yfirskriftinni „Styrkur
við skipasmíði".
Hlutdeildar-
lækkun iðnað-
arins
Vísbending' segir í
grein uni íslenzkar skipa-
smíðar:
„Hlutdeild iðnaðar i
ársverkum hér á landi
hefur farið heldur
minnkandi undanfarin
ár. Árið 1981 var hlutfall-
ið 16% Q)egar fiskvinnsla
er ekki talin með) en árið
1990 hafði það lækkað í
13%. Ýmsar iðngreinar
hafa átt í erfiðleikum.
Sums staðar hafa fyrir-
tæki sameinast, tll dæmis
í húsgagnasmíði og ullai’-
iðnaði, en það hefur ekki
alltaf nægt. Auglýsingar
benda til þess að sam-
keppnisstaða iðnaðar sé
ekki nógu góð; fólk er
beðið um að kaupa ís-
lenzkar vörur til þess að
varðveita atvinnu, frem-
ur en að höfðað sé til
vörugæða.
íslenzkar skipasmíða-
stöðvar fá lítið að gera.
Hlutdeild þeirra í smiði
fiskiskipa fyrir Islend-
inga var 75-100% á árun-
um 1983 - 1985, en fellur
í 8% á þessu ári sam-
kvæmt spá Þjóðhags-
stofnunar og iðnaðar-
manna. Atburðir liðinna
vikna benda til þess að
sumir sjái nú ekki aðra
leið til þess að afla ís-
lenzkum skipasmíða-
stöðvum verkefni en að
beita valdi. En jafnframt
hafa verið færð ýmis rök
að því, að rétt sé að styðja
skipasmíði hér á landi
með jöfnunartollum eða
ríkisframlögum".
Vandi skipa-
smíðaiðnaðar í
V-Evrópu
Síðar í sömu grein seg-
ir:
„Skipasmíðastöðvar
hafa ekki einungis átt
erfitt uppdráttar hér
landi, heldur hefur þessi
starfsemi átt í erfiðleik-
um víðs vegar í Vestur-
Evrópu. Vandinn á rætur
sínar að rekja til þess að
iipp hefur risið öflugur
skipasmíðaiðnaður i
Austur-Evrópu og
Austur-Asíu þar sem
laun eruð aðeins brot af
því sem tíðkast á Vestur-
löndum.
Mörg Vestur-Evrópu-
lönd hafa brugðizt við
þessu með því að veita
skipasmíðastöðvum ríkis-
styrki, sem oft eru um
10% smíðakostnaðar. Nú
vilja islenzk launþega-
samtök að lagt sé jöfnun-
argjald á innflutta skipa-
smíði til þess að eyða
áhrifum þessara styrkja.
Með því móti losni ís-
lenzkar skipasmiðjur við
óeðlilega samkeppni. Út-
gerðarmenn sjá aftm- á
móti enga ástæðu til þess
að slá hendinni á móti
niðurgreiddum skipum
frá útlöndum."
Atvinnusjón-
armiðið
Vísbending segir síð-
an:
„Ef hér er næg at-
vinna, þarf ekki að hafa
mörg orð um það, að
óhagkvæmt er að styrkja
illa staddar atviimu-
greinar. Með því væri
verið að veikja þau fyrir-
tæki, sem ganga vei.
Málið verður flóknara
þegar skortur er á at-
vinnu. Þá má til dæmis
fara að líta á skatt-
greiðslur innlendrar
starfsemi og útgjöld rík-
isins til atvimiuleysis-
bóta. Framkvæmdastjóri
íslenzku skipasmiða-
stöðvarinnar, sem nú á
að gera við Búrfell, benti
á, að stöðin myndi greiða
3-4 m.kr. í skatt af verk-
inu, en alls munaði tæp-
um 8 m.kr. á íslenzka og
pólska tilboðinu. Hag-
fræðingur Aiþýðusam-
bands hefur skoðað áhrif
þess að smíða skip að
andvirði eins milljarðs
hér á landi fremur en að
flytia það inn. Hann telur
að ríkið fái tæplega 300
m.kr. í aukna skatta, en
spari auk þess um 200
m.kr. í atvinnuleysisbæt-
ur. Þá aukizt landsfram-
leiðslaum 1.1 milljarð...“
í grein Vísbendingar
kemur fram að frá með
síðastliðnum áramótum
hafi veitt lán til skipa-
smiði hérlendis numið
65% af kostnaði en aðeins
46% ef skipin eru smíðuð
erlendis. Annað dæmi um
aðstoð stjómvalda við
innlenda skipasmiði á
árinu er sú ákvörðun að
auka hlutafé Slippstöðv-
arinnar á Akureyri en
framlag ríkisins þar
verður 45 m.kr.
I greininni er einnig
litið á framvindu mála
frá sjónarhomi Pólverja.
Umskipti frá sósíalisma
yfir í markaðshagkerfi
hafi verið erfið. Atvinnu-
leysi í landinu er nú um
12%. Skuldir Pólveija við
Vesturlönd em og geysi-
miklar. Ekki sé úr vegi
að líta á „óeðlilega góð
kjör frá ríkinu“ (í kaup-
um pólskra skipasmíða-
stöðva á stáli) í ljósi þess-
ara kringumstæðna.
„Margir hafa talið það
bera vott um hræsni
Vesturiandabúa", stend-
ur þar, „að veita fátæk-
um ríkjum þróunarað-
stoð en neita svo að
kaupa framleiðslu
þeirra".
Sagan (allt frá aðdrag-
anda gamla sáttmála á
13. öld til veruleikans í
tveimur heimsstyrjöldum
á 20. öld) hefur fært okk-
ur heim sanninn um að
eyþjóð, sem byggir af-
komu sína að stærstum
liluta á fiskveiðum og er
verulega háð millilanda-
siglingum, er illa sett án
skipasmíðaiðnaðar. Það
er því eðlilegt að hlut-
deildarfall hérlendra
skipasmiðastöðva í smíði
íslenzkra fiskiskipa úr
75-100% í 8% á fáeinum
árum vekji nokkur við-
brögð í vaxandi atvinnu-
leysi.
Hótel íslandi, sunnudaginn
8. nóvember kl. 15 til 17
Um þessar mundir eru 15 ár liðin frá stofnun SÁÁ. Af því
tilefni verður 15 ára afmælishátíð haldin á Hótel íslandi, á
morgun, sunnudag 8. nóvember. Á dagskrá verða ræðu-
höld, skemmtiatriði, ávarp ráðherra, frumsýning á nýju
merki SÁÁ, kaffiveitingar og fleira.
Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis en greiða þarf fyrir kaffiveitingar