Morgunblaðið - 07.11.1992, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992
Sinfóníutónleikar
________Tónlist____________
Jón Ásgeirsson
Sinfóníuhljómsveit íslands
hélt tónleika sl. fimmtudag í
Háskólabíói. Á efnisskránni
voru þrjú verk, Reflection, eftir
Árna Egilsson, píanókonsertinn
a-moll, eftir Schumann og
níunda sinfónían eftir Shostako-
vítsj. Einleikari var Krystyna
Cortes en stjórnandi Hannu
Koivula.
Reflection eftir Árna Egils-
son er, eins og stendur í efnis-
skrá, „tónalt“ verk og var í
heild fallega hljómandi og á
köflum íhugult. Úrvinnsla
ýmissa tónhugmynda er mikið
bundin við þrástefja (ostinato)
aðferðina, sem gerði tónferlið
af og til nokkuð kyrrstætt en
kaflaskil aftur á móti glögg.
Einraddaður leikur strengja
undir lokin, leiddi yfir í fallegan
og íhugandi kafla en verkinu
lauk á veikum smábjölluhljómi.
Reflection er ágætt verk, ekki
stórt í sniðum en á köflum fal-
legt.
Píanókonsertinn í a-moll eftir
Schumann er eitt af glæsiverk-
um píanóbókmenntanna, erfítt
verk, nær einn samfelldur
píanóleikur, með örfáum hljóm-
sveitarinnskotum. Krystyna
Cortes lék á píanóið og valdi
að leika konsertinn nokkuð
hægt og leggja áherslu á fínlega
túlkun, sem víða í 1. kaflanum
en þó einkum í þeim hæga, var
fallega útfærð. Fyrir bragðið
vantaði spennu í verkið, sér-
staklega síðasta þáttinn, sem
auk þess var allt 'of tóndaufur,
sérstaklega hratt tónferlið í
hægri hendinni.
Tónleikunum lauk með
níundu sinfóníunni eftir Shos-
takovítsj. Saga þessa mikla tón-
skálds er sérkennileg. Á sama
tíma og flest tónskáld Sovétríkj-
anna lögðust eins lágt og stjórn-
völd vildu, tókst Shostakovítsj
að halda sínu striki, flúði aldrei
af hólmi, þó að honum væri
vegið. Það er í raun stórkostlegt
að hann skuli geta samið svo
glaðlegt verk, sem þá níundu,
en þar blandar hann saman
gamansemi og trega, eins og
háðskur trúður, sem segir sann-
leikann á þann hátt, að undan
svíður. Upptaktsstefið í básún-
unum, í fyrsta þætti, er eins
konar fyrirskipun, sem ekki er
tekið mark á en fær sorglegan
svip í öðrum þætti, því þar miss-
ir það sérstöðu sína og verður
hluti tónvefnum, t.d. í undirleik
strengjasveitarinnar. í þessu
verki er tónvefurinn mjög ljós
og þar fá tréblásturshljóðfærin
ýmislegt skemmtilegt að spila,
t.d. Hafsteinn Guðmundsson á
fagott, Einar Jóhannesson á
klarinett, Jón Sigurbjörnsson á
flautu og margir fleiri. Leikur
hljómsveitarinnar var mjög góð-
ur, leikandi léttur og einnig al-
varlegur og auðheyrt að Hannu
Koivula er góður stjórnandi og
vel heima í Shostakovítsj.
Stakfell
Fasteignasala Sudurlandsbraut 6
687633 if
Lögfrædingur
Þórhildur Sandholt
Sölumenn
Gísli Sigurbjörnsson
Sigurbjörn Þorbergsson
Opið í dag, laugardag,
kl. 11-14
911 Kfl 91 97fl LÁRUS Þ' VALDIMARSSON framkvæmdastjóri
L I lvJU"tlO/U KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. loggiltur fasteígnasau
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Fyrir smið eða laghentan
2ja herb. rúmg. íb. í kj./jarðh. á vinsælum stað í gamla vesturbænum.
Samþykkt. Þarfn. nokkurra endurb. Laus strax. Verð aðeins kr. 4,1 millj.
Aðalhæð í tvíbýlishúsi
5 herb. 138 fm nettó við Lyngbrekku Kóp. Glæsilegur trjágarður. Bílsk-
réttur. Eignask. mögul. Mjög gott verð.
Nýleg sérhæð í tvíbýlishúsi
Neðri hæð 4ra herb. 104,3 fm nettö skammt frá Háskólanum. Vel
skipulögð. Allt sér. Frágengin lóð. Góður bílsk. Laus fljótl.
Skammt frá Menntask. við Hamrahlíð
Neðri hæð 6 herb. í þríbhúsi um 140 fm auk geymslu og föndurherb. í
kj. 3 svefnh. í svefnálmu, forstofuherb. m. sérsnyrt. Allt sér. Góður
bílsk. Ágæt sameign. Hæðin er öll eins og ný.
í nágr. grunnskólans við Hamrahlíð
óskast til kaups góð 4ra-5 herb. ib. á 1. hæð.
Við Bústaðaveg eða nágr.
Leitum að góðri 4ra-6 herb. íb. helst með sérinng. og bílskúr. Má
þarfn. endurbóta.
2ja herb. íbúðir óskast
i Vesturb., í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Góðar greiðslur í boði.
• • •
Opiðídagkl. 10-16.
Fjársterkir kaupendur á skrá.
Almenna fasteignasalan sf. ________________________________
var stofnuð 12. júlí 1944. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
AtMENNA
FASTEIGNASALAN
I Kbre0uii$(fibtfr
~
Guðrún Krisljánsdóttir: Landslag. Olía á striga, 1991—92.
Guðrún
Krislj ánsdóttir
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
Hálendi íslands er undarlegur
heimur andstæðna, sem sífellt fleiri
hafa verið að uppgötva hin síðari ár.
Um leið hefur orðið mikil viðhorfs-
breyting til þessa hluta landsins, sem
áður var gjarnan lýst sem einskis
nýtri eyðimörk, en er nú með réttu
talið eitt fjölskrúðugasta en um leið
viðkvæmasta svæði íslenskrar nátt-
úru, sem þarf að umgangast með
varúð og virðingu. Stækkandi hópur
listamanna hefur sótt þangað mynd-
efni sitt, eins og listunnendur kann-
ast við frá ýmsum sýningum undan-
farin ár, og má segja að þetta mið-
svæði landsins sé að taka við hlut-
verki sögustaðanna, fossanna og
skógarlundanna sem helsta einkenni
íslenska landslagsmálverksins.
Um þessar mundir standa yfir tvær
sýningar listakonunnar Guðrúnar
Kristjánsdóttur, sem byggja á sýn
hennar til þessa svæðis. Hér er um
að ræða sýningu í FÍM-salnum við
Garðastræti, þar sem getur að líta
klippimyndir og veggmyndir úr stáli,
og síðan í sýningarsal Norræna húss-
ins, þar sem stór olíumálverk ráða
ríkjum, en einnig eru þar nokkrar
veggmyndir úr stáli.
Myndir Guðrúnar eru ekki bundnar
ákveðnum stöðum; hún nefnir þær
allar einfaldlega „Landslag". Hér er
um að ræða endurminningar, áhrif,
sýn listakonunnar á landið; staðir eða
heiti skipta ekki máli. Hins vegar
hefur Guðrún fyrir löngu fundið það
grunnatriði, sem einkennir allt þetta
landssvæði, þrátt fyrir allan fjöl-
breytileik þess; það er hin lárétta lína
sjóndeildarhringsins, sem ræður ríkj-
um á hálendi íslands og skapar jafn-
vægi þess og ró, sem er einn sterk-
asti þátturinn í aðdráttarafli þess.
Þetta kemur fram á sterkan hátt
í flestum verkum listakonunnar. Þau
eru löng og mjó, og myndbyggingin
'er traust og einföld; sléttan í for-
grunni leiðir augun upp að ljósu bandi
í miðri myndinni, sem getur verið
jökulfijót eða stöðuvatn; handan þess
taka við lág fjöll, jöklar og/eða hi-
minninn.
Klippimyndirnar í FÍM-salnum
leggja grunninn, og tekst allvel, eink-
um vegna þess hve litun hins hand-
unna pappírs hefur tekist vel. íjöllin
virðast jafnvel fljóta ofan á sléttunni
líkt og hillingar, og er það ekki íjarri
þeirri sjónreynslu sem góðviðrisdagar
á hálendinu bjóða upp á. Hins vegar
hefta smæðin og glansandi álramm-
arnir þessar myndir, þannig að þær
ná sér ekki nægilega vel á flug; þær
skortir einfaldlega stærðina, meira
rými.
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 665. þáttur
Þorsteinn E. Jónsson í
Reykjavík skrifar ínér m.a. á
þessa leið:
„í 659. þætti þínum (Mbl. 26.
ág. ’92) birtir þú fróðlegt bréf
frá Ö. Th. sem bersýnilega ber
gott skynbragð á íslenzkt mál.
Eitt rakst ég samt á í bréfi hans
sem vakti forvitni mína. í bréf-
inu stendur orðrétt: „Kunnugir
segja þó að þar (í helvíti) sé
hurðarlaust. Samkvæmt því eru
vistmenn aldrei innandyra, svo
notað sé hugtak er fjölmiðlurum
er tamt.““
Þ.E.J. telur unnt að vera inn-
andyra, þó hurð vanti í dyrnar,
og spyr hvort það sé misskilning-
ur hjá sér. Umsjónarmaður svar-
ar spurningunni neitandi.
Þá segir Þ.E.J. í öðru lagi: „Ég
hefi stundum séð á prenti raðtöl-
ur ritaðar á eftirfarandi hátt:
3 ja, 5 ta, 8 unda, 15 da, 20 usta
o.s.frv. Er þetta ekki bæði vit-
leysa og smekkleysa?“ Umsjón-
armaður svarar aftur neitandi.
Hann hefur þó jafnan séð skrif-
aða tölustafí og aðra starfi í
samfellu, þegar svona stendur á
(dæmi; „á 12tu öld“ í Handrita-
spjalli Jóns Helgasonar). Fyrir
þess konar rithætti er ævagömul
hefð, og ætli hver verði ekki að
hafa sinn smekk í þessu efni.
Annars hefur umsjónarmaður
forðast (frá upphafi) stafsetn-
ingu í pistlum þessum.
í síðasta lagi ber Þ.E.J. undir
umsjónarmann málshátt og seg-
ir: „Langflesta heyri ég segja:
„Batnandi mönnum er bezt að
lifa“, en er ekki rökréttara að
segja: Batnandi er mönnum bezt
að lifa?“ og biður síðan umsjón-
armann vel að lifa.
Umsjónarmanni er tamt að
segja: „Batnandi manni er best
að lifa.“ Hins vegar er orðaröð
svo ftjáls í íslensku að þetta
breytir ekki merkingu. Elstu
dæmi, sem Orðabók Háskólans
hefur um þetta orðtak, eru öll
eins: Batnandi manni er best
að Iifa. Hið elsta er frá 17. öld,
úr ritum Guðmundar Andrésson-
ar, en hin eru úr orðataka- eða
málsháttasöfnum Jóns • Rúg-
manns og Guðmundar Jónsson-
ar.
Eins og þetta er skráð hjá
þeim, og mér er tamast, þá er
batnandi einkunn með manni,
en eins og Þ.E.J. vill heldur, er
batnandi viðurlag. En ég finn
ekki merkingarmun og sé því
ekki að annað sé rökréttara en
hitt. Það er svo annað mál, hvort
ekki er skiljanlegt að menn hafi
gruflað út í þetta, því að danska
þýðingin í Blöndal er ekki mjög
gagnorð: „batnandi manni er
best að lifa, egl. for et Menn-
eske former Livet sig lykkeligst,
ved at han gaar stadig frem el.
forbedrer sig i moralsk Hen-
seende, — bruges sædvanlig om
en Person, som i et el. flere givne
Tilfælde handler bedre en man
ifolge hele hans Fortid skuide
hafa tiltrot ham.“
★
Vilfríður vestan kvað:
Frú Jónína Davíðs á Dröngum
var dðpur og mædd á því löngum,
þegar kvöldsvæfur kallinn
var á koddann sinn fallinn,
hvað fáir þar gistu í göngum.
★
Bjartey er norrænt nafn, sett
saman af lo. bjartur og hvorug-
kynsnafnorðinu ey = gæfa,
gengi. Furða er hversu svo gott
nafn hefur verið sjaldgæft. Það
er t.d. hvorki í Landnámu né
Sturlungu, en í bæjamafninu
Bjarteyjarsandur (Strandarhr.,
Borg.) gætu verið minjar þess,
en auðvitað þarf Bjartey í því
sambandi ekki að hafa verið
kona. Sr. Oddur Oddsson á
Reynivöllum hefur það þó í
mannanafnaskrá sinni 1646.
Aðeins ein kona bar þetta
góða nafn 1703: Bjartey Jóns-
dóttir, 68 ára, Kóranesi á Mýr-
um. Síðan hverfur nafnið úr
heimildum langa hríð, en birtist
í aðalmanntali 1910. Var þá ein
Bjartey á öllu landinu, fædd
Árnesingur. Árin 1921-50 var
aðeins ein mær skírð Bjartey
en svolítið hefur lifnað yfir nafn-
inu síðustu árin, og orðnar sex
í þjóðskrá 1989.
★
Svo er sagt, að Benedikt
Gröndal (1826-1907) hafi veitt
Dönum tilsögn í því að yrkja á
íslensku og þá með þessu dæmi
(samhenda; hagkveðlingahátt-
ur);
Holder Gæs og giver sold,
gaar til Messe i Herrens Vold;
fodt i Hessen, brav og bold,
Baronesse Lavenschiold.
Löngu seinna slógu íslenskir
stúdentar upp á rímglens á
ensku (iíkt oddhendum gagara-
ljóðum);
In the hall, upon the wall,
I saw a tall and mighty fly.
Smoking Raleigh, ugly all,
Is Macaulay, dirty guy.
★
1) Á fjölmennu þingi sagðist
maður hafa þurft að taka erfiða
ákvörðun. Áður en svo væri,
kvaðst hann hafa „lagst á stúf-
ana“. Ég sé að vísu manninn
einna helst fyrir mér á fjórum
fótum, en líklega hefur hann
verið að rugla saman orðtökun-
um að leggjast djúpt og að
fara á stúfana enda þótt þau
séu ekki náfrændur að merk-
ingu. _
2) I útvarpsfréttum sagði frá
því, að tiltekið mál hefði í stjórn-
málaflokki valdið „fjaðraþyt“.
Við erum vanari orðinu fjaðra-
fok í þessu sambandi, og skylt
er að geta þess, að ekki var tal-
að um „fjaðraþyt og söng“.
3) Enn lýsir umsjónarmaður
gleði sinni yfir þrifnaði orðsins
listhús, sbr. texta í sjónvarpi
og ekki síst Listhús í Laugar-
dal. Ótækt er að eiga ekki ís-
lenskt orð yfir jafnalgengt fyrir-
bæri og það sem útlendingar
nefna gaiierí (gallery). Því má
auðvitað sletta líka mín vegna,
ef vill, en nú eigum við a.m.k.
tveggja kosta völ. Þriðji kostur-
inn gæti verið myndhús.