Morgunblaðið - 07.11.1992, Qupperneq 12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992
UM HELGINA
A
Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík.
Tónlist
Tónlistarskólinn
í Reykjavík
heldur tónleika
FYRSTU tónleikar hljómsveitar
Tónlistarskólans í Reykjavík á þessu
skólaári verða haldnir í Langholts-
kirkju sunnudaginn 8. nóvember og
hefjastkl. 17.00.
A efnisskrá er: „Fanfare for Comm-
on Man“ eftir Aaron Copland; „The
Unanswered Question“ eftir Charles
E. Ives; Fingals-hellir, forleikur op. 26
eftir Felix Mendelssohn; Rúmenskir
þjóðdansar eftir Béla Bartok og Norsk-
ir dansar op. 35 eftir Edward Grieg.
Stjómandi er Örn Óskarsson.
Aðgangur að tónleikunum er ókeyp-
is.
Raðtónleikar
TÓNLEIKAR verða haldnir á veg-
um Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og
Hafnarborgar sunnudaginn 8. nóv-
ember kl. 17. Þetta eru 14. tónleik-
arnir í tónleikaröð skólans og Hafn-
arborgar, þar sem kennarar skólans
koma oftast fram. Hafnarfjarðar-
bær hefur styrkt tónleikana, en
kennarar gefið vinnu sína. Styrkur-
inn frá bænum hefur runnið í styrkt-
arsjóð skólans, sem aftur hefur
styrkt cfnilega nemendur til nám-
skeiðahalds.
Á tónleikunum á sunnudaginn koma
fram þau Ármann Helgason klarinettu-
leikari og Guðrún Guðmundsdóttir
píanóleikari. Á efnisskrá eru verk eftir
Henrich Joseph Bearmann, Robert
Schumann, Howard Ferguson og
André Messager.
Ármann Helgason lauk einleikara-
prófi frá Tónlistarskólanum í Reykja-
vík vorið 1988. Aðalkennarar hans þar
voru Einar Jóhannesson og Sigurður
Snorrason. Ármann stundaði fram-
haldsnám við Royal Northem College
of Music í Manchester og hjá prófessor
John Mc Caw í Lundúnum. Hann hefur
leikið með ýmsum kammerhópum og
hljómsveitum. Og tekið þátt í nám-
skeiðum meðal annars hjá Walter Bo-
eykens og Jack Brymer. Síðastiiðinn
vetur dvaldist Ármann um skeið í
Kjarvalsstofu í París og sótti þá tíma
hjá Philippe Cuper.
Um Guðrúnu Guðmundsdóttur segir
í fréttatilkynningu: Hún lauk píanó-
prófi frá Tónlistarskólanum í Reykja-
vík árið 1979 og stundaði framhalds-
nám í Köln árin 1984-1986. Guðrún
hefur verið virk sem undirleikari með
kóram, einleikuram og einsöngvuram.
Ármann og Guðrún eru bæði kenn-
arar við Tónlistarskóla Hafnarflarðar.
Tónleikamir heijast kl. 17.00 á sunnu-
dag og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangur er ókeypis.
Myndlist
Verk Steingríms
Eyfjörð
SÝNING á verkum Stcingríms Ey-
fjörð Kristmundssonar verður opn-
uð í neðri sölum Nýlistasafnsins,
Vatnsstíg 3b, í dag, 7. nóvember kl.
16.00.
Þetta er ijórtánda einkasýning
Steingríms, en í fréttatilkynningu seg-
ir að hann hafí tekið þátt í flölmörgum
samsýningum heima og erlendis. Með-
al annars í Hollandi, Sviss, Ítalíu og
Svíþjóð.
Á sýningunni era 50 teikningar og
textaverk unnin á síðustu árum.
Sýningin er opin kl. 14-18 alla daga.
Henni lýkur 22. nóvember.
Kynning á listaverka-
gjöf og bókverkum
NÝLISTASAFNIÐ kynnir nýlega
listaverkagjöf Þórs Vigfússonar,
myndlistamanns á sérstakri sýningu
scm verður opnuð í dag kl. 16.00.
Einnig verður opnuð sýning á 104
bókverkum sem Níels Hafstein setti
saman og gaf safninu.
Á sýningu listaverkagjafar Þórs Vig-
fússonar eru tvö stór verk, annars veg-
ar málverk í 12 hlutum (90x90) og
fjallar um innbyrðis afstöðu framlit-
anna. Hins vegar skúlptúr í 24 tening-
slaga einingum (43x43x43) sem allar
era málaðar eins í framlitum og and-
stæðum litum.
I fréttatilkynningu segir að það fari
eftir uppröðun teninganna og nálægð
þeirra hvers við annan, hvemig gildi
eins litar hefur áhrif á gildi annars.
Til dæmis er blár andspænis gulum
frábrugðinn bláum á móti rauðum og
svo framvegis. Litirnir annaðhvort
dýpka og dökkna, skýrast og lýsast —
en era þó áfram hinir sömu. Verkin
voru gerð og sýnd á Kjarvalsstöðum
árið 1979.
Bókverkin sem Níels Hafsteir. setti
saman era úrklippubækur um allar list-
greinar á tímabilinu 1968-1978 (40x27
og 29x27). Þeim er raðað upp á hal-
landi flöt sem myndar samstæða heild.
Myndlistarhluti bókverkanna lá
frammi á kynningarsýningu um stofn-
gjafir til Nýlistasafnsins sem var hald-
in í Ásmundarsal árið 1979.
Sýningarnar eru opnar daglega kl.
14-18. Þeim lýkur sunnudaginn 22.
nóvember.
Hrafnhildur með
grafík
OPNUÐ verður einkasýning á verk-
um Hrafnhildar Sigurðardóttur
textíllistakonu i dag kl. 15.00 i
Sneglu, listhúsi, á horni Grettisgötu
og Klapparstígs.
Hrafnhildur brautskráðist úr text-
íldeild Myndiista- og handíðaskóla ís-
lands árið 1986. Hún rekur textílvinnu-
stofuna „4 grænar og 1 svört“ í
Garðabæ, ásamt þremur öðram lista-
konum. Hún er einnig ein af fimmtán
listakonum sem standa að Sneglu, list-
húsi.
Á sýningunni eru grafíkverk unnin
á silki með sáidþrykki, ætingu og ein-
þrykki. Verkin eru öll unnin áþessu ári.
í fréttatilkynningu segir að það sé
nokkur nýlunda hér á landi, að grafík-
verk séu unnin á önnur efni en hið
hefðbundna, það er að segja pappír.
Listakonan hefur stuðst við þær að-
ferðir og notað þau efni sem henni era
tömust úr textíllistinni.
Sýning Hrafnhildar er opin á al-
mennum afgreiðslutíma Sneglu kl.
12-18 virka daga, en kl. 10-14 á laug-
ardögum. Lokað á sunnudögum.
Sýning á dúkristum
í Hlaðvarpanum
SÝNING á dúkristum Katrínar
Bílddal verður opnuð í Hlaðvarpan-
um, Vesturgötu 3, í dag, 7. nóvem-
ber kl. 14.00.
í fréttatilkyiiningu segir að Katrín
nefni sýningu sína „Spáðu i það“.
Sýningin verður opin á virkum dög-
um kl. 14-17 og um helgar kl. 13-16.
Leiklist
Brúðuleiksýning
á dönsku í
Norræna húsinu
Brúðuleikhúsið Sögusvuntan sýnir
Músina Rúsínu í Norræna húsinu
sunnudaginn 8. nóvember kl. 17.30.
Leikþátturinn verður fluttur á
dönsku. Hallveig Thorlacius samdi
verkið og flytur það ásamt Helgu
Arnalds. Leikstjóri er Brynja Bene-
diktsdóttir.
Það er afmælisdagur Rúsínu. Hall-
veig og Helga eru að undirbúa afmælis-
veisluna. í öllum undirbúningnum taka
þær ekki eftir því að Skolli refur hefur
fengið áhuga á Rúsínu litlu. Hann nær
henni og fer með hana í lundaholu í
fuglabjargi til að fita hana. En þá
koma áhorfendur til sögunnar með
harla óvenjulegum hætti.
í fréttatilkynningu segir að þær
Haliveig Thorlacius og Helga Arnalds
séu nýkomnar úr þriggja vikna leikferð
frá Grænlandi. Músin Rúsína hefur
einnig verið sýnd í Færeyjum. Á næstu
dögum eru þær á teið til Silkiborgar í
Danmörku með leikþáttinn, en ætla
að sýna hann í Norræna húsinu á
dönsku áður en þær leggja upp í ferð-
ina.
Sýningin tekur um eina klukku-
stund. Allir 'eru velkomnir. Aðgangur
er ókeypis.
VÍ sýnir Hvenær
kemurðu aftur
rauðhærði riddari?
LEIKRITID „Hvenær kemurðu aft-
ur rauðhærði riddari?" hefur verið
tekið til sýninga í Verslunarskóla
íslands. Nemendur skólans fara með
hlutverkin undir leikstjórn Þor-
steins Bachmanns.
í fréttatilkynningu hvetja verslunar-
skólanemar alla til að mæta, þar sem
hér sé á ferðinni Ieikrit á léttum nótum
sem höfði til allra aldurshópa. Frum-
sýning var 6. nóvember. Aðrir sýning-
ardagar eru 8., 10., 13., 15. og 17.
nóvember. Allar sýningar heíjast kl.
20.00. Sýnt er í hátíðarsal Verslunar-
skóla íslands.
Hrafnhildur við eitt verka sinna.
Fjötrar
frelsisins
__________Leiklist_____________
Súsanna Svavarsdóttir
Alþýðuleikhúsið
Hræðileg hamingja
Höfundur: Lars Norén
Þýðandi og leikstjóri: Hlín Agn-
arsdóttir
Aðstoðarleikstjóri: Rúnar Guð-
brandsson
Leikmynd, búningar og leikmun-
ir: Elín Edda Árnadóttir
Málverk: Magnús Kjartansson
Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason
Mótsagnir og aftur mótsagnir
eru einkenni persónanna í þessu
leikriti Lars Norén frá 1981. Tvenn
hjón, Teó og Tessa, Erik og Helen,
eyða saman kvöldstund, „ánægju-
legri,“ eins og Helen segir, þótt
hver einasta manneskja með hálf-
heilbrigða dómgreind hefði gengið
út úr samkvæminu — og það
snemma.
Þeir Teó og Erik hafa greinilega
verið vinir mjög lengi, Teó er mál-
ari og Erik er rithöfundur. Þeir eru
af ’68 kynslóðinni, sem var (og er
kannski) svo frjáls í athöfnum að
tilfinningum er kyrfilega troðið ofan
í pott og hlemmi skellt á. Frelsið
er mjög líkamlegt; Erik og Tessa
girnast hvort annað, kela og káfa
hvort á öðru í hvert sinn sem Teó
bregður sér frá, en hann og Tessa
girnast hvort annað líka — þau
geta bara ekki gert það lengur. Það
er einhver tregða. Kynlífið er líka
ónýtt hjá Erik og Helen og Helen
girnist Teó. En svo er ekki annað
að heyra en að Erik og Teó hafi
alltaf haft líkamleg samskipti. Samt
eru allir yfir sig ástfangnir af sínum
eigin maka. Ó þetta er svo frjálst.
En auðvitað kraumar í pottinum
og vanræktar tilfinningarnar bijót-
ast út án þess að persónurnar hafi
nokkra stjórn á því hvernig það
gerist og hvenær. Þær ráða ekki
heldur við það að tilfinningarnar
bijótast út á neikvæðan hátt. Þær
eru árásargjarnar, andstyggilgar,
orðljótar og líf þeirra sem birtist
manni þessa einu kvöldstund er
vægast sagt „gróteskt".
Þeim líður greinilega öllum illa.
Hvert og eitt þeirra reynir að hefja
sig yfir hitt; Teó er kaldhæðinn og
meinlegur, Tessa reynir að ögra
honum með keleríi sínu við Erik en
Teó bregst ekki við því. Erik er
nautnasjúkur og ofbeldishneigður
og Helen reynir að ögra honum
með því að vinna í kvennaathvarfi.
í rauninni eru þetta ákaflega leið-
inlegar manneskjur. Þau drekka
iátlaust, nema Erik til að byija
með; hann er að reyna að hætta.
Þau halda einræður sem eiginlega
ganga út á að „pabbi minn var
verri en pabbi þinn“ hjá körlunum
(Tarsan er greinilega ekki hetja
þessarar kynslóðar) og þau dragn-
ast öll með uppeldi sitt á vörum í
gegnum lífið. Það er orðið að því-
líkri þráhyggju að þau njóta einskis
í tilverunni. Sársaukinn yfir því að
hafa aldrei verið til, tilfinnninga-
lega, er að buga þau. En þau kunna
ekki að koma sér út úr þjáning-
unni, heldur þvert á móti — þau
Frönsk kvikmyndavika
Evrópubúar verða að
halda uppi kyndli
evrópskrar menningar
- segir Philippe Maynial forstjóri hjá Gaum-
ont, stærsta kvikmyndafyrirtæki Frakklands.
FRÖNSK kvikmyndavika hefur göngu sína í dag og verða sýndar
fimm nýjar franskar myndir og ein íslensk. Alliance Francaise og
menningardeild franska sendiráðsins standa að hátíðinni auk Há-
skólabíós, þar sem myndirnar verða sýndar. Einn af gestum
Frönsku kvikmyndavikunnar er Philippe Maynial, forstjóri alþjóð-
legs markaðssviðs Gaumont, sem er stærsta framleiðslu- og dreif-
ingarfyrirtæki Frakklands á sviði kvikmynda. Gaumont framleiðir
þrjár þeirra mynda sem sýndar verða á kvikmyndavikunni; „IP5-
Fílaeyjan" eftir leikstjórann Jean-Jacques Beineix, „Céline“ eftir
leikstjórann Jean-Claude Brisseau og „Hógværa stúlkan“ eftir
Christian Vincent.
Frakkar framleiða um 120-130
kvikmyndir árlega, og á næsta ári
framleiðir Gaumont og dreifir 10
myndum sjálft, auk mynda sem
fyrirtækir dreifir fyrir aðra. Fyrir-
tækið á 250 sali í Frakklandi einu,
og leggur fé bæði í kvikmyndir
efnilegra leikstjóra og þeirra sem
eldri og reyndari eru. Meðal
þekktra leikstjóra í yngri kantinum
sem eru á þeirra snærum kannast
íslenskir kvikmyndahúsagestir
eflaust við Luc Besson og Jean-
Jacques Beineix, en þeir koma líka
óþekktum aðilum á framfæri, eins
og Cristian Vincent, leikstjóra
„Hógværu stúlkunnar". „Ungir
leikstjórar verða að byija einhvers
staðar og ef við höfum trú á fram-
takinu, fjármögnum við það, en
við erum í þeirri aðstöðu að verða
að veðja oftar á örugga hesta,“
segir Philippe Maynial.
Að sögn Maynials fékk Gaumont
nýlega áhuga á Norðurlöndunum,
og hefur hann verið með málefni
þeirra á sinni könnu í tvö ár.
„Ásamt innlendum sérfræðingum
í myndum Norðurlanda höfum við
rýnt í kvikmynda- og sjónvarps-
markaðinn þar, og samið söluáætl-
un til að dreifa og selja franskar
myndir. Þetta er í fyrsta skipti sem
ég heimsæki ísland, en við höfum
gert okkur grein fyrir því að Island
sé ekki jafn langt í burtu og við
héldum, og alls ekki vanbúið með
tilliti til kvikmyndahúsa og þess
tækjakosts sem þar er að finna,
þótt eflaust megi finna að ein-
hveiju smáræði. Næsta ár höldum
við áfram að kynna franskar kvik-
myndir, og komum með leikstjóra
og leikara hingað til að auka veg
og fjölda franskra kvikmynda í
íslenskum kvikmyndahúsum.
Einnig þurfum við að huga að
myndbandamarkaðinum og koma
á hógværu sölukerfi rétthafa sem
svarar þeirri eftirspurn sem þegat'
er til staðar og auka hungur al-
mennings smátt og smátt eftir
öðru en bandarískum kvikmynd-
um. Hnattstaða íslands og menn-
ingargerð er þess eðlis, að landið
ætti að vera afskaplega opið fyrir
ólíkum menningarstraumum, en
þess í stað eru amerísk áhrif alls-
ráðandi. Frakkar glíma líka við
þetta ofríki, en í stað þess að 95%