Morgunblaðið - 07.11.1992, Side 19

Morgunblaðið - 07.11.1992, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992 19 iVIISSAW mönnum væri mikill ógreiði gerður með því að reka þá frá Reykjavík því þar er þjónusta eins góð og best getur orðið. Gistiaðstaða, elds- neyti, viðhaldsþjónusta, stæði og afgreiðsla allt á sama stað, af þessu öllu höfum við nokkrar tekjur. A Keflavíkurflugvelli er þjónusta það dýr. og aðstaðan ekki góð svo að allir sem ekki eiga þangað sérstakt erindi forðast völlinn. Þó að einka- flugmenn séu líklega þeir sem síst myndu kvarta yfir flutningi vegna þess hve sjaldan þeir fljúga og þá yfírleitt í góðu veðri og munar þess vegna minna um að aka einhvem spöl út á sinn völl þá munu þeir missa af þeirri reynslu sem því fýlg- ir að fljúga í þeirri umferð sem hér er. En þess utan þá hafa þeir þegar fjárfest mikið í flugskýlum á vellin- um sem þeir yrðu að fá bætt. Þegar minnst er á kennsluflug vill brenna við hjá mörgum, og það sjónarmið sýnist mér koma fram hjá Ólínu, að þar sé um að ræða hálfgerðan óþarfa eða leikaraskap. En ég held að þessu fólki sé hollt að athuga að þeir flugmenn sem fljúga í áætlunarflugi og leiguflugi innanlands, sem og milli landa, eru að stórum hluta menn sem stund- uðú sitt nám einmitt hér í Reykja- vík. Til þessara manna eru gerðar töluverðar kröfur og ef þeir flug- menn sem við treystum fyrir líf! okkar eiga að standa undir þeim þarf aðstaða til náms að vera góð og hún verður hvergi betri hér á landi en einmitt hér í Reykjavík vegna þeirrar umferðar og aðstöðu sem hér er. Það er líka þess vegna sem það væri lítil lausn að flytja aðstöðuna með þeim kostnaði sem því fylgdi annað, því eftir flugtak annars staðar færi stór hluti lend-- inga og blindflugsæfinga fram í og við Reykjavík eftir sem áður. Áætlunar- og leiguflug hér á landi er oft erfítt vegna þess hve tíð er- rysjótt. Stundum þarf að seinka flugi, stundum fella niður ferðir og stundum kalla farþega til flugs með skömmum fyrirvara. Það að hafa völlinn jafn miðsvæðis og raun ber vitni gerir þetta til mikilla muna þægilegra fýrir alla aðila. I stað þess að þurfa að keyra langa leið og síðan hangsa klukkutímum saman, jafnvel heilu og hálfu dag- ana þegar veður hamlar flugi, þá getur fólk sinnt sínum erindum í greitt frá Tryggingastofnun ríkisins og krafðist lögbanns á þennan samning. Það er eftirtektarvert að félagið gerði ekki kröfu um að lög- bann yrði sett á starfsemi mína, heldur aðeins á samninginn í heild. Þegar lögbannið var svo kveðið upp hljóðaði það upp á að samningurinn gilti áfram að öðru leyti en því er tekur til tannsmíðavinnu í munnholi þess er þarfnast gervitapna, sem er eins fjarri kröfugerð TÍ og hægt er. Að öðru leyti var ekki tekin af- staða til lögbannskröfunnar og það þykir mér merki þess að ekki sé grundvöllurinn sterkur, því TÍ þurfti að leggja fram í peningum 10 millj- ón króna tryggingu fyrir hugsanleg- um skaðabótakröfum mínum á hendur TÍ. Þessi munnholsvinna sem um ræðir er oft og iðulega unnin af aðstoðarstúlkum tann- lækna, enda ekki vandasamt verk og geta reyndar þeir sem tannsett þurfa hæglega gert það sjálfír og er þá vandséð gegn hverjum TI ætlar að beina lögbannskröfu sinni. Hins vegar ætti tannlæknirinn að vita manna best að það er samanbit- ið á gervitönnunum sem er aðalat- riðið við gervitannsmíði og munn- holsmáltakan aukaatriði. TÍ hefur kosið að ófrægja mig í fjölmiðlum og stafar það af óöryggi um málstað sem ekki nýtur samúð- ar almennings. Tannlæknirinn og TÍ eru að berjast fyrir riftun á samn- ingi sem er til hagsbóta fýrir ríkið og þá sem þurfa á gervitönnum að halda, vegna þess að samningurinn gerir ekki ráð fyrir milliliðagreiðsl- um til tannlæknis eins og verið hef- ur. Við gervigómasmíði telst tann- læknirinn í þessu sambandi til hins óþarfa milliliðs og verður bara að sætta sig við þá staðreynd, hvort sem honum líkar betur eða verr. Höfundur er tannsmíðameistnri. NÚ EINIMIG MED 2.7 DÍSa TURDO • Ein aflmesta díselvél sem fáanleg er. • Hlaðinn aukahlutum, rafdrifnum rúðum, samlæsingum sóllúgu ofl. • Fjögurra dyra og mikið rými. • 75% læsing á afturdrifi. • Slaglöng fjöðrun aö aftan og framan. • Einn vinsælasti jeppinn í Ameríku og Evrópu • Eigum einnig nokkra IMissan Terrano Dísel Turbo, árgerð 1992, á sérstöku verði • Komið og leifið sölumönnum okkar að koma ykkur á óvart Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 síma 91-674000 bænum og fylgst með í gegnum síma. Þetta myndi mest bitna á landsbyggðarfólki sem oft þarf að erinda í bænum. Þetta eru menn víða erlendis að sjá betur eins og t.d. í London þar sem tekinn var í notkun nýr flugvöllur í hjarta borg- arinnar fyrir nokkrum árum. Lokaorð Eins og af framansögðu má ráða tel ég það bæði hið mesta óráð og þarfleysu að reka einka- og kennsluflug frá Reykjavík og að leggja flugvöllinn niður með öllu væri álíka gáfulegt og að flytja umferðarmiðstöðina upp á Sand- skeið eða Reykjavíkurhöfn upp á Kjalames. Raunar geri ég ráð fyrir því að flestir þeir sem kynnt hafa sér málið séu á svipaðri skoðun og ekki ætla ég Ólínu þá skammsýni að vera öðru vísi. Reyndar tel ég líklegast að þarna sé fýrst og fremst um atkvæðaveiði að ræða frá fólki sem einhverra hluta vegna óttast flugið. Sá ótti er að nokkru skiljan- legur sem ótti við hið óþekkta, einn- ig eiga fjölmiðlar þar nokkra sök á fyrir það hvernig umijöllun um óhöpp í flugi fær, ef miðað er við aðra atburði. Að endingu mætti benda á að líklegt er að ef þeir sem að umferðarkennslu standa tækju meira mið af flugkennslu mætti draga töluvert úr umferðaróhöpp- um. Þar veit ég að Ólína fyndi sér verðugt verkefni, minnug þess að það skiptir engu máli hver ber fram góðar tillögur, heldur það eitt að þær nái fram að ganga. Höfundur er yfirkennari /ya Flugtaki. Hafnarfjörður Kristniboðsdagar FJÓRAR kristniboðssamkomur verða haldnar á vegum KFUM og K, Hverfisgötu 15 í Hafnarfirði. Fyrsta samkoman verður sunnudaginn 8. nóvember og hefst kl. 20.30. Guðlaugur Gunnarsson, sem starfað hefur um árabil í Eþíópíu, flytur þá hugleiðingu og sýnir myndir frá kristniboðsstarfinu í Afríku. Halldóra Agústsdóttir syngur einsöng. Aðrir ræðumenn á samkomunum og annarri uppbyggingu. Mikill verða kristniboðamir Skúli Svavars- son, formaður Kristniboðssambands- ins og Ragnar Gunnarsson. Einnig syngur Ólöf Magnúsdóttir. Síðasta samkoman verður nk. miðvikudag. Kristniboðar eru að störfum á veg- um Sambands íslenskra kristniboðs- félaga bæði í Eþíópíu og Kenýu. Þeir sinna boðun, hjúkrun, fræðslu annarri árangur hefur orðið af kristniboðs- starfínu á undanfömum árum. Kost- aður er að mestu leyti borinn upp af vinum og velunnumm starfsins og verður tekið á móti gjöfum til kristniboðsins á samkomunum í Hafnarfírði. Allir em velkomnir á samkomum- ar. (Fréttatilkynning) ISSAIXI TERRAIUO Fjögurra dyra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.