Morgunblaðið - 07.11.1992, Side 20

Morgunblaðið - 07.11.1992, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992 Nýir útreikningar hagdeildar ASÍ lagðir fram 30% gengisfelling þýddi 60 milljarða skuldaaukningn Markaðshlutdeild innlendra iðnaðarvara 1980-1991 Kaffi 87% 1980-91 innréttingar 87% 1980-89 60% 1980-89 39% Málning 66% 1980-91 Sælgæti Hreinlætisvörur 1980-91 67% 1980-91 43% 50% SKULDIR sjávarútvegsins yrðu 18 milljörðum kr. meiri og verð- bólgan um eða yfir 20% í lok næsta árs ‘ef gengið yrði fellt um 30%, að mati ASI. Erlendar skuldir þjóðarbúsins eru taldar verða um 200 milljarðar í lok næsta árs. Að öllu öðru óbreyttu hækkuðu er- lendar skuldir um 60 milljarða kr. ef gengið yrði fellt um 30%. Hver fjölskylda í landinu skuidar að meðaltali 3,4 milljónir kr. Þetta kemur fram í skýrslu hagdeildar ASÍ sem hefur verið til umræðu á fundum forystumanna samtak- anna. í skýrslunni er spáð um af- leiðingar 30% gengislækkunar á greiðslubyrði heimilanna og skuldarstöðu þjóðarbússins á næsta ári. Gengið var fellt um rúmlega 30% 1989 og verðlag hækkaði um 25% innan ársins. I áætlun Þjóðhags- stofnunar er gert ráð fyrir að sjáv- arútvegurinn verði rekinn með 8% halla á næsta ári. Ef koma eigi rekstri sjávarútvegsfyrirtækja í jafn- vægi þurfi að fella gengið um 24%, en 20% ef bæta eigi afkomuna um 6%. „Þetta mun leiða til þess að verð- lag hækkar um 10-12% og kaupmátt- ur sígúr um sömu stærð. Það er jafn- framt ljóst að óraunhæft er að gera ráð fyrir því að laun haldist óbreytt í kjölfar slíkrar gengisfellingar. Hvort sem gerður verður kjarasamn- ingur eða ekki munu laun óhjá- kvæmilega hækka í kjölfarið og það 'mun aftur rýra stöðuna í sjávarút- vegi. Áður en langt um líður verður búið að safna upp í nýja gengisfell- ingu og síðan koll af kolli,“ segir í skýrslunni. í skýrslunni, sem byggð er á áætl- unum Þjóðhagsstofnunar um afkomu botnfiskveiða og -vinnslu á næsta ári, er bent á að sá vandi sem þjóðar- búið standi frammi fyrir núna sé um margt ólíkur vanda fyrri tíma. Eru þar nefnd til þrjú atriði; skuldastaða þjóðarbúsins, fýrirtækja og heimila, áhrif verðbólgu á nýsköpun og end- urskipulagning atvinnulífsins. Heildarskuldir sjávarútvegsins voru um 91 milljarður kr. á miðju þessu ári, þar af 54 milljarðar geng- istryggðir og stór hluti verðtryggð- ur. Það er mat ASÍ að skuldir sjáv- arútvegsins hækki um samtals 19 milljarða kr. frá upphafi næsta árs til ársloka ef gengi yrði fellt um 30%. Vaxtabyrði myndi aukast um 5,5 milljarða kr. og afborganir um 2 milljarða.. Staðan í sjávarútvegi yrði í lok næsta árs nákvæmlega sú sama, nema hvað skuldimar yrðu 18 millj- örðum kr. meiri og verðbólgan um eða yfír 20%, að mati ASÍ. Hrein skuldastaða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum er á þessu ári talin vera 188 milljarðar kr. og verði rúmir 200 milljarðar í lok næsta árs. Með 30% gengisfellingu ykjust skuld- imar um 60 milljarða og yrðu 260 milljarðar í árslok, eða ein milljón á hvem íbúa landsins, að mati ASÍ. Heildarskuldir heimilanna hafa hækkað um 85 milljarða kr. frá árs- lokum 1989 til ársbyijunar 1992, úr 135 milljörðum kr. í 220 milljarða kr. Greiðslubyrði heimilanna ykist einnig mikið við 30% gengisfellingu. Kaupmáttur tímakaups lækkaði um 7-10% og því til viðbótar ykist greiðslubyrði lána vegna aukinnar verðbólgu, að mati ASl. Hver fjöl- skylda í landinu skuldar að meðal- tali 3,4 milljónir kr. og meðal- greiðslubyrði á ári er um 11% af höfuðstól, eða að meðaltali 374 þús- und kr. á ári. Ef lánskjaravísitala hækkaði um 15% frá upphafi til loka árs 1993 í kjölfar 30% gengisfelling- ar, ykist greiðslubyrði heimilanna um 56 þúsujid kr. á ári, eða um 4.700 kr. á mánuði. Meðaltekjur hjóna eru um 220 þúsund kr. á mánuði og skertust ráðstöfunartekjur þeirra um 2-3% vegna þessa. 67 miHjarðar Vexfír 5% í lánakerfinu Skuldlr heimilanna 210 milljarðar 50 Lán frá milljarðar Húsnæðisstofnun rikisins 30 ?n krona Vexíir 1 % króna VextV6% 35 milljarðar króna Vextir 7% 23,2 milljarða Ársafborgun króna af 210 V* milljörðum c er 23,2 fC o> milljarðar kr. u. o eða um 11% 5 af heildar- skuldunum Áhrif af 14% hækkun lánskjaravísitölu (20% gengisfelling) Meðalskuld hverrar fjölskyldu í landinu er 3,4 milljónir kr. Ársafborgun mundi hækka úr 321 i 374 þús kr. eða um 62.636 kr. sem eru 4.386 kr. á mánuði. Chileskur lögfræðing- ur í boði Amnesty CHILESKI lögfræðingurinn og formaður starfssviðsnefndar Amnesty International, José Zalaquett, dvelur hér á landi í boði íslandsdeUdar Amnesty dagana 8.-12. nóvember og heldur fyrir- lestra um mannréttindamál. José Zalaquett hefur gegnt ábyrgðarstöðum í mörgum helstu mannréttindasamtökum heima- lands síns og á alþjóðlegum vett- vangi. Hann lauk prófi með JD- gráðu frá háskólanum í Chile árið 1967 og hefur stundað kennslu í refsilögum. José Zalaquett hefur skrifað bækur og geinar um mannrétt- • indamál sem birst hafa í ýmsum lögfræðitímaritum og í dagblöðun- um The New York Times, The Washington Post, The Wall Street Journal, The New Republic, Le Monde, E1 Pais og ýmsum blöðum og tímaritum í Chile. í kjölfar valdaránsins í Chile árið 1973 var José Zalaquett í forsvari fyrir lögfræðistofu „Nefndar um frið í Chile“, sem sá þúsundum pólitískra fanga fyrir lögfræðilegri aðstoð. Vegna starfa sinna fyrir nefndina var hann fangelsaður í nóvember 1975 og sendur í útlegð af herforingja- stjóminni í apríl 1976. Meðan á útlegðinni stóð var José Zalaquett virkur í starfi Amensty Intemational, bæði sem formaður framkvæmdanefndar samtakanna, sem er æðsta stjóm- vald þeirra, og auk þess um tíma sem varaframkvæmdastjóri aðal- skrifstofunnar í Lundúnum. Hann hefur farið í rannsóknarleiðangra á vegum Amnesty International til Egyptalands, Gíneu, Tsjad, Argentínu, Mexíkó, Úrúgvæ og fleiri landa. INNLENT Eftir að lýðræði komst aftur á í Chile, árið 1990, var José Zala- quett skipaður af fcrseta landsins, Patricio Aylwin, í „Þjóðarnefnd um sannleika og sættir“. Nefnd þessari var falið að undirbúa skýrslu og komast að hiriu sanna um alvarlegustu mannréttinda- brotin sem framin voru í Chile árin 1973-1990. Skýrslunni, sem kom út í þremur bindum í febrúar 1991, hefur verið dreift víða bæði í Chile og annars staðar í heimin- um. Hún var grundvöllur lagasetn- ingar sem veitti yfír 2.200 fjöl- skyldum rétt á bótum vegna lát- inna fómarlamba herforingja- stjómarinnar. Sem stendur er José Zalaquett félagi í alþjóðlegum samtökum Iögfræðinga (International Com- mission of Jurists), formaður starfssviðsnefndar Amnesty Inter- national auk starfa' sinna fyrir mörg önnur alþjóðasamtök. Mánudagskvöldið 9. nóvember heldur hann fyrirlestur fyrir nema í Háskóla íslands, en næstu tvö kvöld verður dagskrá öllum opin sem hér segir: Þriðjudaginn 10. nóvember kl. 20.30 heldur Zalaquett fyrirlestu- ur í Háskóla íslands, Lögbergi, stofu 101, sem ber yfírskriftina Hitaveita Kiðafelli. BORAÐ hefur verið eftir heitu vatni á tveim stöðum í Kjósinni og hafa báðar holumar gefið góða raun. í október var haldinn opinn fundur þar sem Lögreglufélag Reykjavíkur eigandi Hvammsvík- ur og Jón Steinar Vilhjálmsson, Fremra Hálsi, lögðu fram tilboð um lagningu hitaveitu um sveitina. José Zalaquett „Challenges for the Human Rights Movement in a Post Cold War Period“. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og verður hægt að bera fram fyrirspurnir að honum lokn- um. Miðvikudaginn 11. nóvember kl. 20.30 verður svo málþing í Norræna húsinu. Dagskráin hefst með fyrirlestri José Zalaquett þar sem hann mun ræða um hlutverk Amnestsy Intemational og breyt- ingar á starfssviði samtakanna. Þá ræðir Ragnar Aðalsteinsson, lögfræðingur, um „Mannréttindi á íslandi í dag“ en að því loknu verða fyrirspumir og umræður. Eyjólfur Kjalar Emilsson stýrir umræðum. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. (Fréttatilkyiraing) í Kjósinni Kosin var nefnd um málið og var félögum sumarbústaðaeigenda boðið að tilnefna menn í nefndina. í nefndinni af hálfu Kjósarhrepps eru: Kristján Finnsson, Gijóteyri, Magnús Sæmundsson, Eyjum II, Jón Gíslason, Hálsi, Ólafur Þór Ólafsson, Valdastöðum og Gunnar Helgason, Blönduholti. - Hjalti. Niðurfelling aðstöðugjalds rædd í borgarstjórn Skattkerfisbreyt- ing sem krefst ná- kvæmrar skoðunar •• - segir Markús Om Antonsson borgarstjóri MARKÚS Öm Antonsson borgarsljóri segir að niðurfelling aðstöðu- gjalds sé meiri* háttar skattkerfisbreyting sem krefjist nákvæmrar yfirvegunar og kalli á heildarskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga. Hann segist ekki t.ilbúinn að lýsa því yfir að niðurfelling aðstöðugjalds- ins sé leiðin til að bæta stöðu atvinnuveganna og borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokks hafi ekki markað slíka stefnu. Reiknað hafi verið út að til að bæta sveitarfélögunum missi aðstöðugjaldsins þyrfti að hækka útsvarið um 1,88% miðað við landið allt. Um væri að ræða tæplega 4,3 mil(jarða króna tilflutning á skattbyrði frá fyrirtælgum yfir á ein- staklinga. « Ef ekki yrði annað gert fælist einnig í þessu tilflutningur á tekjum milli sveitarfélaga. Nágrannabæir Reykjavíkur, þar sem mikill hluti íbúa sækti atvinnu til Reykjavíkur, hefðu litiar tekjur af aðstöðugjaldi og myndu þeir því fá verulega aukn- ar tekjur með hækkun útsvars um 1,88%. „Heildartekjur Kópavogs myndu til dæmis hækka um 75 milljónir króna, Seltjamamess um 60 millj- ónir króna, Garðabæjar um 91 millj- ón, Mosfellsbæjar um 42 milljónir króna og Hafnarfjarðar um 57 millj- ónir króna. Reykjavík myndi hins vegar tapa 532 milijónum króna og til að vinna það úpp þyrfti útsvarið í Reykjavík að hækka um 2,46% í stað 1,88, eða um 0,6% urnfram meðaltalið," sagði Markús Öm er hann svaraði fyrirspum Alfreðs Þor- steinssonar, borgarfulltrúa Fram- sóknarflokks, á fundi borgarstjórnar í fyrrakvöld. Alfreð sagði að svo virtist sem tvær ólíkar skoðanir væru uppi með- al forystumanna Sjálfstæðisflokksins í borgarmálum um hugsanlegt afnám aðstöðugjalds af fyrirtækjum. Þann- ig hefðu tveir borgarfulltrúar flokks- ins, þeir Davíð Oddsson og Júlíus Hafstein, nýlega lýst yfír stuðningi við niðurfellingu aðstöðugjalds á sama tíma og borgarstjóri hefði lýst sig andvígan breytingunni. Hann spurði hvort Sjálfstæðisflokkurinn hygðist beita sér fyrir afnámi að- stöðujalds og hækka útsvör einstakl- inga til að mæta tekjuskerðingunni sem af því myndi leiða. Markús Öm sagði að ekki væri gert lítið úr þeim erfiðleikum sem atvinnuvegimir stæðu nú andspænis, þótt sagt væri, að það væri ekki augljóst að réttasta lausnin væri að skerða tekjur sveitarfélaganna. Þau hefðu helst stutt við bakið á atvinnu- vegunum á erfíðum tímum og lagt fram mikla fjármuni til að sporna við atvinnuleysi. Það væri heldur ekki augljóst að leysa ætti erfiðleika atvinnulífsins með þvi að færa skatt- byrðina yfír á einstaklinga. Hann væri að minnsta kosti ekki tilbúinn að lýsa því yfir að þetta væri leiðin. Þá sagði Markús Öm að allt tal um misvægi tekna milli Reykjavíkur og annarra stærri sveitarfélaga væri ómerkt eftir breytingar sem gerðar hefðu verið á tekjustofnalögum og tóku gildi í ársbyijun 1990 en þá hefðu tekjur sveitarfélaga á lands- byggðinni hækkað . langt umfram landsmeðaltal. Hlutfallshækkanir á heildartekjum hvers íbúa milli áranna 1989 og 1990 hefðu verið 1,3% í Reykjavík, 12,6% í öðrum kaupstöð- um, 19,7% í kaupstöðum utan höfuð- borgarsvæðisins, 40,2% í kauptúna- hreppum og 27,9% í minni hreppum. Á síðasta ári hefðu skatttekjur borg- arinnar á hvem íbúa verið 97,3 þús- und krónur, skatttekjur allra kaup- staða 93,6 þúsund, skatttekjur kaup- staða utan höfuðborgarsvæðisins 99,2 þúsund, eða hærri en skatttekj- umar í Reykjavík. Og skatttekjur kauptúnahreppanna verið enn hærri, eða 101,9 þúsund á íbúa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.