Morgunblaðið - 07.11.1992, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992
21
Borgarstjórn
Alvarlegustu að-
dróttamr sem ég
hef heyrt í 18 ár
- segir Magnús L. Sveinsson forseti borgarslgórnar
MAGNÚS L. Sveinsson, forseti
borg-arstjórnar, segir að á fundi I
borgarstjórn í sumar hafi Óiína
Þorvarðardóttir, borgarfulltrúi
Nýs vettvangs, látið falla alvarleg-
ustu aðdróttanir sem hann hafi
heyrt á þeim vettvangi í 18 ár.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frá opnum borgarafundi á Seltjarnarnesi. Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri, er I ræðustóli og honum
á vinstri hönd sjást bæjarstjórnarfulltrúar.
Opinn borgarafundur á Seltjarnarnesi
Svæðið vestan við núver-
andi byggð verði fólkvangur
OPINN borgarafundur var haldinn á Seltjarnarnesi síðastliðinn fimmtu-
dag. Tilefnið var skipulag svokallaðs vestursvæðis á Seltjarnarnesi en
deilur hafa staðið um hvort þar eigi að rísa byggð eða ekki. Fundur-
inn var haldinn bæði til kynningar á skipulaginu og eins til þess að
íbúar Seltjarnarness gætu spurt bæjarfulltrúana og komið fram með
eigin hugmyndir um skipan mála. Tvær ályktanir voru samþykktar á
fundinum með miklum meirihluta. Önnur var á þá leið að gerð skyldi
skoðanakönnun um málið meðal íbúanna en með hinni beindi fundur-
inn þeim tilmælum til bæjarstjórnar að umrætt svæði yrði gert að
fólkvangi.
Erna Nielsen, forseti bæjarstjóm-
ar, setti fundinn. í máli hennar kom
fram að skipulagsnefnd hefði ekki
enn tekið neinar ákvarðanir en tillög-
urnar hefðu verið unnar í samráði
við náttúruverndarráð og sýndu í dag
verulega skerðingu á byggða svæð-
inu frá því, sem upphaflega var
áætlað.
Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri
Seltjarnamess, var framsögumaður
og kynnti tillögurnar, eins og þær
liggja fyrir og útskýrði hverrrig upp-
haflegum tillögum, sem lagðar voru
fram fyrir 30 ámm, hefði verið
breytt. Unnið hefur verið að útgáfu
náttúrufarsskýrslu um Seltjarnar-
nes, sem áætlað er að komi út um
áramótin, og sagðist Sigurgejr hafa
átt gott samstarf við höfunda þeirrar
skýrslu og nefndi Kristbjörn Egilsson
sérstaklega í því sambandi. „Og ég
vona að enginn sé hér inni, sem haldi
í alvöru að við séum að vinna
skemmdarverk á Seltjarnarnesi."
Sigurgeir sagði að bærinn velti
um 400 milljónum króna á ári og
hafí að undanfömu keypt land fyrir
120 milljónir og þar af væm 100
milljónir ógreiddar. Það land, sem
þyrfti að kaupa til að geta fram-
kvæmt hugmyndir um fólkvang,
væri metið á um 94 milljónir. „Fjár-
hagurinn er góður en afborganir
vegna landakaupa em það miklar á
næstu fimmtán ámm að peningar
eru ekki til fyrir meira án þess að
skrúfa fyrir aðrar framkvæmdir,"
sagði Sigurgeir og nefndi þar sér-
staklega framkvæmdir vegna
íþróttamannvirkja, sex skólastofa til
að gera Mýrarhúsaskóla einsetinn
og kostnað við að grjótveija fjörur.
Næst tók til máls Siv Friðleifsdótt-
ir, bæjarfulltrúi í minnihluta, og
minnti fulltrúa Sjálfstæðisflokksins
á kosningaloforð þgirra um verndun
lands og náttúm vestan Nesstofu
(vestursvæðís). Hún spurði eftir
stefnu flokksins í dag og sagði að-
eins tvo fulltrúa hans hafa lýst af-
stöðu sinni. Siv sagðist hafna hring-
veginum í skipulaginu og byggð á
vestursvæðinu.
Á eftir Siv tóku til máls margir
fundarmenn og virtust skoðanir
þeirra á einn veg, að ekki mætti
byggja á vestursvæðinu. Anna Birna
Jóhannesdóttir, er í stjórn Náttúru-
gripasafns Seltjarnarness, og sagði
það ekki rétt hjá bæjarstjóra að sam-
starf hafi verið haft við náttúru-
vemdarráð. Hún sagði að fyrirhug-
aða byggðin myndi hindra aðrennsli
jarðvatns í Bakkatjörn og sagði enn-
fremur að í fyrrnefndri skýrslu kæmi
fram það álit að svæði vestan byggð-
ar yrði gert að fólkvangi.
Guðrún Þorbergsdóttir, bæjarfull-
trúi í minnihluta, tók til máls og
sagðist vilja friðlýstan fólkvang á
vestursvæðinu. Hún taldi hafa örlað
á blekkingarleik hjá Sigurgeiri þegar
hann hafi dregið upp gamla skipulag-
ið til að sýna að tillögurnar væru á
leið til betri vegar. „Fjárhagurinn er
góður og því þá að barma okkur ...
Ef við viljum ekki hækka skatta þá.
getum við bæjarbúar gripið inn í
myndina beint," sagði Guðrún og
varpaði fram þeirri hugmýnd að gef-
in yrðu út skuldabréf, sem bæjarbú-
um yrði gefinn kostur á að kaupa.
Þá ættu bæjarbúar hluta í landinu
og svo gæti bærinn leyst þessi bréf
til sín smátt og smátt. „Skattahækk-
unin er til en þetta er öðruvísi að-
ferð, sem ég vildi koma hér að.“
Kristinn Magnússon, fomleifa-
fræðingur og starfsmaður Nesstofu-
safns, tók ekki afstöðu til málsins
en sagði að töluvert væri af minjum
vestan Nesstofu, sem lítið hafa verið
rannsakaðar en allir þeir sérfræðing-
ar, sem hann hafi borið málið undir
væru sammála um að þarna væri
um mannaverk að ræða.
Sigurgeir Sigurðsson kom aftur
upp og ítrekaði margt af því, sem
hann hafði áður sagt en bætti við:
„Þótt náttúran sé góðra gjalda verð,
verður hún að skipa sæti á eftir böm-
unum,“ og var hann þar að vísa til
fyrirhugaðrar viðbyggingar Mýrar-
húsaskóla. „Þetta mál er ekki eins
einfalt fyrir bæjarstjóra, sem verður
að taka ákvarðanir í öllum hinum
málurium líka.“ Sigurgeir hafnaði
ennfremur ályktun Guðmars Marels-
sonar, fyrrverandi forseta bæjar-
stjórnar, um að allri undirbúnings-
vinnu yrði frestað fram yfir næstu
kosningar. Sú tillaga kom aldrei til
atkvæðagreiðslu því fundurinn sam-
þykkti aðra ályktun frá Önnu Bimu,
sem gekk lengra og var þannig:
„Við íbúar á Seltjarnamesi óskum
eftir breytingum á aðalskipulagi Sel-
tjarnarness þannig að óbyggða svæð-
ið vestan við núverandi byggð verði
skipulagt sem fólkvangur og bæjar-
stjórn leiti leiða til að kaupa þetta
land fyrir hönd bæjarbúa." Önnur
ályktun frá Steini Jónssyni var sam-
þykkt en með henni lagði fundurinn
til við bæjarstjórnina að hún gengist
fyrir skoðanakönnun meðal íbúa um
skipulagi vestursvæðisins.
Ólína taldi að forseti borgarstjórn-
ar hefði átt að víta ummæli Markús-
ar Arnar Antonssonar borgarstjóra
á síðasta borgarstjórnarfundi þar
sem hann sagði að sér fyndist allur
málflutningur borgarfulltrúans, Ól-
ínu Þorvarðardóttur, einkennast af
skinhelgi, sem væri ríkur þáttur í
eðlisfari borgarfulltrúans. Á fundin-
um í fyrrakvöld spurði Ólína hvernig
forseti borgarstjórnar túlkaði 17.
grein samþykktar um stjórn borgar-
innar og fundarsköp þar sem segði
að ef borgarfulltrúi bæri aðra menn
brigslum eða viki verulega frá um-
ræðuefninu, skyldi forseti víta hann.
Magnús sagði að í stjómmálaum-
ræðunni féllu oft stór orð en þeir sem
teldu það fyrir neðan virðingu sína
að sitja undir tilteknum málflutn-
ingi, ef hann beindist að viðkom-
andi, ættu ekki að viðhafa ummæli
um aðra sem orkuðu tvímælis,_ svo
ekki væri fastar að orði kveðið. í því
sambandi rifjaði hann upp orð sem
Ólína beindi að borgarfúlltrúum
Sjálfstæðisflokksins á fundi borgar-
stjórnar 18. júní sl. þar sem rætt var
um lokun miðeyju á Laugavegi fyrir
fráman Hekluhúsið. Þá sagði Ólína:
„Það er greinilegt að þetta eina bana-
slys er ekki nóg miðað við þá hags-
muni sem flokkurinn á að gæta, að
halda góðu sambandi við þetta til-
tekna fyrirtæki."
Magnús sagði Ólínu þarna hafa
haldið því fram að borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins tækju hagsmuni
flokksins fram yfir mannslíf og væru
þetta alvarlegustu aðdróttanir sem
hann hefði heyrt í umræðum í borg-
arstjórn þau 18 ár sem hann hefði
verið í borgarstjórn.
Ólína sagði svar Magnúsar vera
snautlegt og hrokafullt. Tilvitnuð
ummæli væru óheppilegur sam-
anburður þar sem þeim hefði ekki
verið bdffit að ákveðnum borgarfull-
trúa.
Nýjar bækur
Skáldsaga eftir Þór-
unni Valdimarsdóttur
ÚT ER komin skáldsagan Júlía
eftir Þórunni Valdimarsdóttur.
Þetta er fyrsta skáldsaga hennar
er áður hefur Þórunn sent frá sér
ljóðabók auk sagnfræðirita og
ævisagna.
„Júlía er magslungið skáldverk,"
segir í kynningu Forlagsins. „Hún
er öðrum þræði spennusaga um ástir
og örlög, ástarsaga Júlíu og Starkað
ar og geymir í sér lausn á gátunni
um dauða söguhetjunnar, hvers
vegna var Júlía myrt? Um leið má
líka lesa hana sem táknrænt framtíð-
arskáldverk. Sagan ólgar af erótík
og brugðið er upp heillandi sýnum
og svikulum tálmyndurn."
Útgefandi er Forlagið. Ess-
emm/Tómas Hjálmarsson hannaði
kápu. Prentsmiðjan Oddi hr. prent-
aði. Bókin er 203 bls. Verð 2.880 kr.
Þórunn Valdimarsdóttir
BÓI IÐUNN KAMi ERLENDI ARKAi IURI INN
Jólavörur - ótrúlegt \ Opið alla helgina rerð
IÐUNN, forlagsverslun , Bræðraborgarstíg 16 — -