Morgunblaðið - 07.11.1992, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Verðbréfamarkað
urínn og Skandia
F^járfestingarfélagið Skandia
opnaði fyrir innlausnir hlut-
deildarbréfa í verðbréfasjóðum sín-
um í fyrradag, en lokað var fyrir
viðskiptin 5. október sl. Lokunin
stóð því í heilan mánuð og olli óróa
á verðbréfamarkaðnum og rýrði
traust manna á honum. Næstu
mánuði og misseri kemur í ljós,
hvort Skandia endurheimtir traust
fjárfesta á ný og hvaða áhrif málið
hefur á verðbréfamarkaðinn, þegar
til lengri tíma er iitið.
Það eykur þó óneitanlega líkum-
ar á, að kyrrð komist á, að sænska
móðurfyrirtækið hefur ákveðið að
standa fast að baki dótturfyrirtæki
sínu hér og er reiðubúið að leggja
fram fé og ábyrgðir í því skyni. A
þetta hefur reynt nú við opnunina,
því tryggja varð nægjanlegt hand-
bært fé til að mæta víðtækum inn-
lausnum, sem búast mátti við eftir
mánaðarlokun. Að vísu var komið
í veg fyrir það að verulegu leyti
með mikilli gengisfellingu hlut-
deildarskírteina í sjóðunum en í
Morgunblaðinu í fyrradag kom
fram, að Skandia hafði 500-600
milljóna króna innstæður tiltækar
í banka sínum fyrir opnunina og
að Skandia í Svíþjóð væri tilbúið
að veita frekari fyrirgreiðslu, ef á
þyrfti að halda.
Á tímabili vöknuðu efasemdir
um, að sænska móðurfyrirtækið
væri tilbúið til að leggja fram nauð-
synlega fjármuni í þessu skyni.
Skandia hefur hins vegar tekið af
skarið um það og því ber að fagna.
Skandia er fyrsta erlenda stórfyrir-
tækið, sem haslar sér völl á íslenzk-
um markaði, og það hefði verið
alvarlegt áfall, ef Skandia hefði
kippt að sér höndum þegar á móti
blés. Slík afstaða hefði rýrt mjög
traust á verðbréfamarkaðnum í
heild og tafið eðlilega þróun hans.
Jafnframt því, að opnað var fyr-
ir innlausnir úr verðbréfasjóðum
Skandia var tilkynnt, að sótt yrði
um skráningu hlutdeildarbréfanna
á Verðbréfaþingi íslands. Þar geta
bréfín gengið kaupum og sölum á
fijálsum markaði án verðskráning-
ar fyrirtækisins sjálfs og hlýtur það
að draga úr efasemdum um, að
eignir sjóðanna standi undir verði
bréfanna. Mjög strangar kröfur eru
gerðar til verðbréfa, sem ganga
kaupum og sölum á Verðbréfa-
þingi, m.a. reglulegar upplýsingar
um samsetningu eigna og reksturs-
afkomu. Verðbréfasjóðir Kaup-
þings og Verðbréfamarkaðar Is-
landsbanka eru þegar skráðir á
Verðbréfaþingi og til athugunar er,
að verðbréfasjóðir í vörzlu Lands-
bréfa verði það einnig. Búizt er
við, að verðbréfasjóðir Skandia
verði skráðir á Verðbréfaþingi þeg-
ar í næstu viku.
Skandia tók þá ákvörðun að fella
verð verðbréfanna um þriðjung við
opnun verðbréfamarkaðarins og
var það fyrst og fremst gert til að
draga úr innlausnum. Verðfellingin
er langt umfram það, sem eignir
verðbréfasjóðanna standa undir.
Er það fyrst og fremst byggt á
því, að fullt verð fæst ekki fyrir
eignir, sem selja þarf hratt gegn
staðgreiðslu til að standa undir inn-
lausnum. Miðað við fyrstu viðbrögð
eigenda hlutdeildarbréfanna hefur
þessi ráðagerð forráðamanna
Skandia tekizt. Innlausnir voru litl-
ar sem engar fyrstu dagana, því
eigendur eru ófúsir að taka á sig
verðfallið og vilja fremur bíða eftir
því að bréfin hækki í verði.
Ekki þarf að hafa mörg orð um
það óhagræði, sem eigendur hlut-
deildarskírteina í verðbréfasjóðum
Skandia hafa orðið fyrir vegna
þessa máls. Af gengisfellingu bréf-
anna leiðir, að íjármunir, sem fólk
hefur bundið í þeim verða ekki
aðgengilegir í nokkra mánuði eða
misseri nema með miklum afföll-
um. Þessi markaður er svo nýr hér
á landi, að sennilega hafa fæstir
þeirra sparifjáreigenda, sem lagt
hafa sparifé í verðbréf af þessu
tagi, gert sér grein fyrir því, að til
svo róttækra aðgerða gæti komið.
Þegar horft er til baka má segja,
að meiri áherzlu hefði átt að leggja
á að upplýsa fólk um þessa hlið á
starfsemi verðbréfasjóða. Það er
bitur reynsla fyrir spariijáreigend-
ur að kynnast því á þennan hátt
og á vafalaust eftir að hafa umtals-
verð áhrif á starfsemi verðbréfa-
markaðarins almennt.
Eftir verðlækkanir á hlutabréf-
um, sem hófust fyrir ári og þessa
reynslu af verðbréfasjóðum nú fara
sparifjáreigendur og aðrir fjárfest-
ar áreiðanlega varlegar í fjárfest-
ingar í verðbréfum og það út af
fyrir sig er jákvæð afleiðing þessa
máls.
Fiskverð og
taprekstur
Ísjónvarpsviðtali fyrir nokkrum
dögum hélt fiskverkandi því
im, að útilokað væri að koma
rekstrargrundvelli fiskvinnslunnar
í rétt horf nema því aðeins að fisk-
verð lækki, enda sé hráefnisverðið
stærsti útgjaldaliðurinn.
Nokkúr hluti aflans er nú seldur
á opnum fiskmörkuðum og verðlag
þar er mótandi fyrir hráefnisverð
fiskvinnslunnar. Flestar greinar
fískvinnslunnar eru nú reknar með
verulegu tapi og það mun enn auk-
ast á næsta ári að öllu óbreyttu.
Þetta leiðir hugann að því, hvers
vegna fískvinnslan býður það hátt
verð á fiskmörkuðunum að tap-
reksturinn heldur áfram. Fiskverð
hefur stórhækkað með tilkomu
fiskmarkaðanna, bætt stöðu út-
gerðarinnar en stuðlað að tapi fisk-
vinnslunnar. Hvers vegna er boðið
svo hátt verð fyrir fiskinn? Miðað
við þær upplýsingar, sem fyrir
liggja um afkomu fiskvinnslunnar
í landinu er ekkert vit í því fyrir
fyrirtækin að kaupa fisk á markaði
á því verði, sem nú þekkist. Hvað
veldur því, að það er gert eftir sem
áður?
Bjöm Halldórsson stjómandi frumrannsóknar kókainmálsins yfírheyrður í héraðsdómi
Fyrrum samfangi ákærða tal-
ínn hafa dreift hluta kókainsins
í FRAMBURÐI Björns Halldórssonar lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild
lögreglunnar í Reykjavík sem bar vitni í kókaínmálinu fyrir héraðsdómi
í gær kom fram að frá í apríl fram í júní á þessu ári hefði orðið vart
við aukið framboð af kókaíni hér á landi. Hefði rannsókn á því leitt til
að grunur beindist að ákveðnum manni og hefði síðar komið í ljós að
hann hafði skömmu áður afplánað dóm á Kviabryggju ásamt Steini Ár-
manni Stefánssyni, sem var fluttur þangað til afplánunar eftir skamma
dvöl í Hegningarhúsinu. Ekkert hefði tekist að sanna á þann mann en
eftir að sá fyrrum samfangi Steins sem síðar varð „tálbeita“ lögreglunn-
ar í málinu sneri sér til lögreglunnar í júlílok og grunur beindist að
Steini Armanni um kókaínmisferli fylgdist lögreglan með því þegar Steinn
og þessi fyrrum félagi hans hittust á Suðurnesjum helgina áður en hand-
takan fór fram. Þannig sagði Björn að lögreglan hefði ályktað að það
sem áður hafði verið talið að væru tvö mál væru í raun og veru eitt og
hið sama.
Fram kom við yfírheyrsluna að af
fyrsta sýnishomi sem „tálbeitan" af-
henti af kókaíni Steins Ármanns hefði
verið ljóst að á ferðinni væri sterkt
efni, sem að sögn Bjöms hefði öðlast
vinsældir og fjölgað kókaínneytendum
á landinu. Það sýnishorn var af styrk-
leikanum 64% en afgangurinn af efn-
inu hafi við efnagreiningu reynst vera
af styrkleika allt að 90%. Um það
hvort hann teldi líklegt að „tálbeitan"
hefði drýgt efnið og stungið hluta
þess undan sagðist Bjöm ekkert geta
sagt en það gæti átt sér aðrar skýring-
ar. í framburði hans kom einnig fram
að hann hafði gefið „tálbeitunni" fyr-
irmæli um að fala 0,5 kg af kókaíni
af Steini Ármanni en „tálbeitan" virð-
ist hins vegar hafa falað 1,5 kg af
kókaíni og sagði Bjöm að „tálbeitan“
hefði ekki farið að fyrirmælum sínum
í því efni.
„Upplýsingaaðila“ lofað
nafnleynd en ekki „tálbeitu"
Bjöm sagðist engn hafa lofað „tál-
beitu“ sinni um það að hjálp við lög-
reglu í þessu máli hefði hagstæð áhrif
á afgreiðslu fíkniefnamáls sem óaf-
greitt var gagnvart honum í kerfinu.
A þeim tíma sem manninum hafi ver-
ið lofað nafnleynd í málinu hafi hann
komið fram sem „upplýsingaaðili" en
ekki „tálbeita" og engin ákvörðun
hafí þá legið fyrir um að nota hann
sem virka tálbeitu í málinu. Sú ákvörð-
un hafí ekki verið tekin fýrr en helg-
ina áður en Steinn var handtekinn,
eftir fundinn 14. ágúst sl. Um leið
hefði orðið ljóst að ekki yrði hægt að
halda hlut mannsins í að upplýsa
málið leyndum.
Bjöm sagði um fyrrgreint upphaf
málsins að 30. júlí hefði „tálbeitan"
hringt í sig að kvöldlagi og næsta dag
hefðu þeir hist á heimili „tálbeitunn-
ar“ þar sem Bjöm kvaðst hafa fengið
afhent sýnishom af kókaíni sem hann
lýsti með fyrrgreindri einkunn um
gæði og líklega útbreiðslu. Þá kvaðst
hann hafa beðið „tálbeituna" um að
afla sem gleggstra upplýsinga um
málið og magn þess kókaíns sem
ákærði hefði undir höndum og hafa
lofað að endurgreiða manninum þau
útgjöld sem hann stofnaði til við að
afla sýnishoma. Bjöm kvaðst hafa
fengið heimild hjá yfírmanni við emb-
ættið til að ráðstafa allt að 100 þús-
und krónum til kaupa á sýnishornum
og „tálbeitan" hefði fengið 80 þúsund
í því skyni en þar hefði alls ekki ver-
ið um neina þóknun að ræða. Bjöm
kvaðst engar sannanir hafa handbær-
ar fyrir því að tálbeitan hefði í raun
afhent Steini þessa peninga. Áskilið
hefði verið að tálbeitan ráðfærði sig
við Björn um öll skref sem stigin yrðu
í málinu og væri undir hans stjóm.
Lögreglan lét eftir þetta svo veita
ákærða eftirför allan sólarhringinn en
ekki var fylgst með ferðum „tálbeit-
unnar“.
Eftir að hafa orðið vitni að fyrr-
greindum fundi ákærða með fyrrum
samfanga sínum þann 14. ágúst
kvaðst Björn hafa haft samband við
„tálbeituna" og óskað eftir að hann
tæki að sér hlutverk virkrar tálbeitu
í málinu og sagst mundu verða tilbú-
inn með pöntun efnisins fljótlega.
Þarna hefði málið verið komið á það
stig að álykta hefði mátt að tengsl
Steins og fyirum samfanga hans
skýrðu hið mikla kókaínmagn sem
vart hafði orðið við í umferð um vorið
og að hugsanlegt væri að hann væri
í viðræðum við fleiri aðila um að koma
efninu í umferð.
„Tálbeitan" hefði haft eftir Steini
að hann ætti 1,5 kg af efninu til að
selja og vildi fá 3 milljónir króna fyr-
ir hvert hálft kíló. Bjöm kvaðst hafa
gefíð „tálbeitunni" fyrirmæli um að
semja um kaup á 0,5 kg af kókaíni
þar sem óraunhæft og beinlínis gmn-
samlegt hefði verið að kaupa meira
þar sem við svo mikið magn yrði erf-
itt að losna á skömmum tíma. Auk
þess var ákveðið að tálbeitan byði
Steini að útvega honum bíl og hefði
það verið hagkvæmara frá sjónarhóli
lögreglunnar þvi þá hefði verið auð-
veldara að elta manninn og fylgjast
með ferðum hans. Auk þess hafi „tál-
beitan" átt að leggja sig fram um að
blanda inn í málið samfanganum en
það hafi ekki verið gert heldur hafí
„tálbeitan" einungis afhent bílaleigu-
bílinn og sagst vilja kaupa 1,5 kg og
samið um það fyrir 6 milljóna greiðslu.
Næsti fundur hafi átt að fara fram
17. ágúst, aðeins til að fá að sjá efn-
ið og sýna peninga sem greiðslu. Björn
kvaðst hafa lagt ríkt á við „tálbeit-
una“ hvernig standa ætti að verki,
að honum bæri að gera það sem fyrir
hann væri lagt og aldrei hafa efnið í
sínum vörslum enda brýnt að koma
málum þannig fyrir að lögreglan gæti
gripið inn í áður en viðskipti ættu sér
stað.
Fram kom að allar upplýsingar lög-
reglunnar um fyrirætlanir Steins Ár-
manns og um tilvist kókaínsins hefðu
verið frá „tálbeitunni" komnar þar til
að hlustunarbúnaði var komið fyrir í
bílaleigubifreiðinni kvöldið þegar
Steinn var handtekinn en þá heyrði
Bjöm hann ræða um kókaín. Eins
kvaðst Bjöm aðeins hafa haft orð
tálbeitunnar fyrir því að kókaín væri
í bíl ákærða þegar fyrirskipun um
handtöku var gefin.
Lögreglumenn tálbeitur á
Norðurlöndum
Bjöm kvaðst aðspurður hafa tekið
einn ákvörðun um að beita virkri tál-
beitu til að leiða ákærða í gildru og
hefði hann ekki Ieitað álits yfirmanna
sinna á því máli fyrirfram. Hann
kvaðst aðspurður hafa kynnt sér lög
á Norðurlöndunum um beitingu tál-
beitu og kvaðst hafa vitað að reglur
á Norðurlöndum gerðu ráð fyrir því
að eingöngu lögreglumenn væru
fengnir til að koma fram sem tálbeit-
ur en ekki brotamenn. Bjöm sagði að
vegna smæðar samfélagsins væri úti-
lokað að nota lögreglumenn í hlutverk
tálbeitu andstætt því sem ætti við hjá
stærri þjóðum. Hann kvaðst telja að
notkun tálbeitu hefði verið sér heimil
í þessu tilviki, jafnvel hefði það verið
skylda sín að beita þeirri aðferð til
að koma í veg fyrir að 1,2 kg af kóka-
íni kæmust í umferð hér á landi.
Eins og fyrr sagði lét lögreglan
ákærða í té í gegnum „tálbeituna"
bifreið en Björn sagði að þegar fyrr-
greindur fundur „tálbeitunnar" og
ákærða hefði verið ákveðinn mánu-
daginn 17. ágúst hefði hann ákveðið
að láta „tálbeitunni" í té annan bíl til
þess að geta komið fyrir í honum
hlustunarbúnaði og geta þannig fylgst
með því milliliðalaust hvað „tálbeit-
unni“ og ákærða fór á milli. Hlustun-
arbúnaðurinn hafí verið opin talstöð
sem falin hafi verið undir framsæti
bílsins og dró 100-300 metra eftir
aðstæðum. Bjöm sagði að ákvörðun
um þetta hefði borið svo brátt að ekki
hefði unnist tími til að bera málið
undir dómstóla enda sagðist hann telja
þetta heimilt.
Hljóðupptaka af kókaínneyslu
Handtökutilraunin var gerð um
miðnætti að kvöldi 17. ágúst en þá
höfðu „tálbeitan" og Steinn Ármann
verið á ferð í bílnum frá klukkan um
það bil 9 um kvöldið. Björn sagði að
öll þau fjarskipti sem tekist hefði að
nema frá bílnum hefðu verið tekin upp
á segulband, þar mætti meðal annars
heyra að bæði „tálbeitan" og ákærði
væm að neyta kókaíns, en það sem
ekki hefði verið tekið upp á band hefði
hann ekki numið með talstöðinni, þar
á meðal væra samskipti mannanna
inni á lager á vinnustað „tálbeitunn-
ar“ en þar mun kókaínið hafa verið
tekið úr bílnum og sett í hann aftur
áður en haldið var þaðan skömmu
fyrir handtökuna og brestur „tálbeit-
una“ minni um þau atvik.
Berum okkur eftír björginni!
eftir Sigurð
Þorsteinsson
Það er sérkennilegt að koma heim
til íslands og fylgjast með umræðunni
um kreppuna hér á landi, aðallega í
ljósi þess úrræðaleysis sem því miður
virðist landlægt um þessar mundir.
Vissulega hafa Islendingar misst
spón úr sínum aski með skertum kvóta
á íslandsmiðum er þar með er ekki
sagt að öll sund séu lokuð. Möguleik-
arnir eru nær óþijótandi, aðeins ef
við berum gæfu til að nýta þá. í því
sambandi langar mig að segja frá
áhugaverðu viðfangsefni á sviði sjáv-
arútvegs, sem ég tel að geti veitt
hundraðum manna atvinnu og aflað
þjóðarbúinu milljarðatekna á ári
hveiju. Þar á ég við hákarlaveiðar hér
við land — og reka þá eflaust ýmsir
upp stór augu!
Fyrr á öldum veiddu íslendingar
þjóða mest af hákarli. Smám saman
lagðist sú hefð af að mestu og í dag
nýtum við þessa tignarskepnu undir-
djúpanna aðallega til að grafa í sjávar-
kamba og gæða okkur á með brenni-
víni á þorrablótum. Möguleikarnir eru
hins vegar margfalt meiri og ég er
þess fullviss að við gætum á skömm-
um tíma gert hákarlaveiðar að öflugri
stoð í íslenskum sjávarútvegi.
Hægt að nýta hverja örðu!
Hákarlinn er kynjaskepna og þjóðir
eins og Kínveijar og Japanir hafa af
honum geysimiklar tekjur og mér er
fullkunnugt um að hann er ein verð-
mætasta físktegund sem þeir draga á
land. Þar nýta menn hveija einustu
örðu af hákarlinum.
Nauðsynlegt er að blóðga hákarlinn
strax og hann kemur að skipshlið til
að koma í veg fyrir að afurðin skemm-
ist. En blóðinu er ekki hent heldur
er þar um dýrmætt hráefni að ræða
til hreinsunar á mannablóði og til
framleiðslu á lyfjum gegn krabba-
meini.
Hver skepna hefur fimm ugga.
Þeir era malaðir og þurrkaðir í sér-
stakt mjöl sem notað er í dýrastu
súpur sem hægt er að fá á veitinga-
stöðum. Er auðvelt að fá um 3.500
krónur fyrir hvert kíló af þessu mjöli.
Skrápurinn, sem er um 5% af
skepnunni, er notaður í alls kyns leð-
urfatnað og fást um 250 krónur fyrir
hvert ferfet af hákarlaskráp.
Lifrin í hákarli er um þriðjungur
af þyngd dýrsins. I henni er mikið af
eggjahvítuefnum og ýmsum snefilefn-
um sem ekki fínnast í annarri físklif-
ur. í dag er hægt að fá tvöfalt meira
fyrir hana en þorsklifur.
í hákarli er mikið af svokölluðu físk-
líki, en það-er notað sem uppistaða í
humarrétti og hörpudisk á fínum veit-
ingastöðum um heim allan. Fyrir þetta
líki, sem oft er 10-15% af hveiju
dýri, er hægt að fá afar gott verð svo
ekki sé meira sagt.
Tennur hákarlsins eru seldar sem
fílabein í fjarlægum heimsálfum og
fást um 3.000 krónur fyrír hvert
stykki. Fleira er ekki af beinum í þess-
ari skepnu en öll grindin er gerð af
bijóski. Hún, ásamt því sem eftir er
af skrokknum, er nýtt til framleiðslu
„Hákarlinn er kynja-
skepna og þjóðir eins og
Kínverjar og Japanir
hafa af honum geysi-
miklar tekjur og mér er
fullkunnugt um að hann
er ein verðmætasta fisk-
tegund sem þeir draga
á land. Þar nýta menn
hverja einustu örðu af
hákarlinum.“
á einu besta fískimjöli sem hægt er
að fá í heiminum í dag. Loks má nefna
að vinsælt er að þurrka kjaft skepn-
unnar og kaupa menn hann dýra verði
til að hengja upp á vegg hjá sér!
Nægir markaðsmöguleikar
Hákarl er í vöðum allt í kringum
ísland og á honum er enginn kvóti.
Veiðiaðferðimar era tiltölulega ein-
faldar og skynsamlegt að nota van-
nýttan fiskiskipaflota okkar til að ná
honum að landi. íslenskir fiskimenn
era þrautþjálfaðir o'g yrði þeim ekki
skotaskuld úr því eftir skamman
reynslutíma. En hvað með markaðs-
málin?
Ég hef verið búsettur í Bandaríkj-
unum undanfarin 20 ár og kannaði
þessi mál þar fyrir nokkram áram.
Þá kom í ljós að þar í landi er gífurleg-
ur og vaxandi markaður fyrir afurðir
af hákarlinum. Eg fékk upplýsingar
um 160 fyrirtæki um öll Bandaríkin
sem líkleg væru til að kaupa hákarls-
afurðir og sneri mér til nokkurra
þeirra. Alls staðar var svarið á einn
veg: Við kaupum af þér allan þann
hákarl sem þú getur látið okkur hafa.
Og þeir vora meira að segja tilbúnir
að sækja hann á hafnarbakkann til
mín, jafnvel í fjarlægum löndum. Svo
mikil er eftirspurnin.
Að auki er vitað mál að Japanir
kaupa allan þann hákarl sem þeir
geta náð í og eru tilbúnir að borga
vel fyrir enda er vaxandi markaður
þar og í Kína. Hvers vegna nýtum
við okkur ekki nýfengin viðskiptasam-
bönd í þessu fjölmennu þjóðfélögum
í þessu skyni?
Vannýtt verðmæti
Þetta er aðeins lítið dæmi um þá
vannýttu möguleika sem era í höfun-
um allt í kringum landið. Ég er ekki
fiskifræðingur eða sérfróður um há-
karl á íslandsmiðum, en hef engu að
síður talið allt upp í 10 tegundir af
hákarli hér við land. Allir sjómenn
vita að hér er hann í miklu magni en
engir virðast hafa áhuga á að gera
sér mat úr þessari verðmætu skepnu.
Þó skilst mér að á einstaka togara
nýti menn uggana þegar hákarl slæð-
ist í vörpuna en kasti hræinu að öðra
leyti fyrir borð. Og þar fara mikil
verðmæti í súginn.
Ég hef verið sjómaður og farmaður
á öllum heimsins höfum undanfama
áratugi og séð þá möguleika sem er-
lendar þjóðir hafa getað nýtt sér til
hagsbóta fyrir þegna sína. Ég er hins
Sömuleiðis kvaðst Björn ekki vera
til frásagnar um eftirförina eftir hina
misheppnuðu handtökutilraun á bíla-
stæðinu við Sundlaugamar í Laugar-
dal enda varð hann eftir á bifreiða-
stæði Sundlaugarinnar. Um þá tilraun
sagðist hann hafa hlaupið við annan
lögreglumann að bíl ákærða með lög-
regluskilríki á lofti og komist að fram-
enda bílsins áður en ákærði ók aftur
á bak og síðan á brott á miklum hraða.
Björn kvaðst telja að Steinn Ármann
hefði átt að sjá lögregluskilríkin og
einnig kvaðst hann telja þótt ekki
gæti hann fært sönnur á það að
ákærði hefði borið kennsl á sig sem
lögreglumann. Hann kvaðst hafa
hlaupið á eftir bílnum nokkum spöl
en síðan hafa veifað félögum sínum
áfram og ekki hafa eytt tíma þeirra
í að komast upp í einhvern bílinn.
Hann sagðist telja að með mati á
þeim hagsmunum sem voru í húfi við
að láta Stein Ármann ekki komast
undan með kókaínið í bílnum kæmist
hann að þeirri niðurstöðu að réttlæt-
anlegt hefði verið að kosta miklu til
að handtaka hann með hraðakstri
þótt hann hefði ekki gefið fyrirmæli
um að haga eftirförinni með þeim
hætti sem raun varð á, enda væri
venja að þeir sem tækju þátt í eftirför
stjómuðu henni sjálfir.
Hlustunarbúnaðurinn fannst
ekki við fíkniefnaleitina
Þá kvaðst hann ekki vera til frá-
sagnar um það hvernig staðið var að
leit í bíl Steins Ármanns eftir árekst-
urinn á Vesturlandsvegi. Enginn
þeirra sex lögreglumanna sem yfir-
heyrðir hafa verið og tóku þátt í leit-
inni minnast þess að hafa opnað hlera
að farangursgeymslu bílaleigubílsins
og fundið þar fíkniefnin en allir minn-
ast þeir þess að hafa séð efnið. Fram
kom í yfírheyrslum yfir Birni að hlust-
unarbúnaðurinn hefði ekki fundist við
fíkniefnaleitina heldur verið tekinn úr
bíinum degi siðar á bifreiðaverkstæði.
Bjöm var spurður hvort „tálbeitan"
hefði sagt honum að Steini Ármanni
hefði verið mikið í mun að kókaínið
færi ekki í dreifingu hér á landi held-
ur yrði það selt til útlanda en Björn
sagðist þess fullviss að ákærði hefði
ætlað að koma hluta efnisins í dreif-
ingu innanlands en hins vegar hefði
sér og „tálbeitunni“ komið saman um
að það væri klókt að gefa í skyn
möguleika á að flytja hluta þessa
mikla magns úr landi í gegnum við-
skiptasambönd „tálbeitunnar" enda
hefði með þeim hætti verið hægt að
gera sennilegan áhuga „tálbeitunnar“
á að komast yfír allt það kókaín sem
ákærði ætti og væri augljóslega meira
en unnt væri að selja innanlands með
góðu móti.
Sigurður Þorsteinsson
vegar og verð íslendingur og mér
rennur til rifja að sjá íslenskt þjóðfé-
lag drepið í dróma þar sem úrræða-
leysi ríkir á allt of mörgum sviðum.
íslendingar eru dugleg og vel
menntuð þjóð. Viljann virðist hins
vegar skorta til að bera sig eftir björg-
inni þegar hefðbundnar fisktegundir
hafa bragðist.
Grípi menn ekki strax í taumana
er viðbúið að fyrir íslandi fari, líkt
og Nýfundnalandi og Færeyjum, að
hér leggist hin dauða hönd aðgerðar-
leysis og doða yfir land og þjóð og
grandvöllur efnahagslífsins bresti.
íslenskt þjóðfélag á ekki skilið slík
örlög.
Höfundur hefur verið skipstjóri og
athafnamaður í áratugi og er
búsettur í Bandaríkjunum.
ASÍ heldur áfram viðræðum um kostnaðarlækkanir
Hugmyndir um að taka
upp 7% skatt á hátekjur
Ágreiningxtr um einstakar tillögur innan miösljórnar
VERKALÝÐSHREYFINGIN ætlar
að halda áfram viðræðum aðila
vinnumarkaðarins um aðgerðir í
efnahagsmálum og kostnaðar-
lækkanir til styrktar atvinnulífi.
Það var niðurstaða af fundi mið-
stjórnar og formanna landssam-
banda og svæðasambanda Alþýðu-
sambandsins í gær.
Verulegur ágreiningur er innan
Alþýðusambandsins um einstakar til-
lögur en Örn Friðriksson varaforseti
ASÍ sagði málið snúast um það hvort
verkalýðshreyfingin ætlaði að hafa
áfram veruleg áhrif á efnahagsstefn-
una í landinu og sagði að skiptar
skoðanir væru um þær hugmyndir
sem uppi eru. Þegar það lægi fyrir
gætu fyrst línur farið að skýrast um
hveijir gæfu kost á sér við kosningar
til forystu ASÍ á þingi þess í lok
nóvember.
Örn staðfesti að meðal hugmynda
sem lagðar hefðu verið fram væri
upptaka um 7% hátekjuskatts á
mánaðarlaun yfir 160 þúsund krónur
hjá einstaklingum og 320 þús. kr.
hjá hjónum.
„Ef verkalýðshreyfingin ætlar að
halda áfram að hafa áhrif á efna-
hagsstefnuna þá þarf hún að vera
tilbúin til að taka líka á sig það sem
er óþægilegt. Ef hún hins vegar er
ekki í stakk búin til að taka þátt í
því, þá munu áhrif hennar minnka í
atvinnumálum og þjóðfélagsmálum
yfirleitt," sagði Orn.
Fjallað var um forystumál Alþýðu-
sambandsins vegna þings ASÍ á mið-
stjórnarfundinum í gær að sögn Arn-
ar. Sagði hann að Iögð hefði verið
áhersla á að línur skýrðust um það
hveijir gætu verið tilbúnir til að taka
að sér formennsku ef til þeirra yrði
leitað. „Þetta markast af því hver
afstaða þingsins verður til þeirrar
stefnu sem verkalýðshreyfíngin ætl-
ar að hafa og hvort hún ætlar að
taka á sig óþægilegu hlutina líka eða
hvort hún ætlar bara að láta aðra
sjá um það og koma inn í spilið þeg-
ar henni þykir það þægilegast. Þegar
það liggur fyrir gætu skýrst línur
um hveijir séu tilbúnir til að vera
þarna við stjórnvölinn," sagði Öm.
Hann vildi ekki svara því hvort
hann gæfi sjálfur kost á sér við kjör
forseta í sambandinu og sagði mikil-
vægt að saman veldust forseti og
varaforsetar sem mynduðu samhenta
forystu.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Líkanrannsóknir á Keilisneshöfn
JÓN Sigurðsson iðnaðarráðherra og Halldór Blöndal samgönguráðherra
kynntu sér rannsóknir á fyrirhugaðri Keilisneshöfn, sem nú standa yfír
hjá Hafnamálastofnun. Gert hefur verið líkan af væntanlegri höfn í
Flekkuvík, þar sem skoðaðar eru skipshreyfingar við bryggju og kannað
hvernig hafnargarðurinn stenst háar ölduáraunir. Líkanið er í mæli-
kvarða 1:100. Áformað er að rannsóknunum ljúki í febrúar 1993.
Föstudagur
Laugardagur
Miövikudagur
0.0% 10.0% 20,0% 30,0% 30,0% 60,0% 60,0% 70,0% 80,0% 60,0% 100,0%
Fjölmiðlakönnun ÍM - Gallup
Morgnnblaðið mest les-
ið alla ótgáfudaga þess
í FJÖLMIÐLAKÖNNUN sem íslenskar markaðsrannsóknir - Gallup
vann fyrir íslenska fjölmiðla, Samband íslenskra auglýsingastofa og
Samstarf auglýsenda vikuna 8.-14. október sl. kemur fram að Morgun-
blaðið er mest lesna dagblaðið alla útgáfudaga þess.
Könnunin var framkvæmd á þann
hátt að hringt var í 1.500 manna úr-
tak úr hópi einstaklinga á aldrinum
12 til 70 ára sem valdir voru úr þjóð-
skrá af landinu öllu. Endanlega bár-
ust gild svör frá 833 mönnum. Þeir
héldu dagbók vikuna 8.-14. október.
Spurt var um lestur blaða þessa viku.
Þegar spurt var í könnuninni hversu
margir læsu einstök tölublöð af Morg-
unblaðinu, DV og Pressunni, sögðust
58,7% lesa Morgunblaðið á fímmtu-
dögum, 49,5% lásu DV og 17,4% lásu
Pressuna. Á föstudögum lásu 57,9%
aðspurðra Morgunblaðið og 46,5%
DV. Á laugardögum lásu 55,9% Morg-
unblaðið og 55,2% DV. Á sunnudög-
um lásu 56,7% Morgunblaðið og á
mánudögum lásu 49,8% DV en þann
dag kemur Morgunblaðið ekki út. Á
þriðjudögum lásu 54,5% Morgunblað-
ið en 45,4% DV og á miðvikudögum
lásu 54% Morgunblaðið en 47,3% DV.
Islandsbanki
Hækkun
vaxtaá
banka-
víxlum
ÍSLANDSBANKI hækkaði í gær
vexti af bankavíxlum. Hækkunin
er talin vera um 0,5%. Eggert
Sveinsson, forstöðumaður fjár-
stýrideildar íslandsbanka, kveðst
eiga von á þvi að vextirnir lækki
á ný, og að þessi hækkun valdi
ekki hækkun á útlánsvöxtum.
Vextir á bankavíxlum eru mis-
munandi eftir upphæð og tímalengd.
„Yfirleitt hafa vextir á bankavíxlum
hjá íslandsbanka verið 0,3-0,5%
hærri en vextir á ríkisvíxlum á hveij-
um tíma. í kjölfar útboðs á ríkisvíxl-
um tókum við ákvörðun um að fylgja
eftir þeim niðurstöðum sem koma
út úr því útboði og eigum ekki ann-
ars kost. Því hækkum við vextina
og sjáum svo til með hver viðbrögð-
in verða,“ sagði Eggert.
Vextir á ríkisvíxlum hækkuðu um
1% að meðaltali, og að sögn Egg-
erts var meðaltalshækkun á vöxtum
bankavíxla vel innan þeirra marka.
Raunávöxtun á spariskírteinum
ríkissjóðs á eftirmarkaði á Verð-
bréfaþingi íslands var 7,54% í októ-
ber og hækkaði um 0,26 prósentu-
stig frá fyrra mánuði, en ávöxtunin
var 7,28% í september. Ávöxtunin
hefur hægt og sígandi farið hækk-
andi frá því í maí í vor þegar hún
var 6,93%. Hún varð 6,95% í júní,
7,08% í júlí og 7,10% í ágúst.