Morgunblaðið - 07.11.1992, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 07.11.1992, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992 Minning Valdór Elíasson frá Reyðarfirði Fæddur 20. apríl 1918 Dáinn 2. nóvember 1992 Á margan veg og misjafnan er æviganga okkar mannanna. Fyrir- hafnarlítið fá ýmsir ailt upp í hend- umar, annarra hlutskipti er erfiðið eitt. Sumum gefst í vöggugjöf gnægð hæfileika en fara misjafn- lega vel með, allt yfír í að kasta þeim á glæ. Áðrir fá sinn skammt- aða skerf en skilá býsna miklu þeg- ar til alls er litið. Það leita ýmsar hugsanir á þegar samferðamenn ljúka lífsgöngu sinni, ekki sízt um ávöxtun þess sem þeim veittist, því af henni má oft manninn kenna. Horfínn er héðan góðvinur að heiman sem ég átti með langa sam- leið. Erfíðismaður ærinna verka hefur til hinztu hvíldar lagzt og hans skal hér minnzt örfáum orð- um. Valdór var maður verkadijúgur um dagana, afar vel að manni og óragur í hvívetna. Hann fékkst við margs konar störf um dagana, verkamaður, sjómaður, bílstjóri, en einmitt úr því starfí man ég hann hvað bezt á árum áður, áræðinn og laginn og barg eitt sinn lífi sínu og sinna með ótrúlegu snarræði og yfirvegaðri ró. Aldrei varð hann auðugur að lífsgæðum þeim sém fjármunir kallast, átti löngum fyrir þungu heimili að sjá, en hann komst yfírleitt af með ódrepandi þraut- seigju og dugnaði. Valdór var maður myndarlegur og samsvaraði sér vel, hafði gaman af að deila geði með öðrum, gleðinn- ar maður þó gengi á ýmsu. Hann las býsn bóka af ýmsu tagi, þó spennan og hið óræða hafí í fýrir- rúmi verið. Valdór var Reyðfírðingur, fædd- ur þar og uppalinn og þar bjó hann lengst en nú um nokkur síðustu ár á Selfossi. Þegar ég hitti hann sein- ast var hugurinn bundinn heima- byggð okkar, þó hann yndi afar vel í nýjum heimkynnum. Valdór var sonur hjónanna Hall- dóru Vigfússonar og Elíasar Ey- jólfssonar, sem bjuggu á Reyðar- firði og voru lengstum kennd við hús sitt, Sandgerði. Halldóra var hörkudugleg og ósérhlífín með af- brigðum. Elías var hraustmenni mikið og mjög vel greindur maður. Valdór kvæntist Friðriku Sigur- veigu Eyjólfsdóttur og áttu þau 8 böm. Elzti drengurinn er látinn, Birgir, drukknaði við bryggjuna heima, Gunnar Kári, sem ólst upp annars staðar, býr í Reykjavík. Hin eru Jóhanna María húsfreyja á Sel- fossi, Sigríður húsfreyja í Hvera- gerði, Halldóra Guðrún húsfreyja á Ekru á Rangárvöllum, Elín Björg býr á Egilsstöðum, Guðni Ragnar búsettur á Selfossi og Brynhildur húsfreyja á Selfossi. Þau hjón slitu samvistir og Sigurveig er alllöngu látin. Það voru dætumar syðra sem drógu föður sinn suður og þar átti hann alltaf athvarf gott, enda em þær miklar myndarkonur í hví- vetna. + Eiginkona mín, GUÐBJÖRG EINARSDÓTTIR, Stigahlfð 30, lést í Landspítalanum föstudaginn 6. nóvember. Oddgeir Ólafsson. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ALICE DALMAR SÆVALDSSON, er lést 12. október í Horsens í Danmörku, verður jarðsungin frá Áskirkju í Reykjavík þann 10. nóvember ki. 15.00. Konráð Óskar Sævaldsson, Linda Konráðsdóttir, Páli Dalmar Konráðsson, Alice Konráðsson, Stefán Konráðsson, Aldís Ágústsdóttir, Hans-Christian Konráðsson. + Systir mín, mágkona, móðursystir og vinkona, FJÓLA GUNNLAUGSDÓTTIR snyrtifræðingur frá Ósi f Steingrímsfirði, sem andaðist í Landspítalanum 2. nóvember sl., verður jarðsung in frá Neskirkju mánudaginn 9. nóvember kl. 15.00. Nanna Gunnlaugsdóttir, Sigmundur Jónsson, Gunnlaugur M. Sigmundsson, Sigrfður G. Sigurbjörnsdóttir, Jón R. Sigmundsson, Björk Högnadóttir og fjölskyldur. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför sonar okkar, föður, unnusta, bróður og mágs, ERLINGS KRISTINS GARÐARSSONAR, Selnesi, Breiðdalsvik. Garðar Þorgrímsson, Marfa Gunnþórsdóttir, Hreinn Erlingsson, Gunnhildur Gfsladóttir. Oddný Garðarsdóttir, Hilmar Garðarsson, Sigrfður Garðarsdóttir, Hiynur Garðarsson, Vignir Garðarsson, Ríkharður Garðarsson, Hilda Karen Garðarsdóttir. Yngvi Sigurgeirsson, Arnhildur Arnaldsdóttir, Hafsteinn Sveinsson, Svanhildur Freysteinsdóttir, Petra Sveinsdóttir, Valdór Elíasson er allur og önn daganna að baki. Hann skilaði sín- um skerf af trúmennsku og samvizkusemi og vann hvert verk sem bezt. Dugmikill drengur ein- lægninnar er allur. Hans fólki eru sendar hlýjar samúðarkveðjur okk- ar hjóna og föður míns. Valdór lá hvergi á liði sínu um daganá, þar sem hann kom við sögu. Því er lífs- saga hans farsæl og samferðafólk á um hann margar mætar minning- ar. Sjálfur þakka ég samfylgd góða og söknuður er í hug, þegar litið er leiðina til baka. Blessuð sé minning Valdórs Elíassonar. Helgi Se\jan. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Nú héðan lík skal heQa, ei hér má lengur te§a í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (V. Briem) Elsku Binna og Ásgeir. Stutt er á milli gleði og sorgar, eins og þið hafíð fengið að reyna síðustu daga, en samt sést til sólar, lítill drengur fæddur en afinn fallinn frá. Við óskum þess að litli drengurinn ykk- ar eigi eftir að ylja hjörtum ykkar _á þessari sorgarstundu. Ástvinum Valdórs öllum vottum við samúð okkar. Guð blessi minningu hans. Þórdís, Óli og börn. 7 { Minning Guðrún Andrés- dóttir, Hellukoti Fædd 31. desember 1909 Dáin 27. október 1992 Þann 27. október sl. andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands Guðrún Andr- ésdóttir, Hellukoti, Stokkseyri. Vil ég leyfa mér að minnast hennar hér í blaðinu. Guðrún fæddist 31. desember 1909 á Stokkseyri. Voru foreldrar hennar hjónin Jónína Jópsdóttir og Andrés Ingimundarson. í barnæsku fluttist Guðrún með fjölskyldu sinni að Hellukoti og átti þar heima síðan. Þau Jónína og Andrés eignuðust 7 böm og af þeim komust 6 til aldurs. Eftir lifa nú tvær systur, Margrét og Jórunn, báðar búsettar í Hellu- koti. Æskuheimilið var mannmargt og glaðvært. Hellukot er í þjóðbraut. Þar var því gestkvæmt enda vel tek- ið á móti öllum er að garði ber. Á æskudögum Guðrúnar stunduðu Stokkseyringar mjög þau sumarstörf að fara út í sveit í kaupavinnu. Ung að aldri fór Guðrún til sumar- og haustvinnu að stórbýlinu Syðri- Rauðalæk í Holtum. Hélt hún þeim störfum áfram í þrettán ár. Á Rauða- læk bjuggu þá Runólfur Halldórsson, hreppstjóri og kona hans, Guðný Bjamadóttir, en eftir þau böm þeirra Gunnar og Valgerður. Var heimili þetta mjög flölmennt og umsvif þar mikil. Árið 1928 hóf Guðrún störf í Rjómabúinu á Baugsstöðum. Það sama ár tók Margrét Júníusdóttir við forstöðu Rjómabúsins. Unnu þær þama saman í rúm 40 ár eða þar til Margrét andaðist árið 1969 og starfsemin í Rjómabúinu lagðist af. Fyrstu árin var þama ijómavinnsla og verslun en síðari árin verslun ein- göngu. Varð hún furðu umsvifamikil þrátt fyrir þröng húsakynni sem voru í upphafí byggð til annars. Dugnaður og lipurð Guðrúnar naut sín vel við verslunarstörfin. Þama var á margan hátt mjög merk starfsemi og lifandi mannlíf sveitunga og viðskiptavina og ætla ég að flestir af eldri kynslóð sem þessu kynntust eigi þaðan góðar minningar. Samstarf þessara mikil- hæfu kvenna Margrétar og Guðrúnar var gott og samhentar voru þær í því að varðveita þama hús og tæki Rjómabúsins. Þessi árvekni þeirra leiddi til þess að við starfslok i Rjómabúinu varð ljóst að þarna var merk atvinnusöguleg heimild sem ekki mátti glatast. Var stofnaður um Rjómabúið fé- lagsskapur áhugaaðila, sem lét gera það upp til sýningar. Var það opnað almenningi til sýnis á 70 ára afmæli þess þann 21. júní 1975 að viðstödd- um forseta íslands, Kristjáni Eldjám og fjölda annarra gesta. Var Guðrún heiðursgestur við það tækifæri. Síkð- an hefír Rjómabúið verið opið til skoðunar á hveiju sumri og hafa séð það yfír 20 þúsund manns. í tilefni af 70 ára afmæli sínu hlaut Guðrún viðurkenningu Búnaðarfé- lags íslands vegna starfa sinnan með vandaðri heiðursgjöf sem búnaðar- málastjóri afhenti. Á síðasta áratug ævinnar átti Guðrún við mikil veikindi að stríða er hún bar æðrulaust. Þökk sé öllum þeim sem þá líknuðu henni á hjúkr- unarstofnunum en þó fyrst og fremst fjölskyldu hennar og alveg sérstak- lega systrum hennar, Jórunni og Margréti, er gerðu henni kleift að vera heima svo lengi sem unnt var. í dagfari sínu mótaðist Guðrún af óhvikulli trúmennsku í starfí og framkoma hennar lýsti góðvild og kærleika til alls sem lifír. En grund- völiur lífs hennar var einlæg guðstrú. Það síðasta er frá henni heyrðist áður en henni hvarf með öllu vitund þessa heims voru þær bænir er hún hafði í æsku numið við móðurkné. Hún er nú kvödd í þeirri vissu að sá drottinn er hún byggði líf sitt á muni veita henni góða heimkomu. Helgi ívarsson. Minning Einar H. Einarsson VíkíMýrdal Útlendingur sem er á ferð um sveitir íslands og hittir íbúa þess kemst fljótlega að þvi hversu mikilli þekkingu bændur búa yfír um nátt- úru landsins. Það er kannski ósköp eðlilegt þar sem þeir eru svo mjög háðir og tengdir náttúruöflunum. Nokkrir þeirra hafa gengið skrefí lengra og gerst fræðimenn í frítíma sínum við hlið sinnar hefðbundnu vinnu. Það heyrast sögur um íslenska bændur sem hafa fengist við að skil- greina afstæðiskenningu Einsteins eða leyst flóknar stærðfræðiformúl- ur. Jarðfræðin og skyldar greinar hennar hafa lengi vakið áhuga þeirra. Einn þeirra sem sænskir vísinda- menn hittu var Skarphéðinn Gíslason frá Vagnstöðum í Suðursveit. Hann starfaði náið með Hans Ahlmann í leiðangri hans á Vatnajökul árið 1936; ég hitti Skarphéðin síðast árið 1974 rétt fyrir andlát hans. Bræð- uma Bjömssyni frá Kvískeijum vil ég einnig nefna og ekki má gleyma Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi, þessi hópur jafnaðist á við heila vís- indadeild. Einn af þessum starfandi „bænda- “vísindamönnum var Einar H. Ein- arsson sem lengstan hluta ævi sinnar bjó á Skammadalshóli. Ég kynntist honum fyrir aldarfjórðungi síðan og heimsótti hann eins oft og færi gafst. Við fórum í marga leiðangra saman í gegnum árin. Hann þekkti vel til á sínum heimaslóðum og margsinnis fórum við í ferðir við Dyrhólaey, á Reynisfjall og víðar þar sem mátti sjá jökulrákir frá ísöldinni. Hann var mjög nákvæmur og áreiðanlegur í skýringum á athug- unum sínum. Má þar benda á fjölda greina, sem birtust eftir hann, flestar í ritinu Náttúrufræðingnum. Einar sýndi mér með miklu stolti jarðskjálftamælitækið sem hann hafði í vörslu sinni frá Raunvísinda- stofnun Háskólans og Veðurstofu íslands. Þessi tækjabúnaður var í hans vörslu svo að hann gæti fylgst með jarðhræringum á svæðinu og ekki síst þeim sem orsökuðust af eldú’allinu Kötlu. Hann sýndi manni gjaman útskriftir af mælingum og benti á þær hreyfingar sem höfðu átt sér stað. Ég og konan mín hittum Einar og Steinunni, konu hans, í síðasta skiptið árið 1990 þegar við vorum keyrð af vinum okkar í blindbyl aust- ur að Vík í Mýrdal. Þau hjónin voru þá sest að á elliheimilinu í Vík sem er staðsett á mjög fallegum stað í grennd við kirkjuna. Þaðan sást vel til Kötlu og því gat hann fylgst vel með öllum breytingum á henni. Við hjónin vorum mjög ánægð með að sjá hversu vel var hlúð að öldiuðum í Vík; bæði var litla íbúðin þeirra notaleg og starfsfólkið hið besta í alla staði. Það sem gladdi okkur þó mest var að sjá að Einar hafði enn hjá sér jarðskjálftamælinn og gat þ.a.l. sýnt okkur ný jarðskjálftalínu- rit. Nú er Einar horfinn. Mér þótti vænt um hann eins og hann var, einn af þeim sérstöku og merkilegu mönnum sem ísland á svo mikið af. Gunnar Hoppe. ( ( < I < i ( i i i i i ( (

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.