Morgunblaðið - 07.11.1992, Side 45
I
I
I
I
j
I
I
I
I
1
I
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992 45
Lögbann á samning
Tryggingastofnunar
Frá Ingibjörgu K. Þorsteinsdóttur:
Þann '17. ágúst 1992 var undirritað-
ur samningur milli Tryggingastofn-
unar ríkisins og Bryndísar Kristins-
dóttur, tannsmíðameistara. Samn-
ingurinn gerir ráð fyrir því að Bryn-
dís smíði og geri við gervigóma og
gervitennur fyrir sjúkratryggða elli-
og örorkulífeyrisþega og þá sem eru
slysatryggðir samkvæmt lögum um
almannatryggingar nr. 67/1971.
Samningurinn var undirritaður með
fyrirvara um samþykki trygginga-
ráðs. Þann 21. ágúst 1992 var hann
síðan staðfestur í tryggingaráði.
Samningurinn tók gildi 1. september
1992.
Þann 3. september 1992 barst
tfyggingaráði bréf frá Guðmundi
Ingva Sigurðssyni, hrl., dags. 2. sept-
ember 1992. í bréfinu krafðist Guð-
mundur, fyrir hönd Tannlæknafélags
íslands, að samningurinn yrði fellur
úr gildi þegar í stað. Sagði hann
m.a. að krafan byggðist á því að
samningurinn fæli í sér refsivert lög-
brot, því að með honum sé tann-
smíðameistaranum heimilað að
stunda tannlækningar en enginn
megi stunda þær nema sá sem feng-
ið hefur leyfi heilbrigðisráðherra sbr.
lög um tannlækningar.
Helgi V. Jónsson, formaður samn-
inganefndar Tryggingastofnunar
ríkisins, ritaði tryggingaráði bréf
dags. 17. september 1992, og segir
hann í því m.a.:
„Ég mótmæli þeirri fullyrðingu
Tannlæknafélagsins að í gerð um-
rædds verksamnings felist refsiverð-
ur verknaður og hafna því að for-
senda sé fyrir því að fella samning-
inn úr gildi nú þegar, í fyrsta lagi
vegna óvissu um niðurstöðu ágrein-
ings um lagatúlkun og í öðru lagi
vegna þess að ég tel að eðlilegt sé
að verði talið að verktakinn hafi ekki
réttindi til starfans, eigi að gefa
honum færi á að ráða bót á því at-
riði, áður en samningnum sé sagt
upp af þeim sökum."
Fjallað var um málið á fundi trygg-
ingaráðs 18. september 1992 og var
þá samþykkt tillaga að svari til lög-
manns Tannlæknafélags íslands sem
fól í sér að ekki væri fallist á kröfu
hans um að samningurinn yrði felld-
ur úr gildi.
13. október 1992 var tekin fyrir
af fulltrúa sýslumannsins í Reykja-
vík, beiðni um lögbann. Gerðarbeið-
andi var Tannlæknafélag íslands en
gerðarþolar voru Bryndís Kristins-
dóttir, tannsmíðameistari, og Trygg-
ingastofnun ríkisins. Lögmaður
gerðarbeiðanda, Guðmundur Ingvi
Sigurðsson hrl., krafðist þess að lög-
bann yrði lagt við því, að gerðarþol-
ar beittu ofangreindum samningi.
Af hálfu Bryndísar mætti Hróbjartur
Jónatansson hrl.
Fulltrúi sýslumanns ákvað með
vísan til 1. mgr. 24. gr. laga nr.
31/1990, að lögbannskröfunni yrði
ekki beint að Tiyggingastofnun rík-
isins, en sú málsgrein er svohljóð-
andi:
„Lögbann má leggja við byijaðri
VELVAKANDI
TÝNDUR
KÖTTUR
LÚSÍFER hvarf frá Vatnsenda-
bletti 27 við Elliðavatn 21. júní
sl. á.Veiðidegi fjölskyldunnar og
hefur ekkert til hans spurst síð-
an. Hann er 2ja ára geltur högni,
svartur og hvítur og með hvftan
rófubrodd. Ef einhver getur
gefið upplýsingar um afdrif
Lúsífers þá er hinn sami
vinsamlegast beðinn um að hafa
samband við Hallveigu í heima-
síma 673621, vinnusíma 192000
eða Kattholt í síma 672909.
ÁNÆGJULEG
HÁDEGISSTUND
Ottó Eiðsson, Þingaseli 3,
Reykjavík:
FYRIR skömmu fór ég með vini
mínum í hádegismat í Gullna
hananum. Þar sótti maður mat-
inn af hlaðborði, sem var í alla
staði hinn glæsilegasti, fjöl-
breyttur og bragðgóður. En það
sem kom okkur mest á óvart
voru borðskreytingamar og and-
rúmsloftið. Borðin voru skreytt
laufum, stráum og greinum í
haustlitum og allt féll þetta sam-
an í frumlega og gimilega heild.
Ég vil þakka starfsfólkinu fyrir
ánægjulega hádegisstund.
GLERAUGU
NÝLEG unglingagleraugu með
glærri umgjörð, brúnflekkóttum
spöngum og í smelltu gulbrúnu
hulstri töpuðust mánudaginn 26.
otóber ef til vill í nágrenni Bíó-
borgar eða Stjömubíós. Einnig
gætu þau hafa glatast á leiðinni
frá Tryggvagötu, Fischersundi,
Garðastræti og Vesturgötu að
Ægisgötu. Skilvís finnandi er
beðinn að hringja í síma 16064
eða 606155. Fundarlaun.
HOTT, HOTT Á
HESTI
Guðrún Guðjónsdóttir:
Á EINHVER danska mynstrið
Hott, hott á hesti, sem er mynd
af Gunnhildi kóngamóður með
Harald hárfagra á hnéinu? Ef
svo er bið ég viðkomandi að
hafa samband við mig í síma
40919.
LÆÐA
GULBRÖNDÓTT læða, svört á
fótum, tapaðist frá Beijarima
fyrir skömmu. Þeir sem geta
veitt upplýsingar vinsamlegast
hringi í síma 674259.
BUXUR
LEVI’S buxur með belti töpuð-
ust í Sundlauginni í Efra-Breið-
holti eða á leið þaðan í sumar.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að hringja í síma 670062.
ÚLPA
LÍTILL strákur týndi grænni
úlpu í Hlíðunum. Finnandi er
vinsamlegast beðinn að hringja
í síma 26356.
STYRKJUM
SOPHIU
Sigríður Stefánsdóttir:
ÉG VIL hvetja kvenfélögin í
landinu til að styrkja móðurina,
Sophiu Hansen, sem er að kljást
við kerfið í Tyrklandi. Þannig
geta þau látið gott af sér leiða.
eða yfirvofandi athöfn einstaklings
eða fyrirsvarsmanns félags eða
stofnunar ef gerðarbeiðandi sannar
eða gerir sennilegt að athöfnin bijóti
eða muni bijóta gegn lögvörðum rétti
hans, að gerðarþoli hafi þegar hafist
handa um athöfnina eða muni gera
það og að réttindi hans muni fara
forgörðum eða verða fyrir teljandi
spjöllum verði hann knúinn til að
bíða dóms um þau.“
Málinu var frestað til framlagn-
ingar greinargerða. Það var síðan
tekið fyrir 15. október og aftur 16.
október 1992, en þá var bókað í
gerðarbók:
„Fulltrúi sýslumanns kynnir nú
þá ákvörðun sína að þar sem gerðar-
beiðandi hafi gert það sennilegt að
vissar athafnir gerðarþola bijóti
gegn lögvörðum hagsmunum gerð-
arbeiðanda og að skilyrðum laga að
öðru leyti er fullnægt, verði lögbann
lagt við beitingu samnings þess er
gerður var milli Tryggingastofnunar
ríkisíns og Bryndísar Kristinsdóttur
þann 17. ágúst sl., að því er tekur
til tannsmíðavinnu Bryndísar í
munnholi sjúklinga, gegn tryggingu
sem endanlega er ákveðin
10.000.000.
Fulltrúi sýslumanns ákveður að
fresta gerðinni til þriðjudagsins 20.
október nk. kl. 13.00 og mun þá lög-
bann verða lagt á, ef fram verður
lögð trygging af hálfu gerðarbeið-
anda í samræmi við það sem að ofan
greinir."
Þann 20. október 1992 var málið
síðan tekið fyrir, tryggingin lögð
fram og lögbannið lagt á samning-
inn, að því er tekur til tannsmíða-
vinnu Bryndísar í munnholi sjúkl-
inga.
Til skoðunar er nú hvernig fari
um endurgreiðslur á reikningum sem
mögulega kynnu að koma frá við-
skiptavinum Bryndísar, eftir að lög-
bann var sett. Fulltrúi sýslumanns
ákvað að lögbannskröfunni yrði ekki
beint að Tryggingastofnun ríkisins
og þ.a.1. er Tryggingastofnun ekki
gerðarþoli. Lögbann var lagt á beit-
ingu samningsins en þó aðeins á
ákveðinn þátt starfsemi Bryndísar,
þ.e. að Bryndís má ekki vinna í
munnholi sjúklinga sem njóta eiga
endurgreiðslna frá Tryggingastofn-
un. Hún má hins vegar vinna öll
önnur störf sem falla undir samning-
inn. Ganga verður út frá því að Bryn-
dís hlíti lögbanninu, ella mætti hún
búast við sekt eða varðhaldi sbr. 2.
mgr. 32. gr. laga nr. 31/1990. Samn-
ingurinn er enn í gildi og skv. honum
ber Tryggingastofnun að endur-
greiða sjúkratryggðum elli- og ör-
orkulífeyrisþegum og þeim sem
slysatryggðir eru samkvæmt al-
mannatryggingalögum og leita þjón-
ustu Bryndísar. Ef reikningur kemur
til endurgreiðslu vegna vinnu Brynd-
ísar, verður að gera ráð fyrir að vinn-
an að baki honum sé unnin þannig
að ekki bijóti í bága við lögbannið
og er Tryggingastofnun því tvímæla-
laust skuldbundin samkvæmt samn-
ingnum til greiðslu.
INGIBJÖRG K. ÞORSTEINSDÓTTIR
sjúkratryggingadeild, Trygginga-
stofnun ríkisins,
Laugavegi 114, Reykjavík.
Pennavinir
Frá Ghana. skrifar 25 ára stúlka
með áhuga á tónlist, ferðalögum,
bréfaskriftum og körfuknattleik:
Antoinette LAssey,
P.O. Box 191,
Buckman Ave,
Cape Coast,
Ghana.
Átján ára Nígeríupiltur með
áhuga á ferðalögum, íþróttum og
skáldsögulestri:
Draton Dolin,
15 Afolalan Street,
Oldoi-Apapa,
Lagos,
Nigeria.
Erlu í húsgagnaleit?
Svefnsófarnir komnir
Nýsending af2ja manna svefnsófum með
rúmfatageymslu. 3gerðir. Stærð: 198x130.
Opið laugard. kl. 10-16
ValhHSjjtijai
Ármúla 8, símar 812275 og 685375.
STÆRRA 0G
SKEMMTILEGRA
K0LAP0RT UM !
HELGINA...’ A
Nú stækkum við Kolaportið og það verða meira
en150 seljendur hvorn dag. Það þýðir enn skemmti-
legra markaðstorg. Þar að auki tökum við í notkun
nýtt rafkerfi og bjartari lýsingu en að vanda verða
vafalaust allir í sólskinsskapi.
Kári í Garði mætir sjálfur á staðinn og selur
þingeyskt lambakjöt bæði laugardag og sunnudag.
G.B. Húsgögn og H.G. Húsgögn efna á sunnudag til
skemmtilegrar húsgagnaveislu, Magnea býður upp
á brodd og grænmeti, Magnús verður með
gæðahumar og svo mætti lengi telja...
Komduí
Kolaportið
op gerðu
luna eigin
verðkönnun!
KOLAPORTIÐ
MARKAOSTORG
OPIÐ laugardag kl.10-16 og sunnudag kl.11-17.
3rfúll búð
af nýjum haustvörum.
Opiö á laugardögum
frá kl. 12—16.
Nýbýlavegi 12, sími 44433.