Morgunblaðið - 07.11.1992, Síða 48
ffrgtmÞIðfrtfe BB
* N/ÍTrDrvcrkCT
MICROSOFT. einar j.
WINDOWS. SKÚLASONHF
MORGUNBLAÐW, AVALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVlK
SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1565 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Skilaði vsk
af ólöglegri
áfengissölu
LÖGREGLAN stóð verslunareig-
anda að ólöglegri áfengissölu á
fimmtudag. Maðurinn hélt því
fram að salan hefði ekki verið
ólögleg að öllu leyti. Hann hefði
stimplað söluna inn í búðarkass-
ann, svo hann skilaði virðisauka-
skatti af viðskiptunum.
Lögreglan hafði haft spurnir af
því að ólögleg áfengissala færi fram
í söluturni mannsins við Rauðarár-
stíg. Um kl. 21 á fimmtudagskvöld
fylgdust lögreglumenn svo með því
þegar maður kom í söluturninn og
keypti þar bæði bjór og vodka. Versl-
unareigandinn, sem hefur áður verið
staðinn að ólöglegri áfengissölu, ját-
aði brotið en færði sér til tekna að
hann hefði stimplað söluna sam-
viskusamlega inn í búðarkassann,
svo ríkissjóður fengi sinn virðisauka-
skatt.
----» ♦ «---
Fór inn á 7
Vetrarundirbúningur við Faxagarð
Morgunblaðið/Sverrir
Við Faxagarð í Reykjavíkurhöfn er verið að lagfæra viðlegukant Akra- bakkann. Hannes Valdimarsson hafnarstjóri sagði í samtali við Morgun-
> borgarinnar. Að auki hafa verið sett upp skilti og merkingar við hafnar- blaðið að nú væri verið að dytta að og laga til við höfnina fyrir veturinn.
Talsmaður Elkem um björgim Jámblendiverksmiðjunnar á Grundartanga
Frumkvæðið verður að
koma frá íslendingnm
íðnaðarráðherra telur Elkem vilja taka þátt í uppbyggingu verksmiðjunnar
TALSMENN norska fyrirtækis-
ins Elkem segjast þurfa frekari
upplýsingar íslenskra stjórnvalda
um stöðu Járnblendiverksmiðj-
unnar á Grundartanga til að
ákveða hvort þeir auki hlutafé
sitt. Jón Sigurðsson iðnaðarráð-
herra segir að verið sé að senya
svarbréf til Elkem og japanska
fyrirtækisins Sumitomo sem
einnig á hlut í verksmiðjunni.
Forráðamenn Járnblendiverk-
smiðjunnar telja hana þurfa 560
milljónir króna til að komast út
úr kreppu, en iðnaðarráðherra
segir að kannað verði hvort lægri
upphæð dugi.
Iðnaðarráðuneytinu barst bréf
Elkem í gær og kveðst Jón Sigurðs-
son túlka það svo að fyrirtækið vilji
taka þátt í uppbyggingu Jámblendi-
verksmiðjunnar. Einn forráða-
manna Elkem sagði við Morgun-
blaðið að fyrirtækið skorti forsendur
til að taka endanlega ákvörðun hvað
verksmiðjuna á Grundartanga varð-
ar. Hann sagði að íslenska iðnaðar-
ráðuneytið verði sem aðaleigandi
að taka fyrsta skrefíð til bjargar
gorksmiðjunni. Samningar við
Landsvirkjun um hagstæð kjör í
orkukaupum séu einnig vendipunkt-
ur í málinu.
Iðnaðarráðherra segir að íslensk
stjómvöld hafí þegar tekið fyrsta
skrefíð með tillögu til Norðmanna
og Japana um hlutaijáraukningu.
Þennan vilja þurfí að ítreka og end-
urmeta íjárhæðir sem rætt sé um
að þurfí. Ráðherrann hélt í gær
fund með stjómendum Jámblendi-
verksmiðjunnar og hlutaðeigandi
ráðuneyta og segir að gerð hafí
verið drög að bréfum til hinna er-
lendu hluthafa. Hvað raforkuverð
varðar segir hann að þar verði
rekstraraðilar verksmiðjunnar að
semja beint við Landsvirkjun.
Rætt hefur verið óformlega um
möguleika á bættum kjörum Jám-
blendiverksmiðjunnar í orkukaup-
um af Landsvirkjun. Nefndar hafa
verið tilfærslur á greiðslum, þannig
að verksmiðjunni sé gefið svigrúm
til að bíða með borgun skulda, og
breyting í þá veru að verð raforku
til hennar verði háð afurðaverði
eins og t.d. gildir um sölu til ÍSAL.
Forráðamenn Jámblendiverk-
smiðjunnar telja að 560 milljónir
króna þurfí til að lifa af erfíðleika
næstu missera. Þar af þyrfti ríkið,
sem á 55% í fyrirtækinu, að leggja
fram 308 milljónir, Elkem, sem á
30%, 168 milljónir og Sumitomo,
sem á 15% hlut, 84 milljónir.
hótelher-
bergi með
höfuðlykli
ÞJÓFUR lét greipar sópa um
áfengi og tóbak á a.m.k. sjö her-
bergjum á Hótel Sögu síðdegis á
fimmtudag. Auk þess hafði hann
farsíma upp úr krafsinu.
Þegar lögreglunni var tilkynnt um
atburðinn kl. 16.46 hélt starfsfólk
hótelsins að farið hefði verið inn á
þijú herbergi. í ljós kom hins vegar
að farið hafði verið inn á a.m.k. sjö
herbergi, öll á sama gangi.
Þjófurinn hafði nælt sér í svokall-
aðan höfuðlykil sem gengur að öllum
herbergjum, úr vörslustað hans á
hótelinu og eftirleikurinn varð mann-
inum auðveldur. Hann virðist aðal-
lega hafa ágimst áfengi og tóbak,
en að auki stal hann Mitsubishi-far-
síma.
Starfsfólk hótelsins sá til grun-
samlegs manns á hótelinu. Rann-
sóknarlögregla ríkisins fer með rann-
sókn málsins. Enginn hafði verið
handtekinn vegna þess í
Heimsókn tíl íslands ásamt
Fischer yrði afar ánægjuleg
sagði Borís Spasskí í samtali við Morgunblaðið
BORÍS Spasskí sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að nú þegar einvígi þeirra Bobby
Fischers væri lokið kæmi vel til álita að
þeir heimsæktu Island saman i tilefni þess
að tuttugu ár væru liðin frá einvígi aldarinn-
ar í Reykjavík og til að fagna því að Fisc-
her væri aftur sestur að tafli.
Blaðamaður Morgunblaðsins hafði símasam-
band við Spasskí þar sem hann býr á hóteli í
Belgrad. Var borin undir hann sú hugmynd sem
Guðmundur G. Þórarinsson, forseti Skáksam-
bands íslands, hefur sett fram opinberlega að
þeir Fischer kæmu til íslands í tilefni þess að
tuttúgu ár eru liðin frá einvígi aldarinnar.
Spasskí tók vel í þessa hugmynd í samtali við
Morgunblaðið. Hann sagðist ekki hafa rætt slíka
Fischer og Spasskí
Mögulegt er að þessir skákkappar komi
til Islands i tilefni af 20 ára afmæli ein-
vígis aldarinnar.
heimsókn við Fischer á meðan einvígið stóð en
það hefði hann gert fyrr, áður en einvígið í
Júgóslavíu kom til sögunnar. „Þá fannst honum
hugmyndin umræðuverð," sagði Spasskí.
Spasskí sagði að Fischer væri þessa dagana
kampakátur yfír sigrinum í einvíginu. Líklega
ætlaði hann að dvelja í Júgóslavíu næstu vikurn-
ar a.m.k. En Spasskí kvaðst ekki vita annað
en Fischer væri opinn fyrir öllum hugmyndum.
Hann væri líka orðinn viðræðubetri og félags-
lyndari en fyrir einvígið. Kvaðst Spasskí ætla
að ræða hugsanlega heimsókn til íslands við
Fischer. „Við hjónin komum gjama til íslands
því þar hefur okkur alltaf liðið vel. Slík heim-
sókn yrði því afar ánægjuleg," sagði Spasskí.
Guðmundur G. Þórarinsson forseti Skáksam-
bands íslands sagði í samtali við Morgunblaðið
í gær að geysilegur áhugi væri í íslensku skák-
hreyfingunni á að fá Fischer og Spasskí hingað
og þeim yrði tekið hér opnum örmum.