Morgunblaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 4
ERLENT 4 FRÉTTIR/YFIRUT INNLENT 9 milljarða tilfærsla gjalda í atvinnumálanefnd aðila vinnumarkaðarins og stjómvalda eru uppi hugmyndir um að færa níu milljarða króna gjöld af fyrir- tækjum og yfír á launþega, neyt- endur, bfleigendur og sparifjár- eigendur, meðal annars með hækkun útsvars, virðisauka- skatts og bifreiða- og benzín- gjalds og með því að taka upp hátekjuskatt og skatt á vexti. A móti verði aðstöðugjöld felld nið- ur, ásamt tryggingagjaldi og hafnagjaldi. Hlutar verkalýðs- hreyfíngarinnar hafa mótmælt þessum áformum, en Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að þetta sé eina leiðin, ef ekki aigi að fara gömlu gengisfell- ingaleiðina aftur. Halim A1 dæmt forræði Sophia Hansen tapaði í und- irrétti í Tyrklandi forræðismál- inu, sem hún höfðaði á hendur fyrrverandi manni sínum Halim A1 vegna forræðis dætra þeirra tveggja. Sophia hyggst áfrýja til hæstaréttar, en Halim A1 er hyllt- ur sem hetja af strangtrúar- mönnum í Tyrklandi. Tekinn með 10 kíló af hassi íslendingur var handtekinn með lO'/a kíló af hassi á landa- mærum Marokkó og Spánar. Hann á yfir höfði sér allt að fímm ára fangelsi. ERLENT Nýjar vonir um að GATT- samningur takist BJARTSÝNI ríkir að nýju um að GATT-samningar séu á næsta leiti þar sem búist er við að viðræður milli Bandaríkjanna og Evrópubandalagsins (EB) um nýjan samning verði teknar upp aftur í næstu viku. Af hálfu EB var Ray McSharry, sem fer með landbúnaðarmál í fram- kvæmdastjórninni, aftur falin samningsforysta fyrir banda- lagið. Hann hafði beðist undan henni þegar viðræðumar við Bandaríkin fóru út um þúfur fyrir tæpum tveimur vikum. Helmut Kohl Þýskalandskansl- ari og John Major forsætisráð- herra Bretlands áttu með sér fund í Oxford á Englandi á mið- vikudag og kváðust að honum loknum vera vissir um að nýr GATT-samningur væri á næstu grösum. Vopnahlé út í sandinn? Vopnahlé gekk í garð í Bosn- íu á fimmtudagskvöld. Tæpum sólarhring síðar virtist sem það væri einungis haldið í höfuð- borginni Sarajevo. Annars stað- ar í landinu kom til harðra bar- daga, einkum í norðurhéruðum þess. Konum leyft að taka prestvígslu KIRKJURÁÐ ensku biskupa- kirkjunnar samþykkti á mið- vikudag að heimila konum að taka prestvígslu. Ákvörðunin markar tímamót hjá kirkjunni MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1992 Landsbankinn yfírtekur eignir Sambandsins Landsbankinn hefur yfirtekið stærstan hluta eigna Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Kaup- verð það sem Landsbankinn greiðir Sambandinu og gengur upp í skuldir þess við bankann, er um milljarði undir nafnverði. Sverrir Hermannsson banka- stjóri segir að með þessu hafí bankinn náð andvirði þess sem hann þarf til að standa skil á í uppgjöri við bankann og erlenda banka. Samvinnulífeyrissjóður- inn hefur tekið þijár hæðir Sam- bandshússins á Kirkjusandi upp í skuldir SÍS. Spasski og Fischer til íslands? Skáksamband íslands ætlar að bjóða stórmeisturunum Fisc- her og Spasskí til íslands og rætt er um að þeir tefli nokkrar skákir. Þrengd skilyrði um jarðakaup í frumvarpi til breytinga á jarðalögum, sem lagt er fram vegna EES-samningsins, eru þrengd skilyrði, sem kaupendur bújarða verða að uppfylla. Meðal annars verða þeir að hafa allt að fimm ára fasta búsetu á jörð- inni eða búa í nágrenni hennar til að mega nýta hana. og er talin sú mikilvægasta sem hún hefur tekið frá því hún klofnaði frá kaþólsku kirkjunni fyrir um 450 árum. Páfagarður brást illa við ákvörðuninni og sagði hana „nýja og alvarlega hindrun fyrir sáttum við ka- þólsku kirkjuna". Bretar lækka vexti og auka opinberar framkvæmdir BRESKA stjómin kynnti á fímmtudag aðgerðir til að hleypa lífi í breskan efnahag. Forvextir voru lækkaðir úr 8% í 7% og hafa ekki verið lægri í 15 ár. Framlög til opinberra framkvæmda voru aukin. Þá voru hömlur settar á launa- hækkanir opinberra starfs- manna en laun þeirra munu ekki hækka um meira en 1,5% á næsta ári. Þau munu því ekki haida í við verðbólgu sem er um 3,6%. Clinton varar við trú á kraftaverk BILL Clinton verðandi forseti Bandaríkjanna hélt sinn fyrsta blaðamannafund eftir forseta- kosningamar í fyrradag. Hann sagði efnahagsvanda þjóðarinn- ar verða for- gangs við- fangsefni sitt en vandinn væri langvinn- ur. Menn sem hefðu kosið hann gætu ekki búist við kraftaverkum. ítrekaði hann kosningaloforð um að lækka skatta miðstéttar- fólks og lagði áherslu á jafn- vægi milli aðgerða nú til að fl'ölga störfum hratt og síðari leiða til að draga úr fjárlagahal- lanum. Þá hét hann því að velja fjölbreytt ráðherralið í ríkis- stjóm sína sem endurspeglaði litauðgi bandarísks samféíags. Maastricht-samningurinn Horfur á að sjömflria- skrefið endi í foraði Evrópubandalagið er í tilvistarkreppu þessa dagana. Ekki vegna þess að dregið hafí úr tilverurétti bandalagsins þannig að hlutverki þess sé lokið eða það orðið óþarft, heldur vegna þess að forráðamenn bandalagsins virðast hafa rasað um ráð fram. Frá stofnun bandalagsins fram undir ákvörðunina um sameigin- legan innri markað þess þótti mörgum sem það hefði sofíð þijá- tíu ára Þymirósarsvefni. Þessir hinir sömu með Jacques Delors, forseta framkvæmdastjórnarinn- ar, í fararbroddi gengu út frá því að eftir gildistöku innri markaðar- ins, 1. janúar 1993, yrði samstarf- ið aftur stungið svefnþomi og leggðist í annan, guð má vita hvað langan, dvala. Þess vegna bmgðu menn á það ráð að ákveða næsta sjömílna skref áður en innri markaðurinn kæmist í fram- kvæmd. Niðurstaðan var síðan samþykkt í Maastricht í desember á síðasta ári og skyldi staðfestast og í lög leidd í aðildarríkjunum fyrir lok þessa árs. Samningurinn í Maastricht átti að marka tíma- mót, hann er gerður af aðild- arríkjunum án afskipta fram- kvæmdastjóm- arinnar, enda var honum í og með ætlað að efla lýðræðislega ábyrgð innan bandalagsins og draga úr áhrifum og völdum Evrópuskrif- fínna í Brussel. Allt bendir nú til þess að sjömílna skrefíð í Maastricht endi í foraði. Margir trúa því að Bretar og Danir séu í sameiningu að stika þá leið. Danir hafa töglin og hagldirnar Maastricht-samningurinn felur annars vegar í sér bréytingar á stofnsáttmála EB og hins vegar ný ákvæði um víðtækt samstarf á sviði efnahags- og utanríkis- mála. í Rómarsáttmálanum er skýrt tekið fram að öll aðildarrík- in verði að samþykkja breytingar á honum til þess að þær nái fram að ganga. Það er þess vegna ljóst að Maastricht-samningurinn var felldur 2. júní síðastliðinn í þjóðar- atkvæðagreiðslu í Danmörku. Þetta er öllum ljóst þó svo fáir vilji horfast í augu við það og enn færri tala um það. Hvað gera Danir þá? Staða Dana gagnvart öðrum aðildarríkjum EB hefur batnað að mun, annars vegar vegna mik- illar andstöðu í Bretlandi við Ma- astricht-samninginn og hins vegar vegna hins nauma meirihluta Frakka sem studdi hann í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Ljóst þykir að mikil tortryggni ríkir í Þýskalandi gagnvart samningnum en hvorki þar né í öðrum aðildarríkjum verða kjósendur spurðir um af- stöðu sína á sama hátt og í Frakk- landi og Danmörku. í lok síðasta mánaðar birtu Danir hugmyndir sínar til lausnar Maastricht-kreppunni. í þeim er lögð áhersla á að Danir hafi hafn- að hugmyndum um Bandaríki Evrópu en ekki aðild að EB eða evrópskri samvinnu. Sett eru fram þijú yfírmarkmið sem keppa beri að í tengslum við málamiðlunina. í fyrsta lagi verði að gera EB lýðræðislegra þannig að ákvarð- anir verði gegnsærri og samráð við fólk og þing verði meira. Sér- stök áhersla er lögð á aukin áhrif danska þingsins og dánskra kjós- enda í heild. í öðru lagi vilja Danir að sam- starf EB-ríkjanna verði opnað þannig að aðildarríki Fríverslun- arbandalags Evrópu (EFTA) og ríkin í Mið- og Austur-Evrópu eigi greiðan aðgang að því. í þriðja lagi verði að tryggja samfellt upplýsingastreymi um EB í Danmörku með virkri þátt- töku fólks og samtaka þess. Danir skipta frekari hugmynd- um sínum í tvennt, annars vegar eru atriði sem taka ber mið af í mögulegri málamiðlun og þeir telja að varði sameiginlega hags- muni allra aðildarríkja EB og hins vegar eru atriði sem varða að mestu danska hagsmuni. Sameiginleg hagsmunamál Danir telja aukið og virkara lýðræði I stofnunum og starfi EB mikilvægasta hagsmunamál al- mennings í aðildarríkjunum. Þeir telja að því megi t.d. ná með at- kvæðagreiðslu fyrir opnum tjöldum í ráð- herraráðinu og auknu sam- starfí þjóð- þinga aðildar- ríkjanna við stofnanir EB. Þeir leggja til að ekkert mál verði tek- ið til ítarlegrar umræðu án þess að öll skjöl sem málið varða séu til reiðu á tungum allra aðildar- ríkjanna. Danir vilja og efla Evrópuþing- ið til nánara eftirlits með öðrum stofnunum EB og jafnframt draga úr setningu reglugerða á vegum bandalagsins. Þess í stað vilja Danir leggja áherslu á ramma- samþykktir og fyrirmæli um markmið sem aðildarríkin geti orðað í eigin löggjöf eftir hentug- leikum. Danir telja sömuleiðis nauðsynlegt að skýrar reglur verði settar um valdsvið stofnana EB og áhersla verði lögð á að ákvarðanir verði teknar á lægsta mögulega stigi (svokölluð heima- stjómarregla). Bent er á að um- hverfismál séu dæmigerð EB-mál. « Danir telja mikilvægt að öll aðildarríkin sameinist um aðgerð- ir til að skapa ný atvinnutækifæri og minnka atvinnuleysi. Þeir leggja hins vegar áherslu á að Danir sjálfír vilji ákveða félags- legar áherslur sínar, aðgerðir ft.il jöfnunar lífskjara s.s. framfærslu- styrki. Sérstakar áherslur Dana Danir vilja að tekinn sé af allur vafí um að Danmörk sé fullvalda, sjálfstætt ríki sem hafi sjálfviljugt gengið til samstarfs við önnur ríki innan EB 'á tilteknum sviðum og þannig að hluta lagt fullveldi sitt við þeirra. Danir munu ekki taka þátt í varnar- eða öryggisstefnu sem felur í sér aðild að Vestur- Evrópusambandinu né sameigin- legum vörnum yfirleitt. Danir hafna sameiginlegum gjaldmiðli, sem er eitt af meginmarkmiðum Maastricht-samningsins. Danir munu ekki axla neina ábyrgð vegna evrópsks þegnréttar en þeir eru tilbúnir til að tryggja kosningarétt og kjörgengi þeirra sem taka sér búsetu í Danmörku til jafns við danska ríkisborgara. Danir neita að afsala sér fullveldi í lögreglu- og dómsmálum en lýsa sig reiðubúna til áframhaldandi samstarfs á sömu nótum og hing- að til. Danir krefjast þess að hvers konar samkomulag sem við þá verður gert í tengslum við Ma- astricht-samninginn verði laga- lega bindandi fyrir öll aðildarríki EB og hafí sama gildistíma og samningurinn sjálfur. BAKSVID eftir Kristófer M. Kristinsson Viðbrögð innan EB Fyrstu viðbrögð talsmanna annarra aðildarríkja EB við hug- myndum Dana voru mjög neikvæð og hafa lítið breyst síðan. Uffe Ellemann-Jensen, utanríkisráð- herra Danmerkur, hóf í síðustu viku hringferð um höfuðborgir aðildarríkjanna til að útskýra sjónarmið Dana. Hann sagði við blaðamenn í Brussel á mánudag, eftir að hafa heimsótt fímm höf- uðborgir, að undirtektir hefðu í öllum tilfellum verið jákvæðari þegar hann fór en þegar hann kom. Enn sem komið er hefur enginn starfsbræðra hans lýst yfir stuðningi við tillögur Dana, þvert á móti hafa þeir sagt þær óaðgengilegar. Danir vita hins vegar jafn vel og þeir að ef ekki finnst viðun- andi málamiðlun er Maastricht úr sögunni a.m.k. sem samningur innan EB. Það auðveldar ekki samninga við Dani að niðurstöður þeirra koma til með að hafa um- talsverð áhrif á afstöðu þeirra ríkja sem sótt hafa um aðild að EB. Það er talið nokkuð ljóst, þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórn- anna í Helsinki og Stokkhólmi um að Maastricht valdi engum meltin- gatruflunum þar á bæjum, að kjósendur á Norðurlöndunum muni hafna aðild að bandalagi sem hafi reynt að fótum troða sjálfstæði Dana. Ákvörðun Majors illskiljanleg Afstaða Dana þykir flestum skiljanleg, hvaða augum sem þeir líta niðurstöður þjóðaratkvæða- greiðslunnar. Hins vegar virðist enginn kunna að skýra atburða- rásina á Bretlandi. John Major forsætisráðherra ákvað að fresta staðfestingu Maastricht-samn- ingsins fram á næsta vor. En á aukaleiðtogafundi EB í Birming- ham í síðásta mánuði hafði hann fullvissað menn um að breska þingið myndi afgreiða meginhluta samkomulagsins fyrir árslok. Mit- terrand forseti Frakklands telur Dani hafa tekið Breta í gíslingu og er fyrir sitt leyti tilbúinn til að gefa Major nokkurra vikna frest í upphafí næsta árs til að staðfesta samninginn. Douglas Hurd, utanríkisráðherra Bret- lands, sagði í Brussel á mánudag,- aðspurður um ástæður þeirrar ákvörðunar að fresta afgreiðslu fram í maí, að ekki væru öll kurl komin til grafar en málin skýrð- ust þegar þar að kæmi. Hins veg- ar er ekki vitað hvort Bretar hyggist bíða fram yfir þjóðarat- kvæðagreiðslu í Danmörku eða hvort þeir ætla taka málið fyrir í maí hvað svo sem Danir gera. Þó virðist mega fullyrða að Bretar séu ekki tilbúnir til að bíða til haustsins eftir Dönum. Almennt er litið svo á að með ákvörðun sinni hafi Major tryggt Ðönum bæði tóglin og hagldirnar. Allar líkur séu á því að breska þingið muni greiða atkvæði á sömu nótum og Danir, felli Danir þá felli Bretar og öfugt. Að sama skapi er ljóst að Danir verða ekki beittir sama þrýstingi vegna samningsins bíði Bretar með af- greiðsluna og ef Bretar taka af- stöðu strax í byijun næsta árs. Danir væru þá einir á báti og hótunin um að láta þá sigla sinn sjó væri raunverulegri en ella. Fátt bendir til þess að gömlu rót- grónu aðildarríkin, þ.e. stofnríki bandalagsins, myndu syrgja það lengi þó svo umsækjendum um aðild fækkaði umtalsvert í kjölfar slíkra aðgerða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.