Morgunblaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1992 LITYEFIR MYNDFLATARINS Hugleiðing vegna tímahvarfa eftir Braga Ásgeirsson 3. nóvember síðastliðinn varð Guðmunda Andrésdóttir listmálari sjötug. Afmælið bar upp á þriðju- dag, en laugardaginn áður hafði verið opnuð sýning á nýjum verkum hennar í listhúsinu Nýhöfn, er ber nafnið „Léttleiki tilverunnar". Það sem í vændum var, fór í önnum hvunndagsins framhjá þeim er hér ritar, en honum fínnst ærið tilefni til að minnast slíkra tíma- hvarfa í lífi nafnkenndra lista- manna að nokkru í fjölmiðlum. En það eru nú illu heilli orðin sérkenni okkar íslendinga að sofa hér á verðinum, nema kannski er í hlut eiga einstaklingar úr afþreyingar- iðnaðinum eða afdankaðir hrepp- og kaupfélagsstjórar úti á landi. Það var ekki fyrr en á mánudeg- inum að ég fékk tíðindin og þá var orðið of seint að skrifa ef ritsmíðin ætti að koma á sjálfan afmælisdag- inn, en vegna þess að sýning lista- konunnar er tileinkuð tímamótun- um og veislan stendur þannig til miðvikudagsins 18. þ.m. þótti mér, að vel hugsuðu máli, tilhlýðilegt að festa þrátt fyrir allt einhverjar hugleiðingar á blað. Það tíðkaðist þó til skamms tíma að halda veglega upp á merkisdaga í lífí listamanna hér á landi, en eftir því sem lengra líður frá stofn- un lýðveldisins virðast þau sérkenni mörlandans stöðugt vera að styrkj- ast, að meija lífið en heiðra dauð- ann. Einhvem veginn dettur manni í hug er litið er á ástandið í landinu, sem margur vill meina að sé heima- tilbúið, að hér hafí ekki verið alveg rétt að málum staðið ef fleira á að þrífast á útskerinu í framtíðinni en draugar og afturkreistingar. Þar sem ég hef nokkurn aðgang að erlendum blöðum vil ég upplýsa að nokkuð öðruvísi er staðið að málum ytra, og ég veit um einn þekktan danskan listamann, er heiðraður var með heilum fímm veglegum veislum í tilefni sextugs- afmælis hans, auk þess, sem flenni- stór viðtöl birtust í mörgum dag- blöðum og vafalítið einnig í ljós- vakamiðlunum. Það er nokkuð mik- ið um jafn ungan mann, og getur maður ekki annað en sárvorkennt listamanninum, því að of mikið má af öllu gera. Eðlilegt er þá að upp í hugann komi máltækið „betra er minna og jafnara" því slík tímamót hér á landi verða frekar til þess að menn séu settir út á gaddinn sem óþarfa gamlingjar, sbr. nýja skipan listamannalauna. En á kjammiklu íslensku listamanna- máli heitir það helst, að menn fái spark .í rassinn! Sú er árátta íslendinga, að heiðra helst ekki listamenn sína fyrr en þeir eru orðnir farlama gamalmenni, og hafí þó frekar gei- spað golunni, en titla þá svo meist- ara, er þeim „metnaðarfulla" áfanga er náð. Líkast til að hinir sömu geti omað sér við þá tilhugs- un í gröfinni, að vera dragbítar á leið hinna lifandi. Þetta er að mínu viti af hinu illa og þjóðinni til lítils sóma. Ber vott um andvaraleysi og afdankað hugarfar og að þeir kunni sig ekki í hópi siðaðra menningar- þjóða enda berum við hér af. Allt um kring em nefnilega þjóð- ir að heiðra hina lifandi á einhvern hátt og leitast við að skara í glæð- ur heilbrigðra lífsnautna og þannig er jafnvel til í dæminu að haldnar séu stórar yfírlitssýningar á verk- um framsækinna myndlistarmanna sem rétt hafa náð fertugu. Þar gild- ir öðm fremur að styrkja hina innri ímynd og jarðtengja þjóðarsálina. Hér kæmi víst engum til hugar, að bjóða slíkum veglegra rými en símaklefann á Lækjargötu, því að er svo er komið, em metnaðarfullar framkvæmdir nær einungis fyrir hina ellihmmu og framliðnu, þá sem hafa yfírgefið landið og útlend- inga. Það virðist í öllu falli jafn- gilda heimsendi, að hérlendir lista- menn fái notið afraksturs erfiðis síns á meðan þeir em enn í fullu fjöri. Að sjálfsögðu er hér sterkt til orða tekið, en hvað þarf ekki til að mmska við andvaraleysi mör- landans? Guðmundu Andrésdóttur sá ég fyrst á öðm námsári mínu í Hand- íða- og myndlistarskólanum 1949, sem þá var til húsa á Laugavegi 118. Hún var í kennaradeild, en því fylgdi einnig að vinna heilmikið að fijálsri myndlist. Til þess var tekið af okkur hinum listspírunum, að hún var forfrömuð í Svíþjóð, þar Vötn, olía á striga, 1965. Vetrarkoma, olía á striga, 1987. Þulur, olía á striga, 1972. Nafnlaus, olía á striga, 1958. sem hún hafði numið í málaraskóla hins nafnkennda myndverkasmiðs Otte Sköld í Gautaborg árin 1946-48, og veit ég ekki um fleiri íslendinga sem það hafa gert. Síð- an nam hún í Académie de la Grande-Chaumiére í París 1951-53. Námsgrunnurinn er því nokkur og auk þess hefur hún sótt heim ýmis Evrópulönd til að þroska kynnin við heimslistina. Þetta gerð- ist á tímum, er námslán í nútíma- skilningi voru ekki til, og menn urðu að auki að beita öllum tiltæk- um ráðum til að verða sér úti um gjaldeyrisleyfi. Listakonan skipaði sér snemma í raðir þeirra málara hérlendis, sem vildu umbylta viðteknum hefðum og höfðu öðru fremur að leiðarljósi hið framsæknasta í list Parísarskól- ans, en litu þó sumir með öðru auganu til þess, sem var í gerjun vestanhafs. Það sem þeim var efst í huga var að tengja íslenska list meginstraumum heimslistarinnar eins og það hét. Það fylgdi þessu fólki hressandi gustur, en það var harkalega misskilið af menningar- úrvali tímanna og átti því erfitt uppdráttar. Stormar blésu í fangið af þvílíkri heift, að það gerir mót- læti framúrstefnumálara dagsins að þíðu kuli. Að mála er merkileg athöfn, og má helst líkja henni við trúarbrögð, því að menn verða svo gagnteknir að þeim förlast sýn til annarra átta og svik við málstaðinn jaðrar við guðlast. Þá hefur athöfninni einnig verið líkt við neyslu vímuefna, en vel að merkja, hollra og mannbæt- andi vímuefna, sem menn verða þó iðulega háðir allt lífíð. Frá- hvarfseinkennin eru engin, nema ef vera skyldi að lífið verður fljót- lega óþolandi, ef ekki ber að vitum manns lykt af terpentínu, línolíu, olíulitum, lérefti ásamt hinum ókennilegustu vessum er starfínu tilheyra. Að fínna athöfnum sínum stað, skiptir öllu máli í lífí listamanns- ins, og helst þarf hann að bera svo djúpa virðingu fyrir miðlinum, að útrás lífskennda og átök við efni- viðinn verði tímalegum þörfum yf- irsterkari. Hann tekur frekar að sér hin aðskiljanlegustu störf 1 þjóð- félaginu en að ganga í akkorð við sannfæringu sína, og fórna um leið listrænum umsvifum. Þetta er harður skóli og mun harðari en flestir gera sér grein fyrir, því að það er svo fjári erfítt að mála. Um það eru allir atkvæða- miklir listamenn sammála, enda málun ekki dægrastytting til að liðka fíngur eða verða sér úti um hugarró, heldur rammasta alvara og barátta upp á líf og dauða hvern dag. Málverk sem stendur undir sér, er auganu hátíð líkt og söngur sól- skríkjunnar eyranu, en það þarf mikinn aðdraganda og miklar skyn- rænar sviptingar til að framkalla hvort tveggja. Hinn áreynslu- lausasti tónn er nær til eyrans, jafnt og hið dýrlegasta samræmi lita og forma höfðar til augans, á sér skyldan uppruna er framkallast í umróti sálarkvikunnar, en aldrei í lognkyrru andvaraleysisins. Guðmunda Andrésdóttir er einn þeirra íslensku listamanna, sem haldið hafa sínu striki hvað sem á hefur bjátað, hún hefur ekki farið varhluta af mótlætinu, sem á tíma- Nafnlaus, olía á striga, 1992. bili jaðraði við ofsóknir, en snúið heilskinnuð úr þeim darraðardansi. Það er til umhugsunar að hún skyldi þurfa að þola þær kárínur því að hún abbaðist aldrei upp á nokkum mann, fékk aldrei meira en henni bar og vann að list sinni í kyrrþey. Hins vegar mætti líta til þess, að hún hefur aldrei fengið stór opinber verkefni, en myndir hennar eru að mínu mati sumar hveijar mjög vel fallnar til stækkunar í hin aðskiljanlegustu efni frá hinu mýksta til hins harðasta, hvort heldur vef eða mósaiksteins. Þeir sem harðast deildu á list hennar hafa nú lagt niður vopnin og átti hin glæsilega yfírlitssýning verka hennar að Kjarvalsstöðum í mars- apríl 1990 ekki minnstan þátt í því. Sú sýning var eftirminnilegur sigur fyrir listakonuna Guðmundu Andrésdóttur, en varð henni þó síð- ur hvati til að orna sér við það sem áunnist hafði, en að leitast við að víkka svið listar sinnar, trú því forna sjónarmiði módernismans, að í listum liggur engin leið til baka. Þannig er það um þá sem eru sér meðvitaðir um mikilvægi þess að listræn samviska er það sem gildir, og hvað sem menn kunna annars að segja um list Guðmundu Andrésdóttur þá er það fullkomlega á hreinu að hún hefur verið köllun sinni trú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.