Morgunblaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1992 Afmæliskveðja 100 ára Finnur Jónsson myndlistarmaður Kveðja frá Félagi íslenskra myndlistarmanna Það þykir enn nokkrum tíðind- um sæta að einstaklingur nái hundrað ára aldri. í dag, 15 nóvem- ber, hefur Finnur Jónsson mynd- listarmaður lifað heila öld og af því tilefni vil ég, fyrir hönd Félags íslenskra myndlistarmanna, senda honum kveðju. Er honum innilega ámað heilla á þessum tímamótum, jafnframt því sem honum eru færð- ar þakkir fyrir framlag hans til íslenskrar myndlistar. Finnur var snemma ákveðinn í því að leggja myndlist fyrir sig, en lærði þó gullsmíði áður en hann hóf myndlistamám fyrir alvöru. Hann hélt til Kaupmannahafnar árið 1919 þar sem hann var í einka- skóla Olafs Rudes í tvö ár, en fór síðan til Þýskalands til frekara list- náms. Ekki var algengt á þeim tíma að íslenskir myndlistarmenn leituðu framhaldsmenntunar í þýskum listaskólum, enda kynntist Finnur þar nýjum og róttækum straumum í myndlistinni. Hann var fyrst eitt ár í Berlín þar sem hann komst í kynni við expressionis- mann og hreifst mjög af honum. Hann kynntist verkum þeirra sem voru í fararbroddi myndlistar- manna í Evrópu, s.s. Kandinsky, Chagall, Paul Klee og fleirum. I ársbyijun 1922 flutti hann sig um set til Dresden og var þar við nám í Der-Weg-skólanum, sem var einkaskóli í nánum tengslum við Der Sturm-hreyfinguna. Jafnframt sótti hann tíma í útlendingadeild listaakademíunnar í Dresden, eink- um í teikningi. Einn af kennurum hans þar var expressionistinn Ko- koschka. I Þýskalandi tók Finnur þátt í sýningum myndlistarmanna sem margir hveijir urðu heims- þekktir. Heim kom hann árið 1925 og hélt þá sýningu á verkum sínum frá Þýskalandsárunum. Var sýn- ingunni vel tekið af flestum, en vakti þó nokkrar deilur. Finnur Jónsson valdi sér það hlutskipti að búa og starfa að list sinni hér heima á íslandi, sem óneitanlega var fjarri hringiðu heimsmenning- arinnar á þeim tíma. Finnur lét lengst af mikið að 'sér kveða í félagsmálum myndlistar- manna. Árið 1928 varð hann einn af stofnendum Listvinafélagsins í Reykjavík og formaður þess til 1931. Hann rak myndfctarskóla í Reykjavík ásamt Jóhanni Briem, 1934-40. Hann var einn af stofn- endum Félags íslenskra mynd- listarmanna og átti lengi sæti í stjórn þess og sýningarnefndum. Hann var gerður að heiðursfélaga í FÍM 1968, og varð hann með árunum einnig aðnjótandi margs- konar heiðurs og viðurkenninga erlendra og alþjóðlegra vísinda- og listamannasamtaka. Félag íslenskra myndlistar- manna sendir listamanninum inni- legar árnaðaróskir í tilefni dagsins. Hafsteinn Austmann. 'östud. rársdagur Fimmtud. u A og vinum. aðfangadagur nud Innifalib: Gisting, morgunverður af hlaðborði og þríréttaður kvöldveröur þ.m.t. sérstakur hátíðarkvöldverður á aðfangadagskvöld, jóladag, gamlárskvöld og nýársdag. Ilmandi skata á Þorláksmessu - kirkjuferð jólaball barna - kvöldvökur - kynnisferðir um nágrennið - leikfimi - dansleikir - tónleikar - píanóbar - einsöngur, lög úr ýmsum áttum - bjöllukór Bústaðakirkju - félagsvist - borðtennis - jólastund - nýársfagnaður - jóladansleikur - gítar - opiö hús gestanna - harmonika - bingó og ,;Happy hour" alla daga. , Sunn Fostud. jóladagur * Pr. mann a dag í tvibýli lágmark 5 nætur samfellt. Aukagjald fyrir einbýli kr. 1.500 á dag. Lúxus á láemarksverbi tI , . , , . ... Fimmtui Herbergi með baði, sima, utvarpi, sjonvarpi V* gamlársi og smábar. Upphituð útisundlaug — vA jarögufubað — heitir pottar — jAr nuddstofa — hárgreiðslu og snyrtistofá — ljósalampar. V1 Mii Fjölskyldufólk — einsfaklingar ^ Látið okkur um amstrið w’ oguppvaskið. . « Njótið samveru ÁV* meö X& fjölskyldu . 'ÁV <ým annar dagur jóla Gestgjafi hinn landskunni Siguröur Guömundsson Upplýsingar og pantanir r síma 98-34700 - fax 98-34775 HÓTEL ÖDK HVERAGERÐI EKKISOFA OF LENGIA ÞVI! *Tilboð á svefnsófum og dýnum dagana 10-21 nóvember. ♦STAÐGREIÐSSLUAFSLATTUR LYSTADUN-SNÆLAND hf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.