Morgunblaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1992 Miðbærinn verður jafnaður við jörðu en af kaffihúsunum er allt gott að frétta. Ipipp^T’ { 1§ . $9m ptdHHfe NÚ ER LOKS EITTHVAÐ GOTT AÐ GERAST í eftir Jóhönnu Krisrjónsdóttur MEÐFRAM Ægisíðunni eru hvarvetna byggingakranar að laga hús, reisa ný. Niðri í gömlu Miðborginni er allt óbreytt, þar sem hrundar, sundursprengdar byggingar liggja eins og skrímsli fram á lappir sér með iðrin úti. Það er eins og að ganga inn í leikmynd að stríði, hugmyndaflugið nær ekki nema broti þess sem augað sér. En samt er allt að breytast nú í Líbanon. Ég kom þar fyrir hálfu öðru ári og aftur nú í lok október. Ekki bara er friður að mestu, það er kominn nýr tónn í fólkið, nýtt viðhorf, bjartsýni og framkvæmdahugur. Aftur stóð ég á svölunum á Carl- ton-hótelinu í Beirút. Og komið handrið á þær svo ég hætti mér fremst, hallaði mér makindalega yfir hándritið. Það er allt mýkra hér núna. Öld- ur sleiktu fjöru- sandinn vinaiega, síð- ast þótti mér sjórinn lemja ijöruborðið líkt og í bræði. Kannski var veðrið betra í þetta skiptið. En samt. Kannski er nú loksins eitthvað gott að gerast í Líbanon. Hver sem ég talaði við vék fljót- lega að þeim vonum sem Líbanir binda við útnefningu Rafiks Hariri nýs forsætisráðherra Líbanons. Hann er milljarðamæringur og hefur frá því stríðinu lauk formlega í október 1990 lagt mikla fjármuni í endurbyggingarstarf úr eigin vasa og styrkt ungt fólk til mennt- unar í þeim greinum sem honum hefur fundist að kæmu að mestu gagni í Líbanon framtíðarinnar. Hann er ekki af efnafólki kom- inn en braust til mennta og fékk síðan starf f Saudi Arabíu fyrst sem bókhaldari hjá olíufyrirtæki en vann sig upp af mikilli atorku, náði réttu samböndunum og kom sér upp sínu eigin olíuveldi. Samband hans við Sauda er ágætt og Líbanir vona að hann muni geta fengið olíugreifana til að reiða fram fé til endurreisnar- starfans, einkum í Beirút,. þar sem mest öll beina eyðileggingin varð. Saudar kipptu að sér höndum með fjárhagsstuðning við Líbani ekki síst vegna nærveru Sýrlendinga sem flestir kalla að sönnu sínu rétta nafni: hernám. Og fleiri þjóð- ir, sem hefur verið leitað til svo sem Japanir verið tregar til að fjár- festa í landinu fram að þessu. „En nú breytist allt,“ sögðu Beirútar og meira að segja kristn- ir menn sem hundsuðu kosningarn- ar í haust og hafa ekki viljað taka þátt í stjórnmálum meðan þeir teldu Sýrlendinga ráða lögum og lofum í landinu, eiga sér vonir um að Hariri muni takast hið ótrúlega; að reisa Beirút úr rústunum og skapa íbúunum mannsæmandi líf á ný. Ekki svo að skilja að Líbanir hafi í raun nokkum tíma látið bugast alveg. í öll þessi skelfilegu ár sem stríðið geisaði og menn féllu eins og flugur var samt hald- ið uppi menningarlífi, samkvæmislífið blómstraði og jafnvel viðskipti. Þegar hlé varð á sprengjuregninu þustu Beirútbúar út á kaffihúsin og á markaðina og létu'eins og það væri allt í þessu fína. Þangað til næsta hrina hófst. Fræg er frásögn Thomasar Fried- mans blaðamanns í „From Beirut to Jerusalem" um ríkiskonu sem bjó skammt frá Grænu línunni og hafði boðið gestum til kvöldverðar. Um það bil sem gestir ætluðu að setjast að borðum hófst enn eitt sprengju- og fallbyssuregnið rétt hjá. „Eigum við að borða núna eða bíða eftir vopnahléinu?" sagði frú- ’in. Fyrir hálfu öðru ári var nánast ógemingur að hringja út úr landinu eða þangað, póstsamgöngur vom í lamasessi, rafmagnið fór af stór- um hlutum Beirút mörgum sinnum á dag og svo mætti áfram telja. Nú tók það mig ekki nema tíu mínútur að ná sambandi við ís- land, póstkortin em að skila sér, á þeirri viku sem ég var í Beirút nú fór rafmagnið ekki af nema stutta stund í einu — þó þær mínút- ur sem ég hírðist í lyftunni á Carl- ton-hótelinu — einhvers staðar milli hæða væm að vísu dálítið langar. Ruslið og draslið út um allt er enn til stórra lýta en þar er verið að gera plön líka; hvar eigi að koma upp hreinsistöðvum og end- urvinnslum og herferð er hafín til að fá Líbani, þetta snyrtilega fólk sem einu sinni var til að hætta að henda ruslapokunum út um gluggana eða bara tvist og bast. Mörgum er mestur léttir að því Rafik Hariri, forsætisráðherra Morgunblaöið/JK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.