Morgunblaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1992 SMÁÞJÓÐALEIKARNIR A MÖLTU 1993 Um 200 milljónir í íþróttamannvirki Ráðgjafi Alþjóða ólympíunefndarinnar segir að Malta geti orðið einn ákjósanlegasti staður Evrópu fyrir íþróttafólk Samkeppni fór fram á Möltu um lukkudýr Smáþjóða- leikanna. Al- menningi var gefinn kostur á að taka þátt í kjörinu á besta lukku- dýrinu og varð þjóð- sagna- veran Zep í dæmi- gerðum þjóðbún- ingi fyrir val- inu, en höf- undur er Ric- hard Caruna. RÍKISSTJÓRN Möltu hefur samþykkt aðleggja fram um 200 milljónir ÍSK í byggingu íþróttamannvirkja vegna 5. Smáþjóðaleika Evrópu, sem fara fram á Möltu 25. til 29. maíá næsta ári. Undirbúhingur leikanna hefur staðið í nokkur ár og að lokinni vettvangskönn- un fyrir nokkru sagði ráðgjafi forseta Alþjóða ólympíunefnd- arinnar að Maita gæti orðið einn ákjósanlegasti staður í Evrópu fyrir íþróttafólk. Olympíunefnd Möltu átti hug- myndina að Smáþjóðaleikun- um og kom henni á framfæri 1981. Málið féll í góðan Eftir jarðveg og þó Steinþór Möltubúum yrði Guöbjartsson ekki að þeirn ósk sinni að halda fyrstu leikana urðu þeir að veruleika 1985 og fóru þá fram í San Marínó. I lögum keppninnar kemur fram í fyrstu grein að hún er opin ólympíu- nefndum Evrópuþjóða með fólks- §ölda undir einni milljón íbúa, við- urkenndum af Alþjóða ólympíu- nefndinni, IOC, og Sambandi ólympíunefnda Evrópu, ENOC. Stofnþjóðir voru frá San Marínó, Mónakó, Kýpur, Andorra, Möltu, Lúxemborg, Islandi og Liechten- stein og hafa þjóðimar skipst á um mótshaldið annað hvert ár í ofanrit- aðri röð. Á Kýpurleikunum 1989 var ákveðið að Malta tæki formlega við leikunum í Andorra 1991 og héldi þá að tveimur ámm liðnum. Undirbúningurinn hefur því lengi staðið yfír, en skipulagningin hófst fyrir alvöru vorið 1989 og að sögn ráðamanna hefur gerðri áætlun verið fylgt. 200 milljónir frá stjóminni Malta samanstendur af fímm litl- um eyjum, sem eru í Miðjarðarhaf- inu um 100 km suður af Sikiley. Tvær þeirra eru óbyggðar, en nokkrir bændur búa á Comino, sem er aðeins um 2,6 ferkílómetrar. Ibú- ar eru alls um 350 þúsund og búa nær allir á eyjunni Möltu, sem er um 316 ferkílómetrar að flatar- máli, en lengsta vegalengd frá suð- austurhlutanum til norðvesturhlut- ans er um 27 km og um 14 km þvert yfír eyjuna, þar sem lengst er að fara. Um 30 þúsund manns búa á Gozo, en eyjan hefur enn meira aðdráttarafl en Malta og þeg- ar hafa um 1,2 milljónir nianns heimsótt hana það sem af er árs. Íþróttalíf er fjölbreytt og aðstaða almennt góð, en miklar endurbætur hafa átt sér stað að undanfömu og Smáþjóðaleikarnir hafa ekki aðeins ýtt undir framkvæmdirnar heldur gert hálfrar aldar gamlan draum að veruleika. Á Smáþjóðaleikunum næsta vor verður keppt í níu íþróttagreinum; fijálsíþróttum, körfuknattleik, hjól- reiðum, júdó, tennis, skotfími, sundi, blaki og siglingum. Júdó- keppnin verður í nýrri íþróttahöll á Gozo, en aðrar greinar víðsvegar á Möltu pg er stutt á milli keppnis- staða. í flestum tilfellum er ekkert að vanbúnaði, en ríkisstjómin hefur samþykkt að leggja til sem samsvarar um 200 milljónum ÍSK til að gera aðstöðuna enn betri. Þar af fara um 140 millj- ónir í byggingu nýrrar sundlaug- ar, sem skiptist í 25 m x 50 m hit- aða keppnislaug og 25 m x 25 m dýfinga- og upp- hitunarlaug, og um 40 milljónir í framkvæmdir vegna nýrrar hlaupabrautar á vell- inum, þar sem frjálsíþróttakeppnin verður. Þá hefur verið ákveðið að byggja nýja íþróttamiðstöð rétt við sundlaugina og er ráðgert að körfu- knattleikskeppni kvenna fari þar fram. Gífurleg lyftistöng íþróttaáhugi er mikill á Möltu og eins og gefur að skilja vegna náttúmlegra aðstæðna og góðrar veðráttu nánast allt árið hafa sund- íþróttir verið ríkur þáttur hjá íbúun- um. Bertie A. Muscat, fram- kvæmdastjóri ólympíunefndar Möltu, sagði við Morgunblaðið, þeg- ar aðstæður voru skoðaðar fyrir skömmu, að þrátt fyrir mikinn sundáhuga og óskir um byggingu stórrar sundlaugar hefði tekið hálfa öld að láta drauminn rætast og það væri Smáþjóðaleikunum að þakka. „Malta tók þátt í Ólympíuleikun- um í fyrsta sinn 1928 og sendi þá sundknattleikslið til Amsterdam. Liðið reið ekki feitum hesti frá keppninni og við heimkomuna var bent á þá staðreynd að til að taka framförum og ná árangri væri nauðsynlegt að byggja stóra sund- laug. Síðan hefur verið daufheyrst við óskinni og það var ekki fyrr en við fengum leikana að ríkisstjórnin gekkst í ábyrgð fyrir því að sund- laug, sem uppfyllir ýtrustu kröfur, yrði byggð og tilbúin í tíma.“ Einn tilgangur leikanna er að eflá ólympíuhreyfinguna og hug- sjónir hennar og því hefur fram- kvæmdanefndin hveiju sinni náið samstarf við IOC. Artur Takac frá Lúxemborg, formaður tækninefnd- ar og ráðgjafi Samaranch, forseta IOC, kynnti sér aðstæður á Möltu fyrir skömmu og á blaðamanna- fundi að lokinni úttekt lýsti hann yfír ánægju sinni með ástand mála. Hann sagði að sundlaugin uppfyllti ströngustu kröfur og efnið á hlaupa- brautinni yrði eins og á-frjálsíþrótta- vellinum í Zurich, þar sem mörg heimsmet hefðu verið sett, og því væri ástæða til að líta björtum aug- um til framtíðar- innar; Malta hefði alla burði til að vera einn ákjósan- legasti staður Evr- ópu fyrir íþrótta- fólk, sem væri að undirbúa sig fyrir stærri verkefni eins og Evrópumót, heimsmeistara- keppni og Ólympíuleika. Efasemdir Þegar fyrrnefndur blaðamanna- fundur var haldinn var undirbún- ingsvinna vegna sundlaugarbygg- ingarinnar hafín, en hvorki byijað á hlaupabrautinni né íþróttamið- stöðinni. Hægagangurinn var gagn- rýndur og fram komu efasemdir um að verkinu yrði lokið í tíma. Gino Camilleri, forseti ólympíu- nefndar Möltu, fullvissaði viðstadda um að staðið yrði við gefín fyrirheit- og Muscat staðfesti við Morgun- blaðið nokkrum dögum - síðar að ekki myndi standa á greiðslum frá ríkisstjóminni. Hins vegar væri ljóst að öllum verkþáttum við sundlaug- ina yrði ekki lokið fyrir vorið. Að- eins yrði gengið frá áhorfendastæð- um meðfram annarri langhlið laug- arinnar og flóðljós yrðu að bíða seinni tíma, því ekki væri gert ráð fyrir þessum þáttum í núverandi fjárhagsáætlun. Þeir breyttu samt engu um framkvæmd keppninnar og hefðu ekki áhrif á skipulagning- una. Muscat sagði að hvað íþróttamið- stöðina við háskólann varðaði hefði fjármálaráðuneytið enn og aftur áréttað að staðið yrði við allar skuldbindingar. Aðspurður um hvað gerðist ef mannvirkið yrði ekki til- búið í tíma einhverra hluta vegna sagði hann að þá myndi dagskráin lengjast á hveijum degi, en ekki væri ástæða til að óttast að svo stöddu. Sama svið og í Barcelona? Ekki hefur verið ákveðið hvort opnunarhátíð og lokaathöfn leik- anna verði á þjóðarleikvanginum í Ta’ Qali eða á vellinum í Marsa, þar sem keppt verður í fijálsíþrótt- um. Knattspymusambandið rekur þjóðarleikvanginn og þar sem ekki náðist samkomulag um að leggja nýju hlaupbrautina umhverfís knattspyrnuvöllinn var hafist handa í Marsa, sem er rétt við höfuðborg- ina, Valetta. Muscat taldi samt nær ömggt að þjóðarleikvangurinn yrði fyrir valinu, því þar væri besta aðstaðan og m.a. rými fyrir 14.000 áhorfend- ur. Mikið yrði lagt í hátíðardag- skrána og m.a. væri verið að kanna kaup á sviðinu, sem var notað á Ólympíuleikunum í Barcelona. Allirásama stað Mótshaldarar áætla að um 1.000 keppendur taki þátt í leikunum á Möltu og að auki er gert ráð fyrir um 300 manna fylgdarliði, þ.e. þjálfumm, flokksstjórum, farar- stjómm, læknum og fréttamönnum. Til þessa hefur keppendum verið skipt niður á hótel, en sú nýbreytni verður tekin upp í vor að hafa alla á sama stað. Um er að ræða nýtt hótel gegnt spilavítinu í St. Julians, sem er miðstöð veitingastaða og skemmtanalífs á eyjunni. Sérstakir gestir verða á Hiltonhótelinu, sem er í sáma hverfi og er innan við fimm mínútna gangur á milli hótel- anna. Stutt er á alla keppnisstaði frá St. Julians, 10 til 30 mínútna akst- ur, en sigling til Gozo frá Cirkewwa, sem er á norðvesturhorni Möltu, tekur hálftíma. Reglulegar rútu- ferðir verða frá hóteli íþróttafólks- ins til allra keppnisstaða og auk þess verður öllum þátttökuþjóðum séð fyrir sér rútu. „Við létum reyna á skipulagið síðastliðið vor, þegar við héldum 600 manna íþróttamót og allt gekk eins og í sögu,“ sagði Muscat. Mikill áhugi Leikamir á Möltu verða 25. til 29. maí á næsta ári, en kynning á leikunum er þegar hafin. Víða má sjá veggspjald með merki leikanna, nöfnum og fánum þátttökuþjóða, íþróttagreinum og dagsetningu, en að sögn Muscats eykst kynningin jafnt og þétt eftir því sem nær dreg- ur opnunarhátíðinni. Nær öll störf verða unnin í sjálf- boðaliðsvinnu og verður fyrst og fremst leitað til háskólastúdenta. „Áhuginn er mjög mikill og á eftir að aukast," sagði Muscat. „Til að mynda auglýstum við á dögunum eftir fólki, sem á að vera keppnislið- unum til aðstoðar og nú þegar hafa 500 umsóknir borist.“ En áh'uginn er ekki eingöngu bundinn við Möltu. Norbert Hupert, ritari stjórnar Smáþjóðaleikanna og ólympíunefndar Lúxemborgar, sem var með Takac á Möltu, sagði að ráðherrar ríkisstjórna þjóðanna, sem færu með ferðamál, hefðu und- irritað samstarfssamning með það fyrir augum að efla samskipti þjóð- anna á sviði ferðamála. „Smáþjóða- leikarnir eíu kjörinn vettvangur til að vekja athygli á þeirri íþróttaað- stöðu, sem Malta hefur uppá að bjóða,“ sagði Hupert. Morgunblaíið/Steinþór Bertl A. Muscat, framkvæmdastjóri ólympíunefndar Möltu, til vinstri og Charles Camenzuli, íþróttafréttamaður og einn af upplýsingafulltrúum Smáþjóðaleikanna á Möltu, fara yfir heistu verk- efnin, sem Iiggja fyrir fram að opnunarhátíðinni í maí. Melþátttaka ís- lendinga á Möltu SAMKVÆMT bráðabirgðatölum er gert ráð fyrir að 93 íslenskir íþróttamenn taki þátt í átta greinum á Smáþjóðaleik- unum á Möltu. í Andorra 1991 voru 90 íslenskir keppendur, 62 á Kýpur, 32 í Mónakó og 19 í San Marínó, þegar leik- arnir hófust 1985. átttökuþjóðunum átta er gert að senda inn áætlaðan fjölda keppenda og að höfðu samráði við viðkomandi sérsambönd gerir ólympíunéfnd íslands ráð fyrir að 10 karlar og 7 konur taki þátt í fijálsíþróttum, 24 í körfu karla og kvenna, 6 júdómenn, 4 skot- menn, 2 siglingamenn, 24 í blaki karla og kvenna, 3 karlar og 3 konur I tennis og 5 karlar og 5 konur í sundi. Olympíunefndin, sem greiðir um 50% kostnaðar á móti sérsam- böndunum, ákveður endanlegan fjölda og verð- ur að gera það ekki síðar en í mars, en sérsam- böndin velja þátttakendur. Ef heldur sem horfir verður metþátttaka hjá íslendingum á leikunum á Möltu. íslending- ar hafa aldrei sent eins stóran hóp íþrótta- manna á eitt og sama mótið og stefnt er að að þessu sinni, en auk keppenda má gera ráð fyrir milli 20 og 30 manns á vegum ólympíu- nefndar og viðkomandi sérsambanda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.