Morgunblaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1992 15 og eru kynntir: Ásgeir Ásgeirsson, fulltrúi Framsókriarflokksins, „fríð- ur sýnum, dökkhærður og hárið mikið og afturkembt," eins og Gunn- ar M. Magnúss lýsir honum, en mjög er stuðst við frásögn hans af fundin- um hér á eftir, „mildur á svip með dálítið blik í augum, prúður í fasi, beinvaxinn, nærri fattur, mjúkur í göngulagi, tuttugu og níu ára að aldri.“ Og Guðjón Guðlaugsson frá Ljúfustöðum, fulltrúi svokallaðs Spamaðarbandalags, sem var kosn- ingabandalag hægri manna, en þeir buðu fram undir nafninu Borgara- flokkur, „rúnum ristur, svipmikill, heldur þreytulegur í framgöngu en hiklaus, með lúnar vinnuhendur, þybbinn í herðum og tekinn að þynn- ast á vanga, hálf-sjötugur að aldri.“ Guðjón tekur fyrstur til máls, og ekki leynir sér, að gamalkunnur bardagamaður á landsmálasviðinu á í hlut, enda hafði hann sétið á Al- þingi lengst af síðan 1892. Honum verður tíðrætt um ýmis framfaramál þjóðarinnar á síðustu áratugum og dregur enga dul á, að sjálfur hafi hann komið þar mikið við sögu. Hann hafi borið fram mörg mál á þingi, einkum varðandi jarðrækt og búnaðarframkvæmdir. Síðan flytur Ásgeir jómfrúræðu sína; fjallar í upphafi um landsmálin vítt og breitt, en ekki líður á löngu þar til hann lýsir því yfir, að nýir tímar séu framundan á þjóðmála- sviðinu, umbótasókn á öllum sviðum. Að vísu hafi sú sókn byijað fyrir nokkrum áratugum, en nú rísi hún hærra með hverju árinu sem líði fyrir tilverknað hins unga og vax- andi Framsóknarflokks. Hann minn- ist á það umrót, sem orðið hafi við lok heimsstyrjaldarinnar fyrri, og í kjölfar þess sé margt í bígerð, sem flokkur samvinnumanna muni beita sér fyrir til heilla landi og lýð. Að framsöguræðum loknum hefjast hin- ar eiginlegu skylmingar. Guðjón bregður fomum brandi sínum hátt á loft og leggur til andstæðingsins. Að vísu getur hann ekki ráðist gegn samvinnumönnum almennt, því að sjálfur hafi hann stofnað verslunar- samtök og verið kaupfélagsstjóri um árabil. í staðinn ganga vopnalög hans gegn Framsóknarflokknum, sem nú sé kominn til sögunnar og vilji gína yfir öllum málum ög eigna sér það sem aðrir hafi borið fram til sigurs. í því sambandi nefnir hann umbætur í jarðræktarmálum, sem hann hafi barist fyrir, til dæmis girð- ingarlögin; nú sé gaddavír strengdur til varnar kringum tún og engjalönd landsmarína og komi í stað gijót- og vallargarðanna fornu. í næstu ræðu sinni segir Ásgeir sögu af hana og hænum hans eitt- hvað á þessa leið: Einu sinni var hani, sem átti heima með hænunum sínum í litlum kofa. í vetrarkuldum var hurðin ekki opnuð, en lítið kringlótt gat var á henni og haninn fór út um það, þegar hann vildi viðra sig. Og hæn- urnar eltu hann út um litla gatið og inn aftur. Þannig gekk þetta allan veturinn; haninn fór með hænurnar sínar út og inn um litla gatið. Þegar sólin hækkaði á lofti og vorið settist að völdum, var hurðin opnuð upp á gátt til að lýsa upp og verma þessa dimmu vistarveru. En nú brá svo við, að haninn sat kyrr inni með hænurnar sínar. Hann fann hvergi litla gatið til að smjúga út um! Éins er það með Guðjón Guðlaugs- son. Á meðan jarðræktarlögin voru í megnasta ólagi, var hann með á nótunum og fór út og inn um litla gatið, eins og haninn. Þegar Fram- sóknarmenn hafa opnað hurðina upp á gátt, þá er Guðjón ekki lengur með og situr sem fastást inni, af því að hann finnur ekki litla gatið sitt. Um leið og Ásgeir þagnar og hef- ur iokið dæmisögu sinni, dynur við skellihlátur í salnum. Guðjón er ekki vanur því að bíða lægri hlut á málþingi og bregður nú á það ráða að veitast að Ásgeiri persónulega. Hann skopast að ung- um aldri hans og reynsluleysi í stjómmálum; segir, að hann sé eins og snoturt gluggablóm í Laufási; þar hafi hann látið sólina verma sig og að lokum hreppt biskupsdótturina fyrir konu. í bréfí til Dóru, sem dagsett er á Flateyri 27. september 1923, víkur Ásgeir að Suðureyrar-fundinum og segir: „Guðjón var með karlagrobb, hældi sér af lífsreynslu sinni og gaddavírslögum. Hann kallaði mig Tíma-mág, en ég kvað þess enga von, þótt þingmannsefni hefðu orð á sér fyrir að lofa mörgu, að ég feng- ist til að skilja við þig. Ég játaði, að ég væri máske helst til ungur, en kvaðst ekki lofa upp í ermina, þótt ég gæfi von um, að það lagað- ist með aldrinum. Hvað elli Guðjóns snerti væri hins vegar hætta á, að hún færi hríðversnandi!" Fundurinn þykir skemmtilegur, en viðureign keppinautanna bendir brátt til þess að leikurinn sé ójafn, einkum eftir að Guðjón tekur að mæðast. „Þeir standa á hösluðum velli,“ segir Gunnar M. Magnúss, „annar seigsterkur og forn, hinn mjúkur og lipur og fer í loft upp eða hverfur undan.“ Og Guðmudnur G. Hagalín skrif- ar: Ásgeir reyndist þegar á fram- boðsfundunum haustið 1923 með afbrigðum snjall og laginn jafnt í sókn sem vörn, og komu þá strax fram þau einkenni hans sem ræðu- manns, er dugðu honum svo í mál- sennum, að jafnvel slyngustu and- stæðingum reyndist síður en svo dælt við hann að etja. Hann var jafn- an næmur á það, hvernig ræður andstæðinga verkuðu á fundarmenn, og hann gekk þess aldrei dulinn, hvar þeir gáfu á sér höggstað. Stór orð notaði hann ekki, en var fundvís á þau, sem afvopnuðu harðsækinn og gífuryrtan andstæðing. Hann var sérlega hnyttinn, og var ekki ótítt, að andstæðingur ylti sjálfur um þau kefli, sem áttu að verða honum að falli. Hann var meinlegur, en ekki rætinn, og ætti hann við prúðan mann og fiman í orðaskiptum, jókst honum virðuleiki í ræðustól..." Beinagrindurnar sem fylgiskjöl? Ásgeir tekur ekki oft til máls við umræður á Alþingi; á þinginu 1924 flytur hann fimmtán ræður, og að forsetum frátöldum taka aðeins tveir þingmenn sjaldnar til máls. Hann ræðir yfírleitt ekki þau smámál, sem margur þingmaðurinn lætur sér tíð- rætt um; það eru stórmálin, sem hann fjallar um. Og gjarnan er eftir því tekið, hvað hann leggi til mál- anna, þegar hart er deilt. íhaldsstjómin flytur frumvarp um stofnun varalögreglu á vegum ís- lenska ríkisins 1925, en það átti rót sína að rekja til hvíta stríðsins svo- kallaða, þegar hernaðarástand ríkti í Reykjavík vegna rússnesks drengs, sem hér var á vegum Ólafs Friðriks- sonar. Ásgeir andmælir frumvarpinu og lýkur ræðu sinni við fýrstu um- ræðu þess í neðri deild með þessum orðum: „Þjóðskipulagi voru engin hætta búin af þegnunum - þótt sumir séu farnir að lýsa því eins og það sé einhver hjallur, sem sífellt sé að hrynja. Ef Framsóknarmaður beitir sér gegn afnámi tóbakseinkasölunn- ar, gefur það... tilefni til að ásaka Framsóknarflokkinn um, að hann vilji kollvarpa þjóðskipulaginu. Þeir hafa ekki mikið traust á þjóðskipu- laginu, sem svo tala! Þeir hafa ekki komið auga á, að sá grundvöllur, sem demókratískt stjórnskipulag er byggt á, er ekki aflið í vöðvunum né eggin í vopnunum - heldur er það trúin á mannseðlið. Við sitjum hér á rökstólum, kosnir af þegnum ríkis- ins. Skynsemi þeirra og samvisku er treyst til að vera uppspretta hollr- ar löggjafar - og svo er einnig um Sjá næstu síðu ■ ' 1 " wBg; - Harðjaxlinn frá Ameríku Nú er nýr Ford Ranger kominn til landsins, pallbíllinn sem hefur ótrúlega möguleika í útfærslu og þú getur valið um margskonar aukabúnað. Rangerinn er mjög sterkbyggður og ótrúlega sparneytinn þrátt fyrir öfluga vél. Með nýrri hönnun, að utan sem innan, hafa náðst enn betri aksturseiginleikar og hann er þýður sem fólksbíll. Það er ekki að furða að Ford Ranger skuli vera mest seldi pallbíllinn í Bandaríkjunum í áratug. Rangerinn er fyrir þá sem vilja öðruvisi bil; glæsilegan og öflugan. Sýnum Ford Ranger í dag frá kl. 13-17. Komdu og reynsluaktu. Verðdæmi: Ford Ranger STX SUPERCAB 31 tommu dekk, sérstaklega öflug 6 cyl, V6 4,0L EFI vél, 160 hestöfl, vökva- og veltistýri, hraðafesting, AM/FM útvarp og segulband, snúningshraðamælir, sport hábaksstólar og sportfelgur 1.748.000 kr. Innifalið I verði er ryðvarnar- og skráningarkostnaður. Hefurþú ekiö Ford.....ný!ega? Gtobus? -heimur gæöa! Lágmúla 5, sími 91- 68 15 55

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.