Morgunblaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1992 SÖNGLEIKIR Getur Meryl Streep sungið? Miklar efasemdarraddir eru uppi um hversu góð söng- kona Meryl Streep er í raun og veru, eftir að til tals kom að hún færi með aðalhlutverkið í nýjum söngleik Andrews Lloyd Webber, sem byggður er á bíómyndinni Sunset Boulevard. Enn hefur ekki verið ráðið í aðalhlutverkin en vitað er að Meryl Streep hef- ur mikinn áhuga. Það varð svo til að ýta enn frekar undir orð- róm þessa efnis þegar Streep var boðið í veislu hjá Lloyd Webber, þar Sem kynnt voru lögin úr söngleiknum. Eina reynsla Stre- ep af söng er í kvikmyndinni Postcards from the Edge, þar sem hún tekur lagið í lokin og stendur sig nokkuð vel. Hvort hún getur hins vegar þanið radd- böndin alla daga vikunnar á Broadway er önnur saga og Leikkonan Meryl Streep vill reyna fyrir sér í söngnum. BITUR MÁNI Kvikmyndaævintýri í heimsborginni að getur margt hent í útlöndum. Sumarleyfi ungrar mennta- skólastúlku tók óvænta stefnu síð- asta sumar þegar hún var beðin um að vera statisti í nýjustu kvik- mynd Roman Polanskis, Biturmáni, sem sýnd er í Stjömubíói þessa dagana. Stúlkan, Margrét Jensdótt- ir, féllst á að leika í myndinni og glöggskyggnir bíógestir geta séð henni bregða fyrir í nokkrum atrið- um hennar. Margrét, sem er 19 ára nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík, var á ferð ásamt vinkonum sínum í París síðasta sumar og eitt kvöldið brugðu þær sér á vel þekktan dans- stað í borginni, Bains douche. Þar sneri kona sér að Margréti, kynnti sig og sagðist vera að leita að stat- istum í kvikmynd. „Hún spurði mig hvort ég væri frönsk, hvort ég yrði lengi í borginni o.s.frv. Þar sem ég átti nokkra daga eftir af fríinu ákvað ég að slá til,“ segir Margrét. Tökurnar sem Margrét tók þátt í hófust nokkrum dögum síðar, 19. ágúst. Þær fóru fram á skemmti- staðnum Bains douche og stóðu allan daginn. Á milli 20 og 30 fasta- gestir staðarins og starfsmenn hans voru statistar, svo og Margrét og kunningjastúlka hennar og var öll- um uppálagt að mæta ballklæddir. „Þetta var ekkert sérstaklega gam- an þegar líða tók á daginn. Nokkur atriði í myndinni voru tekin upp á staðnum og þau þurfti auðvitað að endurtaka alloft. M.a. urðum við að dansa heillengi án tónlistar, sem er býsna erfitt." Við tökumar hitti Margrét bæði leikstjórann Polanski og einn aðal- leikaranna, Peter Coyote. Ástæða þess var sú að Margrét var beðin um að leika í atriði þar sem hún átti að vera ein þeirra stúlkna sem hópuðust að aðalleikaranum á skemmtistaðnum og var atriðið æft. Það var hins vegar ekki tekið upp þar sem leikstjórinn hætti við að nota það. Margrét segir Coyote og Polanski þægilega í viðkynningu en sá síðamefndi er ákaflega um- deildur maður fyrir margra hluta sakir. Atriði úr myndinni Bitur máni sem gerist á skemmtistaðnum Bain douche en einn statistanna var Margrét Jensdóttir. ersonuieq JÓLAKORT Til STyRlcTAR CiqTARfÉlAqÍ íslANds. Verö Frá kR 69- MAqNAfsUrruR tíI aIIra KodAk ExpREss klúbbfÉlAqA, ATh AðqANquR í klúbbiNN er ókEypis. HfiNS PETERSEN HF FLATEYRI KK-band heldur útgáfutónleika í Vagninum að hefur færst í vöxt á undan- fömum árum að íslenskar hljómsveitir kynni plötuútgáfu sína með sérstökum útgáfutónleik- um. Yfirleitt hafa slíkir tónleikar verið haldnir í höfuðborginni eða að minnsta kosti í seilingarfjar- lægð frá henni. KK-band brá því heldur en ekki út af vananum á dögunum þegar það kynnti nýjan geisladisk sinn „Beina leið“ með tónleikahaldi í skemmtistaðnum Vagninum á Flateyri. Það er greinilegt að Flateyring- ar kunna vel að meta KK-band því að á skjótri stundu fylltist Vagninn af bæjarbúum og nær- sveitarmönnum á öllum aldri. Morgunblaðið innti Pétur Gísla- son, rótara KK, eftir því af hveiju sveitin hefði ráðist að halda út- gáfutónleikana á Flateyri. Hann sagði skýringuna á því vera ofur- eðlilega: „Við spiluðum hér í pláss- inu í fyrrasumar og urðum ást- fangnir af staðnum. Við fengum líka mjög góðar viðtökur frá Flat- eyringum og eftir þá tónleika ákváðum við að gera plötuna, sem nú lítur dagsins ljós. Til gamans má geta þess að nokkrir heiðurs- menn úr hópi útgerðarmanna, beitingarmanna og veitingamanna styrktu gerð plötunnar fjárhags- lega, “ sagði Pétur. Einn þeirra, sem styrktu gerð plötunnar er Guðbjartur Jónsson veitingamaður og eigandi Vagns- ins. Veitingareksturinn er aðeins eitt af mörgum sviðum, sem Guð- bjartur hefur haslað sér völl á en hann er jafnframt í útgerð. Áður en tónleikarnir hófust kvöddu nokkrir gestir sér hljóðs og lýsti einn þeirra þá yfir því að Guðbjart- ur væri fljótasti beitingarmaður á Vestfjörðum. „Það veit ég því ég kenndi Guðbjarti. Hvar endar hann eiginlega,“ sagði ræðumaður og vísaði til þess að Guðbjartur hefði hafið rekstur í lítilli sjoppu fyrir nokkrum árum en hefði smám saman fært út kvíarnar og nú ræki hann veitingastað, sem rúmaði stóran hluta þorpsbúa og nyti hylli langt út fyrir byggðar- lagið. Markaðssvæðið stækkar með göngunum Guðbjartur sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrst hefði Vagn- inn verið sjoppa í fremur litlu hús- næði en hann hefði smám saman stækkað við sig þannig í raun væri staðurinn í þremur litlum húsum. „Eins og allir vita hefur verið mjög ör þróun í veitingarekstri á undanförnum árum. Ég taldi eðlilegt að Flateyringar færu ekki varhluta af þessari þróun og því opnaði ég staðinn," sagði Guðbjartur. „Ég tel reynsluna hafa sýnt að það var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.