Morgunblaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 23
23 - MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1992 Sigurlína Valgeirs- dóttir - Minning Fædd 16. júlí 1900 Dáin 6. nóvember 1992 Vor fagra jörð þín vagga var og er. Hún von um nýja heima gefur þér. Og komaböm þau vaxa vilja enn. Og vöggu sína yfirgefa, - menn. (Gunnar Dal) Þessar línur hafa sest að í huga mér síðan hún amma mín, Sigur- lína Valgeirsdóttir, yfírgaf þessa jarðvist. Sú vist hafði þá staðið yfír í rúm 92 ár og á langri ævi skilaði amma miklu dagsverki, þó ekki telji ég það upp hér. Hún var merk kona hún amma mín og átti innri styrk, sem var henni eflaust dijúg hjálp þegar mótlæti mætti henni á lífsbrautinni. En það sem mest er um vert var að amma hafði óslökkvandi áhuga á lífinu sjálfu. Það var ótrúlegt hvað hún fylgdist vel með fréttum og mál- efnum líðandi stundar, meðan kraftar entust og í raun umfram það. Sömuleiðis hafði hún einlægan áhuga á að fylgjast með öllum afkomendum sínum, sem er nú orðinn dágóður hópur, er telur rúmlega 80 manns. Þar var enginn undanskilinn, velferð okkar allra skipti hana máli. Amma var þann- ig gerð að hún kunni því best að hafa fólk í kringum sig, að fá gesti til að veita og ræða við, enda var ætíð gestkvæmt hjá henni. Og ef mannfagnaður var eða fjölskyldan kom saman mátti telja nokkuð víst að amma færi með þeim síðustu og það þó hún væri komin á níræðisaldur. En undan- farin ár fór heilsa hennar að gefa sig og amma mín sem ævinlega hafði frekar veitt hjálp en þegið og naut þess að stunda handa- vinnu, pijónaskap ög útsaum, sá ekki lengur til þeirra starfa. Þá stytti hún sér stundir við útvarpið og hljóðbækur og æðraðist hvergi. Hún amma var hlý kona, það var alltaf gott að koma til hennar og afa sem bam, sníkja kandís úr brúna stofuskápnum og fá að skoða myndaalbúm. Og eftir að ég fullorðnaðist kynntist ég því hvað amma var skemmtileg við- ræðu og kunni frá mörgu að segja. Það var yndislegt að eiga svona ömmu og að njóta hennar þetta lengi. En hún amma var orðin ósköp þreytt og veik og núna hefur hún fengið hvíld. Óneitanlega hefur samt verið höggvið stórt skarð í fjölskylduna á þessu ári og því langar mig að bæta þessu við. Nú veit ég að aldrei frá okkur fer hann. Sem frelsari á veginum hjá okkur er hann. Þótt oft sé hér myrkur mannsins svart hans máttur að iokum það gerir bjart. (Gunnar Dal) Þessi orð vil ég enda með kveðj- unni sem ég kvaddi ömmu hinsta sinni: „Guð geymi þig amma mín.“ Soffia Guðný. Mig langar til að minnast í nokkrum orðum, ömmu minnar, Sigurlínu Valgeirsdóttur, sem er nú látin, 92ja ára gömul. Fyrstu minningar mínar af ömmu eru í raun einu minningam- ar um afa minn, Andrés Guð- mundsson. Ég hélt mikið upp á afa og mér hefur verið sagt að það hafí verið gagnkvæmt. Ég man að þegar ég var að fara í heimsókn til afa og ömmu á Ásvallagötu fékk ég oft að kaupa kandís til að gefa afa. Svo naut ég gjafmildinnar ríkulega. Allt vildi ég hafa eins og afí. Mér er minnisstætt að þegar ég fékk að borða með afa og ömmu heimtaði ég að fá töflur eins og afí, en afí tók lyfín sín inn með matnum. Þá færði amma mér lýsispillu sem ég borðaði hæstánægður. En afí dó rúmlega áttræður, árið 1974. Nokkrum árum síðar flutti amma á efri hæðina heima á Hrísateigi, en bjó ekki lengi þar heldur flutti hún á Hrafnistu í Reykjavík, þar sem hún bjó allt til dauðadags. Ég var nokkuð duglegur að heim- sækja ömmu þangað fyrstu árin. Þá ræddum við um heima og geima, um ættina okkar og lands- ins gagn og nauðsynjar. Einnig hjálpaði ég ömmu stundum að hnýta á öngla, en hún var iðin við það og pijóna á meðan hún hafði sjón og heilsu til, og ófáar eru þær ullarflíkurnar frá ömmu sem héldu á manni hita í gegnum árin. Amma fylgdist alltaf vel með öllu sem var að gerast jafnt hjá niðjum sínum og ættingjum og í þjóðmálum almennt. Síðustu ár hafði hún miklar áhyggjur af af- drifum sveitar sinnar heima í Ár- neshreppi á Ströndum, þar sem hún bjó stærstan hluta ævi sinnar. Síðustu árin fór heilsu ömmu hrakandi enda hafði löng ævi og ásækinn sjúkdómur tekin sinn toll af þessari gömlu konu, sem hafði lifað mann sinn og þrjú af ellefu börnum sem hún hafði alið í þenn- an heim. Sfðast nú í sumarbyijun þegar móðir mín lést. Nú í haust þegar kraftar ömmu fíöruðu út sat ég eina kvöldstund hjá henni. Þá kvöldstund kem ég til með geyma í hjarta mér alla ævidaga mína, þegar gamla konan fór að syngja veikum mætti: Ó, Jesús, bróðir bezti og bamavinur mesti æ, breið þú blessun þína á bamæskuna mína. Mér gott bam gef að vera og góðan ávöxt bera en forðast allt hið illa svo ei mér nái’ að spilla. Ömmu mína, Sigurlínu Val- geirsdóttur, kveð ég og bið Guðs blessunar með þakklæti fyrir allt það sem hún veitti mér með lífí sínu. Deyr fé deyja frændur deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Viðar Helgason. GuðbjörgH. Guðbjarts- dóttír - Minning Fædd 30. september 1925 Dáin 8. nóvember 1992 Skömmu eftir að sumarið hafði kvatt og vetur gengið í garð kvaddi þennan heim tengdamóðir mín Guð- björg H. Guðbjartsdóttir. Andlát hennar kom okkur sem til þekktum ekki mjög á óvart þar sem heilsu hennar hafði hrakað mjög nú hin síðustu misseri. Samt er það svo að dauðinn er okkur sem eftir lifum jafnan þungbær en óumflýjanleg staðreynd þó svo að hann hafi gert boð á undan sér, enda var Guðbjörg lítt fyrir að tala um veikindi sín, það var ekki hennar stíll að kvarta. Guðbjörg, eða Gugga eins og hún var jafnan kölluð, fæddist á Patreks- fírði 30. september 1925, etst þriggja systkina. Yngri voru bræðumir Hall- dór og Torfi sem nú eru báðir látnir fyrir allmörgum ámm. Foreldrar hennar vom hjónin Ólafía Ólafsdóttir og Guðbjartur Torfason, en þau vom bæði af þeirri ætt er kennd er við Kollsvík í Vestur-Barðastrandar- sýslu. Gugga ólst upp á Patreksfírði til unglingsára, en þá fluttist fjöl- skyldan búferlum til Reykjavíkur. Fáum ámm eftir komuna til Reykja- víkur missti hún móður sína, þá ungl- ingsstúlka. Eftir lát móður hennar hvíldi heimilishaldið á hennar herð- um, enda vom bræður hennar þá enn á bamsaldri. Eftir að skyldunámi lauk settist Gugga í Kvennaskólann og útskrif- aðist þaðan árið 1942, hún hafði því nýlega átt hálfrar aldar útskriftaraf- mæli er hún lést. Hinn 13. febrúar 1948 giftist Gugga Högna Torfasyni sem einnig var ættaður af Vestfíörð- um. Foreldrar hans vom Björg Elín Finnsdóttir og Torfí Halldórsson skipstjóri. Þeim Guggu og Höggna varð þriggja barna auðið, en þau eru: Hildigunnur Lóa, fædd 17. nóv- ember 1949, gift Hans Georg Bær- ingssyni. Þau era búsett á Isafirði og eiga þijú böm. Ólafur Yngvi, fæddur 23. september 1953, kvæntur Kristínu Guðmundsdóttur. Þau em búsett í Kópavogi og eiga tvö böm. Aðalheiður, fædd 18. október 1958, gift undirrituðum, búsett á Ægissíðu í Rangárþingi og eigum tvö böm. Þau Gugga og Högni stofnuðu fyrst heimili í Reylqavík, en fluttu árið 1951 til Kaupmannahafnar, þar sem Högni starfaði sem fréttamaður fyrir íslenska ríkisútvarpið um tveggja ára skeið. Að þeim tíma liðn- um fluttu þau aftur heim og bjuggu í Reykjavík og síðar Kópavogi^ til ársins 1962, er þau flytjast til ísa- fjarðar, en Högni hafði á þeim tíma tekið að sér að gerast erindreki fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Vestfíörðum. Frá ísafirði fluttist fjölskyldan árið 1969 til Reykjavíkur, þar sem Gugga og Högni áttu heimili sitt æ síðan, nú síðast í Álakvísl 98, en Högni lést hinn 12. janúar 1990. Það var fyrir um 16 ámm að sá er þessar línur ritar kom fyrst á heimili Guggu, bar reyndar nokkurn kvíða fyrir þeirri heimsókn, þar sem hann var að gera tilraun til að ræna hana síðasta baminu er heima var. Sá ótti reyndist með öllu ástæðu- laus, því hún heilsaði mér hress í bragði og byijaði á að þakka mér fyrir að losa sig við stelpuna, enda kvaðst hún hafa verið farin að óttast að hún gengi ekki út. Upp frá þessu tókst með okkur hin ágætasta vin- átta, enda var Gugga höfðingi heim að sækja og ánægjulegt var jafnan að fá hana í heimsókn austur í sveitir. Bamabömum sínum reyndist Gugga góður félagi, enda sóttust þau eftir að vera í návist hennar. Þeirra 5 missir er mikill nú þegar engin amma-Gugga er lengur í Álakvísl- inni. Gugga var afar lagin í höndum og var margt til lista Iagt, nú hin síðari ár gerði hún t.d. mikið af ýmis konar glermunum sem hún ýmist seldi eða gaf. Ræktunarkona var hún mikil og hafði það sem kall- að er græna fíngur og ber lítill en snotur garður sem hún hafði komið sér upp í Álakvíslinni þar rækilegt vitni um. Útför Guggu verður gerð frá Foss- vogskirkju á morgun. Ég vil þakka tengdamóður minni fyrir samfylgd- ina og votta bömum hennar, barna- bömum og ástvinum öllum mína inni- legustu samúð. -f Guðmundur Einarsson. _____________Brids___________________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag kvenna Sl. mánudagskvöld hófst butler-tví- menningur með kauphallarútreikningi með þátttöku 22 para. Eftir sjö um- ferðir er staða efstu para þannig: Margrét Þorvarðard. - Hólmfriður Gunnarsd. 494 Elísabet Steinarsdóttir - Vigdís Sigutjónsd. 411 Herta Þorsteinsdóttir - Elin Jóhannsd. 387 BryndísÞorsteinsdóttir - Guðný Guðjónsd. 265 Júlíanaísebam-MargrétMargeirsd. 251 Bridsfélag Akureyrar Akureyrarmót í tvímenningi. Stað- an eftir 17 umferðir af 27 er þessi: JakobKristinsson-PéturGuðjónsson 256 HermannTómasson-ÁsgeirStefánsson 215 MagnúsMagnússon-ReynirHelgason 141 OrmarrSnæbjömsson-JónasRóbertsson 135 PállPálsson-ÞórarinnB.Jónsson 111 Hæsta skor síðasta kvöld: Jakob Kristinsson - Pétur Guðjónsson 144 Ævar Ármanhsson - Sverrir Þórisson 96 HermannTómasson-ÁsgeirStefánsson 93 Dynheimabrids: SigurbjömHaraldsson-JakobKristinsson 126 Sigurbjöm Þorgeirsson - Skúli Skúlason 126 Ármann Helgason - Soffía Guðmundsdóttir 123 Spilað verður i Dynheimum á sunnudagskvöldum í allan vetur og er byijað kl. 19.30. Góð verðlaun, bronsstig. Allir velkomnir. Kvennabrids: Jónína Pálsdóttir - Úna Sveinsdóttir 128 FriðbjörgFriðbjömsd. - Ingigerður Jóhannesd. 126 Soffía Guðmundsd. - Kristbjörg Halldórsdóttir 124 Bikarkeppni Norðurlands: Umsjónarmaður hefur frétt af 4 leikjum í bikarkeppninni. Kristján Guðjónsson vann Magnús Magnússon í frekar jöfnum leik. Stefán Bemdsen vann Gissur Jónasson í spennandi leik. Sparisjóður Siglufjarðar vann Sigurð Búason sannfærandi og Jón Öm Bemdsen vann Sigurð Búason. Svæðamót Norðurlands eystra: Svæðamót í tvímenningi verður haldið í Hamri, félagsheimili Þórs, sunnudaginn 22. nóvember. Spilaðar verða tvær umferðir, Mitchell, og er byijað kl. 10. Skráð er fram á laugar- dag, 21. nóvember, hjá Hauki Jóns- syni, vs. 11710, hs. 25134, og Jakob Kristinssyni, hs. 24171. Frá Skagfirðingum í Reykjavík Að loknum 6 umferðum af 11 f aðalsveitakeppni deildarinnar er staða efstu sveita þessi: Ármann J. Lámsson 124 Hjálmar S. Pálsson 112 Láms Hermannsson 111 Aron Þorfínnsson 102 Jón Viðar Jónmundsson 95 Úlfar Arnar Friðriksson 94 Fram 85 Sveitir Fram og Úlfars Amar eiga óspilaðan leik Minnt er á að sunnudagsspila- mennska Skagfírðinga verður í Drang- ey næsta sunnudag (Stakkahlíð 17) og hefst kl. 13. Allt spilaáhugafólk velkomið og öll- um útvegaður spilafélagi við hæfí. Bridsdeild Barðstrendinga Nýhafin er hraðsveitakeppni á veg- um félagsins með þátttöku 11 sveita. Staðan að loknu fyrsta kvöldinu er þessi: ÞórarinnÁmason 614 Sigurðurísaksson ' 592 GuðmundurJónasson 576 Kristinn Óskarsson 547 ÓlafurA. Jónsson 533 Bridsdeild Breiðholts Að loknum 12 umferðum í barómet- er er staða efstu para þessi: Lilja Guðnadóttir - Magnús Oddsson 119 BaldurBjartmarsson-ÓliBjömGunnarsson 59 EysteinnEinarsson-JónStcfánsson 53 Gísli Tryggvason—Leifur Kristjánsson 47 FriðjónMargeirsson-IngimundurGuðmundss. 47 ÞorsteinnBerg-ÓskarSigurðsson " 38 Bróðir okkar, GUNNAR ÞÓRARINSSON sölumaður, áður Laugavegi 76, verður jarðsunginn frá kapellunni í Fossvogi þriðjudaginn 17. nóvember kl. 13.30. Systkinin. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andiát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR BJÖRNSDÓTTUR, Suðurbraut 12, Hafnarfirði. Ægir Benediktsson Ingibjörg Benediktsdóttir, Benedikt Elenbergsson, Árdís Benediktsdóttir, Sigurður Jónsson, barnabörn og barnabarnabarn. + tnnilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför GUNNARS JENS GÍSLASONAR, Vagnsstööum, Suðursveit. Þórarinn Guðjón Gunnarsson, Ingunn Jónsdóttir, Halldóra Gunnarsdóttir, Guðný Valgerður Gunnarsdóttir, Sigurður Sigurbergsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Skrifstofan verður lokuð eftir hádegi mánudaginn 16. nóvember vegna jarðarfarar GUÐRÚNAR INGVARSDÓTTUR. Bjarni Þ. Halldórsson, heildv., Skútuvogi 11, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.