Morgunblaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1992 25 KAUPMANNAHAFNARBRÉF Hagnýtar ábendingar um danskan framburð ÞEGAR maður tekur upp sambýli vð nýtt og framandi tungumál, líður ekki á löngu áður en athygl- in beinist að einstökum algengum orðum og orðatiltækjum. Útlend- ingurinn tekur eftir að sum orð eru nánast stöðugt í loftinu. Og svo fer hann að velta þessum orð- um fyrir sér. Þegar danskan er annars vegar verður Islending- urinn líka að freista þess að tengja orðin, sem hann heyrir, við það mál sem hann hefur líklega ein- göngu lært af bókum. Það veldur vissum byrjunarerfiðleikum í dönsku, því munurinn á framburði og stafsetningu er töluverður og í munni sumra landsmanna ærið mikill. Ég hef heyrt ýmsa íslendinga, sem eru kunnugir Dönum segja frá því að fljótlega eftir að þeir kynntust þeim, hafí þeir tekið eft- ir undarlegri orðagusu, sem hljómaði einhvem veginn eins og „vaba!“, yfirleitt í nokkuð hvöss- um og spyijandi tón. Eftir nokk- urn tíma rann upp fyrir þeim að þetta var sú setning, sem sam- kvæmt stafsetningarvenjum er skrifuð „Hvad behager?" og sem íslendingamir höfðu lært í skóla að væri borin fram sem „Hvad beha’?“ og þýðir „Hvað segirðu?“, í þeim tilfellum þegar íslendingur myndi segja „Ha?“. (Margir út- lendingar hafa reyndar á orði hvað þeir hafi orðið undrandi þeg- ar þeir heyrðu íslendinga hvá í sífellu með þessu undarlega bau- landi „ha“-i. Sennilega nokkuð til í að við notum ha-ið mikið, því mér finnst að minnsta kosti óþægilegt að talá útlensku og geta ekki ha-að.) Nú orðið heyrist „vaba“ sára- sjaldan, ég man varla nokkurn tímann eftir að hafa heyrt það notað. í nýjustu útgáfunni af Nudansk ordbog er þessi setning heldur ekki gefin upp sem dæmi undir sögninni „at behage“. Setn- inguna er hins vegar að finna í Dansk-íslenskri orðabók eftir Freystein Gunnarsson í útgáfunni frá 1973. Því dreg ég þá ályktun að a.m.k. meðal Dana, sem fædd- ir eru á eða eftir stríðsárin, sé þessi setning lítið notuð. Og hvernig þeir hvá? Þeir segja ein- faldlega „hvad siger du?“, sem í mæltu máli hljómar „hva si’r du?“ En það er hins vegar annað orðatiltæki, sem flýtur stöðugt úr munni ungra Dana, eða fólks upp að fertugu eða svo. Það er setn- ing, sem hljómar „ikkoss?“, lyftist upp í endann í spumartón og er venjulega hnýtt aftan við aðra hveija setningu, í munni þeirra, sem nota hana á annað borð. Samkvæmt stafsetningarreglum skrifast hún „ikke ogsá“ og þýðir eiginlega „ekki satt?“ Þessi stöðuga leitun eftir sam- þykki viðmælanda er áberandi einkenni í máli . margra ungra Dana. Ekki síst er hún algeng, þegar landsmenn- tala við börn. Þess vegna klingir hún stöðugt á •leikskólum, barnaskólum og tóm- stundaheimilum. Þó setningin feli í sér spurningu, er samt ekki beint ætlast til að sá, sem talað er við, svari henni, heídur er hún nokk- urs konar árétting þess, sem spyijandinn hefur þeg'ar sagt. En áréttingin er harla máttlaus, þeg- ar hún er notuð eins og viðlag. í sjónvarpsfréttunum um daginn var rætt við tvær ungar stúlkur, sem syngja dægurlög. Þær komu fram í viðeigandi skrúða og „ik- koss“-uðu sig í öðru hveiju orði. Viðmælandinn gerði enga tilraun til að taka undir, enda ekki til þess ætlast. Spurningin er engin spurning. Það er alltof freistandi að túlka þessa leitun á samþykki, jafnvel þó hún sé merkingarlaus, sem sýnileg merki um þá viðleitni Dana að vera alltaf sammála. Á ytra borðinu virðast Danir hafa ánægju af að ræða málin, en und- ir niðri liggur oftast viðleitni til að ná á endanum einhveiju, sem líkist samkomulagi. Kannski þess vegna sem þeim virðist ganga svo vel að vera stjórnað af minnihluta- stjórnum. Þeir vilja hvort sem er alltaf helst vera sammála ... Orðið „dav“ eða „davs“ er al- gengasta kveðjan hér, borin fram sem „dá“ eða „dás“. Þetta er stytting úr „god dag“. Ég verð að segja eins og er að mér finnst þetta ferlega ljótt orð og kýs held- ur að segja „god dag“ eða „morg- en“, þó það hljómi heldur gamal- dags í munni þess, sem er undir sextugu. En reyndar nota Danir margir „hæ“, rétt eins og ná- grannar þeirra Svíar, sem segja „hæsa“. Flestir nota reyndar „hæ“ eingöngu sem kveðju, en ungt fólk notar „hæ“-ið bæði þeg- ar það heilsast og kveður. Éramburður dönskunnar breyt- ist ört þessi árin. Sérhljóðamir, sem eru skrifaðir a, e, i, o, u, æ, á og 0 og eiga sér hver sitt hljóð, eru í munni sumra Dana aðeins orðnir fjórir, nefnilega a, e, i og o og þá hvorki hreinir né skýrir, heldur eins og opnir og undnir, nema i. Dönskukennari á Fjóni sagði mér um daginn að hún hefði rekist á orð í stfl nemanda síns, án þess að geta áttað sig á hvaða orð þetta ætti að vera. Nemandinn skrifaði „hova“. Við nánari eftir- grennslan kom í ljós að hann átti við orð, sem á dönsku er skrifað „hovedvej“, „aðalbraut" og sem nemandinn bar fram og skrifaði sem „hova“. Gott dæmi um hvern- ig orðin eru eins og að skreppa saman. Samhljóðar í lok orða eða milli sérhljóða beijast fyrir lífi sínu í munni Dana um þessar mudnir. R og g hafa þurrkast út í munni margra. Orð eins og „lærer“, „kennari" og „læge“, læknir, er orðið eitt og sama orðið og hljóm- ar nokkurn veginn sem „kee“, aftur með þessum opnu hljóðum. Um leið verður stafsetningin afar erfiður lærdómur. Ágætur Dani sagði mér að hann hefði fengið bréf frá lítilli frænku sinni, sem byijaði „Kage Jorgen" ... Úm daginn heyrði ég gamla, danska leikritsupptöku í útvarp- inu, með látnum úrvalsleikurum eins og Clöru Pontoppidan og Paul Reumert. Þvílík unum að heyra þá dönsku, sem flaut þeim úr munni! Errin sátu fallega og skýrt í hálsinum, en voru ekki dottin niður í maga, ge-in liðuðust mjúklega inni á milli sérhljóð- anna. Óll hljóðin svo skýrlega kveðin, allir sérhljóðarnir með sínu hljóði. En jafnvel um miðja öldina hefur slíkur framburður aðeins verið í munni fárra. Vitaskuld töluðu ekki allir eins og Pon- toppidan og Reumert, sem voru fræg fyrir fallegt mál, auk þess að þykja afburða leikarar. í munni fullorðinna Dana, sem láta sig mál sitt einhveiju varða, má enn heyra mál, sem minnir á dönsku þessara frægu leikara. Ég tala stöku sinnum við roskna Dani úr þessum hópi og eftir því sem ég hef dönsku lengur í eyrunum, kann ég betur að meta þetta fal- lega mál, sem sumir landsmenn tala. Því miður er slíkt mál hátíða- brigði. Daglega málið er oftast hin mesti grautur. Og fáir virðast hafa átakanlegar áhyggjur af grautnum. Danir eru sáralítið uppteknir af móðurmálinu. Líkt og íslendingar eiga sér kvæði um „Astkæra ylhýra málið", þá eiga Danir sér einnig kvæði frá síðustu öld um sitt mál, þar sem því er líkt við unga jómfrú. Þar segir í lokin að þó mennirnir eldist og deyi, sé hún síung og falleg. Ég er ekki viss um að skáldinu þætti líkingin við hæfí, ef hann mætti heyra dönskuna í munni landa sinna nú til dags. Sigrún Davíðsdóttir Styrkir líkn- arstarf með sölujóiakorta Eins og undanfarin ár selja verslan- ir Hans Petersen hf. jólakort sem ætluð eru til að setja ljósmyndir í. Mjög er vandað til jólakortanna og eru margar gerðir í boði. í ár verða öll jólakortin til styrktar Gigtarfé- lagi íslands en um síðustu jól fór styrkurinn til Hjartavemdar. Af hveiju seldu jólakorti í verslunum Hans Petersen um þessi jól renna 5 kr. til Gigtarfélagsins. Á mynd- inni eru Hildur Petersen, fram- kvæmdastjóri Hans Petersen hf., og Hjördís Kröyer og Magnús Karl Pétursson frá Hjartavernd er af- hending styrksins frá í fyrra fór fram. V N Engjateigur Til leigu eða sölu Til leigu til lengri eða skemmri tíma, eða til sölu, salur sem er á einum besta stað á jarðhæð í Listahúsinu við Engjateig í Reykjavík. Salurinn er 121 fm, bjartur og fallegur, og tilvalinn fyrir sölumarkað eða ýmiskonar verslunarrekstur. Einnig eru til sölu í þessu glæsilega húsi tvær verslun- ar- eða vinnustofur 50 og 56 fm á jarðhæð. . FJÁRFESTING FASTEIGNASALA" Borgartúni 31,105 Rvk., s. 624250 Lögfr.: Pótur Þór Slgurösson hdl. (tr íbúðir fyrir aldraða Suður-Mjódd Ennþá eru til nokkrar íbúðir í Árskógum 6-8 í Mjódd. Um er að ræða 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir. Afhending íbúðanna í nr. 6 verður í mars 1993 og nr. 8 í september 1993. Ailar upplýsingar gefur Svanur Friðgeirsson á skrifstofu Félags eldri borgara, Borgartúni 31, á virkum dögum kl. 9-12 og 13-16. rFÉLAG ____ELDKI lF-E’Bl BORGARA Söluskrifstofa, Borgartúni 31, sfmi 621477. Álfheimar 72 3 nýjar íbúðir, fullbúnar til afhendingar: 2ja herb. 65 fm 3ja herb. 80 fm 3ja herb. 90 fm 1 herb. í kj. 35 fm Til sýnis kl. 14-16 næstu daga. Söluaðili: Birgir Halldórsson, sími 38859. /" ' Draumaaðstaða Til sölu nýr, glæsilegur, fullbúinn sumarbústaður við Meðalfellsvatn. Bústaðurinn er stofa, 3 svefnherb., eld- húskrókur og gott bað. Bátaskýli, þar er líka gott gufu- bað. Staðsetning er frábær á vatnsbakkanum. Fallegur staður, ca hálftímaakstur frá Reykjavík. Sá2-12QQ____________ Upplýsingar líka í símum 657818 og 985-20010. GARÐUR Skipholti 5 &

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.