Morgunblaðið - 18.11.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.11.1992, Blaðsíða 2
2 Gengisfall pundsins Viðskipta- kjör rýrna ummilljarð SÚ MIKLA lækkun sem orðið hef- ur á gengi sterlingspundsins að undanförnu rýrir viðskiptakjör um 1-1,5 milljarða króna, að sögn Þórðar Friðjónssonar forstjóra Þjóðhagsstofnunar. Hækkun und- anfarinna vikna á gengi Banda- rikjadais, sem í gær var 59,34 krónur, hefur hins vegar ekki veruleg áhrif hér á'landi, að mati Þórðar, enda þýðing Bandarikj- anna sem viðskiptalands minni en á árum áður. Á móti hækkun er- lendra skulda, sem að verulegu leyti eru enn í dollurum, kemur að vextir á lánum í þeirri mynt eru nú hagstæðir. Bretar eru helstu kaupendur ís- lenskra útflutningsafurða og keyptu tæplega fjórðung útflutnings héðan fyrir um 21,5 milljarð á síðasta ári en breskar vörur voru það ár um 8,5% af innflutningi. Undanfama mánuði hefur gengi sterlingpundsins fallið verulega og var kaupgengi þess komið undir 90 krónur við skráningu í gær. Á sama tíma hefur gengi banda- ríkjadals hækkað á ný og var í gær kaupgengi hans komið í 59,34 krón- ur en það var um 53 krónur fyrir um tveimur mánuðum. Þórður Frið- jónsson segir að hækkun á gengi dollars hafi að öllu samanlögðu minni áhrif á íslenskt efnahagslíf en áður og ekki mikil áhrif á vöruviðskipti þjóðanna, sem séu í ágætu jafn- vægi, innflutningur frá Bandarííg'un- um í fyrra hafi numið 10,5 milljörð- um en útflutningur þangað 11,5 milljörðum. Hins vegar leiði hækkun dollarans til þess að skuldastaða þjóðarinnar erlendis verði verri en áður enda stór hluti erlendra skulda í þeirri mynt, þótt vægi dollarans í því sambandi hafi minnkað á undanfömum árum. Á móti því komi að vextir af dollara- lánum séu lágir um þessar mundir. Þórður Friðjónsson sagði að að einhveiju leyti gæti sjávarútvegurinn mætt því áfalli sem gengishrun stefl- ingspundsins væri með því að draga úr framleiðslu fyrir breskan markað en þó væri óvíst að hve miklu leyti slíkt væri unnt fyrir til dæmis rækju- framleiðendur. Einnig væri viðbúið að hluti gengisfallsins yrði bættur upp með þeim hætti að breskir kaup- endur tækju á sig hærra verð en fyrr. Bláfjöll' Óbreytt gjald BORGARRÁÐ hefur samþykkt óbreytta gjaldskrá frá fyrra ári á skíðasvæðum Bláfjallanefndar i vetur. Árskort fullorðinna kostar 9.500 kr., árskort bama 4.500 kr., dagkort fullorðinna 850 kr. og dagkort barna kostar 350 kr. Hálfs dags kort full- orðinna kostar 700 kr. og hálfs dags kort bama 300 kr. Dagkort í bama- lyftu kostar 200 kr., æfingakort 4.000 kr., 8 miða kort fullorðinna 500 kr. og 8 miða kort bama 300 kr. í dag Óvenjuleg dauðsfoll_____________ Öndunarfærasýking skýrir ekki dauðsföll ratleikshlaupara. 18 Kekkonen Var forsetinn föðurlandshetja eða svikahrappur. 19 Atvinna Ekki fleiri Færeyingar við vinnu á íslandi síðastliðin 15-20 ár. 20 Leiðari_________________________ Eðlileg þátttaka í kostnaði. 20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1992 Morgunblaðið/Júlíus Lögreglumennimir Einar Ásbjörnsson og Pétur Sveinsson með hluta af framleiðslutækjum landagerðarinnar við Laugaveg. Bruggframleiðsla stöðvuð i bakhúsi við Laugaveginn LÖGREGLUMENN frá lögreglustöðinni i Breiðholti handtóku í gær fjóra menn og lögðu hald á um 250 lítra af gambra, fullkomin brugg- tæki, 8 lítra af eimuðum spíra, fíkniefni og ætlað þýfi í bilskúr i porti við Laugaveg. Á staðnum fundust eimingartæki og tunnur sem nægt hefði til að leggja í um 1200 lítra af landa, að sögn Péturs Sveinssonar lögregluvarðsljóra í Breiðholti. Á staðnum fundust einn- ig áhöld til fíkniefnaneyslu. Á þessu ári hafa lögreglumenn frá Breið- holtsstöðinni stöðvað landaframleiðslu i 20 húsum, að sögn Péturs. Meðal hinna handteknu era lið- lega tvítugir tvíburabræður, sem margsinnis hafa áður komið við sögu lögreglunnar, vegna ýmissa mála, þar á meðal fíkniefnamála og þeir hafa nokkram sinnum áður verið staðnir að bruggun. Talið er að sögn lögreglunnar að viðskipta- vinir mannanna greiði 1.000-1.500 krónur fyrir lítrann af landanum og er lægri talan heildsöluverð til dreifingaraðila en sú hærri smá- söluverð. í fórum eins hinna hand- teknu fundust fíkniefni. Mennirnir vora allir taldir undir áhrifum fíkniefna og vora yfírheyrslur yfir þeim ekki hafnar í gærkvöldi. í bílskúrnum, sem tvíburabræð- umir hafa haft á leigu í tæplega mánuð, fundust auk fullkominna ejmingartækja nokkrar plasttunn- ur, sem talið er að lagt hafí verið í um 1.200 lítrar af gambra en í þeim fundust um 250 lítrar. Þá fundust á staðnum 8 lítrar af eim- uðum spíra og ýmis konar þýfi, að því er lögreglan telur, svo og æfmgapúðar, hanskar og hlífðar- búnaður fyrir hnefaleikara. Að sögn Péturs Sveinssonar lög- regluvarðstjóra hefur hann ásamt mönnum sínum í lögreglustöðinni í Breiðholti stöðvað landafram- leiðslu á um tuttugu stöðum af þessu tagi það sem af er þessu ári. Hellt hefur verið niður um 15 þúsund lítram af gambra sem aft- ur svarar, að sögn Péturs Sveins- sonar, til um það bil 3 þúsund lítra af eimuðum landa. Fleiri landagerðir hafa nýlega ferigið lögregluheimsókn. Lögregl- an í Kópavogi og Keflavík í sam- vinnu við lögregluna í Breiðholti handtóku um helgina tvo menn sem framleitt höfðu landa í fisk- verkunarhúsi^ í Keflavík og dreift því þaðan. í fiskverkunarhúsinu fundust um 200 lítrar af gambra og átta flöskur af eimuðum miði fundust í bíl annars hinna hand- teknu. Fulltrúar lífeyrissjóðanna kynna sér verðbréfamarkaðiim í New York Lífeyrissjóðirnir verja 1»3% ráð- stöfiuiarfjár erlendis á næsta ári FULLTRÚAR frá 7 af stærstu líf- eyrissjóðunum hérlendis eru nú staddir í New York að kynna sér verðbréfamarkaðinn þar. Það er verðbréfafyrirtækið Oppenheim- er sem býður fulltrúunum til New York en þar munu þeir dvelja út vikuna. Auk þess að kynnast starf- semi Oppenheimer munu þeir m.a. heimsækja verðbréfamarkaðinn (New York Stock Exchange) og lífeyrissjóð IBM-fyrirtækisins. Hrafn Magnússon framkvæma- stjóri SAL segir að reiknað sé með að Iífeyrissjóðirnir veiji 1-3% af ráðstöfunarfé sínu erlendis á næsta ári en um áramót verða fjármagnsflutningar milli landa gefnir fijálsir. Guðmundur Franklín Jónsson, starfsmaður Oppenheimer, segir að ferðin sé aðallega til að kynna full- trúunum peningamarkaðinn í New York. Meðan á för þeirra stendur munu þeir fá leiðsögumann með sér um verðbréfamarkað New York- borgar og munu þeir m.a. fá að fara Bækur ► Súrrealískt vorævintýri - Söguritun Steinars Siguijónsson- ar - Endurminningar Báru - Ný skáldsaga Berglindar - Ljóðabók Vilborgar á gólfíð þar sem viðskiptin fara fram en slíkt fá að öllu jöfnu aðeins útvald- ir verðbréfasalar. Guðmundur Franklín segir að reiknað sé með töluverðum uppgangi á Bandaríkjamarkaði á næsta ári og vitnar hann í Wall Street Joumal máli sínu til stuðnings. í blaðinu í gærdag kemur m.a. fram að reiknað er með 2-3% hagvexti í Bandaríkjun- um á næsta ári og að dollarinn muni styrkjast um 32% á móti þýska mark- inu. Hrafn Magnússon framkvæmda- stjóri Sambands almennra lífeyris- sjóða segir að forráðamenn sjóðanna hafí verið að kynna sér fjármagns- markaði í Evrópu og Bandaríkjunum að undanförnu og í ár hafi verið mikið um að fulltrúar erlendra fjár- festingarsjóða og verðbréfafyrir- tækja hafí komið hingað til lands að kynna fyrirtæki sín. „Við ætlum hinsvegar að taka þessu mjög rólega fyrsta árið og ég reikna með að að- eins 1-3% af ráðstöfunarfé sjóðanna fari í fjárfestingar erlendis," segir Hrafn. „Mönnum er umhugað um að fjárfesta á sem tryggastan hátt og með sem bestri ávöxtun." Hagkvæmnisathugun vegna sæstrengs og verksmiðju 3 borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokks styðja ekki málið ÞRÍR af borgarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins greiddu ekki at- kvæði með því á fundi borgar- stjórnarflokksins í fyrrakvöld að Reykjavíkurborg tæki þátt í at- hugun á hagkvæmni þess að flytja raforku um sæstreng til Hollands og byggja sæstrengsverksmiðju í Reykjavík. Markús Örn Antons- son borgarstjóri hefur átt í við- Úr verinu ► Norðmenn vænta aflaaukning- ar— ígulkerin á Breiðafirði eru náma sem þarf að vinna úr — Lág laun helsti kosturinn við Qár- festingu í Mexíkó. Myndosögur ► Myndir eftir unga listamenn — Drátthagi blýanturinn — Fíll með beinagrind — BBB og fleiri skemmtilegar þrautir — Penna- vinir — Leikur og fróðleikur. ræðum við þijú hollenzk fyrirtæki um samstarf í þessu máli og ligg- ur samningur aðilanna fyrir. Mál- ið kemur til afgreiðslu á fundi borgarstjórnar annað kvöld. Beð- ið er eftir ákvörðun borgarstjórn- ar með að hefja athugunina, en afgreiðslu máisins var frestað á síðasta borgarstjórnarfundi. Á fundi í borgarstjómarflokki Sjálfstæðisflokksins í fyrradag voru greidd atkvæði um þátttöku í hag- kvæmnisathuguninni. Tuttugu manns sitja fundi borgarstjórnar- flokksins, tíu borgarfulltrúar og tíu varamenn. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins voru sextán fylgj- andi hagkvæmnisathugun. Tveir borgarfulltrúar, þær Guðrún Zoéga og Katrín Fjeldsted, greiddu atkvæði á móti málinu. Borgarfulltrúinn Júl- íus Hafstein og varafulltrúinn Har- aldur Blöndal sátu hjá. Fimmtán fulltrúar sitja í borgar- stjóm og þar af era tíu sjálfstæðis- menn. Greiði Júlíus, Katrín og Guð- rún atkvæði á sama veg á borgar- stjómarfundinum annað kvöld og á flokksfundinum er samþykkt málsins undir fulltrúum minnihlutans komin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.