Morgunblaðið - 18.11.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.11.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1992 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) IP* Eyðslusemi unglings fer í taugarnar á þér. Þú kemur vel fyrir í vinnunni. Láttu ekki smáatriði fram hjá þér fara. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú ert með hugann við heimilið árdegis. Kynntu þér vel staðreyndir áður en þú semur við aðra. Róman- tíkin dafnar í kvöld. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þú átt erfitt með að ein- beita þér, og hugurinn er á reiki. Þetta lagast með kvöldinu og þú ættir að bjóða gestum heim. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HIS Þú þarft að sýna aðgát í peningamálum og varast þunglyndi. Kvöldinu ættir þú að eyða í návist ástvinar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Reyndu að forðast ágrein- ing við einhvem í fjölskyld- unni árdegis. Persónuleiki þinn færir þér velgengni í viðskiptum. Meyja (23. ágúst - 22. september)<jf.^ Vertu ekki með sparðatín- ing sem aðeins tefur fyrir afgreiðslu mála. Þú nýtur tilverunnar með ástvini í kvöld. Vog (23. sept. - 22. október) Peningamál vinar geta ver- ið erfið viðfangs. Vertu ekki of hikandi í kvöld. Láttu fara vel um þig heima. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Heimsókn til vina gæti leitt til ánægjulegra kynna. Va- rastu að sýna of mikla eig- ingimi í samskiptum við félaga. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Einhver getur misboðið sið- ferðilegum skoðunum þín- um í dag. Kæruleysi hentar ekki í viðskiptum. Hrein- skilni opnar allar dyr. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Eitthvað hefur slæm áhrif á samskipti við vin. Það gæti verið afbrýðisemi. Þú gætir fengið óumbeðnar ráðleggingar. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Öy* Einhveijum viðskiptum miðar mjög hægt áfram. Vinur er ekki allur þar sem hann er séður. Þú nýtur kvöldsins. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Sh Þér finnst óréttlátlega að þér vegið. Skriffinnska get- ur tafið viðskipti. En það blæs byrlega í samkvæmis- lífinu. Stjörnusþána á aó lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. TOMMI OG JENNI LJÓSKA SMÁFÓLK Póstkassar hafa stóran munn en þeir segja aldrei neitt... Svei! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Líttu fyrst á spil norðurs. Makker opnar á einu laufi, eðli- legu, og næsti maður stekkur í tvo spaða. Hvað viltu segja? Suður gefur; NS á hættu. Norður ♦ 1065 ♦ ÁG1085 ♦ 982 ♦ KD Vestur ♦ KG874 ♦ 64 ♦ G1083 ♦ 94 Austur ♦ ÁD92 ♦ D732 ♦ D6 ♦ Á103 Suður ♦ G ¥K9 ♦ ÁK74 ♦G87652 Spilið úr leik íslands og breska unglingalandsliðsins á Lederer-mótinu í London. Vestur Norður Austur Suður - Hackett Guðm. PálIHackett Þorlákur 1 lauf 2 spaðar Dobl* 3 spaðar Pass * neikvætt Norður á ekki fyrir þremur hjörtum ef sögnin er krafa (eins og flestir spila), ,svo doblið er neyðarúrræði. í þessari stöðu er hins vegar mjög skynsamlegt að nota yfírfærslur, segja 3 tígla og passa síðan 3 hjörtu hjá makker (hann segir eitthvað annað með sterk spil). En hvað sem því líður, þá láku 3 spaðar einn niður; 50 til íslands. Stígandin var meiri í sögnum á hinu borðinu: Vestur Norður Austur Suður Jón B Davies Sævar Þ. Souter 1 lauf 1 spaði 2 hjörtu 4 spaðar Pass Pass Dobl Pass 5 lauf Pass Pass Dobl Pass Pass Pass Jón kom út með spaðakóng, fékk kall, og hélt áfram með lit- inn. Souter trompaði og spilaði laufi. Sævar drap strax og hélt áfram með spaðann. Suður trompaði aftur, tók laufdrottn- ingu og fór heim á tígulás til að taka síðasta trompið af Sæv- ari. í þann slag henti Jón hjarta. Souter sá þá að hann átti ekki vinningsvon, því Jón myndi aldr- ei henda frá hjartadrottning- unni. Souter gerði nú góða til- raun til að sleppa einn niður. Hann spilaði hjartaníunni og lét hana fara. Drepi aus'tur á drottn- ingu getur sagnhafi yfírdrepið hjartakóng og hent tíglum niður í fríhjarta. En Sævar var með stöðuna á hreinu og dúkkaði! Souter varð því að gefa tvo slagi á tígul: 2 niður og 500 til íslands. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti í Kecskemet í Ungveijalandi í haust kom þessi staða upp í skák alþjóðlega meist- arans Stajcic (2.300), Austurríki, sem hafði hvítt og átti leik, og ungversku stúlkunnar Zsofiu Polgar (2.445). Bcl? - Rd3!), 27. - Hxe8, 28. Rxf6n— Bxf6, 29. Bxc7 (Svartur er nú hjálparvana vegna leppaða riddawrans á b2) 29. - Hb8, 30. Hc7 - Kf8, 31. Rg5! og svartur gafst upp, þar eð viðunandi vörn gegn 32. Re6+ er ekki til staðar. Rússneski alþjóðameistarinn Vaulin sigraði mkeð 8'A v. af 11 mögulegum. Næstir komu Tékk- inn Blatny, sem einnig er alþjóða- meistari og stórmeistarinn Log- inov frá úsbekistan með l'h v. Zsofia Polgar varð næstneðst með aðeins 3‘/2 v. Henni hefur aldrei tekist að endurtaka yfírburðasigur sinn á opna mótinu í Róm 1989 og virðist nú standa systrum sín- um Júdit og Zsuzsu langt að baki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.