Morgunblaðið - 18.11.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.11.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1992 Sameining sveitarfélaga - landið eitt kjördæmi eftir Bjarna P. Magnússon Ástæða þess að undirritaður sér sig knúinn til að rita þessa grein er áfangaskýrsla nefndar er vinnur að tillögugerð um sameiningu sveit- arfélaga, eða öllu heldur viðbrögð eins nefndarmanna, alþingismanns- ins Kristins Gunnarssonar. Þing- maðurinn lætur eins og honum sé ókunnugt um ágæti þess að sameina sveitarfélög og verður afstaða hans ekki skilin öðruvísi en svo að hann telji sameiningu þeirra hér á Vest- fjörðum óálitlega, a.m.k. vill hann ekki standa að nefndaráliti því sem nýlega sá dagsins ljós. Fyrir þá sem ekki vita voru fyrir fimm árum sameinaðir fimm hreppar á sunnanverðum Vestíjörðum. Hreppamir voru Flateyjarhreppur, Múlahreppur, Gufudalshreppur, Reykhólahreppur og Geiradals- hreppur. Þessir fyrrum hreppar heita í dag einu nafni Reykhólahreppur. Hreppurinn tekur yfir 13 firði og íjölda eyja. Það tekur álíka langan tíma að aka gegnum hreppinn og að aka úr Reykjavík fyrir Hvalfjörð í Borgames, upp Norðurárdal, yfir Bröttubrekku, gegnum Dali í Gils- §örð, eða um þijá tíma. í hreppnum eru sjö fjallvegir, Qórir akfærir á sumrin er liggja í nærliggjandi sveit- arfélög en hinir þrír innan hreppsins. Hver sem skoðar og ber saman ástand mála fyrir og eftir samein- ingu hreppanna, sem nú mynda Reykhólahrepp, mun komast að því að sameiningin hafí verið til góðs. íbúum fjölgar - fyrirtæki og stofnanir eflast Starfsaðstaða einstaklinga og fyr- irtækja þeirra hefur batnað. Þjón- usta hins opinbera stóreflst. Unnið er að gerð skipulags, hvort heldur svæðis-, aðal- eða deiliskipulags þar sem lagt er á ráðin og tillögur gerð- ar um framtíðaruppbyggingu. Segja má að hæfilegrar bjartsýni gæti um þróun mála í hreppnum. Ef ekki kæmi til hinn mikli niðurskurður í landbúnaði, en hann er höfuðat- vinnuvegur íbúanna, íbúar á Reyk- hólum em í minnihluta íbúa hrepps- ins, þá væri engin þörf að kvarta. Þegar þetta er skrifað er Hafrann- sóknastofnun, að beiðni og á kostnað hreppsnefndar, að vinna að svæða- talningu á beitukóngi í Breiðafirði. Ætlunin er að taka upp þráðinn þar sem forfeður okkar í hreppnum slepptu honum fyrr á öldum, en beitukóngur var hvergi unninn til matar nema hér í sveit. Þetta er lít- ið dæmi um að það er hægt að gera ýmislegt annað en að kvarta og kveina og ætlast til þess að allir aðrir leysi vandann. í dag var verið að loka Þömnga- verksmiðjunni og nær öllum sagt upp, verksmiðjan er stærsti atvinnu- rekandi staðarins. Ákvörðunin var tekin að höfðu samráði stjómenda, starfsmanna, eigenda og hrepps- nefndar til þess að forða henni frá taprekstri sem til lengri tíma litið verður einungis til þess að gjaldþrot blasir við. í staðinn vom spilin stokk- uð, stjómendur verksmiðjunnar hafa síðustu misseri endurskipulagt í rekstri, lækkað kostnað, þá er ýmis- legt í athugun til þess að auka sölu. Þeir sem misstu vinnuna fá vinnu hjá hreppnum við verk sem með skipulagi var hægt að bíða með og eins við önnur sem hægt var að afla fjármagns til vegna þess að sterkara sveitarfélag gat skipulagt og lagt á ráðin um framkvæmdir sem annars hefðu ekki orðið. Til samanburðar skal þess getið að íjármunir þeir sem hreppurinn leggur til vegna þessara sérstöku verkefna jafngildir því að Reykjavíkurborg, miðað við höfða- tölu, legði fram 1.000 milljónir króna. Samskipti við ríkisvaldið, Byggða- stofnun, Framleiðnisjóð og stofnanir sambands íslenskra sveitarafélaga hafa skipt miklu í því hversu til hefur tekist. Jöfunarsjóðurinn og samskiptin við ríkisvaldið { sveitarfélagi þar sem tekjur eru hvað lægstar skiptir Jöfnunarsjóður sveitarfélaga sköpum og verður ekki annað sagt en að sú breyting sem gerð var á á sjóðunum nýlega hafí gjörbreytt starfsemi sveitarsjóðs. Félagsmálaráðherra hefur sannað á ótvíræðan hátt að Jöfnunarsjóðurinn gagnast nú fámennum sveitarfélög- um mun betur en áður. Hver sem efast getur kynnt sér það með því að bera saman hag smærri sveitarfé- laga fyrir og eftir breytinguna, a.m.k. eru dæmin augljós í Reyk- hólahreppi. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið verklok á hjúkrunar- og dvalarheim- ili fyrir aldraða sem verið hefur tíu ár í byggingu. Áður átti stofnunin í miklum erfíðleikum en nú er hún eitt bestu fyrirtækja hreppsins. Hér er fátt eitt nefnt en víst er að ef ekki hefði komið til öflugri stjórn- sýsla Vegna sameiningarinnar væru mál öðruvísi en nú hér í hreppnum. Ekki má skilja orð mín svo að allt batni ineð sameiningu. Sumt er þess eðlis að sameining fær litlu breytt. Hér er t.d. átt við akstur skólabama, börnum á Skálanesi er ekið að morgni um 60 kílómetra leið yfír tvo fjallvegi í Reykhóla til skóla og aftur til baka síðdegis, mér er sem ég sjái Selfyssinga samþykkja það að senda sex ára böm til Reykja- víkur að morgni í skóla og aftur til baka að kveldi. Beðið var um fjár- veitingu til kennslu í seli í Gufudals- sveit svo yngstu börnin þyrftu ekki að aka þessa leið en því var hafnað af fræðslufirvöldum. Hreppsnefnd ákvað þá að kosta það sjálf þann hluta ársins sem veður og færð eru verst. Það sýnir best að tillaga nefndarinnar um að skólarnir verði hjá sveitarfélögunum er rétt. Auðvit- að verður að tryggja sveitarfélögun- um tekjustofna en valdið á að vera þeirra, því þau vita best hvar skórinn kreppir. Þá fínnst sumum erfítt að búa við það að læknir sé staðsettur í 100 til 170 kílómetra fjarlægð frá heim- ili. Samsvarar það því að þeir í Vík í Mýrdal þyrftu að eiga heilsugæslu- lækninn í Reykjavík. Þessi dæmi eru raunveruleg, ekki tíunduð hér til þess að mæla með því að þau verði öðrum fyrirmynd, en mættu vera áminning um að ekki búi allir við sömu kjör og að þeir sem best búa mættu stundum þakka fyrir það fremur en hitt. Bjarni P. Magnússon „ Af kynnum mínum af málefnum Reykjavíkur- borgar sem borgarfull- trúi, og nú sem sveitar- stjóri eins dreifbýlasta hrepps landsins, er mér \jóst að hægt er að sljórna suðvesturhorn- inu sem einu sveitarfé- lagi og spara verulegar fjárhæðir. Ekki ætla ég þó að af því verði strax enda eðlilegt og nauð- synlegt að um það takist víðtæk samstaða svo vel fari.“ Að vísu er eitt atriði sem sjálf- stæðismenn töluðu mikið um í síð- ustu kosningabaráttu og varðar mjög hve til tekst í sameiningarmál- um, en það er vegagerð. Reyndar var íbúum hreppanna lofað ýmsu við sameininguna. Því sem lofað var og hefur verið á valdi Alþýðuflokksráð- herra að framkvæma hefur verið efnt. Það loforð sem mestu skipti þó var loforðið um samgöngubætur. Þrátt fyrir að bráðum séu liðin sex ár verður lítt vart við viðleitni til þess að efna það loforð. Brú yfir Gilsijörð var ekki á lista um vega- framkvæmdir, sem sérstaklega á að vinna að á næstu árum þrátt fyrir að því hafi verið lofað fyrir sex árum. Fresturinn í því máli er að renna út og ekki verður sagt um sjálfstæð- ismenn í þeim efnum að þeir hafí Náttúruvernd á Seltjarnamesi Vilji fólksins ráði eftir ÖlafF. Magnússon Miðvikudaginn 4. nóvember síð- astliðinn birtist í Morgunblaðinu grein undir heitinu „Borgarafundur á Seltjarnamesi" eftir Guðrúnu K. Þorbergsdóttur, bæjarfulltrúa þar. - { grein sinni hvetur Guðrún Sel- timinga til að mæta á fund daginn eftir, þar sem kynna átti tillögur um „skipulag vestursvæðis Seltjamar- ness“, en mikil andstaða hefur kom- ið fram gegn „hugmyndum um hringveg þvert yfir útivistarsvæðið og þá ekki síður gegn hugmyndum um allt að 96 húsa byggð á þessu fagra og opna svæði“, eins og Guð- rún orðar það. Þá Iýsir hún þeirri hugarfarsbreytingu og því breytta verðmætamati, sem hefur átt sér stað meðal fólks og teiur rangt að fórna útivistarsvæði til þess að leysa umferðarmál á Seltjamarnesi. Jafn- framt telur hún nánast fullbyggt í landi sveitarfélagsins og tímabært að staldra við í þeim efnum og nefn- ir skemmdir á Valhúsahæð sem víti til vamaðar. Þverpólitískt mál Auðvelt er að taka undir flest þau sjónarmið, sem greint er frá hér að framan, enda virðist vera um þver- pólitískt mál að ræða, sem allir ættu að geta sameinast um. Það kemur því á óvart, þegar Guðrún segir bæjarstjórann á Seltjamamesi, Sig- urgeir Sigurðsson, enn vera fylgj- andi byggð vestan núverandi byggð- armarka. Guðrún segir röksemd „Náttúruvernd á Sel- tjarnarnesi er mikil- vægt mál, sem á að setja ofar skammtíma- hagsmunum í rekstri og fjárhag bæjarfélagsins þar. Hún er auk þess hagsmunamál allra íbúa höfuðborgarsvæð- isins, en ekki einkamál Seltirninga.“ bæjarstjórans í þessu máli vera þá að það yrði bæjarfélaginu of dýrt að kaupa landið til friðlýsingar án þess að nokkurt fé kæmi í staðinn (þ.e. gatnagerðargjöld, útsvar og fasteignagjöld). Þetta er að verulegu leyti í samræmi við þau sjónarmið bæjarstjórans sem kömu fram í við- tali Elínar Pálmadóttur, blaða- manns, við hann í Morgunblaðsgrein hennar 3. maí sl. undir heitinu „Veg- ur eða ekki vegur?“ Óviðunandi afstaða Sú afstaða bæjarstjórans á • Sel- tjamarnesi sem hér er lýst hlýtur að ganga í berhögg við vilja þorra sjálfstæðismanna og annarra íbúa á Seltjamamesi og í nærliggjandi sveitarfélögum. Náttúruvemd á Sel- tjarnamesi er mikilvægt mál, sem á að setja ofar skammtímahagsmun- um í rekstri og fjárhag bæjarfélags- ins þar. Hún er auk þess hagsmuna- mál allra íbúa höfuðborgarsvæðis- ins, en ekki einkamál Seltiminga. En víkjum nú aftur að áður- nefndri grein Elínar Pálmadóttur frá 3. maí sl., en þar segir m.a.: „Kom- in er upp hörð deila um skipulag sem unnið er að á mörkum þessa opna svæðis. Svo hörð að nokkrir sjálf- stæðismenn, þar á meðal tveir fyrr- verandi forsetár bæjarstjórnar og formaður fulltrúaráðs flokksins, hafa skrifað flokksfélögum sínum í bæjarstjórn og farið fram á að þeir stöðvi og endurskoði áform um byggingar og vegalagningu á þess- um stað.“ Síðan eru birt viðtöl við Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóra, Guðmar Magnússon, fyrrverandi . forseta bæjarstjórnar og Jón Hákon Magnússon, formann fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnar- nesi. Þar kemur skýrt fram, að þeir Guðmar og Jón „eru alfarið á móti þessum tillögum". í grein Elínar var einnig rætt við Aðalstein Sigurðsson, fiskifræðing, sem Iýsti andstöðu við áðumefnd áform um byggingarframkvæmdir og vegalagningu. Aðalstéihn ritaði síðan grein í Morgunblaðið undir heitinu „Náttúruverðmæti á Sel- tjamarnesi og viðhald þeirra", sem birtist 8. maí sl. Þar er vitnað í skýrslu náttúrufræðistofnunar ís- lands um „Náttúmfar á Seltjarnar- nesi“, en hún var afhent bæjarstjórn- inni þar á sl. ári. Grein Áðalsteins er afar fróðleg og hefur eflaust orð- ið mörgum íbúum höfuðborgarsvæð- isins hvatning til vettvangskönnunar vestast á Seltjamarnesi og opnað augu þeirra fyrir því, hve dýrmæt náttúruperla fyrirfínnst þar. Ekkert hefur komið fram í fjöl- miðlum að undanförnu, sem bendir til þess, að núverandi bæjarstjórn- armeirihluti á Seltjarnarnesi hafí ótvírætt umboð frá kjósendum þar til þess að ráðast í framkvæmd þeirra hugmynda, sem lýst er í upp- hafi þessarar greinar. Þvert á móti liggur fyrir kosningaloforð sjálf- stæðismanna fyrir síðustu bæj- arstjórnarkosningar á Seltjarnarnesi um „verndun lands og náttúrugæða vestan Nesstofu" og við það ber að standa. Nýlega vom á kreiki hugmyndir um stækkun golfvallar Seltiminga og því var haldið fram, að fuglar á svæðinu myndu venjast golfkúlu- slætti og umgangi tengdum honum! Reynslan segir annað. Mér er tjáð, að bæjarstjóm Seltjarnarness hafí þegar hafnað þessum hugmyndum. { þessu sambandi má rifja upp, að 35 fuglategundir hafa aðsetur á náttúruminjasvæðinu vestan Nes- stofu, þar af 22 tegundir varpfugla, en þessa er getið á skilti Náttúm- fræðistofnunar íslands fyrir sunnan Bakkatjörn. Með fullri virðingu fyrir golfáhugamönnum, þá finnst mér íþrótt þeirra hvorki geta farið fram á slíku svæði, né á almennum fólk- vangi. Vestasta byggð norðan til á Sel- tjamamesi er við svonefnda Bygg- garða, þar sem er ófrágengið at- vinnuhúsnæði. Þetta er til mikilla lýta og moldarbingur og gámastöð þar suður af auka ekki á fríðleikann. Þetta svæði þarfnast lagfæringa. Vestasta byggðin sunnan til á nesinu metnað eða vilja til þess að standa við gefín loforð. Undantekning þar á er Matthías Bjarnason, en ef ekki væri fyrir hans staðfestu væm sjálf- stæðismenn sjálfsagt búnir að ýta framkvæmdum við brúna fram á næstu öld. Matthías veit hvað það er að lofa. Af kynnum mínum af málefnum Reykjavíkurborgar sem borgarfull- trúi, og nú sem sveitarstjóri eins dreifbýlasta hrepps landsins, er mér ljóst að hægt er að stjórna suðvest- urhorninu sem einu sveitarfélagi og spara vemlegar fjárhæðir. Ekki ætla ég þó að af því verði strax enda eðlilegt og nauðsynlegt að um það takist víðtæk samstaða svo vel fari. Landið eitt kjördæmi Á síðasta flokksþingi Alþýðu- flokksins flutti undirritaður tillögu um að landið verði eitt kjördæmi. Ástæðan er að fyrr verður ekki jöfnuði náð í vægi atkvæða, en jöfn- uður í þeim efnum er forsenda öflugs lýðræðis, þess stjórnarfyrirkomulags sem greypt er í þjóðina. Það er eðlileg krafa samtímans að þingmenn séu þingmenn landsins alls en ekki einverra fárra. Ef þetta fyrirkomulag ríkti ættu Vestfirðing- ar nífalt fleiri þingmenn en nú er. Ef af yrði tel ég rétt, en ekki nauðsynlegt, að þingmönnum verði fækkað og má vel hugsa sér töluna 40 í því sambandi. Þá væri og rétt að skoða persónu- og listakjör. Það gæti til að mynda verið með þeim hætti að sá sem vildi veg Sjálfstæð- isflokksins mestan merkti x við D en fengi að kjósa menn annarra lista. Svo dæmi sé tekið gæti kjósandinn x-að við Steingrím Hermannsson og svo x við D, Sjálfstæðisflokkurinn fengi 35 af 40 atkvæðum kjósand- ans. í þessari grein ætla ég ekki að útfæra hugmyndina frekar en ótal afbrigði eru til um framkvæmdina. Hitt er þó víst að landið sem eitt kjördæmi og fá en öflug sveitarfélög mun örugglega vera fyrirkomulag sem skilar betri árangri en það fyrir- komulag sem nú gildir. Stærri og öflugri einingar eru ótvírætt úrræði til bóta í stjórnsýslu okkar íslendinga. Þeim sem efast um að nefndin sem vinnur að sam- einingu sveitarfélaga sé á réttri braut ef gengið er út frá öflugri stjórnsýslu skjöplast hrikalega. Höfundur er sveitarstjóri Reykhólahrepps og fyrrverandi borgarfulltrúi íReykjavík. Ólafur F. Magnússon fellur hins vegar vel að umhverfí sínu og þolir ekkert rask, m.a. vegna ná- lægðar við Bakkatjörn. A borgarafundinum á Seltjarnar- nesi 5. nóvember sl. var samþykkt tillaga frá Steini Jónssyni, varabæj- arfulltrúa sjálfstæðismanna þar, um að fram fari skoðanakönnun meðal íbúa um skipulag vestursvæðisins svonefnda og ber að fagna þeirri samþykkt. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd, að tryggja þarf að nátt- úruverðmætum á höfuðborgarsvæð- inu verði ekki fómað fyrir skamm- tímahagsmuni einstakra sveitarfé- laga þar. Það verður best gert með stóraukinni samvinnu sveitarfélag- anna í umhverfísmálum. Höfundur er læknir og varaborgarfulltrúi í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.