Morgunblaðið - 18.11.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.11.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1992 9 Tilboð ínokkra daga Verð frá kr. 6.000 til kr. 9.500 Tilvalið að fá sér kjól fyrir jólin. ■f Laugavegi 61, sfmi 23970. Nú er rétti tíminn til a ð hefja reglulegan spamab með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. Notaðu símann núna, hringdu í 62 60 40, 69 96 00 eða 99 66 99 sem er grænt númer. Kalkofnsvegi 1, sími 91- 699600 ÞJONUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, sími 91- 626040 Kringlunni, sími 91- 689797 Krónan - fimmtung’ur af sjálfri sér „Niðurlægíng krón- unnar er þvílík,“ segir Guðmundin- Magnússon í grein í Visbendingu, „að verðgildi hennar er nú um fimmtungur af því sem það var við mynt- breytingfuna 1980“. Guð- mundur vill stefna að þvi að binda krómma eku á árinu 1993. Orðrétt segir í grein hans: * „ísiendingar eiga að miða gengi ísienzku krónunar við eku-gildi hið fyrsta. * Of hægt miðar þjá rík- isstjóm og Seðlabanka við að tengja krónuna eku. * Treysta verður trú- verðugleika gengisstefn- unnar þannig að flótta- mannaleiðin, sem ég hefi nefnt svo, verði útilokuð. Viðmiðun við eku gefur stjórnmálamönnum tæki- færi til þess að láta taka sig trúanlega. * Binding við eku yrði til þess að draga úr verð- bólgu, lækka vexti og auðvelda fjármagns- flutninga til landsins. * Binding við eku setur kjarasamningum skorð- ur. * Hluimindagjald í sjáv- arútvegi er ekki lengur nauðsynleg forsenda fastgengisstefnu, en það auðveldar framkvæmd hennar við ríkjandi að- stæður á fjármagns- markaði. * Seðlabankinn þarf að verða sjálfstæðari og hafa skýrari markmið en nú er. * Setja þarf kvóta á stjórnmálamenn með því að banna rikissjóði að taka lán, hvort sem er í Seðlabanka eða erlendis, tU þess að fjármagna halla“. Það sem horf- ir til framfara Síðan segir: „Aður en lengra er Dr. Guðmundur Magnússon pró- fessor. Kúgildi - Eku-gildi „Áður fyrr mældu íslendingar verð- mæti í kúgildum. Nú er réttur tíminn að renna upp til að miða krónuna við eku- gildi.“ Þannig mælir dr. Guðmundur Magnússon, prófessor, í grein í Vísbend- ingu, vikuriti um viðskipti og efnahags- mál. haldið er rétt að tíunda það sem horfir tíl fram- fara í gengisstefnu ríkis- sljórnarinnar: 1) Aðalatriðið er fast- gengisstefna, hvort sem miðað er við viðskipta- vog eða eku-gildi. 2) Koma þarf á gjald- eyrismarkaði, þ.e. sveigj- anlegri gengisskráningu í bankakerfinu. 3) Breytíng á gengis- körfunni um áramótín 1991—1992, þegíu- fleiri eku-myntir voru teknar með í hana, var mikil- vægt spor í rétta átt. 4) Efla þarf sjálfstæði Seðlabankans og virkni sljómtækja hans. 5) Betra en ekkert er að nefna árið 1993 sem eku-ár.“ Þetta er gott svo langt sem það nær, en ganga þarf enn lengra í því að styrkja framkvæmd fast- gengisstefnunnar." Reynsla Dana Síðan víkur höfundur að óróanum á gjaldeyris- markaði siðastliðið haust þegar hriktí í gengissam- starfi Evrópuþjóða. Hann staðhæfir að evr- ópska gengiskerfið sé ekki rót óróans, þvert á mótí; óróinn hafl getað orðið meiri ef þess hefði ekki notíð við. I fram- haldi af þeirri staðhæf- ingu bendir hann á reynslu Dana: „Athyglisvert er að nær engin spákaup- mennska áttí sér stað gegn dönsku krónunni í sviptíngunum í haust. Þetta á tvímælalaust ræt- ur sínar að rekja til þess að Danir hafa öðlast trú- verðugleika með föstu markaðsgengi undanfar- in tíu ár. Þá höfnuðu þeir gengisfellingarleið- inni sem margir lögðu til að farin yrði. Þess í stað létu þeir sig hafa að búa við hærri vextí en í ná- grannalöndum um árabil og þeir tóku líka við að ná niður ríkisútgjöldum og viðskiptahalla. Arangurinn er sá að nú hefur halli á viðskipt- um breytzt í afgang, rik- isbáknið hefur minnkað og litill munur er orðinn á vöxtum i Danmörku og Þýzkalandi. Einnig má nefna, að fjármagnsflóttí frá Danmörku til megin- landsins hefur verið minni en hjá Finnum, Norðmönnum o^r Svium. Atvhmuleysi er’ vanda- mál í Danmörku en það er þó viða meira innan Evrópubandalagsins." Staða krón- unnar Lokaorð greinar pró- fessorsins eru þessi: „Nokkrir ráðamenn hafa státað sig af því að hamagangurinn á alþjóð- legum gjaldeyrismarkaði hafi ekki snert íslenzku krónuna og sýni það styrkleika hennar og stöðugleika íslenzks efnahagslifs. Þetta er broslegt sjálfshól. Skýr- ingin er einföld. íslenzka krónan er ekki alþjðða- mynt og miklar takmark- anir á flutningi fjár- magns frá landinu og til þess. Þess má einnig sjá merki, að menn telji gengisbreytingar á al- þjóðamarkaði sýna að ís- lenzka krónan sé of hátt skráð. Vissulega hafa sviptingamar valdið þvi að raungengi krónunnar hefur hækkað gagnvart ýmsum mikilvægum gjaldmiðlum. En frumá- stæða fyrir háværum kröfum um gengisfell- ingu krónunnar er önn- ur. Þjóðarsáttin hefur ekki verið notuð sem skyldi til umbóta í ríkis- fjármálum, stjóm pen- ingamála, sjávarútvegi og landbúnaði." RABBFUNDUR í VÍB-STOFUNNI HVERNIG GETUM VIÐ GRÆTT Á ALÞJÓÐAVIÐSKIPTU M? A morgun, fímmtudaginn 19. nóvember, verður Ingólfur Skúlason, framkvæmdastjóri Ocean Bounty Ltd., í VÍB- stofunni og ræðir við gesti um það hvemig íslendingar geta grætt í útlöndum. Eru einhver vannýtt tækifæri í út- flutningi? Nýtum við nægilega reynslu okkar við sölu á fiski? Geta íslendingar haslað sér völl í alþjóðaviðskiptum með aðrar vörur en íslenskar? Hverju breytir EES? Fundurinn hefst kl. 17:15 og er öllum opinn. Armúla 13a, 1. hæð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.