Morgunblaðið - 18.11.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.11.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1992 Krókaleyfin og togarajaxlamir Frá Bergi Garðarssyni: MAÐUR er alveg gáttaður á hvað menn geta látið út úr sér. Að maður eins og Reynir Traustason, stýrimaður á Sléttanesi, skuli tala um trillusjómenn sem hjartveika menn og hefur ekki samúð með hnignandi byggðarlagi. Ég veit ekki betur en stór hópur okkar trillukarla sér fyrrverandi skip- stjórar og togarajaxlar sem hafa dregið sig í hlé frá langri útiveru og vilja vera meira með fjölskyld- unni, á efri árum. Mér þykja menn eins og Reynir tala fyrir fámennan hóp, ef hann ber ekki meiri virð- ingu fyrir sjávarplássum landsins en að hann vilji þurrka þau út. Þau passi. ekki inn í kerfið, en hann skilur ekki að það er kerfíð sem passar ekki fyrir plássin, sem mörg hver standa og falla með trilluútgerð. Reynir talar um að það séu engar hömlur á smábát- um. Það er þriggja mánaða bann á ári til viðbótar brælunum sem ættu að duga. Hann talar um að togarajaxlinn og trillusjómaðurinn eigi að sitja við borð með sóknar- stýringu. Hvemig dettur mannin- um það í hug að við trillukarlar sitji við sama borð og eins til sex tonna trilla og fjögur hundruð til þúsund tonna togari. Ég held að Reynir sé að verða eitthvað lítill togarajaxl ef hann leggur þetta að jöfnu. Hann talar um sukk í kvotasölum og kaupum, hvar er þá sukkið mest. Hveijir hafa keypt mestallan kvótann? Eru það ekki togarar? Þar hlýtur sukkið að vera mest. Ég held að Reynir ætti að líta í eigin barm og sjá það að við trillukarlar höfum ekki til skipta og ekki fá þeir neitt meira þó þeir hengi okkur, nema atvinnuleysi. Væri ekki nær að reyna að styðja okkur í þeirri baráttu að halda lífi. Við getum aldrei borið saman togara og trillu. Togari kemst alltaf á sjó, en trilla liggur bundin vegna brælu stóran hluta ársins. BERGUR GARÐARSSON formaður Snæfells Grundarfirði Pennavinir Tékknesk 24 ára gift kona með áhuga á skíðum og er náttúruunn- andi: Miriam Ocenasova, Jegorovova 15, 036 07 Martin-Vrutky, Czechoslovakia. Frá Finnlandi skrifar 26 ára kona, eins bams móðir, með áhuga á bréfaskriftum, útreiðum, tónlist, handavinnu, safnar póskortum: Eija Makela, Salonmaentie 37 as 3, FI-61360 Mieto, Finland. Frá Ghana skrifar 22 ára stúlka með áhuga á dýrum, söng, íþróttum og matargerð: Matilda Ama Walker, P.O. Box 1093, Oguaa, Ghana. LEIÐRÉTTINGAR Misritanir í minningargrein í minningargrein um írisi Brynj- ólfsdóttur í blaðinu í gær eftir Odd Sigurðsson slæddist meinleg prent- villa. Þar er talað um samskipti hennar við aldraðan föður sinn. Stendur þar: umhyggjulausan. Auð- vitað átti að standa þar umhyggju- saman. Eru hlutaðeigendur beðnir afsökunar á misrituninni. Ennfrem- ur brenglaðist niðurlagið í kveðju- orðum um hina látnu eftir Sigur- laugu G. Þórarinsdóttur. Þar stend- ur að hún votti systkinum sínum dýpstu samúð, en átti að standa systkinum írisar. Leiðréttist þetta hér með. Rangt verð í frétt á blaðsíðu 14 í blaðinu í gær, þar sem skýrt er frá nýútko- minni píanóbók, Píanóleikur - Laga- safn 1, eftir Björgvin Þ. Valdimars- son, segir að bókin kosti 1.150 krónur. Þetta er rangt bókin kostar 585 krónur. VELVAKANDI HLIÐARTASKA Yasomit hliðartaska tapaðist fyrir mánuði. í töskunni voru m.a. regnhlíf og handskrifuð og vélrituð blöð. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í Svölu í síma 27177. HJÓL Grátt karlmannshjól fannst við Hólavallagötu. Upplýsingar í síma 624352. HIRÐIUPP EFTHt HUNDINN Erla Víglund: Ég vil koma tilmælum til hundaeiganda sem hefur vanið komur sínar með trúlega nokkuð stóran hund bak við Verðlistann við Laugalæk, þar sem sorpt- unnur fyrirtækisins eru. Vil ég vinsamlegast biðja viðkomandi að taka með sér poka og segja honum að það fást einnota hanskar í öllum apótekum og hirða upp það sem hundurinn hans leggur frá sér bak við verslunina. Stúlkunum mínum fínnst hvimleitt að stíga ofan í þetta, ef ég er ekki nógu fljót að þrífa þetta upp. JAKKI Ljósbrúnn leðuijakki mað gylltum rennilás tapaðist á Hót- el íslandi föstudagskvölið 6. nóvember. Vinsamlegast hringið í síma 43281 ef hann hefur fundist. KETTLINGUR Svartur stálpaður kettlingur fannst í Þingholtunum fyrir skömmu. Hann er með svarta ól en ómerktur. Eigandi getur haft samband í Kattholt eða í síma 668079. GLERAUGU Barnagleraugu funndust á Sogavegi á föstudag. Upplýs- ingar í síma 35796. Húfurnar komnar aftur Hagstættverð GLÆSIBÆ . SÍMI 812922 Hvaba kröfur gerir þú til nvrrar þvottavélar ? Væntanlega þær, aö hún þvoi, skoli og vindi vel, en sé jafnframt spameytin á orku, vatn og sápu. Ab hún sé aubveld í notkun, hljóölát og falleg. Sí&ast en ekki síst, a& hún endist vel án sífelldra bilana, og a& varahluta- og vi&ger&aþjónusta seljandans sé gó&. Séu þetta kröfurnar, iíttu þá nánar á ASKO hjá Fönix. ASKO stenst þær allar og meira til, J)ví þaö fást ekki vanda&arí né spameytnari vélar. Og þjonusta Fönix er fyrsta flokks, traust og lipur. Ver&iö svíkur engan, því nú um sinn bjóbum vi& ASKO þvottavélarnar, bæ&T framhla&nar og topphlabnar, á sérstöku tilboðsverði: ASK010003 framhl. 1000 sn.vinding ASK011003 framhl. 900/1300 snún. ASK012003 framhl. 900/1300 snún. ASKO 20003 framhl. 900-1500 snún. ASK016003 topphl. 900/1300 snún. Aður 79.950 NÚ AÐEINS 68.960stgr. Áður 89.240 NÚ AÐEINS78.480stgr. Áður 93.480 NÚ AÐEINS 81.950stgr. Áður 114.990 NÚAÐEINS 99.960stgr. Áður 89.150 NÚAÐEINS 77.840stgr. Góðir greiðsluskilmálar: Visa og Euro raögreiöslur til allt að 18 mán., án útborgunar. Munalán með 25% útborgun og eftirstöðvum kr. 3.000,- á mánuöi. Við gerum enn betur, því séu keypt 2 taeki samtímis veitum við 3% aukaafslátt. ÞVOTTAVÉLAR 5 GERÐIR TAUÞURRKARAR 8 GERÐIR UPPÞVOTTAVÉLAR 5 GERÐIR . i?únix . HÁTÚNI 6A SÍMI (91) 24420 Æ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.