Morgunblaðið - 18.11.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.11.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1992 Óeðlileg tær- ing í hreyfil- boltum B-747 ÓEÐLILEGA há tíðni alvar- legrar tæringar hefur fundist í boltum sem halda hreyflunum á Boeing 747 þotum við skoð- anir sem gerðar hafa verið á flugvélakosti Japan Airlines eftir slysið sem varð í nágrenni Schiphol-flugvallar í október- mánuði síðastliðnum, að því er japanska samgönguráðuneytið tilkynnti í gær. Alvarleg tæring fannst í 38 af 320 boltum í 40 þotum félagsins, sem skoðaðar voru í síðasta mánuði. „Það er óeðlilega há tíðni,“ sagði tals- maður flugöryggisdeildar ráðu- neytisins. Dagblöðin lúti markaðnum KRAFIST var í málgagni kín- verska kommúnistaflokksins í gær, að dagblöð, sem hingað til hafa verið ríkisrekin, verði framvegis rekin á forsendum markaðslögmálanna. Blaðið sagði, að það gengi ekki leng- ur, að ríkið stæði í blaðaútgáfu, enda löngu kominn tími til að þau gerðust þátttakendur í efnahagsumbótum stjómvalda með því að snúa sér beint til markaðarins. Ekki er þó talið að það leiði til neins konar rannsóknarblaðamennsku í Kína. Frænka Ceausescu leitar hælis GABRIELA Ceausescu Toma, bróðurdóttir rúmenska harð- stjórans fyrrverandi, Nicolae Ceausescus, hefur sótt um póli- tískt hæli í Austurríki, þar sem hún býr. Heima fyrir starfaði hún sem fréttamaður og sér- fræðingur í þýsku hjá frétta- stofunni Agerpres. Faðir Gabri- elu, Marin Ceausescu, sem var ambassador í Vín, fannst látinn í kjallara sendiráðsins í desem- ber 1989, þegar byltingin í Rúmeníu stóð sem hæst. Jeltsín skipar ráðherra BORIS Jeltsín, forseti Rúss- lands, hefur skipað hagfræð- inginn Viktor Geratsjenko, sem gegnt hefur embætti yfírmanns rússneska seðlabankans, í ráð- herraembætti. Seðlabanka- stjórinn er skipaður af þinginu, sem átt hefur i valdabaráttu við ríkisstjóm Jeltsíns, svo að ekki liggur ljóst fyrir, hvernig staða Geratsjenkos breytist við ráðherradóminn. „Þetta er greinilega merki um að vegur bankans fari vaxandi," sagði stjómmálafræðingurinn Mík- haíl Mitjukov í viðtali við frétta- stofuna Interfax, „og ætlunin með þessari ákvörðun Jettsíns er áreiðanlega að gera bankann sjálfstæðari gagnvart þinginu." Fósturlát heiladauðrar móður Þýsk kona, sem haldið hefur verið á lífi undanfarnar vikur þrátt fyrir heiladauða, ól and- vana bam í fyrradag. Var með- ferð konunnar hætt eftir það. Mikið hafði verið rætt um það í Þýskalandi að undanfömu hvort það hafí verið siðferðilega réttlætanlegt að halda konunni á lífi í þeim tilgangi að barnið sem hún gekk með gæti fæðst. Konan var komin tuttugu vikur á leið er fósturlátið varð. Fómarlömb nýnas- ista fleiri en Rauðu herdeildarinnar Berlín. The Daily Telegraph. NÝNASISTAR í Þýskalandi hafa drepið ellefu manns það sem af er árinu og fleiri en vinstriöfgamenn í Rauðu herdeildinni bönuðu nokk- urn tíma á einu ári. Árásir hægriöfgamanna á útlend- inga voru alls 3.374 á fyrstu tíu mánuðum ársins og fjölgaði um 70% frá sama tíma í fyrra. Áætlað er að 40.000 Þjóðveijar séu nýnasistar, þar af um 4.200 herská, krúnurökuð ungmenni. Þeir skiptast í aragrúa af fylkingum og það hefur torveldað yfírvöldum að fylgjast með þeim og binda enda á árásir þeirra. Nasistarn- ir hafa ekki stofnað hreyfíngu á landsvísu með tilheyrandi yfírstjóm og ólíklegt er að þeir geri það þar sem slíkt myndi auðvelda yfírvöldun- um að kveða starfsemina niður. Hins vegar eru blikur á lofti um að fylkingamar séu að koma á auk- inni samvinnu og samhæfíngu. „Árásirnar em orðnar svo margar og útbreiddar að það er óhugsandi annað en þær séu gerðar með skipu- legum hætti,“ segir ritstjóri tímarits- ins Searchlight, sem berst gegn fas- isma. Leiðtogar fylkinganna em sagðir stjóma herferðinni gegn útlending- unum með hjálp faxtækja og fjar- skiptabúnaðar við tölvur. Þeir efni til leynifunda í „öruggum" húsum, krám og á skemmtistöðum, sem krúnurökuðu ungmennin sækja, og stjómi árásunum með talstöðvum og farsímum. Þá sögðu lögregluyfírvöld nýlega að vel vopnum búnir hægri- öfgamenn væm með lista yfír menn sem taka ætti af lífí. Keuter Einstæð heimsókn Þrír bandarískir öldungadeildarþingmenn fengu nú í vikunni að skoða sig um í aðalstöðvum víetnamska hersins en þeir eru í þingnefnd, sem rannsakar örlög hermanna, sem saknað er síðan í Víetnamstríð- inu. Hér er formaður nefndarinnar, John Kerry, ásamt víetnömskum herforingjum en þeir afhentu honum ýmis gögn um afdrif sumra þeirra, sem saknað er. Öndunarfærasýking skýrir ekki dauða ratleikshlaupara „TWAR-bakterían veldur öndunarfærasýkingum, allt frá vægu kvefi upp í lungnabólgu. Sjúkdómar af hennar völdum eru þekktir hér en ekki algengir. Hér er ekki um alvarlegar eða lífshættulegar sýk- ingar að ræða og veikin gengur jafnan til baka af sjálfu sér og alvar- leg tilfelli hafa verið læknuð með lyfjameðferð," sagði Karl Kristins- son, sérfræðingur í bakteriusjúkdómum á sýklafræðideild Landspítal- ans, í samtali við Morgunblaðið í gær. Áð undanförnu hafa birst fréttir í blöðum á Norðurlöndum um óvepjuleg dauðsföll sænskra og norskra ratleikshlaupara á síðustu árum og getum verið að því leitt að relqa megi þau til TWAR-bakteríunnar. I frétt Svenska Dagbladet um helgina er frá því skýrt, að einung- is einn af sjö ratleikshlaupurum sem nýlega hafa látist í Svíþjóð, hafi örugglega verið með bakteríusýk- ingu er hann lést. Haft er eftir tals- manni níu manna vísindamanna- hóps að skýringa á andláti hinna væri ekki að leita í hugsanlegri TWAR-sýkingu einvörðungu. Ann- arra skýringa yrði að leita, m.a. í umhverfí ratleikshlaupara. Undir það tók Karl Kristinsson í samtali við Morgunblaðið. Sænska ratleikssambandið og íþróttasamband Svíþjóðar hafa ákveðið að veija nokkrum fjárhæð- um til rannsókna á .hugsanlegum orsökum andláts hlauparanna í þeirri von að leysa megi ráðgátuna um dauða þeirra. Norska blaðið Aftenposten sagði um helgina að í ljósi frétta frá Sví- þjóð yrði reynt að komast að því hvort annar tveggja norskra rat- leikshlaupara, sem dáið hefðu í keppni í Svíþjóð fyrir fjórum árum, hefði látist af völdum TWAR-sýk- ingar. Um var að ræða tvítugan pilt sem hafði náð skammt í íþrótt- inni. Hafði hann dvalist á miðstöð ratleikshlaupa í Svíþjóð, Sandviken, fyrir andlátið en þar höfðu sænsku hlaupararnir sjö bækistöðvar. Fullyrt var í frétt Aftenposten að hinn norski hlauparinn hefði dáið af allt öðrum orsökum en bakt- eríusýkingu. Bæði í Svenska Dagbladet og Aftenposten segir að annar hver maður í Noregi og Svíþjóð hafí ein- hvern tíma sýkst af völdum TWAR- bakteríunnar og því sé með engu móti hægt að fínna samhengi milli hennar og ratleikshlaupa. I Noregi fá um 7% sjúklinganna lungna- bólgu. Að sögn Svenska Dagbladet eru dauðsföll óalgeng í sænskum íþrótt- um. Á átta ára tímbili, 1976-83, urðu 53 óvænt andlát við æfíngar eða keppni í 17 íþróttagreinum, aðallega svonefndum boltagreinum. Þykir það ekki hátt hlutfall þegar haft er í huga að árlega deyja 65.000 Svíar af völdum hjarta- og æðasjúkdóma. Flest urðu dauðsföll- in í knattspymu, því næst skíðum en þar er um að ræða tvær vinsæl- ustu íþróttagreinar Svíþjóðar. Hinir látnu voru á aldrinum 14-57 ára, flestir kringum 35 ára aldurinn. Orsakir dauðsfallanna vom hjarta- sjúkdómar eða æðakölkun við hjart- að. Svíþjóð EES afgreitt í þmgiiiu Stokkhólmi. Reuter. BÚIST er við, að sænska þingið samþykki samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, EES, í dag enda nýtur hann næstum einróma stuðn- ings á þingi. Um hugsanlega aðild að Evrópubandalaginu, EB, eru skoðanir, hins vegar skiptan og hennar í meirihluta. Lítið hefur verið deilt um aðildina að EES í Svíþjóð og kreppan í land- inu, sú mesta í 50 ár, hefur sann- fært landsmenn um, að þeir geti ekki staðið utan þeirrar viðskipta- heildar, sem EES verður. Góð lífs- kjör og velferð síðustu áratuga byggðust á útflutningi ýmiss könar iðnvarnings og eigi að vera nokkur von um að endurheimta þá stöðu verði sænskir útflutningsatvinnu- vegir að njóta hagræðisins af EES. meðal kjosenda eru andstæðingar Samsteypustjórn borgaraflokk- anna og stjórnarandstaða jafnaðar- manna líta á EES sem fyrsta skref- ið inn í EB en samkvæmt nýjum skoðanakönnunum eru 43% kjós- enda andvíg aðild að bandalaginu en aðeins 35% hlynnt. Aðrir eru óákveðnir. Er andstaðan langmest meðal kvenna, sem óttast margar, að staða þeirra í EB verði verri en nú er. Svo er einnig um bændur og margt fólk á landsbyggðinni. Bill Clinton sætir gagnrýni demókrata á Bandaríkjaþingi Andstaða við að heimila samkynhneigð í hernum Washington. The Daily Telegraph. SÁ ásetningur Bills Clintons, verðandi forseta Bandaríkjanna, að heimila samkynhneigðu fólki að gegna herþjónustu sætir nú vax- andi gagnrýni háttsettra embættismanna í bandariska varnarmála- ráðuneytinu og þingmanna demókrata jafnt sem repúblikana. Enn- fremur hefur komið fram mikil andstaða við áformin á meðal her- manna, einkum þeirra sem eru þjálfaðir í bardögum á fremstu víglínu. Bandaríkin og Bretland eru einu aðildarríki Atlantshafsbandalagsins sem banna samkynhneigðu fólki að gegna herþjónustu. Bill Clinton áréttaði á blaðamannafundi á mánudag að hann væri staðráðinn í að aflétta banninu eftir að hafa rætt við æðstu menn hersins. Ágreiningurinn kann hins vegar að verða til þess að Clinton verði að fara sér hægar en hann ætlaði. í kosningabaráttunni var rætt um að hann myndi afnema bannið með reglugerð um leið og hann tæki við embættinu í janúar. Nú hefur hann söðlað um og sagt að hann hafi hvorki sett sér nein tímamörk né ákveðið hvernig staðið verði að málinu. Demókratinn Sam Nunn, for- maður hermálanefndar öldunga- deildarinnar, er einn þeirra sem hafa gagnrýnt áform Clintons og sagt að þingnefndin verði fyrst að taka málið fyrir. Með því að taka þessa afstöðu virtist Nunn útiloka að hann yrði tilnefndur vamarmála- ráðherra eins og margir hafa spáð. Clinton sagði hins vegar að and- staða Nunns útilokaði hann ekki frá neinu ráðherraembætti. Þvert á móti væri akkur í fólki sem væri óhrætt við að vera ósammála. Öldungadeildarþingmaðurinn og repúblikaninn Robert Dole spáði því að reglugerð um afnám bannsins yrði felld á þinginu. Thomas Moor- er, fyrrverandi formaður herráðs- ins, er einn af hörðustu andstæðing- um Clintons í þessu máli. „Þetta fólk er sekt um soralegt og sjúklegt athæfi. Það á ekki heima í hem- um,“ sagði hann. Chnton' þenur saxofóninn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.