Morgunblaðið - 18.11.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.11.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1992 * TM Reg. U.S Pat Otf — all rights reserved ® 1992 Los Angeles Times Syndicate Hroturnar í þér eru vanda- mál á þessari deild... HÖGNI HREKKVÍSI Jltorgtittfrtofrifr BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Hefur höfuðborgin stefnu í áfengismálum? Frá Halldórí Krístjánssyni: í BORGARSTJÓRN Reykjavíkur var lögð fram á þessu hausti til- laga um að takmarka veitingar áfengis á vegum borgarinnar. Ekki var lagt til að borgin hætti alveg að veita áfengi. Hitt var það „að borgarstjórn samþykkti að hætta að veita áfengi í þeim síð- degisboðum borgarinnar sem bæri upp á rúmhelga daga vikunnar. Sömuleiðis að hætta öllum tóbak- sveitingum í veislum og á borgar- stjórnarfundum. Þá myndi borgar- stjórn samþykkja að starfsnefnd- um á vegum borgarinnar yrði héð- an í frá óheimilt að veita áfengi nema sérstök tilefni væru til gesta- boða og þá einungis með sam- þykki borgarstjóra eða þess emb- ættismanns sem hann fæli ákvörð- unarvald þar um.“ Þannig er frásögn Morgun- blaðsins af þessum tillögum 16. október sl. Þessu var vísað frá með þeirri röksemd að reynslan af því fyrir- komulagi sem gilt hafi gefi ekki tilefni til breytinga. Hér var ekki farið fram á mik- ið. Að fella niður áfengisveitingar í „þeim síðdegisboðum sem bæri upp á rúmhelga daga“ er ekki annað en fresta áfengisdrykkju meðan á vinnutíma stendur. Það líta margir á sem sjálfsagða mannasiði. En borgarstjórn Reykjavíkur lítur öðruvísi á það. Tillagan átti í öðru lagi að girða fyrir það að einstakar nefndir taki sér upp á eindæmi sitt til að setj- ast að sumbli þegar þær langar til á borgarinnar kostnað. Nú eru margir ófróðir um hvað venja er í þeim efnum en hitt er þó ljóst að borgarstjóm hefur hafnað því að starfsnefndum á hennar vegum verði bannað að veita áfengi þó að engin sérstök tilefni séu til gestaboða. í þriðja lagi hafnar borgarstjórn því að „hætta öllum tóbaksveiting- um í veislum og á borgarstjómar- fundum.“ Því spyija menn hvað sé venja á borgarstjórnarfundum? Er þar engin friðhelgi gagnvart tóbaksreyk? Lætur borgarstjórn reykja á sinn kostnað á þeim fund- um? Frávísun þessarar tillögu má vera alvarlegt umhugsunarefni. Hvert erum við að fara? Borgar- stjórn Reykjavíkur telur að ekki sé nóg að drekka á helgidögum. Drykkjan þurfí líka að ná til rúm- helgu daganna. Þetta mál hefur alvarlegar hlið- ar. Höfuðborg landsins hefur mik- ið áhrifavald. Hún mótar stefnu sem ætla má að önnur sveitarfélög og fjölmörg félög önnur taki mið af og verði þeim oft til eftir- breytni. Og ekki nóg með það. Allt samkvæmislíf í landinu og áfengisvenjur almennings verður fyrir áhrifum af fordæmi höfuð- borgarinnar. Því spyrja menn um áfengis- málastefnu borgarinnar. Hver er hún? Vill borgin auka drykkjuna eða draga úr henni? Þykir henni of mikið drukkið? Eða fínnst henni að betra myndi að oftar og meira væri drukkið? Meðferð borgarstjómar á þeirri tillögu sem hér er til umræðu bendir ekki til þess að henni þyki of mikið drukkið. Svo félagsvanir menn og viti bomir sem skipa borgarstjórnina hljóta að bera skyn á það að borg- in skapar fordæmi. Þeir hljóta að átta sig á því að með frávísun til- lögu um að hætta áfengisveiting- um á rúmhelgum dögum og tób- aksveitingum á borgarstjómar- fundum ganga þeir til liðs við þau óhappaöfl sem stuðla að meiri fíkniefnaneyslu í landinu. Þeir gefa ekki gott fordæmi. Og það er alvarlegt mál. Borgarstjórn Reykjavíkur má vita að til hennar em gerðar kröf- ur. Hún hefur mikið áhrifavald. Ætlast er til að því sé beitt til lið- sinnis heilbrigðara lífí í landinu. Það sæmir ekki að opinber stjórnvöld beiti áhrifum sínum til ills, svo sem með því að efla og styrkja þá óhappatísku að vera jafnan með áfengi á mannamótum hvort sem er á helgum eða rúm- helgum dögum. HALLDÓR KRISTJÁNSSON frá Kirkjubóli, Leifsgötu 6, Reykjavík HEILRÆÐI Er hávaði á þínum vinnu- stað? Heymartap af völdum hávaða verður aldrei bætt. Gætið þess að nota viðeig- andi varnir gegn hávaðanum. RAUÐI KROSS ÍSLANDS Víkveiji skrifar Nú fer í hönd sá árstími þegar skammdegið er hvað svartast og því þurfa ökumenn að að vera enn gætnari en ella í umferðinni. Það er eins og vanti töluvert á að ökumenn aki nógu varlega, sérstak- lega í grennd við skóla og þar sem von getur verið á því að bam eða börn hlaupi óvænt út á götuna. Raunar eru þeir endurskinsborðar sem grunnskólabömum, að minnsta kosti þeim sem yngri em, er gert skylt að ganga með til mikilla bóta og börnin sem mörg hver eru í dökk- um yfirhöfnum sjást mun betur með þessa lýsandi ræmu um sig. Eins fínnst Víkveija sem nokkuð vanti á að ökumenn almennt aki með öku- ljósum, sem þeim er þó skylt að gera. Jafnframt er svo að sjá, nú þegar ökuljósin eru nauðsynlegri en á öðram árstímum, sem óþægi- lega margir ökumenn hafí ekki hugað sem skyldi að ljósabúnaði bifreiða sinna og aka því margir hverjr um eineygðir, hugsanlega án þess að hafa um það hina minnstu hugmynd. xxx Annars er það einkennilegt, að svo virðist sem þolinmæði ökumanna og tillitssemi í umferð- inni minnki í réttu hlutfalli við dvín- andi dagsljós í skammdeginu. Vík- veija fínnst einhvem veginn sem ökumenn séu illfáanlegri á þessum árstíma en öðram til þess að gefa öðrum tækifæri í umferðinni, og hleypa þeim sem bíða inn í bílarað- ir og svo framvegis, jafnvel þótt þeir hafí með slíkri tilhliðrun tæki- færi til þess að leysa úr erfiðum umferðarhnútum og leggja sitt af mörkum til þess að umferðin gangi greiðlegar fyrir sig. Væri nú ekki ráð að reyna að lífga aðeins upp á umferðaramhverfið með því að brosa eins og út í annað og gefa þeim sem bíða „sénsinn"? að eru ekki bara Siglfirðingar í Reykjavík og nágrenni sem gefíst hafa upp við að halda haust- fagnað á þessu hausti, eins og Vík- veiji greindi frá sl. laugardag. Sigl- firðingamir frestuðu sínum haust- fagnaði bara um eitt ár. Blaða- mannafélag íslands á 95 ára af- mæli um þessar mundir og var fyrir- hugað að halda glæsilegan afmælis- fagnað í Perlunni næstkomandi laugardagskvöld. En allt kom fyrir ekki. Það fór eins fyrir félögum í BÍ og Siglfírðingunum, hófínu var aflýst vegna þess að þátttaka reyndist ekki sem skyldi. Ekki er ólíklegt að næsta tilraun Blaða- mannafélagsins til slíks skemmt- anahalds verði gerð á aldarafmæli félagsins, árið 1997, og Víkveiji er bara bjartsýnn á að því hófi verði ekki aflýst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.