Morgunblaðið - 22.11.1992, Blaðsíða 2
2 FRÉTTiR/INNLENT
naaMavön .ss HuoACiuMviag apAjanuoaöM
- -MÖRGUNBtAÐH) SUNNUDAGUH 22,- NOVEMBER 1992--
EFNI
v -
Morgunblaðið/Þorkell Sædýrin heilla SÆLÍFSKERIN sem vom á hafnarbakkanum fram- þegar veður leyfír. Þar hafa dýrin mikið aðdráttar- an við Hafnarhúsið í sumar hafa verið flutt inn í afl fyrir unga jafnt sem aldna borgarbúa og gesti, Vömskemmuna á Grófarbakka til að veija þau frosti. eins og sést á þessari mynd sem tekin var þegar í vetur verða þau flutt út undir veggi skemmunnar gestir vom þar í heimsókn á föstudag.
Alþýðusambandsþing hefst á Akureyri á morgun
Ovissa hefur einkennt
undirbúning þingsins
Atlantsflug
Ráðuneytið
að skoða
reglur ann-
arra þjóða
VERÐI ekkert aðhafst í málum
flugfélagsins Atlantsflugs af op-
inberri hálfu segir Halldór Sig-
urðsson, stjórnarformaður Atl-
antsflugs, að ekki verði hægt að
draga það fram eftir vikunni að
loka félaginu svo starfsmenn þess
eigi kost á atvinnuleysisbótum.
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra segir að verið sé að bera
saman reglur um flugrekstrar-
leyfi sem gilda á íslandi og erlend-
is og sagði hann að þessi mál
væru ávallt í endurskoðun. Vænta
mætti niðurstaðna úr þessum at-
hugunum strax eftir helgi.
Halldór Sigurðsson sagði að hann
hefði átt afar vinsamlegan fund með
samgönguráðherra í vikunni og ekki
væri hægt að útiloka að hann skilaði
þeim árangri að félaginu yrði gert
unnt að starfa áfram. Hins vegar
væri nú þegar tjón orðið, því félagið
hefði misst af mörgum samningum
um flug.
Halldór sagði að flugfreyjur fé-
lagsins hefðu gengið á fund ráðherra
í vikunni og bent á að framtíð þeirra
og atvinnuöryggi væri í höndum
ráðuneytisins. Atlantsflug hefur ekki
greitt laun frá því í september, og
sagði Halldór að ekki væri hægt að
draga það fram eftir vikunni að loka
félaginu svo starfsmenn þess ættu
kost á atvinnuleysisbótum.
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra sagði að málefni Atlantsflugs
væru í athugun í loftferðaeftirlitinu.
Þar væru ársreikningar og önnur
plögg frá félaginu til skoðunar.
RIKISSTJÓRNIN náði ekki
niðurstöðu um efnahagsaðgerðir
á fundi sínum á föstudagskvöld,
en ákveðið var að ræða áfram
við aðila vinnumarkaðarins um
helgina. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins var Jóhanna Sig-
urðardóttir mjög hörð á ríkis-
stjórnarfundinum, gegn áform-
fttftrgttttMitMfr
Lesendur eru beðnir að at-
huga að Morgunblaðið fór
óvenju snemma í prentun í
gær, iaugardag, af sérstök-
um tæknilegum ástæðum.
MIKIL óvissa um efnahagsaðgerð-
ir og um kjör forseta og varafor-
seta Alþýðusambands íslands hef-
um ríkisstjórnarinnar um að
skera niður fjárframlög til hús-
bréfakerfisins um tvo milljarða á
næsta ári og fékkst ekki niður-
staða i þeim efnum. Að sögn Frið-
riks Sophussonar fjármálaráð-
herra er stefnt að því að meg-
instefna efnahagsráðstafana og
tillögumar í grófum dráttum
liggi fyrir seint á sunnudag.
I gær, laugardag, ætluðu forystu-
menn ríkisstjómarinnar að hitta
aðila vinnumarkaðarins. Jón Sig-
urðsson viðskiptaráðherra og Frið-
rik Sophusson hugðust hitta fulltrúa
lífeyrissjóðanna til að ræða um
vaxtamál. Ríkisstjómin telur, sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins, að ef ekki verði ráðist í niður-
ur einkennt undirbúning fyrir 37.
þing sambandsins sem verður sett
í íþróttahöllinni á Akureyri á
morgun, mánudag. Um 500 þing-
fulltrúar eru væntanlegir til
þingsins og er búist við miklum
umræðum um efnahags- og at-
vinnumálin, en einnig um Evr-
ópskt efnahagssvæði og Evrópu-
mál. Þá eru skipulagsmál ofarlega
á baugi en tillögur um lagabreyt-
ingar sem verða lagðar fram gera
m.a. ráð fyrir að þingfulltrúum
verði fækkað um 25% og að ASÍ-
þing verði framvegis haldin á
sumrin. Talið er víst að til kosn-
inga komi um forseta og báða
varaforseta sambandsins. Aðeins
einn fulltrúi . hefur þegar gefið
kost á sér i forsetakjörinu, Pétur
Sigurðsson, forseti Alþýðusam-
bands Vestfjarða, en aðrir sem
orðaðir hafa verið við framboð
ætla að bíða til þingsins áður en
þeir tilkynna ákvörðun sína.
Grétar Þorsteinsson, formaður
Trésmiðafélags Reykjavíkur, segist
ekki hafa tekið endanJega ákvörðun
um framboð og segir að það muni
ráðast af atburðarásinni næstu daga
skurð í húsbréfakerfínú, sé erfítt
að tryggja að vextir fari hér lækk-
andi, sem er krafa aðila vinnumark-
aðarins og markmið ríkisstjómar-
innar. Félagsmálaráðherra er á önd-
verðum meiði í þessum efnum og
hafnar áformum um niðurskurð
samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins.
„Um leið og við vinnum að þess-
um tillögum til aðgerða fylgjumst
við náið með því sem gerist á erlend-
um gjaldeyrismörkuðum," sagði
Friðrik Sophusson í samtali við
Morgunblaðið. „Þá lítum við ekki
sízt til Noregs. Það hefur mikla
þýðingu fyrir stöðu okkar hvernig
Norðmenn bregðast við í helgarlok-
in.“
hvenær hann gefí endanlegt svar.
Öm Friðriksson, varaforseti ASÍ,
hefur lýst yfír að hann muni kynna
kjömefnd þingsins ákvörðun sína
þegar þingið hefst og miklu skipti
hvaða afstaða verður ofan á á þing-
inu sjálfu um efnahagsaðgerðir. Guð-
mundur Þ. Jónsson, formaður Lands-
sambands iðnverkafólks, segist ekki
enn hafa tekið ákvörðun um að lýsa
yfír framboði. Af viðtölum við full-
trúa innan verkalýðshreyfíngarinnar
má ráða að helst er talið að Grétar
Þorsteinsson eigi mesta möguleika á
að hljóta kosningu bjóði hann sig
fram. Guðmundur Þ. Jónsson eigi
minni stuðning visan en kosningar á
milli Amar og Péturs geti orðið tví-
sýnar.
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, for-
maður Landssambands íslenskra
verslunarmanna, hefur verið orðuð
við framboð til 1. varaforseta. Sjá'f
segist hún enga ákvörðun hafa tekið
en ef það sé vilji verslunarfólks reikni
hún ekki með að skorast undan. Auk
hennar hefur m.a Þórunn Svein-
bjömsdóttir, formaður Sóknar, verið
nefnd í framboð til varaforseta.
Sjá fréttaskýringu á bls. 10
Ríkisstjómin kemur saman til
fundar á nýjan leik kl. 9 í dag og
síðar í dag er þess vænst að aðilar
vinnumarkaðarins verði kvaddir á
fund hennar. Ekki er búist við að
fyrirhugaðar efnahagsráðstafanir
verði kynntar fyrr en á morgun,
mánudag.
Flokksráðsfundur Sjálfstæðis-
flokksins hófst í gærmorgun og
setti tímasetning hans strik í reikn-
inginn hvað varðar undirbúning
efnahagsaðgerða ríkisstjómarinnar
þar sem ráðherrar flokksins voru
bundnir á fundinum. Davíð Oddsson
flutti ræðu á fundinum fyrir hádegi
í gær, en vegna þess að vinnslu
blaðsins var flýtt í gær bíður frá-
sögn af ræðu hans til þriðjudags.
Átök um arftaka Ás-
mundar
►37. þing Alþýðusambands ís-
lands er haldið nú um helgina og
bendir flest til að átök verið um
kosningu næsta forseta sambands-
ins./ 10
Vandi Sophlu vandi
Tyrklands?
►Anna Gunnhildur Ólafsdóttir
blaðamaður fylgdist með réttar-
höldunum í forræðisdeilu Sophiu
Hansen og Halims Als og fjallar
hér um málið frá lagalegum og
siðferðilegum sjónarhóli./ 14
Undur og ógnir himin-
geimsins
►Þorsteinn Sæmundsson stjömu-
fræðingur segir að fólk þurfi litlar
áhyggjur að hafa af árekstri við
halastjömu./16
Ljósið í myrkrinu dofn-
ar
►Ferðaþjónustan á við vaxandi
heimatilbúinn vanda að stríða./18
Minn hlátur er sorg
►Kaflabrot úr bók Friðriku Ben-
ónýs um Ástu Sigurðardóttur, sem
var umdeild kona á sinni tíð, dular-
full og dáð, elskuð og fordæmd./20
B
► l-28
í nálægð við náttúruna
►Færeyjar heilla margan stór-
borgarbúann með einfaldleika sín-
um en jafnframt fegurð, semýmist
er hrikaleg eða full dulúðar./l og
4-5
Iðnaðarmaður á gítar
► Að vera „busker" er ákveðinn
lífsstíll og frelsi í lifnaðarháttum,
segir Kristján Kristjánsson, sem
hefur ásamt hljómsveit sinni KK-
band sent frá sér geisladiskinn
„Beina leið“./2
Maddama Karolína
►Sögur og sitthvað um veiðar úr
bókinni „Og áin niðar“ eftir Krist-
ján Gíslason./6
Söngvari, prakkari og
ævintýramaður
►Gluggað í Lífssögu Ragga
Bjama /10
Andlitin í Andalúsíu
►Örlítil ferðasaga með dulrænu .
ívafl./ 12
Af spjöldum glæpa-
sögunnar
►Hér segir af fégræðgi og fúl-
mennsku. Maria Manning sann-
færði eiginmann sinn um að auð-
velt væri að hafa eignimar af O’C-
onner og saman brugguðu þau
hjón íranum banaráð./14
► FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak Dægurtónlist 18b
Leiðari 22 Kvikmyndir 19b
Helgispjall 22 Myndasögur 20b
Reykjavikurbréf 22 Brids 20b
Minningar 24 Stjömuspá 20b
Fólk í fréttum 36 Skák 20b
fþróttir 38 Bíó/dans 21b
Útvatp/sjónvarp 40 Bréf til blaðsins 24b
Gárur 43 Velvakandi 24b
Mannlífsstr. 8b Samsafnið 26b
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-6-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1-4
Á flokksráðsfundi
Matthías Á. Mathiesen ræðir við Davíð Oddsson og Friðrik Sophusson,
formann og varaformann Sjálfstæðisflokksins, á flokksráðsfundi í gær-
morgun. Um 250 fulltrúar eiga rétt til setu á flokksráðsfundum, sem
eru æðsta ákvörðunarvald í málum flokksins á milli landsfunda. Á fund-
inum gera ráðherrar flokksins m.a. grein fyrir stöðu mála í ráðuneytum
sínum. í fundarlok verður samþykkt stjómmálaályktun.
Jóhanna hörð á móti niður-
skurði í húsbréfakerfinu
Tillögur um efnahagsráöstafanir ræddar áfram á ríkisstj órnarfundi í dag