Morgunblaðið - 22.11.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.11.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1992 UÓSIÐ í MYRKRINU DOFNAR GistirýmS á landinu 1991 \ Rúm 45.000 40.000 35.000 I | | | ,------,-------,------1-------1------1-------,------, Jan. Feb. Mars Apríl Maí Júní Júlí Ág. Sept. Okt. Nóv. Des. Eftir Guðmund Guðjónsson ^ ' FERÐAMÁL hafa lengi verið í brennidepli á íslandi og margt ver- ið gert til að lokka hingað erlenda ferðamenn, enda þykir Island hafa upp á margt að bjóða, ekki síst lítt snortna náttúru og óveiyu- lega fegurð. Talað hefur verið um ferðamannaiðnaðinn sem mesta og besta vaxtarbroddinn í íslensku atvinnulífi. Gífurlegar fjárfest- ingar hafa verið í greininni, aðstaða ferðamanna stórbætt og gisti- rými stóraukið. íslendingar geta nú tekið á móti mun fleiri ferða- mönnum en heimsækja okkur ár hvert. Og þessum ferðamönnum hefur farið fjölgandi til þessa dags. En þar með er ekki öll sagan sögð. Ákveðin þróun hefur slegið á finguma á hinum væn- lega vaxtarbroddi. Töl- ur yfir komur erlendra ferðamanna á nýliðnu sumri segja okkur að háannatíminn á íslandi sé að styttast! Talið hefur verið nauð- synlegt að nýta sem best jaðra sum- arsins til þess að atvinnugreinin geti blómstrað, að ekki sé minnst á haustin og vorin. Að þessu sinni brást þetta og það er ekki allt of mikil bjartsýni meðal ferðamála- frömuða um að þessari þróun megi auðveldlega snúa við. Svo er annað: Verðlag á íslandi er hátt. Allt of hátt segja sumir sem fara með ferðamálin og óljós fjöldi þeirra er- lendu ferðamanna sem hingað koma ár hvert er fólk sem íslenski ríkis- kassinn hefur litlar eða engar tekjur af. Fólk sem býr sig þannig út frá heimahögunum að það þarf og kýs sér algera lágmarksþjónustu er hingað er komið. Engu að síður voru gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum á síðasta ári um 12,4 milljarðar, að sögn Magnúsar Odds- sonar markaðsstjóra Ferðamálaráðs íslands. Þar af eru 5,4 milljarðar fargjaldatekjur vegna flutnings til og frá landinu og 7 milljarðar vegna eyðslu í landinu. Og stjórnvöld hafa kallað ferðaþjónustuna „ljósið í myrkrinu“ í svokallaðri „hvítbók", en það er ekki óeðlilegt þegar að er gáð að gjaldeyristekjur af ferða- þjónustu hafa þrefaldast síðasta áratuginn. Augljóst er að skoða verður fram- tíð ferðaþjónustunnar í landinu í Ijósi umræddrar þróunar. Hvað þarf að leggja áherslu á öðru fremur? Hvað er til ráða og hvað ber að varast? Magnús Oddsson hjá Ferða- málaráði telur tvímælalaust tíma til kominn að fjárfest verði meira í markaðssetningu. Hægja verði á fjárfestingum í aðstöðu. „Því miður er enn mikil ásókn í ijárfestingar hliðstæðar þeim sem fyrir eru í atvinnugreininni, en ég vara við slíku eins og sakir standa og vísa um leið í upplýsingar frá Ferðamálaráði sem sýna að heildar- nýting fjárfestingar í ferðaþjónustu er innan við 50 prósent. I þessu sambandi vil ég nefna, að gistirými hefur aukist um 35 prósent hin síð- ari ár á sama tíma og ferðamönnum hefur fjölgað um 10 prósent. Fyrst um. sinn verða áherslurnar að vera aðrar. Við verðum að leggja áherslu á að nýta betur það gistirými, þau flugvéla- og rútusæti, þá veitinga- staði og fleira, sem til er og til þess eru ýmis ráð. Við eigum til dæmis að geta fært okkur í nyt þá vitn- eskju að 70 prósent allra ráðstefna og funda fara fram á veturna, ein- mitt þegar nýtingin er lökust hjá okkur. Hér bindum við miklar vonir við nýstofnaða Ráðstefnuskrifstofu íslands. Við eigum einnig að eltast við alþjóðlega viðburði sem við ráð- um við vegna stærðar og fara fram utan háannatímans. Nokkur árang- ur hefur þegar náðst, til dæmis með skákuppákomum, bridsmótum og HM í handbolta sem framundan er. Og margt fleira mætti nefna. Það verður að vera eitthvert tilefni, af- þreying eða annað auk staðarins sjálfs sem dregur ferðamennina að til að nýta aðstöðuna. Best er þegar uppbygging afþreyingu og aðstöðu er samhliða. Sem dæmi um nauðsyn þessa má nefna, að á Höfn í Horna- fírði og í Stykkishólmi voru starf- rækt vel búin og góð hótel, en nýt- ingin var slæm og reksturinn erfið- ur. Svo byijuðu jöklaferðirnar frá Hornafirði og eyjaferðirnar frá Hólminum og þá fór strax að ganga betur, því þá var komin ákveðin afþreying sem laðaði ferðamenn að.“ Vaxandi samkeppni Magnús heldur áfram: „Við eig- um í vaxandi samkeppni og verðum að haga aðgerðum í samræmi við það. Sem dæmi þiggja nú ýmis sam- keppnislönd styrki til markaðssetn- ignar ferðaþjónustu frá EB. Eitt sem þarf að skoða vel er verðlagn- ing háverðtímans. Hann hefur í raun verið að þróast í það að vera frá 15. maí til 15. september. Með því að stytta háverðtímann er strax kominn álitlegur hvati til að koma utan hans.“ Én hvað með nýja markaði? „Við þurfum að ná til réttu mark- hópanna á okkar markaðssvæðum. Við eigum að mínu mati fyrst og fremst a<j leggja meira fjármagn í vinnu á þeim stöðum sem við þekkj- um orðið vel. Jafnframt eigum við að vera opin fyrir möguleikum utan núverandi markaðssvæða. Við meg- um þó ekki gleyma okkur í þeim efnum og leita langt yfír skammt. Það vill nefnilega henda. Til dæmis gleymist nokkuð oft stærsti mark: aðurinn, innanlandsmarkaðurinn. í þessu sambandi má nefna Hótel Ferðaþjónustan á við vaxandi heimatilbúinn vanda að stríða Örk. Þar var af stað farið með stór- ar áætlanir um fjölda þýskra heilsu- túrista. í Þýskalandi er gífurlegur markaður af því tagi, en allt kom fyrir ekki, enda óheyrilega dýrt að markaðssetja slíkt fyrir eitt hótel á erlendum markaði. Nú er Hótel Örk vel skipuð heilsutúristum af öðru þjóðerni. Nefnilega íslenskum!" En ferðamennirnir sem koma hingað og lifa af loftinu. Hafa með sér flest það sem þeir þurfa til að skrimta? „Það eru engar tölur til yfír hlut- deild þeirra og vel mætti segja mér að hlutur þeirra sé stórlega orðum aukinn. Slíka ferðalanga hittir mað- ur alls staðar og það er ekki góð stefna að skera upp herör gegn ákveðnum hópum. Það er mjög nei- kvætt að velja gesti okkar á annan hátt en hægt er með verðlagi og framboði vörunnar. Svo er alls ekki sjálfgefið að þetta séu allt efnalitlir námsmenn sem skilja hér lítið eftir. Sjálfur hef ég hitt fokríka Þjóðverja sem ferðuðust með þessum hætti vegna þess að þeim þótti það skemmtilegasti ferðamátinn; enda geta menn verið ríkir þó þeir eigi bakpoka og gönguskó," segir Magn- ús Öddsson. Áralöng útsala á erlendum gjaldmiðlum Hvað skyldu ferðamálafrömuðir segja um þróunina? Kjartan Lárus- son forstjóri Ferðaskrifstofu Is- lands: „í sjálfu sér má segja að ferðaþjónusta, þ.e. útflutningsþátt- urinn sem er móttaka erlendra ferðamanna, eigi sér bjarta framtíð. Vandamálið er hins vegar með þenn- an útflutning. sem og annan, að hann býr við mikinn og vaxandi heimatilbúinn vanda sem er hágeng- isstefna. Það er ekki von á góðu þegar Ríkissjóður stendur fyrir út- sölu á erlendum gjaldeyri, en það hefur hann gert síðustu árin. Mikið væri á sig lagt til að eignast slíka gjaldmiðla, en svo færu þeir fyrir lítið. Og þeir sem versluðu með vöru og þjónustu út fyrir landsteinanna gerðu slíkt við síversnandi kjör af þeim sökum. Allt tal um -raungengi íslensku krónunnar er vísað frá sem grát- bænum um „gengisfellingu“. Geng- isfelling er neikvætt orð og óþarft, því um er að ræða kröfu um raun- gengi, þ.e. gengisleiðréttingu. Það nýjasta í þessari umræðu yfírvalda má helst líkja við grýlusögu, en það er 30 prósent „gengisfelling" og síðan eru reiknaðar út hræðilegar afleiðingar hennar. Ef fyrirtækjum heldur áfram að fækka svona fer að sjálfsögðu á sömu leið með at- vinnumöguleikana. Vissulega er lág verðbólga æskilegt umhverfí fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hins veg- ar verður að skoða hvað það hefur kostað fyrirtækin og einstaklingana að ná verðbólgunni niður og hvaða fórnir eru framundan til að viðhalda óbreyttu ástandi. Því miður erum við orðnir dýrasta land í heimi,“ segir Kjartan. „íslenska krónan er enginn smá- gjaldmiðill um þessar mundir,-“ seg- ir Kjartan ennfremur. „Hún er sterkust. Búin að knésetja dollar, þýska markið og japanska jenið á síðustu misserum . Krónan okkar er komin á heimsmælikvarða. Kom- in á toppinn. En það blása kaldir vindar á toppnum. Svo kaldir, að þar hefur hún frosið föst. Vonandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.