Morgunblaðið - 22.11.1992, Blaðsíða 27
27
uðu slíkar kvöldheimsóknir oftast
þannig að við gistum í Kópavogin-
um. Þau miðluðu okkur af reynslu
sinni og aldrei leiddist okkur þá,
því bæði voru þau gædd einstökum
frásagnarhæfileikum og amma átti
auk þess auðvelt með að sjá bros-
legu hliðarnar á flestum hlutum.
Þegar Ari afi lést skyndilega,
þann 20. nóvember 1986 og Asa
amma sá á eftir sínum trygga lífs-
förunaut, var missir hennar mikill.
Það var alltaf eins og ótjúfanlegur
strengur lægi á milli þeirra og ein-
hvern veginn hafði maður aldrei
í.myndað sér þau án hvors annars.
Þá sýndi amma best sinn innri
styrk. Hún hélt minningu hans hátt
á lofti og hélt áfram að hugsa um
heimilið sem þau höfðu byggt upp
í sameiningu. Hún hélt fjölskyld-
unni saman eins og sannur ættar-
höfðingi.
Við nutum þess þegar hún birtist
óvænt hjá okkur í morgunkaffi,
akandi á Skódanum sínum. Hana
munaði ekki um að keyra til Kefla-
víkur, nei, Skódinn hennar var svo
viljugur. Þá var búið um ömmurúm
og alltaf var gleði og gaman þegar
amma gisti. Langömmudrengirnir
hændust að henni og nutu þess að
vera í návist hennar. Og þá var
ekki síður skemmtilegt að heim-
sækja hana í Kópavoginn. Hún
hafði alltaf tíma til að spjalla og
segja þeim sögur. Þar að auki bak-
aði hún heimsins bestu pönnukök-
ur. Og hvað hún gladdist með okk-
ur, þegar litla dóttirin bættist í
hópinn.
Þær eru ófáar afmælis- og jóla-
gjafirnar, sem hún útbjó sjálf handa
bamabarnabömunum sínum, að
ógleymdum segulbandsspólunum,
sem hún las inn á og em nú sem
fjársjóður. Hún amma sat ekki auð-
um höndum, hekludótið var aldrei
langt undan eða önnur handavinna.
Amma var mikið náttúrubarn og
garðurinn umhverfis „tröðina“ var
hennar líf og yndi. Hún hlúði að
hverri plöntu, skýldi þeim er þess
þurftu með, reytti illgresið jafnóð-
um og það óx og naut uppskerunn-
ar er hún birtist í formi rifsbeija
og rabarbara, svo eitthvað sé nefnt.
Á sama hátt lifði hún lífinu. Hún
ræktaði mannlífið eins og garðinn
sinn. Nú mun hún uppskera, eins
og hún sáði.
Garðurinn hennar ömmu var ein-
staklega fallegur nú í sumar. sem
leið. Þegar haustaði og fór að kólna,
flutti hún hann bara inn til sín, upp
á stigapall til að framlengja sumr-
inu. Þar kom hún fyrir garðstólum
og blómum.
Nú ert tómlegt og hljótt í Neðstu-
tröðinni. Við yljum okkur við minn-
ingamar, sem munu fylgja okkur
um ókomin ár. Við þökkum ömmu
fyrir allt það sem hún var okkur,
fyrir allt það sem hún kenndi okkur
og fyrir árin sem við fengum að
njóta hennar, fullviss um það að
við munum hittast aftur síðar, þótt
annars staðar verði.
Guð blessi yndislega konu.
Stefán, Eydís og börn.
■ JÓLAKORT Gigtarfélags fs-
lands eru komin út. Á kortunum
er mynd af listaverkinu Skammdeg-
isbirtu eftir Sólveigu Eggerz Pét-
ursdóttur sem hún gaf félaginu til
birtingar á kortunum. Kortin eru
seld til styrktar málefnum gigtar-
sjúkra. Gigtarfélagið, sem er til
húsa í Ármúla 5, annast dreifingu.
011 aðstoð við sölu kortanna er vel
þegin.
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1992
Bergþóra Þórðar-
dóttir - Minning
Fædd 6. ágúst 1915
Dáin 15. nóvember 1992
Ljós lifnar, ljós deyr út.
Öll lýsum við en misjafnlega
skært. Ljósið hennar Tótu var skært,
oftast. Einu sinni eða tvisvar virtist
sem það ætlaði að deyja út en það
gerðist ekki og skein þá enn skærar
en áður. Börnin hænast að ljósi, þar
er birtan og hlýjan og í ljósið henn-
ar Tótu leituðum við. Það umvafði
okkur og veitti okkur öryggi og
kærleika.
Bergþóra Þórðardóttir eða Tóta
eins og við kölluðum hana alltaf
fæddist á Patreksfirði, dóttir hjón-
anna Guðlaugar Jónsdóttur og Þórð-
ar Jónassonar, bæði ættuð frá
Breiðafjarðareyjum. Hún var fjórða
elst af átta systkinum og eru tvö á
lífi, þeir Magnús og Einar.
Eftir venjulega skólagöngu á
þeirra tíma mælikvarða réðst hún í
Anna Ingvarsdóttir
frá Ekru - Minning
Fædd 9. apríl 1907
Dáin 16. nóvember 1992
Anna, móðursystir mín, Ingvars-
dóttir frá Ekru í Norðfirði verður á
morgun, mánudag 23. nóvember,
jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju og
lögð til hinstu hvflu við hlið manns
síns, Jóns Lunda Baldurssonar frá
Lundarbrekku í Bárðardal. Anna
lést sl. mánudag á 86. aldursári.
Anna Margijet Ingvarsdóttir
fæddist á Ekru í Norðfirði 9. apríl
1907, hin sjötta í röð níu barna hjón-
anna Margijetar Finnsdóttur frá
Tungu í Fáskrúðsfirði (1870-1951)
og Ingvars Pálmasonar útvegsbónda
og alþingismanns frá Litla-Búrfelli
í Ásum í Austur-Húnavatnssýslu
(1873-1947) en þau hjón bjuggu á
Norðfirði frá 1896 til æviloka.
Anna Ingvarsdóttir stundaði nám
í Gagnfræðaskólanum á Akureyri
(nú Menntaskólinn á Ákureyri) frá
því haustið 1924 til vors 1926. Árið
1930 gekk hún að eiga Jón Lunda
Baldursson sparisjóðsstjóra Spari-
sjóðs Norðfjarðar og kennara í Nes-
kaupstað um áratuga skeið, og eign-
uðust þau eina dóttur, Guðrúnu. ■
Anna Ingvarsdóttir var einstök
kona. Hún var jafnlynd og góðlynd
þótt hvorki væri hún skaplaus né
kjarklítil og á heimili hennar áttu
margir athvarf og þangað var ávallt
gott að koma. Anna Ingvarsdóttir,
Anna frænka, eins og systkinabörn
hennar kölluðu hana, var listfeng
kona og smekkvís og hún var svo
velviljuð að af bar. Hún var falleg
kona og kvenleg og ég man vel hve
gott mér fannst að vera í návist
hennar, allt frá því ég var ungur
sveinn austur á Norðfirði þar til ég
kom til hennar fulltíða maður með
börnum mínum og konu.
Anna Ingvarsdóttir var fáskiptin
þótt ekki væri hún áhugalaus og hún
lét ekki mikið á sér bera, frekar en
margar konur aðrar af hennar kyn-
slóð, en hún ræktaði garðinn sinn í
tvöfaldri merkingu þess orðs. Stund-
um fannst mér eins og að koma í
annað land eða jafnvel annan heim
að koma í garðinn hennar Önnu
frænku og litla húsið hennar uppi á
Ekrunni. Lengi var Anna Ingvars-
dóttir í sóknarnefnd Norðfjarðar-
kirkju og formaður um árabil og þau
verk sín vann hún af hógværð og
trúmennsku eins og öll önnur.
Móðir mín, Fanny, og Anna voru
mjög samrýndar og á vináttu þeirra
tveggja bar aldrei neinn skugga
enda líkar um flest. Við Gréta minn-
umst margra góðra stunda með
Önnu og Lindu, bæði fyrr og síðar.
Bið biðjum Guð að blessa minningu
Önnu Ingvarsdóttur frá Ekru í Norð-
firði.
Tryggvi Gíslason.
★ Stærbir 21-38
★ Lebur og leburfóbur
Verb kr. S.550-3.990,-
Fallegir, vandabir
skór á krakkana
Póstsendum samdœgurs
Skóverslun Kópavogs
Skór og sportvörur
Hamraborg 3 sími 41754
vist eins og títt var um ungar stúlk-
ur í þá daga. Þann 20. nóvember
1943 giftist hún móðurbróður okk-
ar, Kristni Guðmundssyni útgerðar-
manni. Þetta var systkinabrúðkaup
því sama dag gengu foreldrar okkar
í hjónaband. Bæði brúðhjónin áttu
fyrst heima í sama húsi en síðan
fluttu Kristinn og Tóta, en aðeins
yfir götuna.
Þeim varð ekki barna auðið en
tóku þess í stað ástfóstri við okkur
frændsystkinin. Og mikið nutum við
þess. Við bjuggum reyndar við tvö-
falt öryggi, alltaf einhver heima á
öðrum hvorum staðnum til að seðja
svanga munna eða þerra tár af kinn.
Oft um helgar var smalað inn í fína
fólksbílinn þeirra og keyrt með okk-
ur bprnin eitthvað út í buskann á
vit ævintýranna. En það voru ekki
eingöngu við sem nutum þess að
eiga þau að heldur einnig systkina-
börn þeirra að sunnan sem komu
þar oft til lengri eða skemmri dvalar.
En 1963 dró ský fyrir sólu en þá
andaðist Kristinn langt um aldur
fram. Fljótlega eftir það áfall ákveð-
ur Tóta að flytja til Reykjavíkur og
um svipað leyti flytjum við systkinin
líka suður og lífsmynstrið heldur
áfram, við eigum hjá henni athvarf
meðan við erum að fóta okkur í stór-
borginni. Tóta aðlagast breyttum
aðstæðum furðu vel en það er trú-
lega ekki síst að þakka systkinum
hennar, Ingibjörgu og Einari, sem
létu sér mjög annt um hagi hennar.
Milli Einars og Tótu hafa ætíð
verið mjög náin tengsl og skal Ein-
ari, Jensínu konu hans og börnum
þakkað fyrir alla tryggðina og hjál-
pina sem þau auðsýndu henni gegn-
um árin. Tóta eignaðist íbúð í
Reykjavík og starfaði lengst af við
matseld í Hafnarbúðum og hjá Slipp-
félaginu. Hún undi hag sínum hið
besta og eftir að hún kynntist Sig-
urði Kr. Sigurðssyni eignaðist hún
góðan vin. Vinátta þeirra hefur hald-
ist í hartnær tvo áratugi og verið
þeim báðum mikils virði. Eftir að
Tóta veiktist fyrir u.þ.b. 2 árum
hefur Sigurður sýnt og sannað í
verki hvern mann hann hefur að
geyma. Tóta mat mikils nærveru
hans og hjálp á þessum erfiðu stund-
um.
Útfiir Tótu fer fram frá Patreks-
fjarðarkirkju að eigin ósk. Það duld-
ist engum að þar lágu hennar ræt-
ur. Þar átti hún sín bernsku- og
manndómsár og þar eignaðist hún
sinn lífsförunaut sem hún ávallt
unni heitt. Það kom aldrei annað til
greina en að leita aftur til fjarðarins
sem fóstraði hana og hvfla hjá sínu
fólki í faðmi vestfirsku fjallanna.
Hafi kær frænka þökk fyrir alla
þá umhyggju, gleði og kærleika sem
hún veitti okkur svo ríkulega.
Guð varðveiti sálu hennar.
Aldís og Leiknir.
Vegna mistaka við vinnslu þessar-
ar kveðjuorða í föstudagsblaðið birt-
ist greinin á ný. Beðist er velvirðing-
ar á mistökunum.
Kirkju-
tónlistkl. 21
í frásögn menningarblaðs Morg-
unblaðsins í gær af kirkjutónleikum
Ragnars Bjömssonar í Kristkirkju
á sunnudag, féll niður að einleiks-
tónleikarnir hefjast þar kl. 21. Á
tónleikunum flytur Ragnar verk
eftir Jón Leifs, Jón Nordal, Lárus
H. Grímsson og Báru Grímsdóttur
auk þriggja verka eftir sjálfan sig.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGRÚN HELGADÓTTIR,
Hlíðarvegi 78,
Njarðvík,
lést aðfaranótt föstudagsins 20. nóvember.
Jón Ásgeirsson,
Steinunn Helga Jónsdóttir, Hallgri'mur Gunnarsson,
Rebekka D. Jónsdóttir, Björgvin Halldórsson,
Ásgeir Jónsson, Hrafnhildur H. Ólafsdóttir
og barnabörn.
Iðnaðarhúsnæði óskast
Gott iðnaðarhúsnæði með skrifstofuaðstöðu, hentugt
fyrir skjalasafn, óskast ti! leigu sem allra fyrst. Þarf að
vera innan borgarmarkanna. Makaskipti koma einnig
til greina. Stærð 700-1700 fm.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „K- 10454“.
Álfheimar 72 - nýtt
Þrjár nýjar íbúðir,
fullbúnar til afhendingar nú þegar:
2ja herb. 65 fm 3ja herb. 80 fm
3ja herb. 90 f m 1 herb. í kj. 35 fm
Til sýnis kl. 14-16 næstu daga.
Söluaðili: Birgir Halldórsson, sími 38859.