Morgunblaðið - 22.11.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.11.1992, Blaðsíða 44
Frá og meö 1. nóvember 1992 tók gildi nýtt flokkunarkerji fyrir bréfapóst til útlanda. wwoertw 1% Reghibundinn JH • spamaður M Landsbanki (sjlands - MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVtK --------SÍMBRÉF------ -■*---------- — SÍMl 691100, SÍI iF 691181, PÓSTHÓLF 15SS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1992 VERÐ ILAUSASOLU 110 KR. Upplýsingar Hagstofu um þróun mannfjölda og búsetu síðastliðinn áratug Ungmenni og aldraðir streyma til borgarinnar Landsbyggðarfólki á aldrinum 15-24 ára fækkaði um 1.300 á fimm árum UNGT fólk og gamalt streymir af landsbyggðinni til höfuð- borgarinnar samkvæmt nýjum athugunum Hagstofunnar. Síðustu fimm ár fækkaði landsbyggðarfólki á aldrinum 15-24 ára um 1.300 manns, en fækkunin hefði átt að vera um 200 ef miðað er við dreifingu mannfjölda að öðru Ieyti. Tillaga um umferðar- fræðslu fyr- ir aldraða TILLÖGU Margrétar Sæmunds- dóttur, Kvennalista, um að borg- arstjórn samþykki að veita einni milljón króna til gerðar mynd- bands með tilheyrandi leiðbein- ingarriti um umferðarmál fyrir eldri borgara í Reykjavík var vísað til afgreiðslu við gerð fjár- hagsáætlunar á fundi borgar- stjómar í vikunni. Margrét sagði brýnt að veita öldruðum fræðslu í umferðarmál- um. Árin 1988 til 1991 hefðu 26 manns látist í umferðinni í Reykja- vík. Tæplega helmingur, eða 11 manns, hefði verið á aldrinum 65 ára og eldri. Morgunblaðið/Júlíus Framkvæmd- um í miðborg- inni að ljúka Framkvæmdum við endur- byggingu í Aðalstræti sunnan Ingólfstorgs, Kirkjustræti að hluta, Thorvaldsensstræti og Vallarstræti er um það bil að ijúka. Meðal annars hefur verið lögð hitalögn í gangstéttir og akbrautir. Gert hafði verið ráð fyrir að verkinu lyki um mán- aðamót september og október en þeim seinkaði vegna fom- leifarannsókna í sumar. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra fékk Hagstofuna til að taka saman upplýsingar um þróun mannfjölda og búsetu síð- astliðinn áratug með tilliti til ald- urs. Hún greindi frá niðurstöðum á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í vikulokin og sagði brottflutning ungs fólks af landsbyggðinni ógn- vekjandi. Hún taldi að fjölmargar stofnanir í Reykjavík væru betur komnar nær fólkinu í heimabyggð. Það myndi hjálpa til að snúa við þeirri þróun að fólkið á lands- byggðinni missti bömin í burtu því þeim byðist ekki starf heima fyrir að námi loknu. Á árunum 1981-86 fækkaði fólki á aldrinum 15-24 ára um 1.800 manns á landinu öllu og þar af voru 1.500 af landsbyggðinni. Seinni hluta áratugarins versnaði ástandið enn að mati félagsmála- ráðherra, ungu fólki á íslandi fækkaði um 500 manns. Af lands- byggðinni hurfu 1.300 ungmenni en á höfuðborgarsvæðinu Qölgaði þeim um 800, í stað þess að fækka um 300 eins og eðlilegt væri. Töl- urnar segja að umfram eðlilega fækkun í aldurshópnum hafa 1.800-1.900 ungmenni flust utan af landi til Reykjavíkur. Eldra fólk sækir einnig til höf- uðborgarinnar og segir Jóhanna Sigurðardóttir skort á þjónustu við það á landsbyggðinni helstu ástæðuna. Fyrri hluta áratugarins fyölgaði eldra fólki en 65 ára um 2.400 manns á landinu, þar af 1.600-1.700 í Reykjavík. Frá 1986 til 1991 fyölgaði eldra fólki um 2.500 manns og er hlutur höfuð- borgarinnar þá rúm 2.000 en ætti að vera 1.400-1.500. Á tíu árum hefur því fjölgun aldraðra á lands- byggðinni verið 900-1.100 manns minni en búast hefði mátt við. Eigandi söluturns á Rauðarárstíg staðinn að verki Tekinn í ann- að sinn fyrir sölu áfengis LÖGREGLAN í Reykjavík hand- tók eiganda söluturns á Rauðar- árstig aðfaranótt laugardagsins fyrir ólöglega áfengissölu. Það voru menn frá Breiðholtsstöð lögreglunnar sem stóðu mann- inn að verki, en þetta er í annað sinn á tveimur vikum sem þessi maður er tekinn fyrir áfengis- sölu. Sama fyrirkomulag var notað við handtökuna og síðast, þ.e. óeinkennisklæddur lögreglumaður keypti áfengi af manninum sem síðan var handtekinn. Við hand- tökuna var lagt hald á lítilræði af áfengi í sölutuminum auk peninga fyrir söluna um kvöldið. Morgunblaðið/Júlíus. Lögreglumaður ber úr söluturninum bjór og peninga sem gert var upptækt við handtökuna. Grænlandsflug flýg- ur sjálft semjist ekki EKKI HEFUR náðst samkomulag um að Flugleiðir annist fyrir Grænlandsflug áætlunarflug á milli Reykjavíkur og Kulusuk á Grænlandi. Forstjóri Grænlandsflugs segir að félagið muni sjálft annast þetta flug ef samkomulag náist ekki í mánuðinum. Jafn- framt sé verið að ræða við tvö önnur íslensk fyrirtæki. íslenska flugfélagið Odin Air hélt uppi áætlunarflugi til Kulusuk en síðan félagið hætti starfsemi hefur flugið legið niðri. Dönsk flugmálayfírvöld veittu Græn- landsflugi áætlunarleyfið en í umsókn félagsins var það tekið fram að það hygði á samvinnu við Flugleiðir um flugið. Ætlunin var að Flugleiðir flygju á Fokker-vélum sínum til Kulusuk einu sinni í viku, á þriðjudögum, í tengslum við flug Grænlands- flugs milli Kulusuk og Syðri- Straumfjarðar. Samkomulag hefur ekki tekist um skiptingu tekna og gjalda við flugið til íslands. Einar Sigurðsson blaðafulltrúi Flugleiða segir að á fundi flugfélaganna fyrir nokkrum dögum hafí Flugleiðir lagt fram tillögu að skiptingunni og sé beðið svara Grænlandsflugs. Ole Bjerregárd forstjóri Græn- landsflugs segir að ef samkomulag náist ekki í mánuðinum muni fé- lagið sjálft annast flugið til Reykjavíkur. Hann segir þó að jafnframt sé verið að ræða við tvö önnur íslensk fyrirtæki en vill ekki segja hver þau eru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.