Morgunblaðið - 22.11.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.11.1992, Blaðsíða 25
seer hhhmcív - MORGUNBLAÐIÐ MINNINGÁR rSUNNUDAGUR- 22: 'NÓVEMBER't992 “ 25 Sigurður Guðmunds son - Minning Fæddur 12. ágúst 1918 Dáinn 15. nóvember 1992 Hann tengdapabbi er dáinn. Kallið kom snöggt og það kom óvænt. Við kvöddum hann kátan og hressan á laugardagskvöldi og tólf tímum síðar var hann allur. Fyrir rúmum þremur árum gekk hann í gegnum miklar raunir. Hann missti elskulega eiginkonu sína Jó- hönnu Siguijónsdóttur (f. 1915, d. 1989) eftir stutt veikindastríð. Stuttu áður höfðu þau ákveðið að selja húsið sitt að Langagerði 72 og flytja í íbúðarhús fyrir aldraða í Garðabæ og á sama tíma hætti hann að vinna þar sem sjötugsaldr- inum var náð. En hann starfaði sem slökkviliðsmaður á Reykjavíkur- flugvelli frá 1963. Það sem átti að verða að tilhlökkunarefni snerist upp í andhverfu sína. Á þessum tíma, á milli húsa, bjó hann í tæpt ár hjá okkur Siguijóni. Þá eignaðist hann sitt síðasta barnabam, Bjarka, sem var honum afar kær og var það gagnkvæmt. En öll él styttir upp um síðir. Heimili hans að Naustahlein 8 var fallegt og hlýlegt með Jóhönnublæ. Hann var orðinn virkur í starfí aldr- aðra í Garðabæ. Yfír vetrartímann áttu hestamir hug hans allan enda aðal áhugamál til margra ára. Þar lágu rætumar. Sigurður var fæddur að Núpi undir V.-Eyjafjöllum hinn 12. ágúst 1918. Foreldrar hans voru Sigríður Sigurðardóttir og Guðmundur Ámason og var hann elstur tíu systkina. Hann ólst upp að sið þess tíma; vinna og aftur vinna. Hann átti þátt í byggingu gömlu Markar- fljótsbrúarinnar, vann auðvitað öll sveitastörf og fór ungur á vértíðir. í einni vertíðarferð sinni til Eyja hitti hann Jóhönnu sína. Þau gengu í hjónaband 7. júní 1941 og stofn- uðu heimili í Valhöll í Eyjum. Þar fæddist fyrri sonur þeirra, Sigurður Óli, 1941 • en fyrir átti Jóhanna Ingva Rafn (f. 1937). Þau fluttu til Reykjavíkur 1946. Árið 1949 fædd- ist svo Siguijón. í Reykjavík hóf tengdapabbi störf hjá skipafélaginu Jöklum þar til hann byijaði í slökkviliðinu. Þannig þekktum við hann. En við fengum nú nokkrar sjóarasögur í gegnum tíðina ásamt sveitasögum. Jóhanna rak verslun til fjölda ára með dyggum stuðningi Sigurðar. Þau hjón vom verðugir fulltrúar fyrir þessa kynslóð sem óðum er að hverfa. Heiðarleiki, ábyrgð og stundvísi í fyrirrúmi. Þau byijuðu búskap með tvær hendur tómar í orðsins fyllstu merkingu. Og þau uppskám eins og til var sáð. Mann- vænlegir synir, fímm sonarsynir og þrír sonarsonarsynir. Sigurður Óli á Þorbjöm (f. 1965) og Sigurð Óla (f. 1967). Þorbjöm á þijá syni Hörð Inga, Eyþór Smára og Jóhann Óla. Siguijón á Styrmi (f. 1974), Egil (f. 1978) og Bjarka (f. 1989). Við nöfnumar eram nú reyndar stoltar að eiga þátt í öllum þessum karl- mönnum. Við eram jafnframt þakk- látar fyrir að synir okkar hafí feng- ið að kynnast þeim eins vel og raun ber vitni. Þau vora af gamla skólan- um, samt ólík. Hún að mörgu leyti framúrstefnukona og hann heldur íhaldssamur. Þau kenndu þeim dyggðir og gamlar hefðir; sögðu þeim sögur; höfðu tíma. Fyrir tæpum níu áram komu þau hjónin sér upp yndislegum sumar-% bústað í Þrastarskógi. Þar áttu fjöl- skyldumar ógleymanlegar stundir. Það var erfítt að koma þangað eft- ir að Jóhanna var öll og nú er kom- ið annað skarð. Tengdapabba leið þar vel. Arinofninn var hans. Hann sagaði eldivið og staflaði upp eins og honum var einum lagið, kveikti upp því hann vildi hafa hlýtt, hellti uppá á morgnana, þannig að kaffí- ilmurinn dró okkur fram úr. Hann var sjálfur hlýr, þéttur á velli og þéttur í lund en mikil tilfínninga- vera þegar svo bar undir, bam síns tíma. Við söknum hans, hann kom svo oft við, fylgdist vel með sínum. En hann hefur öragglega fengið góðar móttökur hinum megin. Blessuð sé minning hans. Guðrún Gunnarsdóttir, Guðrún Þórbjarnardóttir. Lífsbók afa okkar Sigurðar Guð- mundssonar lauk sunnudaginn 15. nóvember. Svo sannarlega áttum við ekki von á því. Einn af okkur ók honum heim kvöldið áður, þá var hann kátur og hress. Morguninn eftir var hann allur. Kallið kom fyrirvaralaust. Við teljum okkur vera lánsama að hafa fengið að alast upp með afa okkar og hafa hann hjá okkur þetta lengi. Afí var mjög traustur maður, stund- vís og heiðarlegur í alla staði og miðlaði hann því til okkar. Áhuga- mál hafði hann ekki mörg en hann hafði yndi af hestum, spilamennsku og hafði góða söngrödd. Höfðum við gaman af að hlusta á hann segja sögur af hestum og sögur úr sveit- inni sem hann unni svo mjög. Þeir ungu mennimir í þá daga unnu við gerð Markarfljótsbrúarinnar frá því eldsnemma á morgnana til kvölds og flugust svo á frá kvöldmat til miðnættis. Svona sögur kunnum við strákamir vel að meta. Þú reiðst um fagran fjalladal, á fáki vökrum götu slétta, þar sem við búann brattra kletta æðandi fossar eiga tal, þar sem að una hátt í hlíðum hjarðir á beit með lagði síðum; þótti þér ekki ísland þá íbúum sínum skemmtan Ijá? (Jónas Hallgrimsson) Ökkur fínnst þetta ljóð Jónasar eiga vel við afa okkar. Við sjáum hann fyrir okkur hnarreistan í hnakknum á fallegum gæðingi þeysandi guðs um geim. Við þökkum afa okkar samfylgd- ina og allt það góða sem hann gerði fyrir okkur og felum hann góðum guði. Sonarsynir. Morgunblaðið/Friinann Ólafsson Samveruhópur unglinga sem hitdst á fimmtudagskvöldum í Grindavíkurkirkju tók vel undir þegar Faðir Abraham var sunginn. Grindavík Unglmgastarf í kirkjunni Grindavík. UNGLINGAR eru sjálfsagt ekki kirkjusæknasti hópurinn í þjóðfélaginu og kirkjan virðist ekki hafa höfðað til þess hóps. I Grindavík hefur sóknarprest- urinn þar, sr. Jóna Kristín Þor- valdsdóttir, reynt að snúa því við að það sé „lummó“ að fara í kirkju með því að hafa sérstaka dagskrá í kirkjunni á fimmtudagskvöldum þar sem boðið er upp á fyrirlestra fyrir 14-16 ára unglinga þar sem fjallað er um unglingsárin og þær breytingar sem tengjast þeim. Jóna sagði í samtali við Morg- unblaðið að markmiðið með þessum samverastundum væri að ungling- unum liði vel í húsi Guðs og þar væri hægt að eiga uppbyggilega og skemmtilega samveru. Samveru- stundimar hafa verið fjölsóttar og þar er bæði sungið og farið í leiki auk þess að eitthvað efni er til umíjöllunar hveiju sinni. „Við byijum með þvf að fara með ritningartexta og signum okkur. í lokin er síðan rifjáður upp texti kvöldsins og sunginn trúarlegur söngur. Með þessu er reynt að koma til móts við félagsþarfir unglinga og einnig að sýna þeim að í kirkjunni er hægt að láta sér líða vel. Smám saman verður kirkjan einn af þessum sjálfsögðu stöðum sem þarf að sækja reglu- lega,“ sagði Jóna. í ráði er að setja upp leikrit með unglingahópnum sem sækir samverastundimar og verður Guð- rún Ásmundsdóttir leikari hópnum til aðstoðar. Jóna sagði að sýning sé fyrirhuguð í mars á næsta ári. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR GUÐMUNDSSON (áður Langagerði 72), Naustahlein 8, Garðabæ, sem lést 15. nóvember, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. nóvember kl. 13.30. Sigurjón Sigurðsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Sigurður Óti Sigurðsson, Guðrún Þorbjarnardóttir, Ingvi Rafn Jónsson, barnábörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju ilSSB þriðjudaginn 24. nóvember kl. 13.30. Ps&á&i Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim jwEþSl Krabbameinsfélagið. Júlínus G. Jóhannesson, Jóhanna R. Jóhannesdóttir, Erling Jóhannesson, Alfhild Nilsen, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÁSGERÐUR EINARSDÓTTIR, Neöstutröð 2, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánudaginn 23. nóvember kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast bent á Hjarta- vernd. Einar Arason, Karl Arason, Jóhannes Arason, Sigrún Sigurðardóttir, Arnfriður Aradóttir, Haukur Matthfasson, barnabörn og barnabarnabörn. , + Útför ÖNNU M. INGVARSDÓTTUR, Mýrargötu 18, Neskaupstað, sem lést 16. þessa mánaðar, fer fram mánudaginn 23. nóvem- ber kl. 14.00. Guðrún Jónsdóttir og fjölskylda. + Frænka mín, MARÍA THORSTEINSSON, Lönguhlíð 3, lést í Borgarspítalanum þann 13. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 24. nóvember kl. 15.00. Kristfn Jónsdóttir. r +~ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, fósturföður, tengdaföður, afa og langafa, GUÐLAUGS VALDIM ARSSONAR, Bergþórugötu 8. Ingibjörg Helgadóttir, Ester Guðlaugsdóttir, Sæmundur Karl Jóhannesson, Stefán Guðlaugsson, Anna Ringsted, Kolbrún Guðlaugsdóttir, José Antonio Ramos, Þröstur Óskar Kolbeins, Svala Stefánsdóttir, barnabörn og langafabarn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, sonar og bróður, PÉTURS ÁGÚSTSSONAR múrarameistara, Torfufelli 10. Rannveig L. Pétursdóttir, Magnús Pétursson, Ágúst Bjarnason, Guðjón Ágústsson, Bjarni Ágústsson, Hrönn Ágústsdóttir, og tengdafólk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.