Morgunblaðið - 22.11.1992, Blaðsíða 4
4 FRETTIR/YFIRUT
’GJT H33M,1VÖM .SK HU0Att?JH3Ua ClKiAJtWUD IQM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR' 22. NÓVEMBER 1992
ERLENT
INNLENT
ASI samþykk-
ir framhald
viðræðna
í UPPHAFI vikunnar samþykkti
fundur miðstjómar og formanna
lands- og svæðasambanda ASÍ að
halda áfram viðræðum um efna-
hagsaðgerðir með VSÍ og atvinnu-
málanefnd ríkisstjómarinnar. Fyr-
ir fundinum lá tillaga frá forseta
ASÍ um að viðræðunum yrði frest-
að fram að þingi ASÍ en fundurinn
ákvað nær einróma að halda þeim
áfram.
Rætt við stjórnarandstöðuna
Davíð Oddsson forsætisráðherra
og Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra áttu á miðvikudags-
morgun viðræður við fulltrúa
stjómarandstöðunnar um stöðu
mála í fyrirhuguðum efnahagsað-
gerðum. Engar tillögur vom lagðar
fram á þessum fundi en menn
skiptust á skoðunum og fóm yfir
málin. í lok fundarins sagði Stein-
grímur Hermannsson formaður
Framsóknarflokksins m.a. að
Framsóknarmenn vildu reyna öll
önnur úrræði en gengisfellingu.
Ólafur Ragnar Grímsson formaður
Alþýðubandalagsins sagði m.a. að
hann fagnaði því að tekið hefði
verið undir hugmyndir Alþýðu-
bandalagsins um hátekju- og fjár-
magnsskatt.
Eimskip sameinar aðstöðu
í borgarráði hefur verið lagt
fram samkomulag um að borgar-
yfirvöld heimili Eimskip að nýta
lóð féíagsjns við Borgartún fyrir
íbúðasvæði. Leigulóðarsamningur
Eimskips rennur út eftir 10 ár og
er áhugi á því að flytja starfsemina
frá Borgartúni á nýtt svæði í
Sundahöfn. Eimskip stefnir að því
að sameina alla flutninga- og
geymsluaðstöðu sína á einn stað
við Sundahöfn. Hvað varðar lóðina
í Borgartúni er gert ráð fyrir að
Eimskip láti vinna deiliskipulag og
greiði gatnagerðargjöld af ný-
byggingum auk opinberra gjalda.
Tveir teknir í Flórída
Tveir íslendingar sitja nú í fang-
elsi í Flórída eftir að þeir voru
handteknir þar í kjölfar þess að
hafa reynt að selja tálbeitu banda-
rísku toilgæslunnar 44.000
skammta af hormónalyfjum eða
sterum. Viðskiptin við tálbeituna
voru tekin upp á mynddband og
eftir yfirheyrslur hjá dómara var
ákveðið að íslendingamir gætu
ekki sett fram tryggingu gegn
lausn sinni úr fangelsi þar til dóm-
ur er fallinn í máli þeirra.
Kaupa hlut í Þróunarfélaginu
Samningur um kaup tólf af
stærstu lífeyrissjóðunum á 29%
hlut ríkissjóðs í Þróunarfélaginu
hafa verið undirritaðir. Kaupverðið
er 130 milljónir króna og verður
það greitt að fullu fyrir áramót.
Þorgeir Eyjólfsson formaður
Landssambands lífeyrissjóða segir
að þessi kaup sjóðanna séu leið
þeirra til að nálgast áhættusamari
hluta Qármagnsmarkaðarins og
viðleitni til að efla atvinnulífíð við
þær aðstæður sem nú eru.
Fjórir bátar í erfiðleikum
Fjórir bátar lentu í erfiðleikum
við sunnanvert Snæfellsnes á
föstudag og munaði litlu að illa
færi. Þyrla- Landhelgisgæslunnar
var kölluð út og tókst henni að
hífa tvo menn af tveimur bátanna
upp þrátt fyrir mjög erfíðar að-
stæður. Hinir bátamir tveir voru
lóðsaðir til hafnar á Amarstapa.
Þá strandaði hafnsögobáturinn
Haki á Lönguskeri í Skeijafirði á
föstudagskvöld. Hann var dreginn
á flot á flóðinu seinna um kvöldið.
ERLENT
Gengi sænsku
krónunnar
fellt um 10%
GENGI sænsku krónunnar féll um
10% á fímmtudag en þá hafði
seðlabanki Svíþjóðar komist að
þeirri niðurstöðu, að útilokað væri
að verja það og ákvað að láta það
fljóta. Kom ákvörðunin í kjölfar
gífurlegs gjaldeyrisflótta úr landi
en hann er talinn
hafa numið 160
milljörðum SKR.
eða sem svarar
nær öllum gjald-
eyrisforðanum.
Kenndi Carl
Bildt, forsætis-
ráðherra Svíþjóð-
ar, spákaup-
mönnum um og
átaldi einnig stjómarandstöðuna,
jafnaðarmenn, fyrir að hafa ekki
viljað styðja vamaraðgerðir stjóm-
arinnar. Efnahagssérfræðingar í
Svíþjóð segja, að aðgerðimar, sem
stjóm og stjórnarandstaða stóðu
að í september, hafi ekki dugað
vegna þess, að innbyggður kerfis-
og fjárlagavandi væri of mikill eft-
ir tveggja áratuga sóun í sænskum
ríkisfjármálum. Gengisfall sænsku
krónunnar setti strax mikinn
þrýsting á norsku krónuna enda
eru Svíar ein helsta viðskiptaþjóð
Norðmanna og þeir keppa á sömu
útflutningsmörkuðunum. Brást
norski seðlabankinn við með því
að takmarka skammtímalán til
banka en beðið var eftir því hvem-
ig norsku krónunni reiddi af á
gjaldeyrismörkuðunum.
GATT-samningar á næsta '
leiti
VEL hefur miðað að sögn í viðræð-
unum um nýjan GATT-samning
milli fulltrúa Bandaríkjastjómar
og Evrópubandalagsins, EB. Það
eru landbúnaðarmálin, sem um er
deilt, aðallega niðurgreiðslur EB á
fræolíu, en Bandaríkjastjórn hefur
ákveðið að setja 200% refsitoll á
hvítvín frá EB og þá einkum
Frakklandi hafí samningar ekki
tekist fyrir 5. desember nk. Var
gert hlé á viðræðunum á fimmtu-
dag en búist er við, að þær hefjist
aftur eftir helgina.
Þýsk innflytjendalöggjöf
hert
ÞÝSKIR jafnaðarmenn, SPD, hafa
breytt stefnu sinni í málefnum inn-
flytjenda og samþykkt að fallast á
strangari löggjöf um þau. Bjöm
Engholm, formaður SPD, sagði á
aukaþingi flokksins, að yrði ekki
komið í veg fyrir gífurlegan fólks-
straum til landsins væri hætta á
stórauknum stuðningi við hægri-
öfgamenn. Um þúsund manns
koma nú til Þýskalands daglega
en með fyrirhugaðri breytingu á
innflytjendalöggjöfínni verður að-
eins tekið við þeim, sem orðið hafa
fyrir pólitískum ofsóknum í landi
sínu.
EES samþykkt f Svfþjóð
SÆNSKA þingið samþykkti samn-
inginn um Evrópska efnahags-
svæðið, EES, á miðvikudag með
miklum atkvæðamun eða 308 at-
kvæðum gegn 13 en sex sátu hjá.
Er almennt litið á EES sem fyrsta
skref Svía inn í sjálft Evrópu-
bandalagið, EB, en samkvæmt
skoðanakönnunum er meirihluti
sænskra kjósenda þó andvígur
EB-aðild. I EES-umræðunum á
sænska þinginu komu fram miklar
áhyggjur af niðurstöðu þjóðarat-
kvæðagreiðslunnar í Sviss í næsta
mánuði en flest bendir til, að aðild
að EES verði þá hafnað jafnvel
þótt meirihluti kjósenda samþykki
hana. Það stafar af því, að hana
verður að samþykkja í öllum kan-
tónunum 26. Fari svo er líklegast
talið, að EES-samningurinn verði
staðfestur gagnvart öðrum EFTA-
ríkjum.
Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi skatta- og efnahagsmálaráðherra Danmerkur, á blaða-
mannafundi á miðvikudag er hann skýrði frá afsögn sinni.
Áhrif ráðherraskipta í dönsku stjórninni
Lífslíkur sljómar Schluters
ráðast af Tamíla-skýrsluimi
NÚ þegar Poul Schliiter, for-
sætisráðherra Dana, hefur
leyst Anders Fogh Rasmussen
frá störfum skatta- og efna-
hagsmálaráðherra vakna
margar spurningar um hvaða
áhrif breytingar á sljórninni
hafi, einkum hvað varðar
áframhaldandi samstarfs-
Endvöll minnihlutastj órnar
Ids- og Venstre-flokksins.
Á yfirborðinu snýst málið um
siðferði, en undir niðri
krauma önnur mál.
Ráðherra óskaði sjálfur
rannsóknar
Málið, sem felldi Fogh Ras-
mussen úr ráðherrastóli, snýst
um ábyrgð hans sem ráðherra á
aðgerðum embættismanna sinna
og eins um hvort hann hafí gef-
ið danska þinginu villandi upp-
lýsingar um það. Ríkisendur-
skoðunin gerði í árslok 1989 at-
hugasemdir
sagði Fogh Rasmussen að hún
sýndi að hann hefði ekki átt
upptökin að bókhaldsbragðinu. í
skýrslunni gagnrýndi dómarinn
hins vegar ráðherrann fyrir að
hafa villt um fyrir þinginu, en
Rasmussen sagðist ekki álíta sig
hafa brotið svo alvarlega af sér
gagnvart þinginu að hann þyrfti
að segja af sér. Rasmussen
kvaðst því ætla að halda áfram
sem ráðherra þegar skýrslan var
birt.
Siðferði og ábyrgð ráðherra
og stjómmálamanna hefur verið
eitt af lykilorðunum í dönskum
stjómmálum undanfarin misseri,
meðal annars vegna þessa máls
og Tamíla-málsins. Þegar skýrsl-
an og viðbrögð ráðherra lágu
fyrir kvað Radikale venstre upp-
úr um að ekki væri hægt að líða
ráðherranum að halda áfram
eins og ekkert hefði í skorist.
Skýrsla dómarans gefur tilefni
________________ til að stefna
við há útgjöld
og halla í
skattaráðu-
neytinu. Þá var
ákveðið í ráðu-
neytinu að útgjöldin, sem stöfuðu
af fjárfestingum vegna tölvu-
væðingar, yrðu færð yfír á næsta
bókhaldsár. Að því er virðist kom
fmmkvæðið frá embættismönn-
um, en með vitorði og vilja ráð-
herra. Þessi tilfærsla er ólögleg,
en með henni slapp ráðherrann
við að leita eftir aukafjárveiting-
um til eigin ráðuneytis, meðan
hann lagði hart að öðram ráð-
herram að draga úr öllum kostn-
aði í ríkisbús.kapnum. Þegar
fréttir af þessari tilhögun, sem '
hefur verið kölluð „skapandi bók-
hald“, láku út gerði Rasmussen
þinginu grein fyrir málinu. Þá
komu strax upp raddir um að
hann hefði ekki gert hreint fyrir
sínum dyrum.
Til að hreinsa sig af grun um
að hann hefði sjálfur átt fram-
kvæðið að þessu frjálslega bók-
haldi og sagt þinginu rangt frá
óskaði hann eftir rannsókn á
málinu undir stjóm dómara, sem
skilaði skýrslu um niðurstöðuna.
Sami háttur hefur verið hafður
á við rannsókn Tamfla-málsins,
sem snýst að hluta um það sama
og bókhaldsmálið, þ.e. hvort ráð-
herrar hafí veitt þinginu upplýs-
ingar gegn betri vitund.
Ábyrgð o g siðferði
Þegar skýrsla rannsóknar-
dómarans var birt á þriðjudag
BAIISVID
eftir Sigrúnu Davídsdóttur
fímm emb-
ættismönnum
fyrir embætt-
isafglöp. Tals-
menn flokks-
ins sögðu að úr því embættis-
mennimir þyrftu hugsanlega að
svara til saka væri ótækt að sá
sem bar ábyrgðina væri laus við
alla ábyrgð. Formaður flokksins
hótaði að lýsa yfir vantrausti á
ráðherrann sem hlyti að leiða til
kosninga. Þetta fékk forsætis-
ráðherrann að vita á miðviku-
dagsmorgun. Strax síðdegis
sama dag tilkynnti Schluter að
hann hefði fallist á afsagnar-
beiðni frá Fogh Rasmussen.
Áhrifin á Tamíla-málið og
framtíð ríkisstj órnarinnar
Radikale venstre var ekki einn
á ferð. Bæði forystumenn Jafn-
aðarmannaflokksins og Sósíal-
íska þjóðarflokksins tóku undir
með flokknum. Þarna vora aftur
hlaupnir saman sömu flokkamir
og stóðu að baki málamiðlunar-
innar um afstöðu Dana til Ma-
astricht-sáttmálans. Þessir þrír
flokkar hafa meirihluta á þing-
inu. Með því að taka þá afstöðu
nú að stjómin gæti ekki setið
áfram eins og ekkert hefði í skor-
ist álíta margir að þar með sé
búið að leggja línumar um hvað
gera skuli þegar Tamfla-skýrslan
liggur fyrir. Skýrslunnar er að
vænta í byijun desember og
meðan beðið er eftir henni mið-
ast allt við hvað tekur við þegar
hún verður birt.
Schluter forsætisráðherra var
snöggur að ákveða sig þegar
viðbrögð Radikale venstre vora
ljós. Uffe Ellemann-Jensen, ut-
anríkisráðherra og formaður
Venstre, fór ekki í launkofa með
að hann var ósáttur við að
flokksmaður hans þyrfti að víkja
vegna málsins. Hann sagðist
frekar hafa kosið að láta reyna
á hótun Radikale venstre um
vantraust og kosningar. Óviðun-
andi væri að stjómarandstaðan
plokkaði stjómina í sundur með
slíkum hótunum.
Ráðuneytum Rasmussens hef-
ur verið skipt milli tveggja
manna. Thor Pedersen innanrík-
isráðherra fékk efnahagsráðu-
neytið í sinn hlut, en Jens Brixt-
ofte bæjarstjóri tekur við emb-
ætti skattaráðherra. Það vekur
óneitanlega athygli að Brixtofte
varð fyrir valinu. Hann viðraði í
haust hugmyndir um að alvar-
legasta vandamál Dana væri at-
vinnuleysi og stjómin væri neydd
til að taka á því, jafnvel þótt það
kostaði aukin ríkisútgjöld og
hærri skatta, sem hvort tveggja
hefur verið keppikefli stjórnar-
innar að forðast. Ellemann-Jens-
en tók engan veginn undir hug-
myndir Brixtofte, sem fékk hins
vegar hrós frá jafnaðarmönnum
fyrir að þora að láta sér þessi
orð um munn fara.
Ýmsir hafa látið í ljós þá skoð-
un að með því að velja Brixtofte
sé Schlutér"ið kinka kolli til jafn-
aðarmanna. Flestir era þó sam-
mála um að það komi fyrir lítið.
Óumflýjanlega sé farið að sjá
fyrir endapn á stjóm Schliiters
og þá væntanlega stjómarsam-
starfi íhaldsflokksins og Vens-
tre, þó engir í stjómarflokkunum
vilji ljá slíkum spádómum nafn
sitt. Það er athyglisvert hvers'
vegna Schluter leysir Fogh Ras-
mussen frá störfum nú en gerði
ekkert í svipuðu máli, sem kom
upp vegna gjalda sem ríkis-
stjómin lagði á, þangað til á
daginn kom að þau væra ólög-
leg. Það mál snerist um sömu
atriði, þ.e. ábyrgð og villandi
upplýsingar frá skattaráðherra
og fleiri ráðherram. Schluter
hefur lengi sýnt að hann er
slyngur stjómmálamaður, en nú
er spumingin hvort ráðin fari
ekki að þijóta úr því meirihluti
stjómarandstöðunnar virðist
vera að finna sér samstarfsvett-
vang.