Morgunblaðið - 22.11.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.11.1992, Blaðsíða 17
.\tOHGUKPj4ÐlS SUKNUUAGUR 22. ^pygjpEfi tffi2 þegar þær nálgast sólina eykst birta þeirra og þær verða áberandi á himninum. Þegar halastjömur ganga nærri sólu geta þær brotnað í mola og endað sem slóð loft- steina. „I hvert sinn sem hala- stjama fer innarlega í sólkerfið eyðist af efni hennar og þær hala- stjörnur sem hafa stuttan umferð- artírha verða því skammlífar miðað við aðra himinhnetti, endast ef til vill ekki nema í nokkur þúsund ár. Stjömuhröp í drífum tengjast oft því þegar eyðist af efni halastjömu, loftsteinamir fylgja slóð halastjöm- unnar. Þekktasta halastjaman er án efa halastjarna Halleys, kennd við manninn sem uppgötvaði hana. Vit- að er að hún hefur sést 28 sinnum og er birting hennar rakin allt aftur til um 240 fyrir Krist." Forðabúr halastjarna En hvaðan koma halastjömum- ar? „Halastjömur em á lokuðum brautum og tilheyra því sólkerfinu. Sú kenning, sem sett var fram um myndun halastjarna árið 1950, er orðin viðtekin, en hún felst í því að til sé forðabúr með milljörðum halastjarna. Það er svo langt frá sólinni að það sést ekki en þessar halastjömur ganga engu að síður í kringum hana. Fyrir kemur að truflun verður á gangi halastjömu í forðabúrinu, fyrir áhrif frá stjöm- um Vetrarbrautarinnar og braut halastjömunnar færist nær sólu og reikistjörnunum. Þar getur hún orð- ið fyrir enn frekari tmflunum, fyrst og fremst af hálfu Júpíters. Vegna þessara truflana getur reynst mjög erfitt að reikna nákvæmlega út sporbaug halastjömu langt fram í tímann. Það bætir ekki úr skák að gasið og rykið sem halastjaman sendir frá sér hefur oft óútreiknan- Ieg áhrif á braut hennar.“ Þorsteinn segir halastjörnu geta verið stórkostlega sýn og langt sé nú liðið frá því síðast sást vel til slíkrar stjömu. „Það var árið 1970 sem halastjama var síðast áberandi á himni hér á landi. Sú fegursta sem ég hef séð er Arend-Roland- stjaman sem sást árið 1957. Sú halastjama, sem áhugi manna bein- ist nú að, er nefnd eftir þeim sem sem uppgötvuðu hana árið 1862, Swift og Tuttle, en talið að hún hafi fyrst sést 1737. Reiknað hafði verið út að halastjaman myndi sjást árið 1982 en svo varð ekki. Ártölin benda til þess að brautin hafi tmfl- ast nokkuð og umferðartíminn breyst. Jörðin fer árlega yfir spor- baug halastjörnunnar og þá sjást svokallaðir persídar, loftsteinadríf- ur sem myndast þegar ryk frá hala- stjömunni brennur í andrúmslofti jarðar. Loftsteinadrífan sést um miðjan ágúst. Halastjaman Swift- Tuttle sést nú á vesturhimni eftir að dimmt er orðið sem dauf þoku- kennd stjama. Hún sést ekki nema í sjónauka og fer sífellt lækkandi á vesturhimninum. Þegar kemur fram í desember verður mun erfíð- ara að gá hana." Að sögn Þorsteins finna áhuga- menn flestar nýjar halastjömur, þeir sem séu stjömufræðingar að atvinnu hafí fæstir tíma til slíkrar leitar. Hún sé ákaflega tímafrek. Töluverð samkeppni ríkir meðal áhugamannanna um að finna sem flestar stjömur enda er nafn hala- stjömunnar tengt við fínnandann. Ómögulegt að meta líkurnar Stjamvísindamenn hafa reynt að reikna nákvæmlega út sporbaug Swift-Tuttle-halastjömunnar fram í tímann. Þar sem hann skarast við sporbaug jarðar telja sumir vísinda- menn, m.a. Brian Marsden hjá Harvard-Smithsonian stjamvís- indastofnuninni, að möguleiki sé á að hún skelli á jörðinni. Marsden telur líkumar á því vera um 1 á móti 10.000. Þorsteinn Sæmunds- son segist ekki geta tekið undir þessar tölu, ómögulegt sé að meta líkumar á árekstri þar sem of mik- il óvissa rfki um braut halastjöm- unnar. „Ég hef satt best að segja ilI Árekstur Swift-Tuttle halastjörnunn- ar og jarðar myndi samsvara því að 10 milljón meðalstórar vetnissprengj- ur spryngju, slíkur yrði krafturinn. næst, eftir rúm 130 ár, munu jarð- arbúar líklega sjá geysifallega hala- stjömu, auk þess sem mikið loft- steinaregn verður. Þorsteinn bætir þvi við að vilji menn óttast eitthvað utan úr geimn- um væri nær að horfa til loftstein- anna. „Stór loftsteinn getur lent á jörðinni hve- nær sem er. Loftsteinn sem er 100 m í þvermál gæti valdið spreng- ingu á borð við þá sem varð í Tunguska í Sí- beríu árið 1908. Steinar af þessari stærð sjást enga trú á því að til árekstrar komi, þótt hann sé hugsanlegur, fræði- lega séð.“ Áfall engu líkt Hvað gerist ef halastjama rekst engu að síður á jörðina? „Á mælikvarða alheimsins þætti árekstur halastjörnu og jarðar ekki merkur atburður. En árekstur við halastjömu hefði vissulega geig- vænleg áhrif á jörðina, kjarnorku- styijöld væri gamanmál samanborið við hann. Hraði Swift-Tuttle-hala- sijömunnar er talinn um 60 km á sekúndu miðað við jörðu og árekst- ur myndi líklega samsvara því ef um 10 milljón vetnissprengjur spryngju, slíkur yrði krafturinn. Margir hafa heyrt um sprenginguna sem varð í Síberíu árið 1908, þegar loftsteinn eða brot úr halastjömu sprakk í gufuhvolfi jarðar yfir staðnum. Sprengingin var á við stærstu vetnissprengju og hefði t.d. gjöreytt Pétursborg ef hún hefði lent þar í nánd. Komi Swift-Tuttle-halastjarnan inn í gufuhvolf jarðar verður hins vegar árekstur og áfallið verður engu líkt. Sjálf sprengingin, flóð- bylgjur og skýmökkur yfir allri jörð- inni myndu líklega ekki eyða lífi alls staðar á jörðinni, en líf gæti þurrkast úr á heilu meginlandi og afleiðingarnar yrðu hrikalegar um alla jörð. Ómögulegt er að segja til um hvort mannkynið myndi lifa af.“ Þorsteinn telur litlu skipta hvar mögulegur árekstur yrði, skelli halastjama á úthafi mynduðust gíf- urlegar fljóðbylgjur og ekki yrði komist hjá rökkrinu sem yrði bana- biti flestra plöntutegunda. Myndast líf? „Eitthvð þessu líkt hefur vafa- laust gerst oftar n einu sinni í langri sögu lífsins á jörðinni. En þótt hala- stjömur geti ógnað lífí hér á jörðu em líka til kenningar um það að þær hafi átt þátt í því að mynda skilyrði fyrir þróun lífsins í árdaga. í halastjömum er að finna margvís- leg kolefnissambönd, lífræn efni, sem hugsanlega hafa borist til jarð- ar við árekstra eða með ryki úr halastjömum og orðið uppistaða lífsins á jörðinni." í þessu sambandi má benda á að árlega berst talsvert af efni utan úr geimnum til jarðar, fæstar agn- imar eru stærri en sandkorn, en stærri loftsteinar hafa oft skotið fólki skelk í bringu. Hefur m.a. verið sett fram sú kenning að víras- ar berist til jarðar utan úr geimnum en aðspurður segist Þorsteinn van- trúaður á þá kenningu. Ef hætta reynist á árekstri telja sumir erlendir stjarnvísindamenn, þeirra á meðal téður Brian Marsd- en, að eina lausnin sé að sprengja halastjörnuna í sundur í hæfilegri fjarlægð með kjamorkueldflaugum. Edward Teller, einn af höfundum vetnissprengjunnar, hefur lagt til að smíðuð verði sprengja, 10.000- falt öflugri nokkur sprengja sem til er nú, svo að granda megi þessum vágesti. Á vísindaráð- stefnu sem hald- in var í Banda- ríkjunum í vor komu vísindamenn auk þess fram með ýmsar róttækar tillögur, svo sem að láta andefni eyða halastjöm- unni, varpa einhvers konar segli yfir hana eða mynda þrýsting til að beina henni frá jörðu. „Enn sem komið er eram við óendanlega langt frá því að búa yfír tækni til þess að sprengja sundur halastjömu eða breyta braut hennar," segir Þor- steinn. Hann vill þó ekki útiloka möguleikann enda geti margt gerst á skemmri tíma en 134 árum. Hann bendir hins vegar á það, að tækist að sprengja halastjörnuna myndu mörg brotanna að öllum líkindum fylgja svipaðri braut og áður. Þótt ekki verði árekstur þegar Swift-Tuttle-halastjaman nálgast ekki í stjömusjónaukum og þeir skella því fyrirvaralaust á jörðinni. Á tímum kalda stríðsins hefði það getað orðið upphaf heimsstyijaldar ef stór loftsteinn hefði lent í löndum NATO eða Varsjárbandalagsins, þar sem menn hefðu í fyrstu ekki vitað um hvers konar sprengingu hefði verið að ræða og líklega talið hana árás.“ Jörðin er ekki eilíf Þegar rætt er um möguleg enda- lok lífs á jörðu eftir 134 ár kunna einhveijir að velta því fyrir sér hvort það komi okkur við, sem nú byggj- um jörðina. „Auðvitað. Framtíð mannkyns hlýtur að varða okkur öll, ég held að flestir hafí áhuga á því hvernig mannkyninu famist. En við verðum jafnframt að gera okkur grein fyrir því að jörðin er ekki eilíf, frekar en hinar reiki- stjörnumar og sólin. Eftir um fímm milljarða mun sólin fara þróast yfir í rauða risastjömu sem er svo björt og heit að ekki verður lengur líf- vænlegt á jörðinni. Og eftir 10 millj- arða verður sólin kulnuð í hvíta dvergstjömu. En era umræður um árekstur við halasljömur ekki vatn á myllu heimsendaspámanna? „Það kann að vera, en ég er orð- inn ósköp þreyttur á slíkum spám. Ég vona hins vegar að umræðan um þessa tilteknu halastjömu verði til þess að áhugi fólks aukist á stjömufræði og að fólk horfi til him- ins og á stjömumar í vaxandi mæli.“ Of bjart tíl sljörnuskoðunar Einn er þó sá vandi sem stjömu- áhugamenn eiga við að etja í aukn- um mæli en það er raflýsing í borg- um. Víða um heim hafa verið stofti- uð félög sem beita sér fyrir því að dregið verði úr raflýsingu eða henni breytt. Tilgangur þeirra er að koma í veg fyrir óþarfa Ijósanotkun og að undur himingeimsins sjáist bet- ur. „Lýsing í borgum, t.d. í Reykja- vík, er svo mikil að það sést æ minna til stjamanna. Þegar komið er svo langt út fyrir höfuðborgar- svæðið að bjarminn af borginni er ekki lengur sjáanlegur, þá sjást mörg geysifalleg fyrirbæri himin- geimsins. Vonandi kann lands- byggðarfólk að meta þau forréttindi sem það hefur að þessu leyti.“ En það er ýmislegt fleira á ferli í himinhvolfinu. Gervitungl og ýmiss konar „geimrasl" hafa traflað margan stjömuáhugamanninn. Þá birtast öðra hvora sérkennileg ljós eða önnur fyrirbæri sem fólk kann ekki skil á og tilkynnir til Raunvís- indadeildar háskólans. „Ég safna upplýsingum um allt sem okkur er tilkynnt og reyni að finna á því skýringu. Takist það ekki á þeim tfma sem tilkynnt var um fyrirbær- ið er aldrei að vita nema að skýring- in komi í ljós síðar.“ Panlil jQÍagjafiLiarnóna. Lágí vqlíí [i imdsins í lló vemb et Þú greiðir um 131 kr. fyrir 1 pund, 655 kr. fyrir 5 pund, 1.310 kr. fyrir 10 pund, 1.965 kr. fyrir 15 pund, 2.620 kr. fyrir 20 pund, 3.275 kr. fyrir 25 pund o.s.frv. Ath. sælgæti og snyrtivörur hærra. B. MAGNÚSSON HF. HÓLSHRAUNI 2, SlMI 52866, PÓSTHÓLF 410, HAFNARFIRÐI PONTUNARSIMI 9 1 - 52866 SÍÐASTI MÓTTÖKUDAGUR JÓLAPANTAN A ER 27. NÓVEMBER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.