Morgunblaðið - 22.11.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.11.1992, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1992 26 * _______ Asgerður Einars- dóttír — Minning Fædd 15. ágúst 1911 Dáin 14. nóvember 1992 Lítill drengur lófa strýkur létt um vöta móðurkinn, - augun spyija eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt ýndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum ■ lífs og dauða kann ei skil: Hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin - amma finnur augasteininn sinn í nðtt. Látill drengur leggst á koddann - lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir - amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfír beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum - Ömmuljóð.) . , Okkur bræður langar að þakka elsku langömmu fyrir allt það góða sem hún hefur gert fyrir okkur, allar heimsóknimar, allar síma- hringingamar, allar sögumar, allar gönguferðimar, allar gjafimar, all- ar pönnukökumar og alla þá um- hyggju sem hún hefur borið fyrir okkur alla tíð. Við söknum hennar mikið, en vitum að hún er komin til Ara afa núna og að þeim líður örugglega vel. Við biðjum góðan Guð að geyma elsku langömmu og „langafa. Andri Freyr og Einar Þór. Mánudaginn 23. nóvember verð- ur borin til grafar föðuramma mín, Ásgerður Einarsdóttir. Okkur lang- ar að minnast hennar með nokkrum fátæklegum orðum. Ása amma var merk kona, sem hafði óslökkvandi áhuga á lífinu og tilverunni, hafði bjartsýnina að leið- arljósi og var ávallt tilbúin að rétta öllum hjálparhönd. Ófáir fengu góð ráð hjá henni. Amma var þannig gerð að hún vildi hafa fólk í kringum sig og fá sér kaffí og með því og ræða um daginn og veginn. Ósjaldan hafði “ifeún næturgesti. Amma sat oft með einhveija handavinnu eða var að fóndra. Hún vildi að maður færi vel með hlutina og væri „praktískur", eins og hún kallaði það. Alltaf var gaman að koma í Neðstutröð með litlu stelpumar okkar. Þær voru mjög hrifhar af "langömmu sinni, enda kunni hún að segja þeim sögur og ná athygli þeirra. Það verður mikill söknuður hjá okkur við missi hennar, við höfum átt margar góðar stundir saman. En nú vitum við að Ari hefur tekið á móti henni og nú eru þau saman á ný. Með þessum orðum viljum við kveðja hana. Guð geymi elsku ömmu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Ari, Ása og dætur. Elskuleg móðursystir mín, Ás- gerður Einarsdóttir, er látin. Það er ekki auðvelt að lýsa Ásu frænku. Hún var einstök mann- eskja. Jákvæðni og bjartsýni ein- kenndu hana og það var stutt í grínið. Hún sá alltaf björtu hliðam- ar á öllu og gerði ekki síst grín að sjálfri sér. Oft veltist ég um af hlátri af 8kemmtilegum lýsingum hennar. í Neðstutröðina var gott að koma, enda gestagangur þar mik- ill. Þar voru allir velkomnir og hún naut sín í því að_ láta öðrum líða X0l. Milli okkar Ásu ríkti alla tíð sterkt vináttusamband. Ég mun sakna hennar og við öll, en jafn- framt þakklát fyrir að hafa kynnst jafn jákvæðrifynanneskju, sem sá alltaf það góða í öllu. Ég veit að núna líður elsku Ásu vel, hún er búin að hitta Ara sinn, sem hún saknaði alltaf. Blessuð sé minning hennar. Ásdís. Kallið er komið, komin er nú stundin, Vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þeirri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elskuleg amma mín er dáin. Mig langar til að þakka henni fyrir öll árin og þó sérstaklega síðustu tvö. Ég fluttist til hennar sumarið ’91. Ég ákvað að fara aftur í skóla og amma bauð mér strax að koma og búa hjá henni, til að geta létt undir með mér. í hennar huga var mennt- un mjög mikils virði og hún vildi hjálpa öllum sem langaði að læra eitthvað. Margir hafa búið hjá henni og afa þegar hann var á lífi og allt- af voru allir velkomnir hvenær sem var. Heimili þeirra var stundum kallað „Hótel Neðstratröð" af okkur í fjölskyldunni og það var sko 5 stjömu. Amma hafði ofsalega gam- an af matreiðslu og henni fannst mest gaman þegar það voru sem flestir í mat. Hlýlegri og bjartsýnni konu hef ég aldrei kynnst, það var alveg sama hvað var að hjá manni, hún gat alltaf séð björtu hliðamar á öllum málum. Hún átti margar vinkonur sem hringdu í hana til að hressa upp á sálina, eins og hún sagði. Við gátum verið að þræta um alla mögulega hluti, enda komn- ar frá mjög ólíkum kynslóðum, en samt var ég yfírleitt orðin sammála henni í restina því hún kom öllu sem hún sagði svo vel frá sér. Amma og afi voru mjög samrýnd og virt- ust alltaf vera jafn ástfangin fram til síðasta dags. Mikið hefur það verið erfitt fyrir ömmu þegar afi dó fyrir sex áram. En amma sagði alltaf að hana hlakkaði til að hitta afa aftur þegar hún færi og ég veit að nú era saman aftur, það er mín eina huggun í mikilli sorg. Minningamar um ömmu era marg- ar og góðar og verða vel geymdar í hjarta mínu. Mig langar að þakka fyrir að fá að eyða síðustu tveim áram hennar með henni og fá að kynnast henni, þó að seint væri. Ég þakka elsku ömmu fyrir allt og allt. Guð veri með henni, hvíli hún í friði. __ Ásgerður Jóhannesdóttir. Flogin er fregnin harma. Ásgerð- ur Einarsdóttir hvarf þangað sem allar spumingar eiga sér svör. Ég frétti að hjarta hennar hefði brostið og hún hafí horfíð úr þessum heimi fyrirvaralítið. Reyndar var Ása búin að lifa tímana tvenna og var komin á níunda áratuginn þó að hún hafi ekki borið það með sér frá degi til dags. Þrátt fyrir að árin væra orðin mörg hafði hún mörg jám í eldinum og tók þátt í gangi lífsins af eldleg- um áhuga. Ég var ungur að árum er ég kynntist fyölskyldunni í Neðstutröð 2 í Kópavoginum. Ari, sem nú er látinn fyrir nokkram áram, og Ása vora sérlega samhent hjón sem byggðu sér friðarreit í Kópavogin- um á frumbýlingsáram þess bæjar. Þar sem móðir mín var systir Ásu gefur það augaleið að mikill sam- gangur var á milli heimilanna. Það var alltaf einhver ævintýraljómi yfir fyölskyldulífinu í Neðstutröð- inni. Ari vann við flugið og það átti hug hans og hjarta alla ævi og ekki fór hjá því að Ása smitaðist af sama áhuganum. Á þeim áram er ferðir íslendinga til útlanda vora næsta fátíðar fóra Ari og Ása út í hinn stóra heim og bára með sér þann andblæ sem slík- ar reisur hafa í för með sér. í þá daga þótt allt að því sjálfsagt að koma heim færandi hendi er menn fóru í siglingu. Ég man eftir Ásu með fangið fullt af útlendum vam- ingi sem hún miðlaði mildilega á báðar hendur og þar var hún í ess- inu sínu. Ég man enn eftir smíðatól- unum sem hún gaf mér eitt sinn eftir frækna för til Kaupmanna- hafnar. Að gefa, hjálpa og miðla öðram vora hennar ær og kýr. Þessi áhugi henn'ar fyrir velferð annarra var ekki bundinn við það tímaskeið í lífi hennar þegar orkan var mikil og getan leyfði heldur varði hann allt fram á síðasta dag. Nú hin allra síðustu ár var hún vakin og sofin við að hjálpa „gamla fólkinu", eins og hún sagði gjaman, en það vora jafnaldrar hennar sem hún auðveld- aði lífíð með því að aka með þá um bæinn á Skódanum sínum og hjálpa við ýmis viðvik, sem og að vitja þeirra sem vora sjúkir. Ég kem til með að sakna þessar- ar elskulegu frænku minnar og kjarnorkukonu sem alltaf var hress og uppörvandi og hafði lifandi og virkan áhuga á öllu sem var að gerast í kringum hana. Minningar mínar era bjartar og það er með þakklæti í huga sem ég kveð þessa sómakonu og bið ástvinum hennar öllum blessunar Guðs og þeirrar huggunar sem hann veitir þeim sem era hnípnir. Gunnar Þorsteinsson. Ása frænka er dáin, og ég sem var svo bamaleg að halda að það gæti ekki komið fyrir, hún sem alla mína ævi hefur verið til staðar, þegar ég hef þurft á henni að halda. En við verðum að beygja okkur fyrir þeirri staðreynd hvort sem okkur líkar betur eða verr. Elskuleg föðursystir mín og vin- kona, Ásgerður, fæddist í Reykja- vík, dóttir hjónana Þórstínu Gunn- arsdóttur frá Fögrahlíð á Djúpavogi og Einars Ólafssonar frá Stóra- Fellsöxl í Skilmannahreppi og var hún þriðja barn þeirra af 6, en þau era Ásgeir, Gunnar, þá Ása, Loft- ur, faðir minn (látinn), Sigurbjörg og Þorsteinn (látinn), en amma Þórstína hafði áður eignast dóttur sem heitir Lára Jónsdóttir. Þeim systkinum votta ég innilega samúð vegna andláts Ásu. Leið Ásu lá í Kvennaskólann á Blönduósij þar sem hún hitti hann Ara sinn Jóhannesson og giftist honum í desember 1934. Fljótlega fluttust þau til Akureyrar og þar ólust bömin þeirra upp, Einar Þór, Kalli, Jonni og Fríða, en Ari vann alla tíð hjá Flugfélagi íslands og síðar hjá Flugleiðum. Árið 1952 flytjast þau suður í Kópavog og áttu heimili upp frá því í Neðstu- tröð 2. Það væri hægt að skrifa heila bók um lífið í Neðstutröðinni, en ég læt fáein atriði fylgja hér. Ég sé fyrir mér stórmyndarlega og reffilega konu bakkandi útúr tröð- inni á Skódanum sínum, fyrst í stað svolítið hikstandi, en svo verður allt eins og það á að vera, og niður götuna branar mín kona alsæl og frjáls, gjaman raulandi fyrir munni sér „Det var en lördagsaftan" og heldur á vit ævintýranna, sem bíða handan við homið, því flestum bet- ur kunni hún þá list að gera gráan hversdagsleikinn að hreinasta æv- intýri. Alltaf var hún að gera sjálfri sér og öðram eitthvað til góðs og skemmtunar, byijaði til dæmis að læra ensku á fiillorðinsáram og mikið var nú hlegið að framburðin- um, en dönsku talaði hún bara ágætlega og fór oft til Danmerkur um ævina. Ég minnist allra köku- og. megrunarkúrauppskriftanna sem héngu alltaf í skápnum við eld- húsborðið, en Ásgerður frænka mín var mikill matmaður og var snilling- ur í allri matargerð. Oft hafa ég og fjölskylda mín setið í eldhúsinu í Neðstutröðinni og gætt okkur á allskyns fíniríi og vorum við ekki ein um það, því alltaf var fullt útúr dyram hjá þeim hjónum, enda ákaf- lega vinsæl og skemmtileg heim að sækja. Já, það var alltaf glatt á ,hjalla og margt brallað á þeim bænum. Hið ómögulega virtist allt- af mögulegt í Neðstutröðinni. Það verður tómlegt að geta ekki lengur komið við í „Hótel Neðstutröð“ eins og synimir gjaman kalla það og era það sannarlega orð að sönnu. Já, margs er að minnast, en læt hér staðar numið. Jóhann og börnin kveðja Ásu fæmku með söknuði, svo og móðir mín og systkini þakka allar góðar stundir með henni. Einar Þór, Kalli, Jonni, Fríða og fjölskyldur ykkar. Við höfum öll misst svo mikið, en um leið höfum við henni svo margt að þakka. Ég vil að endingu þakka Ásu fyrir mig og bið góðan Guð að blessa minningu þeirra mætu og yndislegu hjóna, Ásu og Ara. Hilda. Maigs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fýrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V.Briem.) Á ferð okkar um jarðlífið er margt um manninn og misdjúp sporin sem hver og einn skilur eftir sig. Við veljum okkar farveg og okkur er í sjálfsvald sett, hversu marga hlykki við leggjum á leið okkar og hveijum við hleypum að farvegi okkar. Farvegurinn hennar ömmu var bæði hlykkjóttur og breiður í þeim skilningi að hún lét sig mannfólkið, sem varð á vegi hennar, miklu skipta og gaf því hlutdeild í lífi sínu. Hún mátti ekk- ert aumt sjá og sat ekki aðgerðar- laus ef hún fékk öðra viðkomið. Ef einhver vildi losa sig við hlýja og góða flík, þá þekkti hún alltaf einhvem sem gat notið hana og sá til þess að koma henni á réttan stað. En nú er hún amma elskuleg farin til fundar við hann afa og víst er um að þar hafa orðið miklir fagnaðarfundir. Hún kvaddi þetta jarðlíf á þann hátt sem hún hafði óskað, mitt í annríki dagsins, frísk að morgni, en horfin okkur að kvöldi. Hún fór héðan með sömu reisn og hafði einkennt allt hennar líf, með traust á Guði og bæn á vöram. Tilveran er snauðari án hennar, ömmurúm stendur autt og á að- fangadagskvöld verður sæti hennar tómt. Við söknum vinar í stað, en minning hennar lifir og allt það sem hún miðlaði okkur, hennar jákvæða lífsviðhorf, óbilandi bjartsýni og trú á hið góða í manninum, þannig að allir sem hún hitti, fóra ríkari af hennar fundi. Hún var lítríkur per- sónuleiki, áræðin, dugleg, bjartsýn, glettin og umfram allt skemmtileg. Sporin sem hún skilur eftir sig rista djúpt í sálir þeirra sem hana þekktu. Hún amma, Ásgerður Einars- dóttir, fæddist í Reykjavík þann 15. ágúst 1911. Hún var dóttir hjón- anna Þorstínu Gunnarsdóttur og Einars Ólafssonar, sem bjuggu á Lindargötu þar í borg. Ása amma var afmælisgjöf móður sinnar og fæddi síðar elsta son sinn þennan sama dag. Þannig að þessi dagur hefur verið mikill gæfudagur fjöl- skyldunnar. Hún var ein 6 systkina og átti auk þess eina hálfsystur. Mjög kært var með þeim systkinum, en í dag era 4 þeirra á lífí. Amma ólst upp á Lindargötunni, kát og fjörmikil telpa, vinnusöm og ósérhlífín. Á sumrin var hún í sveit á Hamri í Þverárhlíð í Borgarfirði og undi vel sínum hag í faðmi nátt- úrunnar. Seinna fór hún til náms í Kvenna- skólann á Blönduósi. Sú dvöl átti eftir að verða örlagarík, því þar kynntist amma stóra ástinni í lífi sínu, afa mínum Ara L. Jóhannes- syni, fyrram yfirverkstjóra hjá Flugfélagi íslands og síðar Flugleið- um. Hann fæddist í Skálmardal í Barðastrandarsýslu, sonur hjón- anna Oddnýjar Guðmundsdóttur og Jóhannesar Guðmundssonar. Á Blönduósi starfaði afi sem eins kon- ar apótekari hjá tveim landskunn- um læknum, þeim Páli Kolka og Jónasi Sveinssyni. Stærsta gæfu- spor ömmu og afa stigu þau er þau giftu sig á Blönduósi 30. desember 1933. Samheldni þeirra var einstök og ást og umhyggja gagnvart hvort öðra áberandi í fari þeirra. Snemma á hjúskaparárum sínum fluttust þau til Akureyrar, þar sem afí var einn af stofnendum Svifflug- félagsins og helgaði stærstan hluta starfsævi sinnar störfum tengdum fluginu. Á þessum upphafsáram flugsins var vinnudagurinn oft langur og óreglulegur, þegar binda þurfti niður Douglas-ana á Mel- gerðismelum, vegna veðurofsa. Ámma studdi mann sinn í hvívetna og opnaði heimili þeirra fyrir veður- tepptum flugmönnum sem og öðr- um er á þurftu að halda. Já, það var alltaf til kaffi á könnunni hjá ömmu og ilmandi matur á borðum, enda ámma mikil og góð húsmóðir. Kannski má segja að þarna hafi verið upphafið að „hótelrekstri“ ömmu, sem munaði ekki um að taka á móti 10 til 20 manns yfir daginn, allt til hins síðasta. Þetta var þó ekki rekstur í eiginlegum skilningi, því aldrei var gefinn út neinn reikningur eða mælst til að annað kæmi á móti, nema síður væri. Á hennar heimili vora allir aufúsugestir og allir þeir ijölmörgu, sem hafa í gegnum árin notið gest- risni hennar, fóra frá henni saddir og sælir á sál og líkama. Hún hafði einstakt lag á „að hressa upp á sálina“ í mannfólkinu, eins og hún kallaði það. Amma og afi eignuðust 3 syni: Einar Þór, Karl og Jóhannes. Áuk þess bættist Amfríður, dóttir Ara, í hópinn og slitu systkinin bams- skónum fyrir norðan uns Qölskyld- an fluttist suður 1953 og þau hjón- in eignuðust hlýlegt og fallegt heim- ili í Neðstutröð 2 í Kópavogi. Vinnudagur ömmu var oft æði langur, því auk þess að hugsa um heimilið og bömin, vann hún stund- um utan heimilis og þá oft við umönnun þeirra sem á þurftu að halda, m.a. á Kópavogshæli. Henni var annt um vini sína þar og hélt tryggð við þá. Hugur hennar hafði stefnt til hjúkranamáms, en því varð ekki við komið. Hún hafði það í eðli sér að líkna og hjúkra, enda hjúkraði hún afa, sem þjáðist af ástma mörg hin síðari ár og saman létu þau engan bilbug á sér fínna þrátt fyrir heilsubresti hin síðari ár. Amma var öragglega oft þreytt- ari og lasnari en hún vildi vera láta. Það var þeim ekki eðlislægt að kvarta, ekki á meðan blessuð sólin skein. Hugurinn bar þau alltaf hálfa leið og vel það. Alltaf mætti okkur bamabömun- um einstök velvild og hlýja í „tröð- inni“ hjá ömmu og afa. Þau fylgd- ust með okkur af lífi og sál og létu sér annt um velferð okkar. Hjá þeim var alltaf bæði hjartarúm og húsrúm til lengri eða skemmri tíma. Þær era ófáar kvöldstundimar sem við hjónin áttum með þeim afa og ömmu og var þá oft setið fram eftir kvöldi og spjallað um gamla tímann, lífið og tilveruna, og end-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.