Morgunblaðið - 22.11.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.11.1992, Blaðsíða 35
SÖ6I fl39M2VÖV ■mÖrgunblaðið ATVIIMNA/RAÐ/SMÁ Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri í Bolungarvík og fyrrverandi formað- ur stjórnar Orkubús Vestfjarða ræsir vélbúnaðinn að viðstöddum starfsmönnum Orkubús Vestfjarða og gestum. Reiðhjallavirkjun endurnýjuð Allur vélbúnað- ur endumvjaður Bolungarvík. NÝR og endurbættur vélbúnaður hefur verið formlega tekinn í notkun í Reiðhjallavirkjun, en hún var fyrst tekin í notkun 1958 og hefur hún upp frá því þjónað Bolungarvík og nú seinni ár sem hlekkur í veituneti Orkubús Vest- fjarða. Reiðhjallavirlgun fær orku sína úr Fossá innst í Syðrid- al, sem er annar tveggja dala sem skerast upp af Bolungarvík. Forsögu þessarar virkjunar má líklega rekja allt aftur til ársins 1919, þegar Jón J. Hvannberg var oddviti Hólshrepps sem Bolungarvík tilheyrði. Framkvæmdir við stíflu- gerðina upp á Reiðhjalla hófust þó ekki fyrr en árið 1929 og var virkj- unin formlega tekin í notkun 1958, eins og áður segir. Með tilkomu Reiðhjallavirkjunar urðu mikil umskipti til hins betra fyrir íbúa Bolungarvíkur, sem fram að því höfðu búið við mjög takmark- aða raforku, og húsmæðumar kunnu sér ekki kæti eins og fram kemur í frétt frá þáverandi fréttarit- ara Morgunblaðsins í Bolungarvík, en þar segir m.a.: „Fréttaritari tal- aði við margar húsmæður og allar höfðu þær sömu sögu að segja, það sauð í pottunum við minnsta straum, allt miklu bjartara, strokjárnið þarf helmingi færri umferðir yfir þvott- Reiðhjallavirlgun inn og allt þar fram eftir götunum." Þegar rafallinn í virkjuninni bilaði sumarið 1989 var ákveðið eftir ítar- legar athuganir að skipta út öllum búnaði í stöðvarhúsinu. Leitað var tilboða í búnað, og í því sambandi voru af hálfu Orkubúsins gerðar kröfur um að stöðin geti verið gæslufrí, möguleg vatnshæðastýr- ing og tengjanleg við fjargæslubún- að Orkubúsins. Framkvæmdir við verkið hófust í júní á sl. ári og prófanir á vélbún- aðinum hófust í nóvember það sama ár. A þessu ári hefur svo ver ð unn- ið við endurbætur á stöðvarhúsinu. Við þessar breytingar stækkar virkjunin úr 420 kw í 520 kw. Kostnaður við þessar framkvæmdir allar eru tæpar 30 milljónir. — Gunnar. Sjúkrahúsið í Stykkishólmi Efsta hæðin tekin í notkun eftir gagngerar breytingar Stykkishólmi. NÝLEGA var opnuð til afnota efsta hæð sjúkrahússins i Stykk- ishólmi eftir gagngerar endur- bætur og innréttingar og er þetta mikill áfangi í sjúkrahús- og lækningarmálum Stykkis- hólm. Þama eru um 7 til 8 sjúkrastof- ur og auk þess daglegar vistarver- ur sjúklinga sem jafnframt er borðstofa. Er þetta að allra dómi mikil þörf sem leyst er enda er sjúkrahúsið sótt víðsvegar af land- inu. Þar er Jósef Blöndal yfírlækn- ir auk þess að þama vinna tveir aðrir læknar svo læknaskipan er betri en víða annars staðar. Deild- in er almenn lækningadeild með gjörgæsluaðstöðu og í framtíðinni þegar allt er komið í fullan gang verður þama fæðingadeild og einnig skurðdeild. Deildarstjóri er María Davíðs- dóttir hjúkrunarfræðingur sem var mjög ánægð með breytingar og útbúnað allan. Nýting er þegar mikil og 13 sjúkrarúm tekin í notk- un. Til að byija með er deildin opin 5 daga í viku en fáist fleiri hjúkrunarfræðingar verður opið alla vikuna. Við leggjum áherslu, sagði Jó- sef læknir, á greiningu og meðferð kvilla í færikerfí líkamans og þá einkum í baki. Ég hefí lært þessa grein sérstaklega í Bretlandi og verið kennari hjá The Cyriax Org- anisation og á þessu ári var ég um tíma kennari þar. Nú er svo komið, að ákveðið hefír verið hér í Stykkishólmi sérstakt námskeið í júní næsta sumar og munu kenn- arar og sérfræðingar úr þessum skóla koma og leiðbeina á nám- skeiðinu. Geri ég ráð fyrir, segir Jósef, að margir læknar noti sér þetta tækifæri til að kynnast þam merkum tilraunum og rannsókn- um í erfiðum lækningum sjúk- dóma. Ég vona að þetta verði að veruleika sem það og verður, ef ekki eitthvað sérstakt kemur fyrir. Fréttaritari ræddi við ýmsa starfsmenn sjúkrahússins um þessa deild, sem lengi-hefír verið beðið eftir og fögnuðu allir þessum áfanga. Framkvæmdastjóri sjúkrahússins er Róbert Jörgens- en, en eins og svo oft hefir verið sagt frá, rekur st. Fransiskureglan fyrirtækið. Séra Jan Habets er hér þjónandi prestur reglunnar. E g hef trú á að fá lækningu - segir Helgi Helgason sjómaður Stykkishólmi. EINN af þeim sem leita nú til Stykkishólms vegna sívaxandi óþæginda í baki er Helgi Helga- son sem kemur alla leið frá Höfn í Hornafirði. Hann er frá Rannveigarstöðum í Álftafirði austur og er 49 ára að aldri. Helgi hefir stundað sjómennsku í milli 20 og 30 ár og er nokkuð langt siðan hann varð var við verk í baki sem hefir ágerst og hann hefur orðið að taka sér frí frá sjómennskunni sem hon- um þykir nú ekki gott, eða hreinlega að hætta. . Helgi segir svo frá: „Þetta byrj- aði mjög vægt í fyrstu og ég hélt sannarlega að þetta væri þreyta eða eitthvað annað, og sinnti þessu ekki fyrst. Þetta lagast, var við- kvæðið. En það lagaðist ekki og ég fór til Reykjavíkur að leita mér lækninga. En þetta tók sig alltaf upp aftur. Ég held að ég sé búinn að fara fjórar ferðir og ýmislegt hefi ég reynt til að ná í bata, enda sá ég strax að það er ekki hægt að vera í starfí, þar sem ég verð að vera frá vinnu dögum saman.“ Helgi heldur áfram: „Ég hefi eins og áður segir allt mögulegt reynt og var því komin uppgjöf í mig, en svo er það fyrir hreina tilviljun að ég rekst hingað. Það var fyrir það, að Gissur Gott- skálksson, sem hefir reynst mér vel sem læknir, bendir mér á að fara hingað til Stykkishólms, því hann viti að þar sé læknir sem hafí lagt mikla rækt við greiningu og meðferð kvilla í færikerfí og þá sérstaklega baki. Þetta er yfír- læknir sjúkrahússins, Jósef Blön- dal, og bauðst Gissur til að ræða við hann um mín vandræði. Varð Jósef strax við tilmælum hans og því er ég kominn hingað og sé alls ekki eftir því. Ég bind miklar vonir við þessa ferð mína og mér fínnst strax vera komin góð hreyf- ing á mín mál og horfí því vongóð- ur til bata. Ég verð líka að segja að eftir því sem ég hefí séð áður, þá er þetta ljómandi sjúkrahús og umhyggja og öll aðbúð eins góð og frekast verður á kosið. Hvað ég verð hér lengi veit ég ekki því batinn er fyrir öllu, en það besta er að ég trúi að ég fái hér lækn- ingu og það er fyrir mestu.“ Þannig orðaði Helgi sögu sfna og bros og bjartsýni innsiglaði svo þetta góða samtal. - Árni. UTIVIST Hallveigarstig 1 ♦ simi 614330 Dagsferð sunnud. 22. nóv. Kl. 10.30 Fjörugangan 7. áfangi. Hvalfjarðareyri-Óshóll. Um næstu helgi. Dagsferð sunnud. 29. nóv. Kl. 13.00 Óttarsstaðir-Lónakot. Aðventuferð i Bása 27.-29. nóv. Byrjum aðventuna í vetrarkyrrð á Goðalandi. Hressandi göngu- ferðir og kvöldvaka með jólalegu ívafi. Ósóttar pantanir seldar öðrum eftir mánud. 23. nóv. Fararstjórar Ingibjörg S. Ás- geirsdóttir og Margrét Björns- dóttir. Útivist. Hörgshlfð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma i kvöld kl. 20.00. S^mhjálp Almenn samkoma ( Þribúðum, Hverfisgötu 42, í dag kl. 16.00. Samhjálparkórinn tekur lagið. Vitnisburðir. Barnagæsla. Ræðumaður Brynjólfur Ólason. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp. ; VEGURINN V Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Fjölskyldusamkoma kl. 11.00. Barnakirkja, krakkastarf, ung- barnastarf o.fl. Almenn kvöldsamkoma kl. 20.30, Björn Ingi Lárusson predikar. Hvetjum alla til að mæta með eftirvæntingu. „Sæll er hver sá er óttast Drott- inn!“ FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Dagsferð F.í. sunnudaginn 22. nóvember Kl. 13 Selfjall - Hólmsborg. Frá Lækjarbotnum er gengið inn á fjallið, komið niöur að vestan- verðu og gengiðyfir Hólmshraun að Hómsborg (gömul fjárborg), meðfram Hólmshlíð og Silunga- polli niður á Suðurlandsveg. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni austanmegin og Mörkinni 6. Verð kr. 900, fyrir félagsmenn kr. 700 (afmælisafsláttur).Farar- stjóri: Ásgeir Pálsson. Komið með í hressandi göngu- ferð - holl hreyfing fyrir alla. Kl. 13 Skfðagönguferð á Hellis- heiði. Fararstjóri: Jóhannes I. Jónsson. Munið aðventuferðina helgina 27.-29. nóv. Ferðafélag islands. Samkoma kl. 11. Sunnudagaskóli á sama tíma. Bænaskóli kl. 18. Allir hjartanlega velkomnir! I.O.O.F. 3 = 17411238 = I.O.O.F. 10 = 17411238'/2 = 9.0 □ GIMLI 5992112319 II 6 □ HELGAFELL5992112319VI2 □ MÍMIR 5992112319 I 1 Frl. Atkv. Auðbrekka 2 . Kópavogur Sunnudagur: Samkoma í dag kl. 16.30. Paul Hansen predikar. Þriðjudagur: Samkoma kl. 20.30. Paul Han- sen predikar. Laugardagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Hvítasunnukirk Ffladelfía an Almenn samkoma kl. 16.30. Fíladelfíukórinn syngur. Stjórn- andi Óskar Einarsson. Fórn til kristniboðsins. Fjölbreytt dag- skrá. Allir hjartanlega velkomnir. Sunnudagaskóli á sama tíma. (® V KFUM/KFUK, SÍK, Háaleitisbraut 58-60 Bænastund kl. 20.00. Almenn samkoma kl. 20.30 í Kristniboðssalnum. Upphafsorð hefur Ingólfur Gissurarson og ræðumaður verður sr. Guðni Gunnarsson. Velkomin(n) á samkomuna! „Jesús Kristur er (gær og í dag hinn sami og um aldir". Hebr. 13.8. FERÐAFELAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 68253? Ferðafélag íslands 65 ára 27. nóvember í tilefni afmælisins verður opið hús í nýju skrifstofunni, Mörkinni 6, allan föstudaginn 27. nóvem- ber frá kl. 9-19. Ennfremur verða tvær stuttar afmælisgöng- ur í boði. Annars vegar ganga frá Árbæ að Mörkinni 6 kl. 20.30 á föstudagskvöldið og ganga um Suðurnes og Gróttu á sunnu- deginum kl. 13. Aðventuferð í Þórsmörk er 27.-29. nóvember. Miðvikudaginn 2. desember verður myndakvöld í Sóknar- salnum, Skipholti 50a, tileinkað afmælinu. Þar verður myndasýn- ing Grétars Eiríkssonar „úr starfi Ferðafélagsins fyrr og nú“ og sýning Björns Rúrikssonar „Töfr- ar islands“. Þetta og fleira á dagskránni í kringum afmælis- helgina verður kynnt síðar. Fé- lagsmenn og aðrir eru hvattir til að fjölmenna. Notið tækifærið og skráið ykkur í Ferðafélagið núna. Nánari upplýsingar á skrif- stofunni. Ferðafélag (slands. félag allra landsmanna! Hjálpræðis- herinn Kirkjusfræti 2 Sunnud. kl. 11:" Helgunarsam- koma. Flokksforingjarnir Thor Narve og Elbjorg Kvist. Kl. 20.00: Hjálpræðissamkoma. Óskar Einarsson og Áslaug Haugland'stjórna og tala. Þú ert velkomin(n) á Herl Golden retriever hvolpar, 2ja mánaða, til sölu. Upplýsingar í síma 94-2025.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.