Morgunblaðið - 22.11.1992, Síða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJONVARP SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1992
SUWNUPAGIIR 22/11
SJOIMVARPIÐ
13.25 >-EES Endursýndir verða kynningar-
þættir Ingimars Ingimarssonar sem
hafa verið á dagskrá undanfarna
daga.
14.25 ►Umræðuþáttur um EES Um-
ræðuþáttur á vegum fréttastofu um
samninginn um Evrópska efnahags-
svæðið, kosti hans og galla, rök og
gagnrök, með þátttöku stjórnmála-
manna, sérfræðinga, fulltrúa hags-
munasamtaka, andstæðinga og
stuðningsmanna samningsins.
16.25 ►LeiðslaHeimildarmynd um ævi og
starf Jóns Nordals tónskálds eftir
Guðmund Emilsson og Baldur Hrafn-
kel Jónsson. Áður á dagskrá á nýárs-
dag.
16.55 ►Öldin okkar (Notre siécle) Fransk-
ur heimildamyndaflokkur um helstu
viðburði aldarinnar. í þessum þætti
verður ijallað um árin 1918 til 1928.
Þýðandi: Ingi Karl Jóhannesson. Þul-
un Ámi Magnússon. (3:9)
17.50 ►Sunnudagshugvekja Einar Karl
Haraldsson framkvæmdastjóri flyt-
ur.
18.00 ►Stundin okkar Binni bangsi fær
tilsögn í að fara yfir götu, enda ekki
vanþörf á því hann er illa að sér í
umferðarreglum. Trjábarður og Lilli
fræða bömin um birkitré og víði.
Möguleikhúsið sýnir leikritið Óska-
spámiðann. Sungið verður um kálfínn
á Kálfagilsá og sýndar myndir úr
Húsdýragarðinum, og loks sýna 8
og 9 ára böm listir sínar á íslands-
mótinu í dansi. Umsjón: Helga Steff-
ensen. Upptökustjóm: Hildur Snjó-
laug Bruun.
18.30 ►Brúðurnar í speglinum (Dock-
oma i spegeln) Sænskur mynda-
flokkur fyrir böm á öllum aldri,
byggður á sögum eftir Mariu og
Camillu Gripe. Þýðandi: Edda Krist-
jánsdóttir. Leikraddir: Jóhanna Jónas
og Felix Bergsson. (Nordvision -
Sænska sjónvarpið.) (2:9)
18.55 ►Táknmálsfréttir
19.00 ►Bölvun haugbúans (The Curse
of the Viking Grave) Kanadískur
myndaflokkur um þijú ungmenni
sem finna foman víkingahaug og
flarlægja úr honum spjót. Síðar kem-
ur í ljós að á haugnum hvíla álög
og hveijum þeim sem rótar í honum
er hætta búin. Aðalhlutverk: Nichol-
as Shields, Evan Tlesla Adams og
Michelle St. John. Þýðandi: Krist-
mann Eiðsson. (2:5)
19.30 ►Auðlegð og ástríður (The Power,
the Passion) Ástralskur framhalds-
myndaflokkur. Þýðandi: Jóhanna
Þráinsdóttir. (43:168)
20.00 ►Fréttir og veður
20.35 ►Vínarblóð (The Strauss Dynasty)
Myndaflokkur sem austurríska sjón-
varpið hefur gert um sögu Strauss-
ættarinnar. Leikstjóri: Marvin J.
Chomsky. Aðaihlutverk: Anthony
Higgins, Stephen McGann, Lisa
Harrow, Edward Fox og John Giel-
gud. Þýðandi: Óskar Ingimarsson.
(9:12)
21.25 ►Tré og list Tré og list heitir nor-
ræn þáttaröð um tré og hvað norræn-
ir menn útbúa úr tijám. íslenski þátt-
urinn heitir Hið frábæra undur og
sjá Baldur Hrafnkell Jónsson og Sig-
urbjöm Aðalsteinsson um gerð hans.
í myndinni er mikilvægi rekaviðar
fyrir íslendinga athugað og fylgst
með trélistamanninum Sæmundi
Valdimarssyni og vinnu hans við að
umbreyta rekaviðarstofni í listaverk.
(1:5)
21.55 ►Dagskráin Stutt kynning á helsta
dagskrárefni næstu viku.
22.05 ►Greifinn af Solar (Count of Solar)
Ný, bresk sjónvarpsmynd sem gerist
á tímum frönsku stjómarbyltingar-
innar og segir frá daufdumbum flæk-
ingspilti. Við nánari athugum reynist
hann vera greifmn af Solar. Leik-
stjóri: Tristram Powell. Aðalhlutverk:
Tyron Woolfe, David Calder, John
Standing, Nick Reding og Georgina
Hales. Þýðandi: Kristrún Þórðardótt-
ir.
23.25 ►Sögumenn (Many Voices, One
World) Sögumaður kvöldsins er Eam-
on McThomais frá írlandi. Þýðandi:
Guðrún Amalds.
23.35 ►Útvarpsfréttir í dagskráriok
STOÐ TVO
9.00 ►Regnboga-Birta Teikni-
mynd sem gerist í Regnbogalandi.
9.20 ►Össi og Ylfa Teiknimynd með
þessum fjörugu bangsakrílum.
9.45 ►Myrkfælnu draugarnir Teikni-
myndaflokkur um litla myrkfælna
drauga.
10.10 ►Prins Valfant Teiknimyndaflokk-
ur.
10.35 ►Maríanna fyrsta Spennandi
teiknimyndaflokkur um tánings-
stúlkuna Maríönnu og vini hennar.
11.00 ►Brakúla greifi Meinfyndinn teikni-
myndaflokkur fyrir alla aldurshópa.
11.30 ►Blaðasnáparnir (Press Gang)
Leikinn myndaflokkur fyrir böm og
unglinga.
12.00 ►Fjölleikahús Heimsókn í erlent
fjölleikahús.
i3.oo fhDflTTID ►NBA dei|din (nba
IrRUI IIII Action) Fjölbreyttur
þáttur um liðsmenn bandarísku úr-
valsdeildarinnar.
13.25 ►ítalski boltinn Bein útsending frá
leik í fyrstu deild ítalska boltans í
boði Vátryggingafélags íslands.
15.15 ►Stöðvar 2 deildin íþróttadeild
Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með
gangi mála í íslandsmótinu í hand-
bolta.
15.45 ►NBA-körfuboltinn Fylgst með
spennandi og skemmtilegum leik í
bandarísku úrvalsdeildinni.
17.00 ►Listamannaskálinn Stan
Laurel Tilefni þessa þáttar er aldar-
afmæli breska grínleikarans Stan
Laurel sem er þekktur úr kvikmynd-
unum um Laurel og Hardy. Rætt
verður við fólk sem hann vann með
og sýnd verða myndskeið úr myndum
hans. Þátturinn var áður á dagskrá
í apríl 1991.
18.00 ►60 mínútur Fréttaskýringaþáttur.
18.50 ►Aðeins ein jörð Endurtekinn þátt-
ur frá síðastliðnu fimmtudagskvöldi.
Stöð 2 1992.
19.19 ►19:19 Fréttir og veður.
20.00 ►Klassapíur (Golden Girls) Banda-
rískur gamanmyndaflokkur um
nokkrar vinkonur sem Ieigja saman
hús á Flórída. (24:26)
20.30 ►Lagakrókar (L.A. Law) Banda-
rískur framhaldsmyndaflokkur um
félagana hjá McKenzie og Brachman.
21.20 ►Ættarveldið - Endurfundir (Dyn-
asty - The Reunion) Hér er á ferð-
inni framhaldsmynd sem er einskon-
ar sjálfstæð saga, en þættimir sem
sýndir voru á Stöð 2 á sínum tíma
nutu mikilla vinsælda. Þegar hér er
komið sögu er fangelsisvist Blake
Carringtons rétt að ljúka og Kiystal
er að vakna til meðvitundar í Sviss.
Alexis er enn við sama heygarðshorn-
ið, en um þessar mundir veltir hún
því fyrir sér hvort það sé fjárhagsleg-
ur ávinningur að kaupa sig inn í
tískuiðnaðinn. Jeff og Fallon hafa
ekki sæst og Sammy Jo og Steven
bítast um Danny. Eins og þeir muna
sem fylgdust með þáttunum má sjá
að fátt hefur breyst á þessum bæ.
Seinni hluti er á dagskrá annað
kvöld.
22.50 ►Tom Jones og félagar (TomJones
- The Right Time) Þá er aftur kom-
ið að þægilegri kvöldstund fyrir aðdá-
endur söngvarans Tom Jones.
23.20 tflf|V||YUn ►Helber lygi
II TIIIItI I Hll (Naked Lie) Ástar-
samband saksóknara og dómara
flækist fyrir þegar saksóknarinn fær
til rannsóknar flókið sakamál sem
snýst um fjárkúgun og morð. Málið
er nefnilega í höndum dómarans og
virðist koma illa við menn á hæstu
stöðum. Aðalhlutverk: Victoria
Principal, James Farentino og Glenn
Withrow. Leikstjóri: Richard A.
Colla. 1989. Lokasýning. Bönnuð
börnum.Maltin gefur meðaleinkunn.
0.50 ►Dagskrárlok
Umræður að loknu
sunnudagsleikriti
Lesbísk kona
eyðir nótt með
karlmanni í
sunnudags-
leikritinu
Leiklist - Leikritið
fjallar um lesbíska
konu sem vill eignast
barn. Myndin sýnir
leikendur ásamt leik-
stjóra.
RÁS 1 KL. 17.00 í Sunnudags-
leikriti Útvarpsleikhússins,
Morgungjöfínni, segir frá karli og
konu sem hafa hist á skemmtistað
og síðan eytt nóttinni saman
heima hjá konunni, að frumkvæði
hennar. Um morguninn kemst
maðurinn að því að konan er lesb-
ísk og á erfítt með að skilja hvers
vegna hún leitaði lags við hann.
Leikritið er eftir Finnann Bengt
Ahlfors. Þýðandi er Borgar Garð-
arsson og leikstjóri Andrés Sigur-
vinsson. Þekktasta verk höfundar-
ins, Bengts Ahlfors er leikritið Eru
tígrisdýr í Kongó? sem hann skrif-
aði í félagi við rithöfundinn Johan
Bargum. Þar íjallar um þann per-
sónulega og félagslega vanda sem
alnæmissjúklingar standa frami
fyrir. Alþýðuleikhúsið flutti verkið
1987 og Útvarpsleikhúsið 1988.
Umræðuþáttur með þátttöku
þriggja aðila
Að leikritinu Morgungjöfínni
loknu stjómar Halldóra Friðjóns-
dóttir umræðum, en þar er komið
inn á ýmislegt sem varðar bam-
eignir og meðal er rætt um rétt
bama til að þekkja báða foreldra.
Þátttakendur í umræðum eru Guð-
rún Gísladóttir og Þorvaldur Krist-
insson, sem hafa starfað mikið
fyrir samtökin ’78 og Bima Jónas-
dóttir sem er móðir glasabams og
á fósturbam.
Knattspyrna - Lið AC
Milan er talið sterkasta lið
heims um þessar mundir.
Leikur
Interog
AC Milan
ídag
STÖÐ 2 KL. 13.25 í dag sýn-
ir Stöð 2 í beinni útsendingu
frá leik AC Milan og Inter í
fyrstu deild ítölsku knatt-
spymunnar. Tvö af frægustu
félögum Ítalíu mætast á San
Siro leikvanginum í Mflanó.
Lið Inter hefur tekið miklum
breytingum frá síðasta ári.
Þýsku leikmennimir Andreas
Brehme, Lothar Mattháus og
Jurgen Klinsmann era horfnir
á braut og aðrir leikmenn hafa
fyllt í skörðin, svo sem Ruben
Sosa frá Uraguay, ítalinn
Schillaci og þýski landsliðs-
maðurinn Mathias Sammer.
AC Milan er talið sterkasta
lið heims um þessar mundir.
Má það ekki síst þakka hol-
lensku landsliðsmönnunum
Marco Van Basten, Frank
Rijkaard og Ruud Gullit, sem
hafa farið á kostum í haust
og vetur.
Tríó Reykjavíkur leikur
Guðný
Guðmunds-
dóttir
konsertmeist-
ari leikur á
víólu
RÁS 1 KL. 18.00 Á tónleikum
Tríós Reykjavíkur í Hafnarborg
24. maí sl. fengu þau Guðný
Guðmundsdóttir fíðluleikari og
Gunnar Kvaran sellóleikari til liðs
við sig góða gesti í stað Halldórs
Haraldssonar píanóleikara, sem
ekki gat leikið með á þessum
tónleikum. Á efnisskránni vora
meðal annars Sónata í g-moll
eftir Georg
Friedrich Hándel og Kvintett í
C-dúr eftir Luigi Boccherini, en
þeim verkum verður útvapað í
þættinum.
Verk Hándels
og Boccherinis
í verki Hándels fékk Gunnar
Kvaran til liðs við sig sellóleikar-
-ann Michael Rudiakov og Stein-
unni Bimu Ragnarsdóttur á
píanóið. Hópurinn varð sínu fyöl-
mennari í verki Boccherinis, en
þar léku með þeim Gunnar og
Guðnýju Guðmundsdóttur þau
Sigrún Eðvaldsdóttir og Roland
Hartwell á fíðlur og Michael Ru-
diakov á selló. Tónlistarannendur
þekkja Guðnýju mætavel af störf-
um sínum sem konsertmeistara
Sinfóníuhljómsveitar íslands, en
færri hafa orðið vitni að víóluleik
hennar. Á þssum tónleikum brá
hún víólunni að vanga sér. Af-
raksturinn heyra hlustendur í
þættinum.
Tónlist Frá tónleikum Tríós Reykjavíkur ásamt gestum.
t.
s