Morgunblaðið - 22.11.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.11.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ATVIIMIMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1992 33 RAÐAUGí YSINGAR Heildsalar - nú ertækifærið Erum með tískuvöruverslun á einum besta stað í Kringlunni 8-12. Erum tilbúnir til að taka að okkur sölu á ýmsum vörum í umboðssölu. Áhugasamir leggi inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl. merkt: „G - 757“ fyrir föstudaginn 27. nóvember. Lánasjóður fslenskra námsmanna Nýir umsækjendur athugið: Umsókn um lán vegna vormisseris 1993 verður að skila til LÍN fyrir 1. desember. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu LÍN, lánshæfum skólum hérlendis, útibúum banka og sparisjóða og í sendiráðum íslands. Athugið, að samkvæmt úthlutunarreglum LÍN er óheimilt að taka til greina umsókn, sem berst eftir lok umsóknarfrests. Lánasjóður íslenskra námsmanna, Laugavegi 77, 101 Reykjavík, sími 91-604000. Grænt númer 996665. Bréfasími 91-604090/25329. Þrotabú Brynjólfs hf.} Innri-Njarðvík Til sölu eru eignir þrotabús Brynjólfs hf., fast- eignir og lausafé: Fasteignir Atvinnuhúsnæði: 1 frystihús með þrem vinnslusölum og þrem frystiklefum. 1 vélaverkstæði ásamt áhöldum. 1 trésmíðaverkstæði ásamt áhöldum. 1 loðnuhrognavinnsluhús með þurrkklefa. 1 veiðarfærageymsla. 1 skreiðarhús. - beitingaraðstaða fyrir 6 báta með sérstök- um frystiklefa. - verslunarhúsnæði ásamt íbúð og lagerhús- næði. 1 samkomusalur með eldhúsi o.fl. - skrifstofuhúsnæði ásamt matsal og sex herbergjum. íbúðarhúsnæði: - Einbýlishúsið „Hákot“, kjallari, hæð og ris ca 50 fm að grunnfleti, þarfnast lagfæringa. - 7 aðrar íbúðir í verbúðum: Ein 2ja herb., tvær 3ja herb., ein 5 herb. og þrjár ca 100 fm íbúðir, af þeim tvær fokheldar. Lausafé: Mikill fjöldi véla og tækja til hvers konar fisk- verkunar og fiskvinnslu (þó ekki rækju- vinnslu) s.s. lyftarar, vogir, brýningarvélar, flökunarvélar, flokkunarvélar, roðflettivélar, færibönd, pönnur, pressur o.fl. o.fl. Ofangreindar eignir verða til sýnis á starfs- stöð Brynjólfs hf., Njarðvíkurbraut 48, Innri- Njarðvík, dagana 23.-27. nóv. að báðum dögum meðtöldum frá kl. 11.00 til kl. 16.00 dag hvern. Gylfi Pálsson, sími 92-16009, verður á staðnum og sýnir eignirnar. Óskað er eftir tilboðum í eignir þessar í heild sinni eða einstaka hluta og á það bæði við fasteignir og lausafé. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum. Skrifleg tilboð berist undirrituðum skiptastjóra í síðasta lagi miðvikudginn 2. des. 1992 kl.1 2.00. Reykjavík, 20. nóvember 1992. Kjartan Ragnars hrl., skiptastjóri, Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík, sími 678222, myndsendir 678289. ALÞJÓÐLEG UNGMENNASKIPTI Heimurinn er stærri en þú heldur. Nú er rétti tíminn til að víkka sjóndeildar- hringinn. Alþjóðleg ungmennaskipti gefa þér kost á ársdvöl í samfélagi frábrugðnu þínu. Skilyrðin eru einungis þessi: Að vera á aldrinum 18-27 ára. Að vera opin(n), jákvæð(ur). Að vera tilbúin(n) að takast á við ólík lífsvið- horf, lífskjör. Ef þú telur þig uppfylla þessi skilyrði hafðu þá samband við okkur í síma 24617 milli kl. 13.00-16.00 eða á skrifstofu okkar á Hverfis- götu 8-10, 4. hæð. Alþjóðleg ungmennaskipti. Iðnaður - þjónusta Höfum verið beðnir að útvega fyrirtæki í iðn- aði eða þjónustu fyrir traustan viðskiptavin okkar. Um er að ræða að kaupa hlut í fyrir- tæki eða allt fyrirtækið. Kaupandinn hefur mikla þekkingu á rekstri fyrirtækja og hefur traustan fjárhag. Áhugasamir sendi nafn, heimilisfang og stutta lýsingu á fyrirtækinu til: Lögmanna, Ingólfs Friðjónssonar og Skúla Bjarnasonar, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík. Með allar upplýsingar verður farið sem trúnaðarmál. Eldri borgarar Matsveinn, sem kominn er á eftirlaun, gæti tekið að sér að matbúa fyrir eldra fólk á heimili þess í hádegi eða kveldi, eftir sam- komulagi. Upplýsingar í síma 688684 eftir kl. 18.00. Veiðimenn - veiðifélög Tilboð óskast í leigu á vatnasvæði Hvolsár og Staðarhólsár í Saurbæ, Dalasýslu. Lax- og silungsveiði. Gott veiðihús. Tilboð skulu hafa borist til Ingibergs J. Hannessonar, Hvoli, Dalasýslu, fyrir 10. des- ember nk., og veitir hann nánari upplýsingar í síma 93-41533. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Stjórnin. HÚSNÆÐIÍBOÐI Skrifstofuherbergi Til leigu eitt gott skrifstofuherbergi á 3. hæð, Suðurlandsbraut 12, hjá lögfræðingi og fasteignasölu. Aðgangur að faxi, Ijósritun- arvél o.fl. Laust 1. jan. 1993. Upplýsingar gefur Pálmi í síma 687768. Ferðamannaíbúðir í Kaupmannahöfn Fullbúnar íbúðir til leigu í miðborg Kaup- mannahafnar. Ódýr og þægilegur valkostur fyrir ferðamenn og viðskiptafólk. Nánari upplýsingar í síma 90 45 3122 6699, telefax 90 45 3122 9199. HÚSNÆÐIÓSKAST Húsnæði óskast Samband fslenskra myndlistarmanna, SÍM, auglýsir eftir skrifstofuhúsnæði í miðbæ Reykjavíkur minnst 80 fm að stærð með minnst 3 herbergjum. Húsnæðið á að hýsa starfsemi SÍM, Listskreytingasjóðs, Starfs- launasjóðs myndlistarmanna og Myndstefs. Skriflegar upplýsingar óskast sendar til Sam- bands íslenskra myndlistarmanna, Pósthólf 1115, 121 Reykjavík. Hundahreinsun í Garðabæ Hundahreinsun fer fram í áhaldahúsi Garða- bæjar mánudaginn 23. nóvember nk. kl. 17.00-19.00. Samkvæmt samþykkt um hundahald í Garðabæ er hundeigendum skylt að færa hunda sína árlega til hreinsunar. Hundaeftirlitsmaður. Styrkirtil háskólanáms í Danmörku skólaárið 1993-1994 Dönsk stjórnvöld bjóða fram fjóra styrki handa íslendingum til háskólanáms í Dan- mörku námsárið 1993-1994. Styrkirnir eru ætlaðir þeim, sem komnir eru nokkuð áleiðis í háskólanámi og eru miðaðir við 9 mánaða námsdvöl, en til greina kemur að skipta þeim ef henta þykir. Styrkfjárhæðin er áætluð um 4.000 d.kr. á mánuði. Umsóknum um framangreinda styrki skal komið til menntamálaráðuneytisins, Sölv- hólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 15. janúar 1993 á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Umsóknum fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meðmælum. Menntamálaráðuneytið, 19. september 1992. Auglýsing um veitingu leyfis til áætlunarflugs innanlands. Samkvæmt auglýsingu nr. 523 frá 3. nóvem- ber 1989 um leyfi til áætlunarflugs innan- lands munu sérleyfi til áætlunarstaða, þar sem árlegur meðalfjöldi farþega árin 1990 og 1991 var hærri en 12 þúsund farþegar breytast í almenn áætlunarleyfi frá og með 1. janúar 1993. Ráðuneytið lýsir hér með eftir umsóknum flugrekenda um leyfi til áætlunarflugs á flug- leiðinni Reykjavík-Egilsstaðir-Reykjavík. Leyf- ið verður veitt með eftirfarandi skilyrðum: 1. Sætaframboð skal eigi vera meira en 10% af heildarsætaframboði á umræddri flug- leið í vetraráætlun og sumaráætlun sam- kvæmt mati ráðuneytis. 2. Heildarfarþegaflutningar skulu ekki nema meira en 10% af heildarflutningum í áætl- unar- og leiguflugi á sömu tímabilum. Með umsókninni skulu fylgja: - Drög að ársáætlun á viðkomandi flugleið. - Upplýsingar um þær flugvélar, sem áætlað er að nota til flugsins. - Gögn um fjárhagsstöðu flugrekanda. - Önnur gögn sem umsækjandi telur skipta máli. Umsóknum, skv. ofanrituðu, skal skila til samgönguráðuneytisins eigi síðar en 30. nóvember nk. Samgönguráðuneytið, 19. nóvember 1992.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.