Morgunblaðið - 22.11.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.11.1992, Blaðsíða 20
 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGWR 22. NÓVEMBER-1992 Ásta Sigurðardóttir: Dularfull og dáð, elskuð og fordæmd Minn hlátur NAPN Ástu Signrðardóttur kallar fram mynd af umdeildri konu sem hneykslaði alla Reykjavík, mynd af nöktu módeli sem var niðrað fyrir sjálfstæði sitt, mynd af skáldkonunni sem skrifaði Sunnu- dagskvöld til mánudagsmorguns, sögu sem margir fordæmdu en aðrir hófu upp til skýjanna. Nafn Ástu kallar líka fram í hugum fólks sögur af brestum og óblíðri ævi. En hversu margir vita meira um listakonuna sem ólst upp í sveit fy'á móður sem var aðvent- isti og föður sem var meira fyrir bækur en bústang. Veit einhver eitthvað um börnin sem öil voru tekin frá henni eða hvernig hún er sorg dó? Þórir Jökull, Guðný Ása og Kolbeinn, þijú af fimm börnum Ástu og Þorsteins frá Hamri í heimsókn hjá mömmu, eftir að þau höfðu verið tekin af henni. Bókaútgáfan Ið- unn hefur gefið út ævisögu Ástu Sigurðar- dóttur sem nefnist Minn hlátur er sorg og er eftir Frið- riku Benónýs. í verkinu dregur höfundur upp mynd af listakonunni Ástu Sigurð- ardóttur, fyrstu skrefum hennar á mölinni í Reykjavík, bóhemlífinu og frægðarskrefunum á ritvellinum, og svo löngum tröppugangi niðurávið þar sem eiginmenn, böm og ættingj- ar urðu að víkja fyrir þorstanum mikla. Hér á eftir eru nokkur kaflabrot úr bókinni. Fyrirsagnimar eru blaðsins. Nakið módel Það er mikill samgangur á milli Myndlistarskólans og Kennaraskól- ans á þessum ámm. Ásta verður heimagangur í Myndlistarskólanum. Þekkir þar alla kennarana og sækir óspart til þeirra ráð og leiðsögn. Hún er nú ákveðin í að leggja mynd- listina fyrir sig í alvöru. Verða fræg- ur málari, eða dúkristir, teiknari eða leirkerasmiður. Áhugi hennar er ódrepandi. Allt vill hún til vinna að komast áfram í myndlistinni. Hún sækir einkatíma hjá Jóhanni Briem og leggur sig fram um að ná því sem hann leggur áherslu á. Málar eins og á að gera þótt það hefti sköpunarkraftinn. ' Hún vill gera vel. Betur en aðrir. En hún kann ekki nóg. Finnst henni og fer að venja komur sínar í kvöld- skóla Félags íslenskra frístundamál- ara. Þar er lögð áhersla á módel- teiknun en vandamálið er það að engin kona fæst til að sitja fyrir. Ásta er blönk og slær til. Gerist nakið módel myndlistarmanna á kvöldin eftir að skóla lýkur síðasta veturinn sem hún er í Kennaraskól- anum. Og heldur því áfram í þrjú ár. Hún er gott módel. Á auðvelt með að vera kyrr í sömu stellingu tímunum saman og þreytist ekki. Hún er heldur engin pempía. Fyrir henni er nekt náttúrulegt ástand. Þannig skapaði Guð nú einu sinni mannskepnuna. Og það veitir henni langþráða fróun að fá að viðurkenna líkama sinn, sem móðir hennar krefst að hún afneiti. Hún geiigst upp í því að vera nakin. Nýtur þess að vera miðpunktur athyglinnar. Finnst hún vera að leggja fram mikilvægan skerf til listarinnar. Kannski verður hún músa einhvers af málurunum. Sú sem leggur hónum til kraftinn. Hún lætur sig dreyma um ódauð- leika í málverki einhvers snillings- ins. Stendur eins og stytta með bros á vör og lætur sig dreyma. í hvíldartímum gengur hún um nakin með blóm í hárinu og lætur sem ekkert sé eðlilegra. „Ég er bara í vinnufötunum," segir hún ef einhver gerir athuga- semd. Nemendur fara hjá sér í fyrstu, en brátt eru allir orðnir þessu vanir og þykir sjálfsagt. Karlmódel- in fara að dæmi hennar og spranga nakin um ganga með sígarettur dinglandi í munnvikunum og kaff- ikrús í hendi. Andrúmsloftið er afs- lappað og þægilegt nema þegar ein- hver utanaðkomandi slæðist inn. Eitt kvöldið koma tvær miðaldra konur sem lengi hefur langað á myndlistamámskeið til að kynna sér aðstæður. Þær sitja inni á skrifstofu og ræða við Kjartan Guðjónsson myndlistarkennara þegar hurðinni er hrundið upp og inn gengur Ásta á Evuklæðum. Konunum svelgist á spumingun- um og þær fara að tygja sig til brottfarar ijóðar og stamandi. Þá opnast dyrnar öðru sinni og inn gengur kviknakinn karlmaður: Konunum er öllum lokið. Þær hraða sér út sem mest þær mega og spyrst ekki til þeirra meir. En sagan. öðlast þegar í stað vængi og flýgur um bæinn með ógnarhraða. Og verður æ mergjaðri við hverja frásögn. Ásta módel er orðin eitt vinsæl- asta umræðuefni bæjarbúa. Það er í tísku að vera bóhem Það er í tísku að vera bóhem í Reykjavík og þar ganga ungir lista- menn fremstir. Líf og list birtir há- stemmdar greinar um bóhemlíf listamanna í París í upphafi aldar. Þangað em fyrirmyndimar sóttar. Að lifa hátt og deyja ungur frá ósköpuðum snilldarverkum. Það er lykiliinn að ódauðleikanum. Menn þurfa að upplifa allt. Súpa „lífsins veig í dreggjar". Sameina skemmt- un og þjáningu. Gáska hins ljúfa lífs og alvöm listarinnar. Ekkert má fjötra þann sem gefur sig list- inni á vald. Allra síst smáborgara- legt lífsmunstur. Hinn fijálsi andi skeytir hvorki um siðvenjur né regl- ur. Hann skemmtir sér. Skemmtanalífið er þó að sönnu ekki fjölbreytt, aðeins tveir vínveit- ingastaðir í borginni; Hótel Borg og Sjálfstæðishúsið. Á Borginni eru restrasjónir þar sem hljómsveitir leika fyrir dansi til hálftólf. í Sjálfstæðishúsinu em ein- ungis dansleikir um helgar. Auðvitað fullnægir þetta ekki skemmtanaþörfínni og oftast enda þessar samkomur með partíum í heimahúsum. Þar era oft álíka margir gestir og á samkomustöðun- um. Fimmtán leigubílar flytja stund- um fólk af Borginni í vinnustofu málara vestur í bæ. Þar sitja menn eða standa og sötra volgt brennivín í vatni úr skörðóttum kaffibollum eða vatnsglösum. Ásta verður tíður gestur í þessum samkvæmum. Og misjafnt hversu vel hún er séð. Ef meirihluti partí- gesta er listamenn er allt í lági og hún gjaman hrókur alls fagnaðar. Þó em konur varar um sig. Þegar Ásta birtist eiga þær til að grípa fastar um handleggi eiginmannanna og setja upp þennan eignarsvip sem stundum einkennir eiginkonur. Ekki það að Ásta geri sér far um að tæla gifta menn. Það gerir hún ekki. Og ekki aðra menn heldur. Hún trúir á ástina og gefur sig ekki öðram en þeim sem hún elsk- ar. En orðsporið sem af henni fer gefur annað I skyn. Hún dregur líka að sér athygli karlmannanna eins og segull. Fegurð hennar og greind heilla þá og þeir sækjast eftir að fá að vera í návist hennar. Eitt lítið bros. Augnabliksathygli. Og þeir geta túlkað það sjálfum sér til framdráttar. Látið það kitla hégó- magimdina. Asta er óvenjuleg um fleira en útlit. Hún tekur þátt í samræðum um ýmiss konar mál. Svarar fullum hálsi og liggur ekki á skoðunum sínum. Er snögg upp á lagið og leiftrandi fyndin í tilsvömm. Lætur engan eiga hjá sér. Þeir era fáir sem standast henni snúning í tilvitnun- um í bókmenntirnar. Það fylgir henni ferskur andblær sem gerir hana ómótstæðilega og óttalega. Ein af hinum frægu myndum Kaldals af Ástu. Hún nýtur athyglinnar fram í fingurgóma. Hér er hún á heima- velli. Oðra máli gegnir um sam- kvæmi í fínni húsum. Þar er Ásta litin homauga. Og stundum rekin út. Svona kvenfólk vilja menn ekki inn í sín hús. Jafnvel ekki um há- bjartan dag. Elías Mar rithöfundur er vinur Ástu og hún lítur gjaman inn til hans þegar hún á leið um. Hann ieigir hjá tveimur eldri konum á Bergstaðastrætinu og þær líta þess- ar heimsóknir homauga. Biðja Elías að vera svo vænan að taka fyrir þær. Þessi stúlka hafi illt orð á sér og þær vilji ekki koma óorði á húsið. „Það er ósk meirihluta fólksins hér að þú yfírgefir staðinn" Árshátíð rafvirkja er með glæsi- legri samkomum vetrarins. Þar mæta konur í síðkjólum og karlar með hvítt um hálsinn til að kankast á, dansa og skemmta sér. Ástu langar á ballið og fær Karl til að bjóða sér. Hún hlakkar til og leggur sig í líma við að verða sem glæsilegust. Verður sér úti um síð- kjól og snyrtir sig vandlega. Þau ganga í salinn og setjast við borð hjá fleira fólki. Það slær þögn á hópinn þegar þau ganga inn' og Karl skynjar óvildarstrauma í loft- inu. Hann verður óöraggur en vonar að þetta sé vitleysa í sér. Ásta er hin kátasta. Þegar hljómsveitin byij- ar að leika býður Karl henni upp og þau ganga út á gólfið. Augu fólksins fylgja þeim og kurrinn eykst. Og dansinn er tæplega hálfn- aður þegar tveir menn ganga í veg fyrir þau á gólfinu. „Það er ósk meirihluta fólksins hér að þú yfirgefir staðinn,“ segir annar þeirra valdsmannslega við Ástu. Henni bregður illilega en reynir þó að bera sig vel. „Þetta er opin- ber staður," segir hún, „ég á jafn- mikinn rétt á því að vera hér og hver annar.“ „Ekki í óþökk annarra gesta,“ segja þeir og byrsta sig. Ásta maldar enn í móinn og er nú orðin æst. Hún er ódrukkin, í tilskildum klæðnaði og gerir engum mein. Og harðneitar að fara. Þeir hafa þá engar vöflur á, taka sinn undir hvom handlegg hennar og draga fram gólfið. Dansfólkið fylgir á eftir og ókvæðisorðin dynja á Ástu. Karl hleypur út í skelfingu og ætlar að sækja hjálp. Fá lögregl- una til að stöðva þetta. Hann hleyp- ur frá húsinu og skimar eftir lög- regluþjóni. En þegar hann lítur til baka fellur honum allur ketill í eld. Ásta á í slagsmálum við þvögu fólks og er orðin viti sínu fjær af reiði. Hann verður að stöðva þetta áður en verra hlýst af. Hann veifar leigubíl og útskýrir málið fyrir bílstjóranum. Biður hann að hjálpa sér að róa Ástu og aka þeim heim. Bílstjórinn þekkir Ástu og tekur strax málið í sínar hendur. Hann brýst gegnum þvöguna, leggur höndina á öxl Ástu og segir blíðlega „komdu nú Ásta mín, ég skal keyra þigheim“. Ásta veit að hun er ofurliði borin og lætur hann leiða sig í burtu. En gráturinn í aftursætinu er sár og skerandi og hún heldur áfram að gráta eftir að heim er komið. Daginn eftir fer hún ekki á fæt- ur. Liggur sem í móki og fær áköf grátköst annað slagið. Á hún þá aldrei að fá aðgang að heimi hinna? Á henni þá alltaf að líða illa? Hann á þó allavega mömmu Hún stendur við gluggann í Kron- búðinni á Bræðraborgarstígnum og borðar súkkulaði. Borðar Hæl. Hún er djúpt hugsi. Svartar brúnimar era hnyklaðar og stóra augun stara í tómið. Hún er hrædd. Hvaða stefnu er líf hennar að taka? Tilraunir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.