Morgunblaðið - 29.11.1992, Side 28

Morgunblaðið - 29.11.1992, Side 28
28 B MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1992 Til hamingju. Þið eruð ein- ustu „fjölskyldumeðlimim- ir“ sem ekki hafa skilið ... HÖGNI HKEKKVÍSI BRÉF HL BLAÐSENS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Um örnefni á Öxnadalsheiði Frá Jóni Kr. Ingólfssyni: OFT hefur mig langað til að leið- rétta allar þær vitleysur sem ég hefí séð og heyrt á undanförnum árum um ömefni á Öxnadalsheiði. Bréf Benedikts Gunnarssonar, sem birtist í Morgunblaðinu 29. október, átti að vera leiðrétting á frétt í blaði á Norðurlandi um að nýhafnar væru vegaframkvæmdir í Giljareitum á vestanverðri Öxnadalsheiði og taldi hann að þar væri farið rangt með örnefni. En þar sem „leiðrétting" hans var röng fannst mér mælirinn fullur og ákvað ég því að stinga niður penna. Fyrst er til að taka að á Öxnadals- heiði hefur aldrei verið nema einn Giljareitur. Ekki veit ég hver fann upp á því að hafa orðið í fleirtölu en það er ekki Benedikt Gunnars- son. En sá ömefnaruglingur sem kemur síðan fram í grein hans tel ég fáséðan og skal nú reynt að leið- rétta hann. Sé farið yfír heiðina frá austri til vesturs frá sýslumörkum Skaga- íjarðar og Eyjafjarðarsýslu heitir þar fyrst Gijótá. Þar sem nýjasti vegarkaflinn byxjar vestan Grjótár- eyrar liggur vegurinn eftir Hleið- aráreyram, sem Benedikt tilgreinir réttilega, neðan við svokallaðar Sel- grandir vestur að Klifí. Giljareitur byijar síðan þar sem Klifínu lýkur. í honum eru fjögur nafngreind gil sem heit'a Reitagil, Austara-Hlein- argil, Vestara-Hleinargil og Dag- dvelja vestast. Skammt vestan Dagdvelju beygir Heiðaráin til suð- urs þar sem hún fellur f Króká og heitir áin Króká allt til þess að hún fellur í Norðurá. Skógarhlíðin er síðan kaflinn frá Dagdvelju að Heið- arsporði eða Heiðarrana. Liggur vegurinn þar niður að Norðurá og endar þar heiðin Skagafjarðarmeg- in. Nýi vegarkaflinn nær skammt vestur í Giljareitinn vestur fyrir Reitagil, sem í daglegu tali er kallað Reiðgil en það er rangt. Mér fínnst að þeir sem setja ofan í við aðra fyrir ragl á ömefnum ættu að kynna sér hlutina betur en Benedikt gerði í þetta skipti. Ég get aftur á móti verið sammála honum um ónákvæman fréttaflutning fjöl- miðla þegar verið er að staðsetja atburði sem sagt er frá. Mætti þar nefna mörg dæmi en ég læt nægja að nefna tvö. Fyrir einu til tveimur árum var frá því sagt að bifreið hefði Kastast Frá RonaldM. Kristjánssyni: Náttúran er sístritandi. Náttúran er sífellt að endumýja sig og bæta. Við lítum sorgaraugum á dauðann, en dauðinn er aðeins upphaf nýs lífs. Án dauða væri ekkert líf. Við lítum hörmungaraugum á náttúru- hamfarir, en náttúrahamfarir eru aðeins hamskipti náttúrunnar. End- umýjun, endursköpun eða endur- fæðing. Hið gamla víkur úr vegi fyrir hinu nýja. Fæðingin ryður burtu ellinni. Dauðinn víkur fyrir lífinu. Lögmál eilífrar hringrásar að verki. Sólin er orku- og lífgjafi. Án sólarinnar væri ekkert líf á þessari jörð. Og meðan myrkrið grúfir yfír tilveranni, stritar náttúran. Þá fara lífverar næturinnar á stjá, starfa og strita, til að náttúran geti vakn- að endumærð í dagrenningu eilífrar framþróunar, líkt og maðurinn eftir væran blund. Jafnvel maðurinn stritar sofandi. Meira að segja hið dauða, sem virðist hreyfingarlaust, stritar og lýtur lögmáli umbreyting- arinnar, til að viðhalda sköpuninni. Án dauðans væri ekkert líf! Mannin- um er ekkert ómögulegt. Allt er út af veginum skammt vestan Gijót- ár og lent á hvolfi í Norðurá. Þar átti að sjálfsögðu að vera Heiðará. Fyrir skömmu kom fram í fréttum að maður hefði hrapað í svonefndri Trippaskál. Hún er í fjallinu milli Öxnadalsheiðar og Hörgárdalsheið- ar, Hörgárdalsheiðarmegin. Tiltölu- lega stutt ganga er frá Gijótárbrú norður í Trippaskál. í fréttinni var hins vegar Trippaskál sögð í Silfra- staðafjalli, sem er 10 km vestar í Norðurárdal. JÓN KR. INGÓLFSSON, Bárustíg 2, Sauðárkróki. manninum leyfílegt, en ekki endi- Iega Guði þóknanlegt. Því verður æðsta dýr merkurinnar, maðurinn, að sýna varúð, lipurð og tillitsemi gagnvart náttúranni. Öllu er af- mörkuð stund og meira að segja mun alheimurinn, í fyllingu tímans, líða undir lok, eingöngu til að upp- fylla lögmál hinnar eilífu hringrás- ar. Það er ekki í hendi mannsins, að sitja á strák sínum, og flýta fyr- ir eyðingunni. Berum því virðingu fyrir öllu er lífsanda dregur og strit- ar undir sólinni. Því sú stund kem- ur, að maðurinn í efninu, eins og við þekkjum það, fær að bergja á kaleik dauðans. Dauðinn er ekki sorglegur, heldur liður í þróuninni til æðra lífs. Náttúran er sístrit- andi. Náttúran er sífellt að end- urnýja sig og bæta. Lögmál eilífrar hringrásar stöðugt að verki. Maður- inn er aðeins nauðsynlegur þáttur í gangverki sköpunarinnar, til að uppfylla þetta lögmál og þegar því takmarki er náð, kemur „sköpunar- mátturinn" með nýjan himinn og nýja jörð. RONALD M. KRISTJÁNSSON Reynimel 47, Reykjavík. Náttúran Víkveiji skrifar Ekki fer á milli mála, þótt oft gleymist þeim er ganga heilir til skógar, að ekkert er einstakling- um, mér og þér, dýrmætara en heilsan, heilbrigði til sálar og lík- ama. En oft er það svo með þessi mestu verðmæti einstaklings og þjóðar að enginn veit hvað átt hef- ur fyrr en misst hefur. Víkveiji gerir sér ljósa grein fyr- ir því að enginn ræður alfarið heilsufari sínu. Enginn ræður erfð- um (eigin foreldram) sem miklu ráða í þessu efni. Enginn ræður inn í hvers konar aðstæður eða samfé- lag hann fæðist, en það kann að skipta sköpum um andlegt og lík- amlegt heilsufar einstaklings hvort hann fæðist inn í vanþróað þriðja heims samfélag eða háþróuð vel- ferðarþjóðfélög Vesturlanda. Sérhver einstaklingur hefur þó ríkuleg áhrif á eigið heilbrigði með lífsmáta sínum, mataræði, líkams- rækt og síðast en ekki sízt með viðhorfum sínum, jákvæðum eða neikvæðum, til lífsins, náungans, samfélagsins og umhverfisins. xxx að gleymist og oftlega, ekki sízt offöram í hagræðingu og sparnaði, sem þó ástunda mikilvæg- ar dyggðir, að jafnan vantar mikil- vægar færslur í tekjudálk útgjalda- freks heilbrigðiskerfís. Þar er ekki færð til tekna lengd starfsævi einstaklinganna, ekki færri fjarvistardagar frá vinnu vegna veikinda eða sú verðmæta- sköpun sem í kjölfar fylgir fyrir samfélagið. Og að sjálfsögðu ekki bætt líðan tugþúsunda landsmanna sem sótt hafa og sækja bata á margs konar sjúkleika, að hluta til eða að fullu, til þessa viðamikla kerfís. Það er að sjálfsögðu af hinu góða, ekki sízt á tímum þjóðareyðslu langt umfram þjóðartekjur og hrikalegs ríkissjóðshalla, að beita sterku út- gjaldaaðhaldi í heilbrigðiskerfinu sem annars staðar í samfélaginu. Það hefur og sitt hvað áunnizt í hagræðingu í heilbrigðiskerfínu og sjálfsagt má þar enn betur gera. En vit verður að stýra striti í þess- um efnum. Þær öfgar mega ekki ráða stefnumörkun í þessum efnum sem kunningi Víkveija felldi í þessi slagorð: smækkum sjúkrahúsin, stækkum kirkjúgarðana! xxx Skoðum lítillega einn þungar- vigtarþátt í heilbrigðiskerfinu, gigtsjúkdóma. Víkveiji sá það í greinargerð með tillögu til þings- ályktunar um rannsóknar-, for- varna- og fræðslustörf um gigtsjúk- dóma, að fimmti hver íslendingur fái gigt einhvem tíma á lífsferli sínum. Beinn og óbeinn kostnaður samfélagsins vegna þessara sjúk- dóma er mjög mikill og margvísleg- ur. Hann segir m.a. til sín í sjúkra- húss- og heilsugæzlukostnaði, kostnaði vegna læknishjálpar sér- fræðinga, sjúkra- og iðjuþjálfunar, hjálpartækja, lyfja, sjúkradagpen- inga, endurhæfíngar, vinnutaps og örorkubóta. „Giskað hefur verið á,“ segir í greinargerð, „að hægt væri að spara þjóðfélaginu allt að 10 mill- jarða króna árlega ef unnt væri að koma í veg fyrir gigt. Bandarískir arðsemisútreikningar hafa leitt í ljós að hver króna til gigtarlækn- inga skilar sér fertugfalt til baka. Auknar rannsónir ættu því að vera þjóðhagslega hagkvæmar. Sama gildir um forvarna og fræðslustarf.“ Að sögn sérfræðinga nýtur ís- land nokkurrar sérstöðu sem gerir rannsóknir á gigtsjúkdómum auð- veldari hér en víða erlendis. „Kemur það til hversu fámenn þjóðin er en það m.a auðveldar faraldurs- og erfðafræðilegar rannsóknir, svo og nálægð og náin samvinna vissra sérgreina læknisfræðinnar ... Þá era ættartölur góðar og almennur ættfræðiáhugi ríkjandi, svo og skilningur á nauðsyn Iæknisfræði- legra rannsókna. Er því brýnt að gerðar verði tillögur um eflingu rannsókna á þessu sviði, enda kosta gigtsjúkdómar þjóðfélagið ómælt fé og sjúklinga miklar og varanlegar þjáningar.“ Víkveiji gerir þessi orð að sínum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.