Morgunblaðið - 01.12.1992, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.12.1992, Qupperneq 1
120 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 275. tbl. 80. árg. ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Rússneska fuiltrúaþingið kemur saman Hætta afturhalds- öfl við atlöguna gegn Borís Jeltsín? Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. Fulltrúaþing Rússlands, sem fer með æðsta löggjafarvald sam- kvæmt stjórnarskránni, kemur saman í Moskvu í dag. Enn er óljóst hvort eitthvað verður úr málamiðlun sem talið var um hríð að náðst hefði milli ríkisstjórnar Jeltsíns og Borgarasambandsins, öflugustu fylkingar afturhaldsafla í landinu. Helsti talsmaður sambandsins segir það ekki markmiðið að grafa undan forsetanum eða stjórn hans heldur að stefnunni verði breytt. Reuter íbúar í borginni Srebrenica í austurhluta Bosníu-Herzegóvínu veifa í kveðjuskyni til starfsmanna Sam- einuðu þjóðanna sem færðu fólkinu matvæli og önnur neyðargögn um helgina. Skortur er á helstu nauðsynjum í borginni. Srebrenica er að mestu byggð múslimum og hefur í sex mánuði verið umsetin af herliði Serba sem hindraði lengi alla birgðaflutninga þangað. Mannréttindanefnd SÞ fjallar um stríðsglæpi Serba Múslimar í Bosníu sagð- irí„ Genf, Sarajevo, Bel|jra< Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna (SÞ) ræddi í gær drög að ályktun um stríðsglæpi í Bosníu-Herzegovínu, sem fulltrúar Tyrk- lands og Bandarikjanna lögðu fram, þar sem Serbar eru sagðir helstu sökudólgarnir. Þar er þvi ennfremur lýst yfir að múslimar í Bosníu séu „i reynd í útrýmingarhættu" og aðildarríki nefndarinnar eru beðin að svara því hvort þjóðarmorð hafi þegar átt sér stað. Námsmenn í Belgrad tilnefndu á sunnudag Milan Panic, forsætisráð- herra Júgóslavíu, sem frambjóðanda í forsetakosningum í Serbíu 20. desember og er búist við að hann bjóði sig fram gegn þjóðernis- sinnanum Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, sem er sakaður um að eiga mesta sök á bardögunum í Bosníu. útrýmingarhættu ‘4 i, Jcddah. Reuter. Jeltsín hvatti um helgina til þess að umbótasinnar, sem eru klofnir í marga hópa og lítt skipulagðir, sameinuðust í einum flokki og hét honum stuðningi. Hann sagði kommúnismann dauðann og graf- inn, mesta hættan stafaði nú af hvers kyns fasistaöflum. Aftur- haldsmenn á fulltrúaþinginu, sem eru ýmist tryggir kommúnisma eða æstir þjóðernissinnar og starfa oft Bandarísk herferð gegn norskum vörum Efasemdir innan raða Greenpeace New York. Frá Huga Ólafssyni, fréttarit- ara Morgunbtaðsins. NORSKA sendiráðinu í Washing- ton hafa borist nokkur hundruð mótmælabréf eftir að tvenn bandarísk umhverfismálasamtök hvöttu fók til að sniðganga norskar vörur og fyrirtæki vegna fyrirhugaðra hrefnuveiða. Blaðafulltrúi sendiráðsins, Tore Tanum, segir að Ijóst sé að sam- tökin hafi veitt miklum fjármun- um í herferðina gegn Norðmönn- um, en á hinn bóginn hafi mörg önnur samtök, þar á meðal Greenpeace, lýst yfir efasemdum um gildi slikra aðgerða. Herferðin hófst með heilsíðuaug- lýsingu í stórblaðinu The New York Times 18. nóvember. Tanum segir að erfitt sé að finna sambærileg dæmi þar sem hvatt er til jafnrót- tækra aðgerða gegn nokkurri þjóð með jafnáberandi hætti í flölmiðl- um, en of snemmt sé að segja til um hvort herferðin fái hljómgrunn hjá almenningi. Til dæmis var fólk sérstaklega hvatt til að sigla ekki með skemmtiferðaskipum í eigu Norðmanna, en ekki væri víst að róttækir dýraverndunarsinnar væru stór hluti af viðskiptavinum þeirra. Blare Palese, yfirmaður fjöl- miðladeildar Greenpeace í Banda- ríkjunum, sagði að samtökin hefðu ekki lagt nafn sitt við herferðina gegn norskum vörum enn sem kom- ið er. Slíkar herferðir bæru oft tak- markaðan árangur, þar sem erfitt væri fyrir neytendur að átta sig á hvaðan vörur eins og fiskur og olía væru upprunnar. Hún sagði að her- ferðin gegn íslendingum á sínum tíma hefði þó verið árangursrík og útilokaði ekki slíkar aðgerðir í fram- tíðinni, þó að Greenpeace stæði utan við aðgerðirnar gegn norskum vör- um og fyrirtækjum nú. saman gegn Jeltsín, vilja bola hon- um frá. Að undanförnu hafa þeir einkum beint spjótum sínum gegn Jegor Gajdar forsætisráðherra sem hafnar því að taka á ný upp miðstýr- ingu og vill hraða markaðsvæðingu. I viðtali bandaríska tímaritsins Newsweek við Arkadí Volskí, leið- toga Borgarasambandsins, segist hann óttast að álit Jeltsíns og ann- arra stjórnenda meðal almennings fari forgörðum ef þeir haldi áfram á sömu braut. Hins vegar sé það alls ekki markmiðið að grafa undan Jeltsín, aðeins fá hann til að breyta um stefnu. Borgarasambandið starfar í Æðsta ráðinu, minna þingi sem sit- ur allt árið. Helstu fylkingar á full- trúaþinginu eru fjórar. Stærst er Rússnesk eining, með um 350 full- trúa, samtök gamalla kommúnista og þjóðrembumanna, en miklir flokkadrættir eru í hreyfíngunni. Lýðræðisleg miðja hefur um 200 fulltrúa bak við sig og er Alexand- er Rútskoj varaforseti einn þeirra. Hann er harður gagnrýnandi stefnu Jeltsíns. Hópurinn Skapandi öfl er sagður boða jafnaðarstefnu, fulltrú- ar eru um 150 og loks er Umbóta- sambandið sem hefur um 100 full- trúa og styður með vissu Jeltsín. Stjómlagadómstóll kvað í gær upp dóm í máli sem höfðað var til að úrskurða um lögmæti banns við starfsemi kommúnistaflokksins en niðurstaða dómsins er svo óljós áð jafnt stuðningsmenn sem andstæð- ingar kommúnista hrósa sigri. Sjá einnig frétt á bls. 29. Stjómarerindrekar í Genf sögðu að ályktunardrög Bandaríkjamanna og Tyrkja yrðu líklega samþykkt á fundi mannréttindanefndarinnar í dag. Fari svo verður það í fyrsta sinn sem nefndin kveður upp úr um að Serbar eigi fyrst og fremst sök- ina á stríðsglæpum í Bosníu. Mannréttindanefndin ræddi einn- ig skýrslu frá Tadeusz Mazowiecki, fyrrverandi forsætisráðherra Pól- lands, sem stjórnaði rannsókn á stríðsglæpunum í Bosníu. Þar em Serbar sakaðir um ijöldamorð á múslimum, nauðganir og pyntingar. Mazowiecki tekur sem dæmi „þjóð- ernishreinsanir“ í múslimska bæn- um Kozarac sem Serbar náðu á sitt vald eftir mannskæðar stórskota- árásir. „Fjöldahandtökur áttu sér stað og fangamir voru fluttir í burtu á vörubílum og í rútum. Fjölmargir íbúanna, sem vora um 15.000, vora umsvifalaust teknir af lífi, hugsan- lega um 5.000 manns, samkvæmt frásögnum nokkurra vitna,“ segir í skýrslunni. Mazowiecki tekur fram að Serbar hafi einnig verið flæmdir úr heimkynnum sínum og teknir af lífí á yfirráðasvæðum múslima og Króata þótt það sé mun fátíðara. Utanríkisráðherrar 47 ríkja ísl- ama koma saman í Jeddah i Saudi- Arabíu í dag til að knýja á Samein- uðu þjóðirnar um að beita hervaldi gegn Serbum. Þeir vilja einnig að banni samtakanna við sölu á vopn- um til fyrrverandi lýðvelda Júgó- slavíu verði breytt þannig að það nái ekki til múslima í Bosníu. Námsmenn í Belgrad afhentu á sunnudag kjömefnd vegna forseta- kosninganna i Serbíu 20. desember lista með undirskriftum 10.000 manna sem mæltu með því að Milan Panie yrði í framboði. Ekki er enn ljóst hvort Panic býður sig fram, en samkvæmt skoðanakönnunum nýtur hann mun meiri vinsælda í Serbíu en Slobodan Milosevic. Vest- rænir stjórnarerindrekar í Belgrad sögðu að kosningarnar myndu skipta sköpum fyrir framtíð Serbíu og ef Panic byði sig fram og færi með sigur af hólmi ykjust mjög lík- urnar á því að unnt yrði að binda enda á stríðið í Bosníu. Harðir bardagar geisuðu enn í mið- og norðurhluta Bosníu í gær þrátt fyrir vopnahlé sem tók gildi í fyrrinótt. Sænskir nýnasistar minnast herkonungsins Karls XII Lögregla handtók 32 slagsmálaseggi Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunbladsins. RÚMLEGA 900 lögreglumenn voru kvaddir til þess að koma í veg fyrir uppþot og átök milli sænskra öfgahópa í Stokkhólmi í gærkvöldi, á fæðingardegi Karls XII Svíakonungs, en hann er dýrlingur í augum sænskra nýnasista. 32 voru handteknir, all- ir úr röðum stjórnleysingja, en ekki kom til veru- legra átaka. Áður höfðu menn óttást að til mikilla slagsmála kynni að koma er nýnasistar legðu blómsveig að styttu Karls XII í miðborginni. Rúmlega 600 lögreglumönnum, sem búnir voru til að takast á við óeirðaseggi, tókst að koma í veg fyrir átök í Lundi með því að stía fylk- ingum stuðningsmanna og andstæðinga kynþáttafor- dóma í sundur. Þar tóku danskir nýnasistar og jafnvel þýskir þátt í aðgerðum sænskra skoðanabræðra sinna. Til átaka kom milli fylkinga vinstri og hægri öfga- manna í Stokkhólmi á sunnudagskvöld en lögregla bjóst við enn meiri látum í gærkvöldi. Svo virðist sem viðbún- aður lögreglunnar hafí orðið til þess að halda ólátum Lögreglumenn handsama óróasegg í Stokk- í lágmarki. hólmi í gærkvöldi. Reuter

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.