Morgunblaðið - 01.12.1992, Síða 4

Morgunblaðið - 01.12.1992, Síða 4
4 seei naaMaeaa .1 fluoAauiQiau aiaAjaviuoHOM 'I. DESEMBERT1992 Atlantsflugi veitt skil- yrt flugrekstrarleyfi SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að veita Atlantsflugi flug- rekstrarleyfi uppfylli félagið skilyrði um jákvæða eiginfjárstöðu að mati loftferðaeftirlitsins, og geri upp skuldir sínar við Flugmála- stjórn. Einnig gerir ráðuneytið það að skilyrði að rekstrarforsendur félagsins séu traustar. Að sögn Þórhalls Jósefssonar, deildarstjóra í samgönguráðuneyt- inu, eru þau skilyrði sem nú eru gerð í meginatriðum í samræmi við þær reglur sem eru að taka gildi í EB. Fyrirsjáanlegt sé að þær reglur taki gildi hér á landi, eða hafa a.m.k. mikil áhrif á reglugerðarsetningar. Með þessu fellur ráðuneytið frá þeirri reglu að þeir sem sækja um endumýjun leyfís þurfi að sýna fram á eiginfjárstöðu sem nægi til þriggja mánaða reksturs án tillits til tekna. Sú regla gildir hins vegar áfram um þá sem sækja um flugrekstrarleyfí í fyrsta sinn. í EB-löndunum hefur þriggja mánaða reglunni verið beitt á þann hátt að tekið er tillit til tekna flugrekstraraðila við umsókn um endumýjun. Hins vegar hafa flug- málayfírvöld þar áskilið sér rétt til að kanna bókhald_ flugfélaga hve- nær sem er, en á íslandi hefur það ekki verið gert nema við endumýjun leyfa. „Með þessu eru ennþá gerðar ákveðnar kröfur um eiginfjárstöðu og rekstrarforsendur og jafnframt er reynt að koma í veg fyrir að regl- umar séu óþarflega íþyngjandi fyrir félögin," sagði Þórhallur. Hluthafafundur var hjá Atlants- flugi í gærkvöldi og sagði Halldór Sigurðsson, stjómarformaður, að ætlunin væri að skoða rekstrar- grundvöll og kanna vilja nokkurra aðila til hlutaíjáraukningar. Félagið þyrfti um 60 milljónir kr. í nýju hlutafé til að sýna jákvæða eiginfj- árstöðu og það hefði haft vilyrði frá erlendum aðilum um framlag upp á 30 milljónir kr. Hann sagði að reynt yrði að afla þess sem uppá vantaði innanlands, enda væri erlendum aðilum óheimilt að eiga meirihluta í íslenskum samgöngufyrirtækjum. „Við eram ánægðir með það að ráðuneytið hefur tekið undir okkar sjónarmið, en ég hefði óskað þess að það hefði gert það fyrr, þ.e.a.s. um síðustu áramót, því þá hefði staða félagsins verið önnur í dag,“ sagði Halldór. Félagið hefur misst tvo samninga um leiguflug í Sierra Leone og lík- lega einnig flug frá Gatwick, sem átti að hefjast í apríl. „Ég veit að það eruJcomnir aðilar inn á íslands- markaðinn. í fyrra flugum við út úr fímm borgum í viku hverri í Þýskalandi og Austurríki til íslands og ég hef óstaðfestan grun fyrir því að þessir aðilar hafí leitað til ann- arra félaga með þetta flug. Þetta voru 450 flugtímar fyrir okkur í fyrra í þrjá og hálfan mánuð, sagði Halldór. VEÐUR VEDURHORFUR I DAG, T. DESEMBER YFIRLIT: Um 300 km suðvestur at iandinu er 950 mb viðáttumikil lægð sem þokast austur. SPA: Austan- og norðaustan án. víðast gola eða kaldi. Slydduél suðaustan- lands, skýjað með köflum fyrir norðan en viðast léttskýjað annars staðar. Slö- degis gengur vindur norðvestanlands í allhvassa norðaustan átt með éljum. Veður fer hægt kólnandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OQ FIMMTUDAQ: Norðan- og norðaustan átt. all- hvöss um vestanvert landið en hægari annars staðar. Él vestan-, norðan- og norðaustanlands, en bjartviðri um sunnanvert landiö. Frost 1 til 3 stig. HORFUR Á FÖSTUDAG: Fremur hæg austan- og norðaustan átt, dálítll snjó- koma austanlands og við suðurströndina en bjartviðri vestanlands. Frost 5 til 7 stig. Nýir veðurfregnatimar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30.Svarsimi Veðurstofu fslands — Veðurfregnir: 990600. o Heiðskírt r r r r r r r r Rigning ■& Léttskýjað * r * * r r * r Slydda Hálfskýjað * * * * * * * * Snjókoma ■m Skýjað Alskýjað V ^ V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindönn sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöðurer2 vindstig.^ 10° Hitastig y Súld = Þoka stig. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Ágæt færð er á vegum í nógrenni Reykjavikur og á Suðurnesjum. Fært er um Hellisheiði og Þrengsli og með suðurströndinni austur á Austfirði og er færð égæt þar. Vegir í Borgarfirði, Snæfellsnesi og í Dölum eru færir og fært er vestur í Reykhólasveit. Fært er frá Brjánslæk til Patreks- fjarðar og þaðan til Bíldudals. Þó er fært norður um Holtavörðuheiði til Hólmavíkur og um Steingrímsfjaröarheiði til ísafjarðar og Bolungarvíkur. Frá (safirði er fært til Þingeyrar. Vegir á Norðuriandi eru flestir færir. Svo sem til Siglufjarðar, Ólafsfjarðar og Akureyrar. Fré Akureyri er fært austur til Húsavikur og þaðan með ströndinni til Vopnafjarðar. Einnig er fært til Mývatnssveitar og um Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Víða um land er tölgverð hálka. Upplýsingar um færð eru veittar hjó Vegaeftirliti í síma 91-631500 og ígrænnilínu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma híti veður Akureyri 0 alskýjeö Reykjavlk 1 léttskýjað Bergen 8 rigning Helslnki frostúði Kaupmannahöfn 4 skýjaö Narssaresuaq vantar Nuuk 44 léttskýjaö Osló 0 aiskýjaö Stokkhólmur 4 alskýjað Þórshöfn 5 skúr Algarve 19 skýjað Amsterdam 12 heiðskírt Barceiona 16 léttskýjað Bertrn 3 skýjað Chicago 0 alskýjað Feneyjar 12 þokumöða Frankfurt 12 þokumóða Glasgow 9 rigning Hamborg 6 þokumóða London 12 rígning LosAngeles 9 heiðskirt Lúxemborg 10 alskýjað Madrid 8 þokaígrennd Malaga 22 léttskýjað Mallorca 18 þokumóða Montreal 3 alskýjað NewYork 4 skýjað Orlando 7 léttskýjað Paris vantar Madeira 20 skýjað Róm 18 þokumóða Vín 1 þoka Washington 1 heiðskírt Winnipeg -r-8 heiðskirt 12.00 í DAG kl. HeimHd: Veöurstofa fsiands (Byggt á veðurapá kt 16.151 gœr) Morgunblaðið/Rax Sölvína Konráðsdóttír sálfræðingur, Jóna Ingibjörg Jónsdóttir kyn- fræðingur og Guðjón Magnússon héraðslæknir í Reykjavík, kynna niðurstöður úr könnuninni á blaðamannafundi í gær. Könnun á þekkingn á smitleiðum alnæmis Breyting á kynhegð- un samkynhneigðra í KÖNNUN sem framkvæmd var á vegum Landsnefndar um al- næmisvarnir og Landlæknisembættisins kemur fram að fræðsla um smitleiðir alnæmis hefur skilað sér mjög vel. Hins vegar virð- ist fólki ganga verr með að álykta út frá þeirri þekkingu. Meðal samkynhneigðra hefur orðið mælanleg breyting á kynhegðun. Þessi hópur er líklegastur tíl að stunda hættuminna kynlíf. Könnun- in var gerð í sumar. Sendar voru út spurningar í pósti til fimmt- án hundruð manna. Svarhlutfall var 65%. Sölvína Konráðsdóttir sálfræð- ingur og Jóna Ingibjörg Jónsdóttir hjúkrunar- og kynfræðingur unnu að könnuninni. Sölvína sagði að nokkrir hópar hefðu verið í úrtak- inu, þ.e. þeir sem ættu vini eða nákomna sem eru HlV-jákvæðir, þeir sem hefðu farið í blóðprufu og mótefnamælingu, og þeir sem hefðu smitast af kynsjúkdómum. Þá voru hópamir flokkaðir eftir kynhneigð. Talið var að þeir sem þekktu sjúkdóminn í sínu nánasta um- hverfí væru líklegri en aðrir til að nema fræðslu, en slíkt kemur ekki fram. Þeir sem eiga vin eða ein- hvem Mkominn sem er HIV- jákvæður, gengur betur að skil- greina ömggara kynlíf en þeim sem engan þekkja. Þeir sem þekkja HlV-jákvæða era hins veg- ar óvarkárari í kynhegðun en þeir sem ekki þekkja HlV-jákvæða. Þekking á smitleiðum alnæmis og öruggara kynlífi meðal þeirra sem hafa farið í blóðprufu er jafn- mikil og meðal þeirra sem ekki hafa farið í blóðpmfu. Kynhegðun þessara hópa er áþekk nema hvað varðar skyndikynni. Þeir sem hafa smitast af kyn- sjúkdómi tvisvar eða oftar era lík- legri til að stunda hættumeira kynlíf. Enginn munur kom í ljós á þekkingu fólks á smitleiðum al- næmis eftir kynhneigð. Meðal samkynhneigðra hefur orðið mæl- anleg breyting á kynhegðun. Þessi hópur er líklegastur til að stunda hættuminna kynlíf. Þannig virðist fræðsla hafa haft þau áhrif á þennan hóp að breytinga verður vart á kynhegðun. Sr. Kán VaJsson prest ur íHrísey látinn SÉRA KÁRI Valsson fyrrum sóknarprestur í Hrísey lést í gærmorgun eftir langvarandi veikindi. Hann var 81 árs að aldri. Séra Kári var fæddur í Prag í Tékkóslavíu en nam guð- fræði við Háskóla íslands og sinnti hér kennslu og prests- þjónustu. Hann lét af störfum í Hrísey fyrir áratug og bjó þar til dauðadags. Skírnarnafn Kára var Karel Vorovka. Hann ólst upp í Prag og tók stúdentspróf þar árið 1931. Eftir það Ias hann norrænu við háskólana í Prag, Reykjavík og Lundi í Svíþjóð fram til 1939. Kári var verkstjóri á Gúmmíbarð- anum í Reykjavík frá 1946-51, fór þá í guðfræði við Háskólann og lauk prófi 1954. Hann las kirkju- sögu við Union Theological Semin- ary í New York sumarið 1952. Að loknu guðfræðinámi varð Kári sóknarprestur á Hrafnseyri í Amarfirði og þjónaði þar í sjö ár, til 1961. Það ár varð hann skóla- stjóri heimavistarskólans að Strönd á Rangárvöllum og kenndi eftir það við unglingaskólann á Hellu veturinn 1965-66. Þá varð hann sóknarprestur í Hríseyjar- prestakalli í Eyjafírði og gegndi því starfi til 1982. Kári flutti erindi í útvarpi og skrifaði fjölda greina í tímarit. Konu sína, Ragnheiði Ófeigsdóttur frá Næfurholti, missti hann 1970, þau eignuðust dótturina Elínu árið 1962.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.