Morgunblaðið - 01.12.1992, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1992
19
Jólabóka-
fréttir
SETBERG
Af erlendum ævisögum má
efna: Rassinn á Sámi frænda,
lífsreynslusögu Richard Hilly-
ards, Bandaríkjamanns sem
gegndi lengi stöðu fréttamanns
í hemum á Keflavíkurflugvelli
og er giftur íslenskri konu. Jón
Daníelsson þýddi. Blái engillinn
segir frá lífshlaupi Marlene Di-
etrich leikkonu. Höfundur er
Donald Spoto, Hanna Bachman
þýðir. Og Símon Wiesenthal er
höfundur að bókinni, Réttlæti
ekki hefnd, í þýðingu Ásgeirs
Ingólfssonar.
Skjaldborg gefur út líka tvær
stórar handbækur. Flóra íslands
og Norður-Evrópu nær yfir allar
jurtir sem finnast norðan Alpa-
fjalla, nema grös. Og Náttúru-
læknir heimilanna er alfræðileg-
ur vegvísir til sjálfsbjargar með
náttúmlegum úrræðum. Báðar
bækumar em þýddar og stað-
færðar.
Islenskar skáldsögur em tvær.
í bók Þráins Bertelssonar, Sigla
himinfley, er sögusviðið Vest-
mannaeyjar. En Birgitta H. Hall-
dórsdóttir sendir frá sér nýju
sperinubókina, Dætur regnbog-
ans. Af mörgum, þýddum skáld-
sögum má nefna Steiktir grænir
tómatar eftir Fannie Flag, sem
samnefnd kvikmynd byggir á, og
Jóhanna G. Erlingsson þýðir. Og'
fjórða og síðasta bindið af höfuð-
verki danska rithöfundarins
Martins Andersen Nexö um Pella
sigursæla, nefnist Dögun, í þýð-
ingu Gissurs Ó. Erlingssonar.
Skjaldborg gefur út sjö nýjar,
íslenskar barnabækur. Bók
Helga Jónssonar, Rebbi fjallaref-
ur, sem gerist í villtri náttúm
íslands, sögð frá sjónarhóli refs-
ins, er bók fyrir allan atdur; Rob-
ert Schmidt myndskreytir. Onnur
bók úr náttúm íslands, Ponni og
fuglarnir, gerist i æðavarpinu og
er meira fyrir yngri lesendur.
Höfundur er Atli Vigfússon frá
Laxamýri, 'Hólmfríður Bjartm-
arsdóttir myndskreytir. Smygl-
arahellirinn eftir Kristján Jóns-
son; Stríðnisstelpa eftir Heiðdísi
Norðfjörð og Tveir krakkar og
kisa eftir Jón Dan em bækur
fyrir unga lesendur. Unglingabók
Helga Jónssonar, Myrkur í maí,
er sjálfstætt framhald af bókinni
Nótt í borginni.
Af þýddum barnabókum verða
fyrst fyrir 2 bækur: Bók bam-
anna um dýrin og Bók bamanna
um fjölskyldur dýranna, Gissur
Ó. Erlingsson þýðir bækumar
sem eru vel myndskreyttar.
Ævintýri H.C.Andersen er ný
útgáfa af ævintýmnum, sem
tékkneska konan Lisbeth Zwerg-
en velur og myndskreytir og
hlaut H.C. Andersen verðlaunin
fyrir myndskreytinguna. Sjötta
bókin um Fríðu framhleypnu og
Fyrstu athuganir Berts, fram-
hald af Dagbók Berts, em báðar
i þýðingu Jóns Daníelssonar. í
hópi sígildra bamabóka era nýj-
ar, myndskreyttar útgáfur af
Stikilsberja-Finnur eftir Mark
Twain og Leynigarðurinn (eldri
útgáfan bar heitið Töfragarður-
innjeftir Frances Hodgeson Bur-
nett.
BJARTUR
Zombi og Engill
meðal áhorfenda
Bókaútgáfan Bjartur gefur út
3 bækur að þessu sinni. Zombi
er þriðja ljóðabók Sigfúsar
Bjartmarssonar. í ljóðabálknum
stillir Sigfús sér upp á móti goð-
sögninni um Zombi. Engill meðal
áhorfenda eftir Þorvald Þor-
steinsson er safn 50 stuttra smá-
sagna, þar sem höfundur snýr
upp á lögmál leiksviðs, sögusviðs
og veruleika. Leikur hlæjandi
láns er fyrsta skáldsaga hinnar
kínversk-bandarísku Amytan í
þýðingu Rúnars Helga Vignis-
sonar. Bókin var tilnefnd til
bandarísku bókmenntaverðlaun-
anna The National Book Award.
Frá Leikfélagi Reykjavíkur
Æfingar á Blóðbræðrum
Leikfélag Reykjavíkur hóf í lið-
inni viku æfingar á söngleiknum
Blóðbræðrum eftir Willy Russell.
Frumsýning er fyrirhuguð á Stóra
sviði Borgarleikhússins í janúar-
lok.
í fréttatilkynningu segir að Willy
Russell sé leikhúsgestum að góðu
kunnur, en verk hans um Sigrúnu
Ástrósu og Ritu hafa notið hylli bæði
á leiksviði og hvíta tjaldinu. Russell
skrifaði verkið upphaflega sem sam-
starfsverkefni fyrir leikhóp unglinga,
en fullvann söngleikinn fyrir Evéry-
man-leikhúsið í Liverpool, þar sem
flest verka hans hafa gengið í gegn-
um eldskírn.
Blóðbræður vom fmmsýndir þar
1983. Sú sviðssetning var færð upp
í London og hlaut þá margvfslega
viðurkenningu. Hún var sett þar upp
að nýju 1988 og er enn í fullum gangi
á fimmta ári. Leikfélag Akureyrar
setti söngleikinn á svið árið 1986.
Blóðbræður er líkt og flest verk
Russells sótt í heim Liverpool. Líkt
og Bítlarnir og Liverpool-skáldin svo-
nefndu, er Russell uppmna sínum
trúr og verk hans bera sterkan svip
af samfélagi heimaborgar hans. Þjóð-
félagsleg vitund, jarðbundnar persón-
ur og trúverðugar, kímni í bland við
háð; öll þessi einkenni má finna í
verkum hans.
Blóðbræður em í bland ærslaleikur
og stórdrama. Þar segir frá ungri
móður sem stendur uppi ófrísk með
stóran barnahóp. Þegar hún fæðir
tvíbura gefur hún annan frá sér og
synir hennar alast þannig upp við
Frá æfingu á Blóðbræðrum.
gjörólíkár aðstæður. Örlög valda því
að leiðir þeirra liggja saman á ný og
verkið lýsir vináttu þeirra frá æsku
til fullorðinsára. Þá era leikir að baki
og alvaran tekur við. Úr þessu efni
hefur Russell samið skemmtilegan
og hrífandi söngleik.
Þórarinn Eldjárn þýðir bundið og
laust mál. Halldór E. Laxness sviðset-
ur verið. Jón Ólafsson stýrir hljóm-
sveit og Jón Þórarinsson hannar leik-
mynd. Stefanía Adólfsdóttir hannar
búninga. Alls taka 14 leikarar þátt í
sýningunni í ijölda hlutverka. Þar
vegur þyngst hlutverk móðurinnar,
sem Ragnheiður Elfa Amardóttir
leikur og syngur. Tvíburana leika
Magnús Jónsson og Felix Bergsson.
Vinkonu bræðranna frá bamæsku
leikur Sigrún Waage.
Við bjóðum þér vinsælasta mynda-
sögublað á Islandi, Andrés Önd, á
aðeins 195 krónur hvert blað - sent
heim til þín.
Hálfsmánaðarlega berst einhver
óvæntur glaðningur með blaðinu.
Ef þú tekur tilboðinu færðu vandaða
safnmóppu undir blöðin að gjöf.
Andrés Önd hefur aldrei verið skemmtilegri og meira spennandi en einmitt núna.
Myndasögurnar um hrakfallabálkinn Andrés og hina óborganlegu félaga hans
höfða nú til mun breiðari aldurshóps en áður. Allir finna eitthvað við sitt hæfi í
þessu vinsælasta myndasögublaði allra tíma! Þess vegna er Andrés lesinn aftur
og aftur - og er alltaf jafn skemmtilegur!
Tryggðu þér að Andrés Önd komi heim til þín í
hverri viku - og að þú fáir safnmöppuna ókeypis!
HRINGDU STRAX í DAG í ÁSKRIFTARSÍMANN: 91 -688300*