Morgunblaðið - 01.12.1992, Page 30

Morgunblaðið - 01.12.1992, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1992 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Endi bundinn á AF INNLENDUM VETTVANGI ÓMAR FRIÐRIKSSON 22. flokksþing Framsóknarflokksins Djúpstæðum ágreinii EES vísað til þingflol fiskveiðideilur Löngum og erfíðum samn- ingaviðræðum íslendinga og Evrópubandalagsins um sjávarútvegsmál er lokið. Niður- staðan er samstarfssamningur um fískveiðmál í samræmi við það samkomulag, sem gert var í Óporto í Portúgal í maí í tengslum við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Helsta efnisatriði ramma- samkomulagsins er gagnkvæm skipti á veiðiheimildum; fá ís- lendingar 30 þúsund tonna loðnukvóta í grænlenskri lög- sögu, en EB 3.000 tonna karfa- kvóta í íslenskri lögsögu. Er hlutur íslands metinn sem 20% verðmætari en hlutur Evrópu- bandalagsins. Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, segir í Morgun- blaðinu á laugardag, að hann telji þessa niðurstöðu vera mjög góða. Allar ýtrustu kröfur, utan ein, hafi náðst fram og þar hafí verið gerð málamiðlun. Hann sagðist telja, að með samningn- um væri fullkomlega tryggt, að skip Evrópubandalagsins myndu ekki veiða aðrar tegund- ir en karfa á íslandsmiðum. „Ég tel að þetta sé mjög góð niður- staða. Ég man ekki eftir því í nokkrum samningum að annar aðilinn hafí haft allt sitt fram,“ segir sjávarútvegsráðherra. Samkomulagið, sem undirrit- að var í Brussel á föstudag, er um margt sögulegt. Með_ því er lokið langvinnum deilum íslands og EB um sjávarútvegsmál, sem segja má að hafí staðið í tutt- ugu ár, eða allt frá því að frí- verslunarsamningur Islands og EB var undirritaður árið 1972. í hinni svokölluðu bókun 6 þess samkomulags, sem tók gildi 1. júlí 1976, var kveðið á um sérstakar tollaívilnanir fyrir íslenskar sjávarafurðir við inn- flutning til EB. Fyrirvari var af hálfu EB í bókuninni, þess efnis, að bandalagið áskildi sér rétt til að láta hana ekki koma til framkvæmda nema fyndist „viðunandi lausn fyrir aðildar- ríki Efnahagsbandalagsins og íslands á efnahagserfíðleikum sem leiðir af ráðstöfunum ís- lands varðandi fískveiðirétt- indi“. Fulltrúar EB féllust á það árið 1976 að láta bókun 6 koma til framkvæmda enda höfðu samningar náðst við Breta 1. júní það ár, mánuði áður en bókunin átti að taka gildi, sem bundu enda á fískveiðideilur þjóðanna. Það var hins vegar skýrt tekið fram af hálfu banda- lagsins, að einungis hefði feng- ist viðunandi lausn varðandi fískveiðimál „eins og á stendur“ og að varanlegri lausn yrði að fínnast. Strax eftir gildistöku bókun- ar 6 fór EB að krefjast samn- ingaviðræðna. Hófust slíkar við- ræður þegar í júlí 1976 og má segja að þær hafí staðið með hléum síðan. Hefur það lengi verið krafa bandalagsins í við- ræðunum, að fiskveiðiheimildir kæmu í stað tollaívilnana. Komu slíkar kröfur ekki síst upp í tengslum við aðlögun Spánveija og Portúgala, að skuldbinding- um bandalagsins, þegar þau ríki gerðust aðilar að EB á fyrri hluta síðasta áratugar. í því samkomulagi, sem nú hefur verið gert um fiskveiðar, hefur það sjónarmið íslendinga, að ekki komi til greina að semja um fiskveiðiheimildir í stað tollaívilnana, orðið ofan á. í staðinn hefur verið samið um gagnkvæm skipti á veiðiheim- ildum. Sú eina krafa íslendinga, sem sjávarútvegsráðherra vitn- aði til, er ekki náði fram að ganga, var krafan um að jafn- ræði bæri að gilda varðandi veiddan afla. Ef fslendingar næðu ekki að veiða upp í heim- ildir sínar myndi kvóti EB skerðast að sama skapi. Málamiðlunin, sem náðist varðandi þessa kröfu er að verði einhverjar breytingar á þeim forsendum, sem aflaheimildir samkomulagsins eru miðaðar við, s.s. vegna ófyrirséðra líf- fræðilegra aðstæðna eða veiði- leysis, geti sá aðili, sem telur á sig hallað, óskað eftir viðræðum um framkvæmd samningsins. Þessi niðurstaða samninga- viðræðnanna er góð fyrir okkur fslendinga. Við höfum náð gagnkvæmum samningi sem tryggir sanngjörn skipti. Það er búið að leysa tveggja áratuga gamlan hnút í samskiptum Is- lands við Evrópubandalagið á viðunandi hátt og mun það von- andi verða til að bæta samskipt- in við þetta volduga ríkjabanda- lag í framtíðinni. Samningurinn um fiskveiði- mál var síðasta óvissuatriðið í tengslum við aðild íslands að hinu Evrópska efnahagssvæði. Nú þegar þessari hindrun hefur verið rutt úr vegi ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu, að Alþingi samþykki loks samning- inn um EES og fylgifrumvörp hans. KLOFNINGUR er meðal fram- sóknarmanna gagnvart samn- ingnum um Evrópskt efnahags- svæði og Framsóknarflokkurinn tekur ekki efnislega afstöðu til samningsins. Þetta kom ljóslega fram á flokksþinginu um helg- ina og er merkasta niðurstaða þess. Fremur loðið málamiðlun- arorðalag í stjórnmálaályktun, ályktun um utanríkismál og at- vinnumálaályktun sem á endan- um voru samþykktar mótat- kvæðalaust á þinginu, skýrir ekki efnislega afstöðu flokksins til samningsins. Þess í stað náð- ist samkomulag milli deiluaðila um að setja vafa um stjórnar- skrárgildi samningsins á oddinn í stjórnmálaályktun þingsins en vísa því síðan til þingflokks að leysa endanlega úr málinu en í raun eru þingmennirnir sjálfir á öndverðum meiði gagnvart EES. Sé hægt að tala um að tvær fylkingar hafi tekist á í þessu máli hefur þó hvorug þeirra borið hreinan sigur úr bítum eftir átök helgarinnar að mati þingfulltrúa sem talað var við. Stuðningsmenn samningsins virðast á þeirri skoðun að skilaboð þingsins séu full neikvæð í garð samningsins en flokkurinn komist þó undan því að taka pólitíska ábyrgð á að hafa afneitað með öllu samstarfi við Evrópuþjóðir innan EES. Ýmsir andstæðingar samn- ingsins telja hins vegar að flokks- þinginu hafí í það minnsta tekist að koma í veg fyrir að þingmenn greiði samningnum atkvæði sitt á Alþingi enda þótt þeim verði í sjálfsvald sett hvort þeir greiði at- kvæði á móti eða sitji hjá. Ályktunartillaga Steingríms Hermannssonar sem lögð var fyrir þingið um að samningurinn brjóti í bága við stjómarskrá og því sé ekki unnt að samþykkja aðild ís- lands að EES var breytt í meðför- um stjómmálanefndar þannig að í stað staðhæfíngar um að samning- urinn brjóti ákvæði stjómarskrár er því lýst yfír að vafasamt sé að valdframsal í honum standist stjómarskrá, túlka beri vafa henni í hag og því sé nauðsynlegt að breyting verði gerð á stjórnar- skránni áður en unnt væri að sam- þykkja aðild íslands að EES. Halldór Ásgrímsson varaformað- ur er sagður hafa tekið talsverða áhættu þegar hann lýsti stuðningi sínum við þau tækifæri sem EES- samningurinn hefði upp á að bjóða og að hann myndi aldrei leggjast gegn málinu. Hann kvað þó aldrei uppúr með það á þinginu hvaða afstöðu hann ætlar að taka þegar samningurinn kemur til atkvæða- greiðslu og vísar til þess að málið verði á endanum gert upp innan þingflokksins. Skipulag Framsóknarflokksins er með þeim hætti að þingflokkur- inn tekur yfírleitt endanlegar ákvarðanir í einstökum málum. Lög flokksins segja aðeins að flokks- þing ákveði meginstefnur flokksins í landsmálum en að þingflokkur og landsstjórn ákveði afstöðu flokks- ins í málum. Óviðbúnir átökum Þingfulltrúar virtust margir hveijir ekki viðbúnir því að þurfa að takast á við djúpstæðan ágrein- ing um EES þegar í ljós kom strax við upphaf umræðna á föstudag, í kastljósi fréttamanna og beinni sjónvarpsútsendingu, að forystu- menn flokksins greindi á um málið. Myndaðist talsverð spenna á þing- inu og að sögn heimildarmanna braust hún síðan út í hörðum um- ræðum í stjórnmálanefnd sem kom saman síðdegis til að bræða saman lokaályktun þingsins. Steingrímur lýsti því yfír í yfir- Iitsræðu sinni að samningurinn stæðist ekki ákvæði stjórnarskrár og því bæri þinginu að hafna hon- um. í máli Bjama Einarssonar og Páls Péturssonar kom fram einörð andstaða við samninginn en þing- mennirnir Valgerður Sverrisdóttir og Jóhannes Geir Sigurgeirsson voru mun jákvæðari gagnvart EES. Ræða Halldórs Ásgrímssonar vakti svo enn meiri athygli þar sem hann rakti ýmsa kosti samningsins og sagði Islendinga verða að nýta sér þá möguleika sem sköpuðust með EES. Átökin við upphaf flokksþingsins birtust ekki aðeins í ræðum þing- fulltrúa heldur stönguðust yfírlýs- ingar í ályktunardrögum sem lögð voru fyrir þingið algerlega á. Sam- hliða tillögu um stjórnmálaályktun, þar sem samningnum var hafnað, voru Iögð fram drög að ályktun um atvinnumál frá einum málefnahópi þar sem m.a. mátti finna eftirfar- andi setningar: „íslenskir atvinnu- vegir verða að eiga greiðan aðgang að helstu mörkuðum heims og eru samningar um EES og GATT mik- ilvægir í því sambandi. “ „Atvinnu- lífið þarf með stuðningi ríkisvalds- ins að gera sérstaka áætlun um efiingu rannsókna ogþróunar, m.a. með auknu samstarfi innan ramma samningsins um EES, sem gefur ýmsa möguleika á því sviði." Þá lagði Bjami Einarsson fram sér- staka tillögu um utanríkismál þar sem EES-samningnum er alfarið hafnað. Spenna í stjórnmálanefnd Milli 20 og 30 þingfulltrúar tóku þátt í umræðum stjórnmálanefndar sem fékk ályktunardrög Steingríms til meðhöndlunar síðdegis á föstu- dag. Samkvæmt upglýsingum mín- um voru Halldór Ásgrímsson og Bolli Héðinsson hagfræðingur fremstir í flokki þeirra sem töluðu hvað harðast gegn því í nefndinni að flokkurinn hafnaði EES en Bjarni Einarsson og Páll Pétursson lýstu algerri andstöðu sinni. Stein- grímur Hermannsson stýrði um- ræðunum í nefndinni og varð á endanum fundin sú lausn að setja 5-7 manna hóp undir forystu Jóns Sveinssonar og Valdimars Valdi- marssonar í að ganga frá sam- komulagi um málið. Lá það í megin- dráttum fyrir á föstudagskvöld en

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.