Morgunblaðið - 01.12.1992, Page 37
Álit þessarar nefndar er dagsett 6.
júlí 1992. í stuttu máli komust
nefndarmenn að þeirri niðurstöðu
að EES-samningurinn bryti ekki í
bága við íslensk stjórnskipunarlög.
Fyrir utan þetta nefndarálit hafa
utanríkismálanefnd borist skriflegar
greinargerðir um stjórnarskrána og
EES frá Davíð Þór Björgvinssyni,
lektor við lagadeild Háskóla íslands,
Hannesi Hafstein, sendiherra, Guð-
mundi Alfreðssyni, lögfræðingi, og
Birni Þ. Guðmundssyni, prófessor í
stjórnarfarsrétti. Auk funda með
þessum lögfræðingum, hverjum um
sig, efndi utanríkismálanefnd, 6.
nóvember sl., til fundar með þeim
Þór Vilhjálmssyni, Hannesi Haf-
stein, Guðmundi Alfreðssyni og Birni
Þ. Guðmundssyni þar sem þeir
skýrðu sjónarmið sín, svöruðu fyrir-
spurnum nefndarmanna og skiptust
á skoðunum. Með þingmönnum í
utanríkismálanefnd sátu þingmenn
í stjórnarskrárnefnd Alþingis þenn-
an fund.
Fyrir utanríkismálanefnd hafa
verið lög eftirfarandi meginsjónarm-
ið varðandi lögfræðileg álitaefni sem
snerta þennan þátt:
1. Með EES-samningnum er lagður
grunnur að nýjum leikreglum í sam-
skiptum þátttökuríkjanna á þeim
sviðum sem samningurinn spannar.
Einnig er komið á fót eftirlits- og
dómstólakerfi til að fylgjast með því
að allir þátttakendur í samstarfinu
fari eftir þessum leikreglum. Með
þessum hætti er skapað nýtt réttar-
svið. Aðild að þessu samstarfi getur
ekki falið í sér neitt afsal á íslensku
ríkisvaldi af því að ákvörðunarvald-
ið, sem stofnunum EFTA og EB er
veitt með EES-samningnum, tilheyr-
ir ekki íslenska ríkisvaldinu.
2. Framkvæmdarvald og dómsvald
verða á tilteknum sviðum í höndum
eftirlitsstofnunar EFTA og dómstóls
EFTA og við sérstakar aðstæður,
sem varða bæði EFTA-ríki og ríkin
í Evrópubandalaginu, í höndum
stofnana EB. Á þetta aðeins við um
samkeppni í viðskiptum milli samn-
ingsaðila, þ.e. milliríkjaviðskipti.
Bent er á að það sé íslensk réttar-
regla að við sérstakar aðstæður beri
að beita erlendum réttarreglum hér
á landi; dæmi eru til þess að ákvarð-
anir erlendra stjómvalda gildi hér
og að þær séu aðfararhæfar; dæmi
eru til þess að erlenda dóma megi
framkvæma hér; vald það, sem al-
þjóðastofnunum er ætlað með EES-
samningnum, er vel afmarkað, það
gildir á takmörkuðu sviði og er ekki
verulega íþyngjandi fyrir íslenska
aðila. Með vísan til þessa er talið
að aðild að EES-samningnum bijóti
ekki í bága við stjórnarskrána.
3. Með EES-samningnum er stofn-
unum EFTA og EB falið svo mikið
framkvæmdarvald og dómsvald að
það samræmist ekki 2. gr. stjómar-
skrárinnar að framselja það úr landi.
Þegar þessi mál hafa verið til
umræðu í utanríkismálanefnd hafa
talsmenn þess að um brot á íslensku
stjórnarskránni sé að ræða m.a. rök-
stutt mál sitt með því að vísa til
umræðna á Norðurlöndunum og
stjórnarskrárákvæða í Danmörku og
Noregi þar sem þjóðþingum er heim-
ilað að framselja ríkisvald til alþjóða-
stofnana að uppfylltum ákveðnum
skilyrðum. Þessar breytingar á
stjórnarskrám Dana og Norðmanna
eiga einkum rætur að rekja til um-
ræðna í þessum löndum um aðild
að Evrópubandalaginu. Er enginn
ágreiningur um að aðild íslands að
EB mundi krefjast stjórnarskrár-
breytingar. Hins vegar eiga umræð-
ur um það mál ekkert erindi þegar
rætt er um aðild íslands að EES.
Breyting á stjórnarskránni í þá átt
að heimila framsal á íslensku ríkis-
valdi til alþjóðastofnana er sjálfstætt
athugunarefni sem hefur verið til
meðferðar á Alþingi undanfarið
vegna tillagna þingmanna Alþýðu-
bandalags, Framsóknarflokks og
Samtaka um kvennalista í þá veru.
Umræður um stjórnarskána og
EES í utanríkismálanefnd hafa einn-
ig snúist um fullveldið og hvað í því
felst. Minnt er á að árið 1918 varð
ísland lýst frjálst og fullvalda ríki,
en þó fóru Danir áfram með utanrík-
ismál landsins. í sambandslögunum
var einnig ákvæði um að Hæstirétt-
ur Danmerkur hefði á hendi æðsta
dómsvald í íslenskum málum „þar
til ísland kynni að ákveða að stofna
æðsta dómstól í landinu sjálfu“. Svo
sem kunnugt er var Hæstiréttur ís-
seei HaHMHBaa .1 JUJÍlAQtíUllíW SLQfAJHMUDflOM
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1992
lands stofnaður árið 1920. Hér eru
þessi dæmi nefnd til að minna á að
skýring á fullveldishugtakinu er ekki
algild heldur háð mati á hveijum
tíma. Að sjálfsögðu er vald íslenskra
stjórnvalda í utanríkismálum eða
Hæstaréttar í engu skert með aðild
að EES. Þessi dæmi minna einnig á
að þeir eru á hálum ís sem telja sér
fært að lýsa aðild að EES stjórnar-
skrárbrot vegna þess að „stjórnar-
skrárgjafinn" hafi ekki séð aðildina
fyrir þegar texti stjórnarskrárinnar
var saminn!
Til glöggvunar á hinum ólíku við-
horfum, sem verið hafa uppi varð-
andi skilgreiningu á fullveldishug-
takinu, er ekki nóg að líta til lög-
fræðilegra þátta. Þar koma söguleg,
heimspekileg og stjórnmálafræðileg
viðhorf einnig til álita. Má því til
staðfestingar t.d. benda á greinar
eftir Atla Harðarson heimspeking
sem birtust í Lesbók Morgunblaðsins
24. og 31. október sl. undir fyrir-
sögninni „Hvers virði er fullveldi?“
Þar sagði höfundurinn m.a.:
„Á 18. öld og þeirri 19. urðu
ýmsar breytingar á evrópskum
stjórnmálum. Fólk missti trúna á
kaupauðgisstefnu og sólkonunga. í
staðinn komu fijálshyggja og þjóð-
ernisstefna sem boðaði að hver þjóð
og menningarheild ætti að mynda
eitt ríki.
Þessar nýju stefnur tóku fullveld-
ishugmyndina upp á sína arma. Hún
var að vísu hálfutangátta við megin-
strauma fijálshyggjunar og kom
þjóðfrelsishreyfingum yfirleitt að
litlu gagni því hún gerir nánast ráð
fyrir því að samfélag hafí annað-
hvort fullt vald yfir eigin málum eða
ekkert, útilokar þann milliveg sem
ef til vill hefði verið heppilegastur
fyrir margar fámennar þjóðir.
Konungseinveldi og kaupauðgis-
stefna eru svo úreltar stefnur sem
nokkrar stjórnmálastefnur geta ver-
ið. En hvað með fullveldið? Er það
ekki úrelt líka? Er ekki augljóslega
þörf á alþjóðlegri yfirstjórn t.d. yfir
umhverfismálum og eftirliti með víg-
búnaði? Er lengur hægt að gera
greinarmun á innanríkismálum og
alþjóðamálum þegar iðnaður í einu
ríki veldur súru regni í því næsta?“
Þegar gengið er til alþjóðasam-
starfs eins og EES-samstarfsins er
mikilvægt að allir sitji við sama borð
og geti gengið að því sem vísu að
jafnræðis sé gætt. Reglur og stofn-
anir, sem tryggja slíkt jafnræði,
þjóna ekki síst hagsmunum hinna
smærri þjóða í samstarfinu. Sagan
geymir óteljandi dæmi um að stór-
veldi telja sig geta boðið smærri ríkj-
um birginn með ofurefli. Með sam-
eiginlegum reglum um rétt hvers og
eins og eftirlits- og dómstólakerfi
til að framfylgja reglunum er tryggt
að stórir og smáir hafi sömu réttar-
stöðu. Öll viðleitni í alþjóðlegu sam-
starfi hefur síðustu áratugi miðað
að því að útiloka með samningum
og framkvæmd þeirra að hinir sterku
og stóru í samfélagi þjóðanna geti
sett hinum minni afarkosti eða hrifs-
að verðmæti þeirra til sín með því
að neyta aflsmunar. Er það almennt
talið til marks um að ríki hafi náð
góðum árangri í samstarfi sín á
milli ef þau sættast á friðsamlega
úrlausn deilumála þar sem beiting
valds eða hótun um valdbeitingu er
útilokuð.
Þegar Alþingi tekur afstöðu til
EES-samningsins er nauðsynlegt að
hafa öll sjónarmið varðandi stjórnar-
skrárþátt málsins í huga. A vett-
vangi utanríkismálanefndar hefur
mikil vinna verið innt af hendi- til
að draga sem best fram meginatriði
þessa þáttar. Umræður hafa einnig
verið miklar um þetta atriði á al-
mennum vettvangi. Þær halda
áfram, hver svo sem niðurstaða Al-
þingis verður um EES-samninginn.
Lögfræðileg sjónarmið hljóta eink-
um að vega þungt í mati Alþingis á
þessum þætti. Með vísan til þeirra
hefur meirihluti utanríkismálanefnd-
ar komist að þeirri niðurstöðu að
EES-samningurinn bijóti ekki í bága
við stjórnarskrána. Við þetta mat
verður ekki heldur horft framhjá
þeim sjónarmiðum öðrum sem nefnd
voru hér að framan, auk hins al-
menna gildis sem aðild Islands að
EES hefur fyrir þróun íslensks þjóð-
félags og stöðu íslands á alþjóðavett-
vangi. I stuttu máli er hér komist
að þeirri niðurstöðu að samþykki
Alþingis á EES-samningnum bijóti
ekki í bága við stjórnarskrána.
Flugfélag Norðurlands
Samið um áætlunarflug’
til Kulusuk á Grænlandi
Morgunblaðið/Rúnar Þðr
Sigurður Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Flugfélags Norðurlands
við Metro Fairchild skrúfuþotu félagsins sem notuð verður í áætlunar-
flug fyrii- Grænlandsflug inilli Keflavíkur og Kúlusúk.
FLUGFÉLAG Norðurlands hefur
gert samning við Grænlandsflug
um að fljúga fyrir félagið áætlun-
arflug milli Keflavíkur og Kúlu-
súk á Grænlandi. Fyrsta flugið
verður á þriðjudag i næstu viku
og verður flogið á milli þessara
áfangastaða einu sinni í viku, en
samningurinn gildir til febrúar-
loka.
Ólafur Bertelsson fulltrúi Græn-
landsflugs á íslandi sagði að samn-
ingurinn væri til að byija með til
þriggja mánaða, en reiknað væri
með að flugvél í eigu Grænlands-
flugs myndi sinna þessu flugi eftir
þann tíma. Aðstæður væru þannig
á flugvellinum í Kúlusúk að lenda
þarf þar í dagsbirtu.
Áður var samningur í gildi við
Flugleiðir um flug frá Kaupmanna-
höfn til Keflavíkur og þaðan til Nass-
arsúak á Grænlandi, en fyrir ári síð-
an var því breytt á þann veg að
farþegar frá Kaupmannahöfn til
Grænlands skiptu um vél í Keflavík
og sá flugfélagið Odinair um flug
milli íslands og Grænlands.
Ólafur sagði að ekki væri að fullu
ljóst hver farþegafjöldi gæti verið á
þessari leið, en flugvöllurinn í Kúlu-
súk sinnir flugumferð frá Ammassá-
lik. Farþegar þaðan gætu valið um
að fljúga með viðkomu í Keflavík,
eða þá að fara til Syðri Straumfjarð-
ar þar sem þeir þyrftu að hafa við-
dvöl yfír nótt áður en lengra yrði
haldið.
„Þetta er auðvitað skammtíma-
verkefni, en kemur ágætlega út fyr-
ir okkur, þetta kemur á þeim tíma
sem skortur er á verkefnum frekar
en hitt. Það er því vissulega kær-
komið að fá þetta flug til Grænlands
núna,“ sagði Sigurður Aðalsteinsson
framkvæmdastjóri Flugfélags Norð-
urlands.
Skrúfuþota félagsins, Metro,
verður notuð í Grænlandsflugið, en
hún er 15 sæta. Ætlunin er að fljúga
áætlunarflug frá Akureyri til Kefla-
víkur að morgni, síðan frá Keflavík
til Kúlusúk og til baka og loks aftur
til Akureyrar að kvöldi. Þannig teng-
ist Grænlandsflugið áætlunarflugi
félagsins til Keflavíkur. Fyrsta flug
FN fyrir Grænlandsflug verður farið
8. desember eða á þriðjudag í næstu
viku.
Kaupfélag Eyfirðinga
Hlutafjárútboð að upphæð
50 milljónir kr. hefst í dag
FYRSTA hlutafjárútboð Kaupfélags Eyfirðinga hefst í dag, 1. desem-
ber, þegar boðnar verða út 50 milljónir króna að nafnvirði á genginu
2,25, eða 112,5 milljónir króna að söluverði.
„Þetta er út af fyrir sig merkur
áfangi í okkar starfi,“ sagði Magnús
Gauti Gautason kaupfélagsstjóri
KEA. Tilgangur útboðsins er þrí-
þættur, að styrkja eiginfjárstöðu
félagsins, að afla áhættufjár til fjár-
festinga í atvinnurekstri og að
byggja upp markað fyrir hlutabréf
félagsins og gefa því þannig mögu-
leika á að afla sér aukins fjármagns
í formi hlutafjár í framtíðinni. „Þetta
er fyrsta skrefíð í því að byggja upp
markað fyrir hlutabréf í félaginu og
að opna fyrir áhættuijármagn,"
sagði Magnús Gauti.
Stjóm félagsins hefur mótað sér
ákveðna stefnu varðandi hluthafa,
þar sem meðal annars er stefnt að
því að hluthöfum verði greiddur 15%
arður af bréfunum og að nýttar verði
heimildir á hveijum tíma til útgáfu
jöfnunarhlutabréfa. Þá mun félagið
einnig sækja um skráningu hluta-
bréfanna á Verðbréfaþingi íslands
og á þann hátt stuðla að virkum
markaðsviðskiptum með hlutabréfin.
Magnús Gauti sagði að áður en
ákveðið var að hefja hlutafjárútboðið
hafí hugsanleg viðbrögð verið könn-
uð og í ljós komið að stórir fjárfest-
ar hafí sýnt málinu áhuga, þannig
að ákveðið var að fara út í hlutafjár-
útboðið.
Á síðasta ári velti Kaupfélag Ey-
firðinga 8,8 milljörðum króna og
nam eigið fé þess í lok síðasta árs
um 2,8 milljörðum. Hagnaður á síð-
asta ári var 54 milljónir króna og
samkvæmt milliuppgjöri fyrir fyrstu
8 mánuði þessa árs var hagnaður
félagsins 83 milljónir króna. Aætlað
er að hagnaður ársins í heild verði
um 60 milljónir króna.
Umsjón með útboðinu hefur
Kaupþing hf. og aðalsöluaðilar eru
auk þess, Kaupþing Norðurlands hf.
Verðbréfamarkaður íslandsbanka
og Verðbréfaviðskipti Samvinnu-
banka.
Námsstefna um
gæðastjórnun
NÁMSSTEFNA í gæðastjórnun verður haldin á Fiðlaranum á morg-
un, miðvikudaginn 2. desember, frá kl. 13 til 18. Að námsstefnunni
verður lögð áhersla á að fjalla um gæðastjórnun með tilliti til is-
lenskra aðstæðna og á hvern hátt fyrirtæki og stofnanir geti hagnýtt
sér aðferðir gæðastjórnunar.
Fluttir verða sjö fyrirlestrar á
námsstefnunni. Magnús Pálsson
framkvæmdastjóri verkefnisins
Þjóðarsókn í gæðamálum kynnir
verkefnið, Kjartan Kárason fram-
kvæmdastjóri Vottunar hf. og fyrr-
Mývatn
Urriðaseiðum sleppt
Björk, Mývatnssveit.
Síðastliðinn fimmtudag var sleppt 8.800 urriðaseiðum í Mývatn. Seið-
in voru klakin út og alin á Laxamýri. Hrognin voru tekin við Vogaland
í Mývatnssveit síðla árs 1991.
Þegar seiðunum var sleppt nú
voru þau 15 sentímetra löng og vógu
32 grömm. Merkt voru 4.000 seiði
til að geta fýlgst með göngu þeirra
og hvar þau verða veidd. 25. októ-
ber á síðasta ári var sleppt 17.000
urriðaseiðum í Mývatn, sem einnig
voru alin upp á Laxamýri. Þau voru
10-12 sentímetra löng og vógu 20
grömm.
Nú virðist vera mikill áhugi á að
ljölga urriðanum í Mývatni.
'Kristján
verandi gæðastjóri hjá Danfoss ræð-
ir um breyttar markaðsaðstæður og
gæðastjómun, Magnús Magnússon
útgerðarstjóri Útgerðarfélags Akur-
eyringa ræðir um gæðastjórnun í
sjávarútvegi og nemar á gæðastjórn-
unarbraut Háskólans á Akureyri
fjalla um gæðaumbótaferli.
Jón Heiðar Ríkharðsson kynnir
verkefnið Aflabót, sem miðar m.a.
að því að undirbúa notkun gæða-
og upplýsingakerfa um borð í ísfísk-
skipum. Bjarni Jónasson fram-
kvæmdastjóri íslensks skinnaiðnað-
ar fjallar um gæðastjómun í iðnaði
og Jón Pálsson rekstrarráðgjafi flyt-
ur erindi sem nefnist Frá fræðslu
til framkvæmda.
Að námsstefnunni standa Gæða-
stjómunarfélag Norðurlands, Iðn-
þróunarfélag Eyjafjarðar, Sjávarút-
vegshópur Gæðastjórnunarfélags ís-
lands, en hún er framlag til verkefn-
isins Þjóðarsókn í gæðamálum.